Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 43
# MORGUNBLAÐIÐ yínabúa á árinu FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 43 ingurinn Vernon Snædal er svínahirðir á Vallárbúinu. Hann er sérmenntaður Manitoba-háskóla. Auk sérþekkingar á svínarækt þurfa svínabændur að hafa skiptavit til að ná árangri í harðri samkeppni á kjötmarkaðnum. Skipting kjötmarkaðarins árin 1988-1998 Ár Kindakjöt 1988 1989 53,6% 17,8% 1990 1991 49,0% 20,6% 1992 1993 46,2% 20,8% 1994 1995 1996 1997 1998 Hrossak öt Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt ? 15,0% 16,7% 15,8% 8,7% 16,3% I 16,2% 10,0% 10,0% 17,5% 9,5% 20,6% 20,5% 23,0% 10,8% 10,8% 39,8% 20,7% 40,2% 20,1% 23,7% 12,5% 22,2% 14,5% 3,5% 3,9% 4,1% 4,2% 4,1% 4,1% 3,6% 4,2% 3,7% 3,3% 3,0% Framleiðendaverð svínakjöts og fjöldi svínabúa „„„ 139 129 111 107 110 103 90 86 74 62 54 200 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 þróunin hér, því hefði fyrir kindakjöti er mjög mikil, og verður að öllum lík- indum áfram.“ Kristinn tengir velgengni svína- ræktaiinnar einkum við samkeppni og frelsi á markaðnum, og segir að sauðfjárbændur þurfi að búa við sömu aðstæður til að geta náð ár- angri. „Það þarf að gefa mönnum frelsi þannig að þeir sem eru duglegir og með góða ræktun og hentugar framleiðsluaðstæður og jarðnæði, þeir geti framleitt með sem hag- kvæmustum hætti, og boðið vöru á hagstæðu verði en um leið haft laun og afkomu sem er sambærileg við það sem þeir myndu fá ef þeir settu peningana í annað.“ Framleiðslan í höndum bænda en ekki stórmarkaða Kristinn bendii’ á að þrátt fyrir að alifugla- og svínaræktin sé rekin á viðskiptagrundvelli séu það bændur sem standi á bak við hana. „Sem bet- ur fer hefur svínaframleiðslan að ptærstum hluta þróast í höndum manna sem hafa komið úr landbúnaði og hafa verið lengi í þessu. Við svína- bændur leggjum áherslu á það að landamærin á markaðnum séu þannig að bændurnir séu sjálfstæði, að framleiðslan sé ekki í höndum stórfyrirtækja með blandaða hags- muni. Við segjum að eðlilegra sé að við komum að vinnslu svínakjöts og markaðssetningu og landamæri smá- salans og vörunnar séu við dyr hans, en að hann teygi sig ekki yfir í vinnslu og frumframleiðslu. Sums staðar í heiminum hefur þróunin ver- ið sú, en viðhorfíð í Norður-Evrópu hefur verið það að skilja eigi þarna á milli. Ef stóru smásölukeðjumar væru að reka eigin bú gæti orðið erfitt fyrir bændur að komast að með sínar afurðir. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara frekar í þá átt hér, en smásöluaðil- arnir hafa verið að reka kjötvinnslur. Nýverið hefur reyndar borið á því að þeir hafi verið að skilgi-eina sig þannig að það sé ekki endilega þeirra markmið.“ r Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Sergej Stepashín forsætisráðherra í Kreml. Hefur Qármálahrun- ið bjargað Rússlandi? Eftir Anders Aslund The Project Syndicate. OVÆNT umskipti hafa orðið í efnahag Rússlands. í ágúst síðastliðnum stóðu Rússar frammi fyrir fjár- málahruni og gátu ekki staðið í skil- um með greiðslur ríkisvíxla. Gengi hlutabréfa lækkaði um 94% frá því það var í hámarki í október árið áður og gengi rúblunnar lækkaði um fjórð- ung. Helmingi rússneskra banka var lokað, margir Rússar töpuðu sparifé sínu og lífskjörin versnuðu um 30%. í september var verðbólgan orðin 38% á mánuði og iðnframleiðslan minnk- aði um 15%. Efnahagshrunið í Rússlandi virtist nær algerlega óstöðvandi. Verg þjóð- arframleiðsla Rússa minnkaði um 5% á síðasta ári og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn spáði því að hún myndi minnka um 9% til viðbótar á þessu ári. Núna hefur allt breyst. Rússland hefur rétt úr kútnum. Iðnframleiðsl- an jókst um 6,1% í maí og líklegt er að hún aukist um að minnsta kosti 5% á árinu, þótt ekki sé búist við verulegum hagvexti þar sem sam- dráttur hefur orðið í mörgum þjón- ustugreinum vegna lítillar eftirspurn- ar. Þótt hagtölurnar geti ekki enn talist mjög góðar leikur enginn vafi á því að umskipti hafa orðið. Augljósustu ástæður þessa skyndi- lega efnahagsbata er gengisfelling rúblunnar, sem varð strax til þess að innflutningurinn minnkaði um helm- ing og rússneskar útflutningsvörur urðu ódýrari, og hærra olíuverð. Vöxturinn hefur þó ekki verið mestur í hráefnisgeiranum, heldur í fram- leiðslu á varningi eins og pappír og byggingarefnum og nokkrum fram- leiðsluvörum, einkum lyfjum, vélbún- aði, vefnaði, skóm, gleri og postulíni. Vöxturinn í nokkrum iðngi’einanna er rúm 30% á ári en í öðrum gætir enn samdráttar. Ahrifin eru greinanleg á götum Moskvuborgar. Allt í einu er hvar- vetna boðið upp á góðar rússneskar vörur, en áður voru um 80% þess varnings sem seldur var í borginni innflutt. í Moskvu voru mörg góð og dýr veitingahús en nú hafa sprottið þar upp margir góðir og ódýrir mat- sölustaðir þar sem lítil eftirspurn hef- ur knúið rússneska framleiðendur til að reyna að ná til allra neytenda, ekki aðeins ríka fólksins. Mikið hefur verið skrifað um aukið vægi vöniskipta í rússneska efna- hagnum en dregið hefur úr þeim frá því í ágúst á síðasta ári. Hlutur vöru- skipta í viðskiptum milli fyrirtækja minnkaði úr 54% í 46% í janúar og ýmislegt bendir til þess að hann sé nú undir 40%. Rússar eru farnir að nota peninga eins og aðrar þjóðir. Einnig hefur dregið úr vanskilun- um alræmdu í viðskiptum milli rúss- neskra fyrirtækja þar sem fyrirtækin neyða hvert annað til að standa í skil- um. Stórfyrirtæki greiða æ meira af sköttum sínum í peningum í stað skriflegra fyrirheita sem vafasamt er að verði nokkum tíma efnd. Launaskuldirnar alkunnu hafa og minnkað jafnt og þétt frá því í októ- ber á síðasta ári. Engin undankomu- leið er lengur fyrir fyrirtæki, sem hafa verið rekin með miklu tapi og eru nú knúin í gjaldþrot, meðan sterkari fyrirtæki þenjast út í þeirra stað. Gjaldþrotin hafa margfaldast á Fjármálakreppan stuðlaði að grundvallarbreytingum í efnahag Rússlands. Fjár- málahrunið gerði loksins strangt aðhald í ríkisfjár- málum trúverðugt. Það var einmitt miskunnarleysi fjármálakreppunnar sem sannfærði alla um að ekki væru til neinir peningar til að hlaupa undir bagga með fyrirtækjunum og þau yrðu að bjarga sér sjálf. einu ári, en arðbærum fyrirtækjum hefur fjölgað stórlega. Stöndugu fyr- irtækin dafna á kostnað hinna illa stæðu, sem bendir tif þess að róttæk endurskipulagning eigi sér stað. Vísbendingarnar eru fjölmargar. Þetta eru raunveruleg tímamót, ekki aðeins tímabundinn bati vegna geng- isfellingar og hærra olíuverðs. Fjár- málakreppan stuðlaði að grundvallar- breytingum í efnahag Rússlands. Fjármálahrunið gerði loksins strangt aðhald í ríkisfjármálum trúverðugt. Það var einmitt miskunnarleysi fjár- málakreppunnar sem sannfærði alla um að ekki væru til neinir peningar til að hlaupa undir bagga með fyrir- tækjunum og þau yrðu að bjarga sér sjálf. Fjármálahrunið varð til þess að ýmiss konar tiltækt fjármagn hvarf. Alþjóðagjaldeyi’issjóðurinn og Al- þjóðabankinn buðu stjórninni ekki lengur ódýr lán. Erlendir verðbréfa- fjárfestar, er lögðu fram fjármuni sem jafngiltu 10% af vergri þjóðar- framleiðslu Rússa árið 1997, voru fældir í burtu. Þegar stjórnin stóð ekki í skilum heima fyrir með gi’eiðsl- ur ríkisvíxla fékkst enginn til að kaupa ríkisskuldabréf. Stjórn Príma- kovs reyndi í fyi’stu að dæla fé í fyrir- tækin en komst fljótlega að því að það leiddi aðeins til mikillar verð- bólgu. Ekki reyndist unnt að hækka skatta eða auka tekjur ríkisins veni- lega. Stjómin varð því að minnka út- gjöld ríkisins um 5% af vergri þjóðar- framleiðslu í ár. Fjármálahrunið varð að lokum til þess að lát varð á ábyrgðarlausum lánveitingum rússneskra banka. Rússneskir iðnrekendur áttuðu sig á því að þeir urðu að framleiða vörur sem hægt væri að selja með hagnaði á markaðnum. Vandamál Rússlands var alls ekki skortur á eftirspum eða lánum, heldur þvert á móti skortur á eftirspumarhömlum. Rússneska bankakerfið reyndist hafa verið skaðlegt fremur en gagn- legt. Öfugt við það sem talið var í fyrstu gengur greiðslukerfið miklu betur núna þegar vemi helmingur bankakerfisins er orðinn gjaldþrota. Rússneskir bankar vom ekki nógu traustvekjandi til að laða að sér mikl- ar innlagnir og höfðu hvorki nægar upplýsingar né hæfni til skynsam- legra lánveitinga. Þótt gjaldþrotin hafi oft verið sviksamleg er mest um vert að verstu skúrkarnir neyddust tii að hætta rekstri. Alþjóðlegu fjármálastofnanirnar virtust hafa skapað meiri siðferðilega hættu en virkt aðhald allra síðustu ái’in. Þær hafa réttilega snúið sér að skuldastýringu og einhvers konar endurfjármögnun fremur en að veita stór lán. Stjóm Prímakovs var óvenju að- gerðalaus. Það besta sem hægt er að segja um hana er að hún hafi tryggt pólitískan frið á tímabili lífskjara- skerðingar sem átti sér engin for- dæmi. Fátæktin hefur tvöfaldast og avinnuleysið aukist um 14%, en fjár- málahrunið bitnaði mest á fólki í nýju efri millistéttinni, sem varð til þess að launamunurinn minnkaði verulega. Prímakov reyndi að framfylgja stefnu kommúnista, svo sem verð- og gengisstýringu, en tókst það ekki og fann lítið fé til að útbýta. Aðgerða- leysi stjórnarinnar endurspeglaði þá staðreynd að hún hafði úr litlu að moða. Þótt það hljómi kaldhæðnislega varð fjármálahrunið til þess að Rúss- land fékk þá lostmeðferð undir verndarvæng kommúnista sem um- bótasinnum hafði mistekist að veita. Síðustu tvo áratugi hefur Pólland gengið í gegnum tvær fjármála- kreppur, sem virðast nú hafa verið forsenda efnahagsuppgangsins í landinu. Niðurlægingarkennd Rússa leiddi til nýs alvöruþunga og lang- tímahugsunar sem er nauðsynleg fyr- ir raunveruleg umskipti. Rússlands vegna skulum við aðeins vona að því verði ekki drekkt aftur í of miklu al- þjóðlegu fjárstreymi. Höfandur er fræðimaður við Carneg- ie Endowment for International Peace og fyrrverandi efnahagsráð- gjafi rikisstjórnar Borfs Jeltsíns Rússlandsforseta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.