Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 39 LISTIR Lína langsokkur á Suðureyri Suðureyri - Heimsfræg persóna sótti Súgfírðinga heim nú um miðjan mánuðinn í tengslum við „sæluhelgina". Það var engin önnur er grallarinn Lína langsokkur. Sú stutta hafði kom- ið sér fyrir í Félagsheimili Súg- firðinga ásamt apanum hr. Níels og hestinum góða. Einnig voru á sveimi í húsinu ýmsar aðrar per- sónur svo sem frú Prússulín, Anna, Tommi, Klængur, Hængur og Adolf sterki svo einhverjar séu nefndar. Það var leikfélagið Hallvarður Súgandi sem sá um að gæða allar þessar persónur lífí með uppsetn- ingu á barnaleikritinu sígilda eft- ir Astrid Lindgren. Fjöldi leikara kom við sögu við uppsetningu verksins en Auður Birna Guðna- dóttir fór með aðalhlutverkið, þ.e. Línu sjálfa. Auður, sem er 16 ára, er að reyna sig á þriðja hlut- verkinu í leiklistinni á aðeins tveimur árum. Nú síðast lék hún Nansy í uppfærslu Litla leikklúbbsins á Oliver. Leikstjóri verksins er Reynir Ingason en hann hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi ísafjarðar ungur að árum og hefur verið viðloðandi leiklistina að mestu siðan. Hann var hvatamaður að stofnun Litla leikklúbbsins á ísa- fírði á sínum tíma og hefur í gegnum tíðina bæði leikstýrt og leikið í íjölda verka í uppfærslu Litla leikklúbbsins. Sýningar á Línu voru fímm og var nánast húsfyllir á allar sýn- ingarnar. Hátíð Dakóta-íslendinga í Mountain ÍSLENSKI strengjakvarettinn sem mun leika á íslendingadeginum í Mountain. Frá vinstri: Margrét Þor- steinsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir. Nýtt íslenskt tón- verk frumflutt Morgunblaðið/Sturla Páll LEIKARAR og starfsmenn að lokinni vel heppnaðri sýningu á Línu langsokk. TONLIST Jazzhátffi f Garðabæ TRÍÓ HAUKS GRÖNDALS. HAUKUR GRÖNDAL, ALTÓSAXÓFÓN, MORTEN LUNDSBY, BASSA, OG STEFAN PASBORG, TROMMUR. Kirkjuhvoil í Garðabæ, sunnudags- kvöldið 25.7. 1999. ÞRIÐJU tónleikar Jazzhátíðar- innar í Garðabæ voru haldnir í safn- aðarheimilinu við Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, sl. sunnudagskvöld. Þar blés Haukur Gröndal í altósaxó- fón, en hann er alinn upp í Garða- bæ. Eftir að hafa lokið burtfarar- prófi frá Tónlistarskóla FÍH 1997 fluttist hann til Kaupmannahafnar þarsem hann hefur verið að leika djassmúsík með ýmsum og sótt tíma hjá saxófónleikurunum Fred; rik Lundin og Thomasi Frank. I haust mun hann svo hefja nám við Rýþmíska konservatoríið í Kaup- mannahöfn. Með Hauki léku tveir Danir, sem hann hefur leikið mikið með þetta árið, bassaleikarinn Mor- ten Lundsby og trommarinn Stefan Pasborg. Þó fór ekki mikið fyrir norrænum áhrifum í tónlist þeirra - hún var amerísk í húð og hár. Tríóið hóf tónleikana á Geðklofa kettinum blúsaða eftir Hauk og tvö question. Það er dálítið merkilegt Gröndal með danska hrynsveit önnur verk Hauks prýddu efnis- skrána - best þeirra fannst mér Prayer sem hófst á löngum bassa- sóló, svo blés Haukur og Stefan sló trommumar með pákukjuðum og magnaði upp stemmninguna. Andi Coltranes sveif yfir verkinu og var það sosum ekkert verra. Trommu- sóló Stefans var mjög lýrískur og í beinu framhaldi blés Haukur ópus eftir Joe Lovano, en djasshöfundar kvöldsins voru allir saxófónleikarar; Lovano, John Coltrane, Sam Ri- vers, Omette Coleman og Kenny Garrett. Svo vora standardar eftir Cole Porter, Victor Young og Geor- ge Gershwin og einn ópus eftir trommarann, Stefan Pasborg, Miss D.C. nefndist hann, dulúðug ball- aða, vel samin og glæsilega flutt af þeim félögum. I Beatrice eftir Sam Rivers brá fyrir örlitlum gömlum Omette Coleman í blæstri Hauks, en hann var allur á bak og burt er hann blés lag Omettes: Tomorrow is the að þá sjaldan ég hef heyrt íslenska djassleikara leika verk eftir Omette hefur vantað allan Omette í þau. Kannski er ástæðan að Omette fór framhjá skerinu á sínum tíma. Nokkrir djassáhugamenn hlustuðu á hann baki brotnu en varla nokkur hljóðfæraleikari. Ég heyrði Hauk Gröndal síðast á tónleikum á Sóloni Islandusi í júlí í fyrra. Þá var hann með tríó sem þetta. Hann var að blása Coltrane og Garrett og ballöður, en hann gerir það miklu betur núna. What is the thing called love var skemmti- lega útfærð og svalinn í tóninum átti vel heima í tilfinningaríkri túlk- un á Ghost of a chance. But not for me var vel lesið og samspuninn hjá þremenningunum í fínasta vestur- strandarstíl. Það eina sem mátti finna að var að sveiflukaflinn var ekki nógu snarpur. Pasborg er einstaklega mús- íkalskur trommari og sólóar hans vel uppbyggðir. Það sama má segja um Lundsby, sem er á stundum dá- lítið Haden-legur. Það verður gam- an að heyra í Hauki að ári því engin ástæða er að ætla annað en hann dafni og þroskist í hinni gömlu höf- uðborg okkar íslendinga. Vernharður Linnet STRE NGJAKVARTETT skipaður hljóðfæraleikuram úr Sinfóníu- hljómsveit Islands er á föram til Bandaríkjanna til tónleikahalds á þriggja daga hátíð Bandaríkja- manna af íslenskum upprana í bæn- um Mountain í Norður-Dakóta dag- ana 30. júlí til 2. ágúst nk. Dakóta-íslendingar halda þá upp á Islendingadaginn 2. ágúst í 100. sinn og verður mjög til hátíðarinnar vandað af því tilefni. Von er á fjölda manns sem eiga ættir að rekja til frambyggjanna þar en heiðursgest- ur hátíðarinnar verður forseti Is- lands, hr. Olafur Ragnar Grímsson. Kvarettinn skipa þær Margrét Þorsteinsdóttir, Dóra Björgvins- dóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Mun kvarettinn halda tónleika í Víkur- kirkju í Mountain sunnudaginn 1. ágúst en sú kirkja er elsta íslenska kirkjan í Vesturheimi. A tónleikunum verður eingöngu leikin íslensk tónverk sem gefa góða mynd af sögu og þróun ís- lenskra tónlistar frá upphafi til nú- tíma. Auk þess að leika með kvar- tettnum munu Hildigunnur Hall- dórsdóttir einnig syngja einsöng. Á tónleikunum verður framflutt nýtt verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, tónskáld, sem hún hefur samið við kvæði Káins, „Sólskinið í Dakóta". Káinn bjó eins og kunnugt er í byggðum Islendinga í Pembína- sýslu í Norður-Dakóta og verður minnisvarði hans við Þingvalla- kirkju endurvígður eftir lagfæring- ar mánudaginn 2. ágúst. Mun kvar- ettinn einnig leika við þá athöfn. Á þá vel við erindið úr kvæpði Káins „Sólskinið í Dakóta“: Pcgar ég er fallinn frá og fúna íjörðu beinin, verður fjögur sjón að sjá sólina skína á steininn. Eftirfarandi aðilar hafa styrkt hljómleikaförina: Olíufélagið hf., Is- lenskir aðalverktakar hf., Menning- arsjóður Landsbankands, Landa- fundanefnd, menntamálaráðherra og utanríkisráðherra. Búnaður ekinn 5S þús. km. 33** breyting, nýleg dekk Upphækkaður toppur □úkur á gólfi Einn eigandi Gasmiöstöð frá upphafi. Svefnbekkur Upplýsíngar í sfmum Hraðastillir / ABS 58B BOOB og B3B 4E64. ^ -JJ Á nýlagðri klæðingu þarf að draga verulega úr ferð og sýna mikla tillitssemi. IUMFERÐAR \ RÁÐ NÝL.ÖGÐ KLÆÐING UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.