Morgunblaðið - 29.07.1999, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hver
sagði frá?
„ Vissulega geta fjölmiðlar farið offari í
umfföllun sinni um ákveðin mál. Þeir sem
eiga hlut að þessum tveimur málum eru
hins vegar á villigötum efþeir beina
kröftum sínum fyrst og fremst að því að
mæla skaðann í umfangi umfjöllunarinn-
ar og gleyma því sem máli skiptir. “
FYRR í sumar kom
upp mál tengt
skóla einum á höf-
uðborgarsvæðinu
sem vakti töluverða
athygli. Aðdragandinn var sá
að bæjaryfirvöld á Seltjarnar-
nesi fengu ráðgjafarfyrirtæki
nokkurt til þess að gera úttekt
á stjórnun og samskiptum í
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar-
nesi, að sögn vegna langvar-
andi erfiðleika í skólastarfinu.
I kjölfar skýrslu sem ráðgjaf-
arfyrirtækið gerði var skóla-
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksen
stjóra og að-
stoðarskóla-
stjóra Mýrar-
húsaskóla
sagt upp
störfum. Þarmeð var málið
orðið fréttamatur.
Morgunblaðið sagði frá upp-
sögnunum í frétt laugardaginn
19. júní. Þar staðfesti Sigurgeir
Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel-
tjarnamesi, uppsagnir skóla-
stjórnendanna en vildi að öðra
leyti ekki tjá sig um málið og
sagði að skýringar yrðu gefnar
í fréttatilkynningu sem send
yrði út eftir bæjarstjórnarfund
síðar í vikunni.
Það er ekki ætlunin að rekja
hér umræðuna í kjölfar þessar-
ar fréttar. Þó er rétt að nefna
að á nefndum fundi bæjar-
stjómar Seltjamamess var
samþykkt samhljóða tillaga frá
skólanefnd um eflingu skóla-
starfs í Mýrarhúsaskóla. í
þeirri samþykkt fólst að skóla-
stjórnendum yrði ekki sagt upp
störfum.
Dagana áður en þessi sam-
þykkt var gerð höfðu ýmsir
sem létu sig málið varða farið
mikinn í fjölmiðlum. Daginn
áður birtist í Morgunblaðinu
umfjöllun um málefni Mýrar-
húsaskóla þar sem meðal ann-
ars var vitnað í ályktun stjóm-
ar Foreldrafélags skólans þar
sem áhyggjum var lýst af kom-
andi skólaári. í ályktuninni
sagði síðan orðrétt: „Við hörm-
um fréttaflutning af fyrirhug-
uðum uppsögnum skólastjóm-
endanna og teljum hann vega
alvarlega að starfsheiðri þeirra.
Við leggjum áherslu á að bæj-
arstjórn Seltjarnarness hafi
hagsmuni nemenda Mýrar-
húsaskóla að leiðarljósi við
ákvarðanir í málefnum skól-
ans...“ [leturbreyting er höf-
undar].
Á þessu var að skilja að það
væri hvorki svört skýrsla ráð-
gjafarfyrirtækisins um stjóm-
un og starfshætti innan Mýrar-
húsaskóla né það að stjómend-
um skólans hefði verið sagt upp
í kjölfarið sem stjóm skólafé-
lags Mýrarhúsaskóla sæi helst
ástæðu til að harma. Hið alvar-
lega í málinu væri að þetta
hefði sloppið í fjölmiðla.
Kannski snýst þetta bara um
klaufalegt orðalag í ályktun
foreldrafélagsins og undimtuð
þarmeð að gera úlfalda úr
mýflugu. Hins vegar bendir
ýmislegt til þess að sá leiði og
lítt ábyrgi siður að skjóta
sendiboðann sé orðinn landlæg-
ur. Undanfarna daga hefur til
að mynda verið mikil fjallað
um málefni kjúklingabús
Reykjagarðs hf. á Ásmundar-
stöðum í kjölfar gagnrýni Heil-
brigðiseftirlits Suðurlands.
Síðast í gær greindi Morgun-
blaðið síðan frá því að auk þess
að hafa til athugunar mögu-
leikann á því að höfða mál á
hendur fulltrúum Heilbrigðis-
eftirlits Siðurlands, komi að
mati framkvæmdastjóra
Reykjagarðs til greina að óska
eftir lögreglurannsókn á því
hvernig skýrsla stofnunarinn-
ar um kjúklingabúið á Ás-
mundarstöðum komst í hend-
ur fjölmiðla. Á fundi sínum í
fyrradag ákvað heilbrigðis-
nefnd Suðurlands að óska eft-
ir opinberri rannsókn á hinu
sama, þ.e. því hvernig grein-
argerð Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands um ástand mála á
Ásmundarstöðum komst í
hendur fjölmiðla. Það má taka
undir orð Matthíasar Garð-
arssonar, framkvæmdastjóra
Heilbrigðiseftirlits Suður-
lands, þegar hann gagnrýnir
að heilbrigðisnefnd Suður-
lands skuli hafa þurft að
koma saman á aukafundi
vegna fjölmiðlaumræðu en
ekki vegna alvarlegs ástands í
umhverfismálum og gífurlegr-
ar aukningar á kampýlóbakt-
ersýkingum. Hann sagðist
hafa ítrekað þá von sína að
ekki gleymdist um hvað málið
snerist í raun og vera. [Morg-
unblaðið 28. júlí].
Staðreyndin er sú að það á
fullt erindi við almenning í
gegnum fjölmiðla ef pottur er
brotinn varðandi þrifnað og
almenna umhirðu fyrirtækis í
matvælaframleiðslu. Það á
jafn mikið erindi í fjölmiðla ef
starfsmenn heilbrigðiseftirlits
eru ekki starfi sínu vaxnir.
Það er enginn leikur að
lenda í fjölmiðlaumræðu eins
og þeirri sem hér ræðir um.
Það er hins vegar af og frá að
það skuli vera um „ótímabæra
fjölmiðlaumfjöllun" að ræða
þegar greint er frá því að al-
mennu hreinlæti sé ábótavant
hjá fyrirtæki í matvælafram-
leiðslu. Það kemur almenningi
við, líkt og uppákoman í Mýr-
arhúsaskóla kom almenningi
við. Vissulega geta fjölmiðlar
farið offari í umfjöllun sinni
um ákveðin mál. Þeir sem eiga
hlut að þessum tveimur málum
eru hins vegar á villigötum ef
þeir beina kröftum sínum fyrst
og fremst að því að mæla
skaðann í umfangi umfjöllun-
arinnar og gleyma því sem
máli skiptir.
ANDRÉS
ANDRÉSSON
+ Andrés Andrés-
son fæddist á
Neðra-Hálsi í Kjós
8. júní 1924. Hann
lést 23. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Andrés
Ólafsson og Ólöf
Gestsdóttir, bændur
á Neðra-Hálsi.
Systkini _ Andrésar
eru: 1) Ólafía Guð-
rún, f. 14. mars
1903, d. 21. desem-
ber 1983. 2) Gestur
Gísli, f. 13. júní
1904, d. 8. desein-
ber 1947. 3) Ágústa Sumarrós,
f. 1. ágúst 1905, d. 12. ágúst
1905. 4) Ágústa, f. 10. ágúst
1906, d. 31. október 1990. 5)
Guðbjörg Lilja, f. 25. ágúst
1908, d. 22. janúar 1961. 6)
Ólafur, f. 26. desem-
ber 1909, d. 13. mars
1979. 7) Sesselja, f.
21. maí 1911, d. 5.
ágúst 1996. 8) Oddur,
f. 24. nóvember 1912,
d. 21. júní 1982. 9)
Karl, f. 19. júní 1914,
d. 17. september
1991. 10) Bergur, f. 6.
júní 1916, d. 1. sept-
ember 1984. 11) Gísli,
f. 14. nóvember 1917,
d. 1. mars 1987. 12)
Anna, f. 21. desember
1919. 13) Ásdís, f. 14.
desember 1922.
Eiginkona Andrésar er Ólöf
Bjartmarsdóttir, f. 9. október
1927. Börn þeirra eru: 1) Ólafur
Sigmar, f. 9. október 1951,
kvæntur Sigrúnu Helgadóttur.
Börn þeirra eru Guðmundur
Freyr, Melkorka, Halla og Védís.
2) Guðrún, f. 13. maí 1953. Eigin-
maður hennar var Jón Halldór
Hannesson, d. 27. apríl 1997. Börn
þeirra eru Andrés Ingi, Hannes
Bjartmar og Einar Pétur. 3) Auð-
ur, f. 13. maí 1955, gift Kristjáni
Guðmundssyni. Börn þeirra eru
Högni Þór; Sigríður, Olöf og Jón
Birgir. 4) Agústa, f. 27. mars 1957,
sambýlismaður Paul Richardson.
Börn þeirra eru Daníel Andri og
Anna Karen. 5) Guðbjörg Þóra, f.
20. júlí 1960, gift Jósteini Einars-
syni. Börn þeirra eru Ólöf Ásta,
Hildur og Björn Áki.
Andrés lauk prófi í vélaverk-
fræði frá DTH í Kaupmannahöfn
1951. Hann var verkfræðingur hjá
Jarðborunum ríkisins 1951-1953
og hjá Landssmiðjunni í Reykja-
vík 1953-1957. Upp frá því vann
Andrés hjá Islenskum aðalverk-
tökum sf. á Keflavíkurflugvelli
þar til hann hætti störfum 1994.
Utför Andrésar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Afi minn var alltaf besti afi í heimi.
Þegar hann lagði kapal, þegar hann
svaf og jafnvel þegar hann tók út úr
sér gervitennurnar. Ég man þegar
ég var svona fjögurra ára þá tók
hann út úr sér tennurnar og setti
þær í glas. Ég hafði aldrei séð
svona áður og varð alveg gáttuð.
Næstu mínútunum eyddi ég svo í að
reyna að ná mínum tönnum út á
meðan afi bara brosti. Ég man líka
hvað mér fannst skrítið að heilsa
afa því að þegar hann tók í höndina
á mér hristi hann hana svo mikið að
maður hristist allur eins og í jarð-
skjálfta. Mér fannst líka alltaf jafn
skrítið að kyssa afa fyrir eitthvað
því að hann var alltaf rakaður og ég
óvön því að finna broddana stingast
inn í kinnar mínar. (Örugglega bara
útaf því að pabbi hefur alltaf haft
skegg.)
Ég á óendanlega margar góðar
minningar um afa. Eins og þegar við
sátum í grasinu á reitnum uppi í Kjós,
borðuðum nesti og létum sólina hlýja
okkur. Þegar við fórum að Kirkjuhóli
og í Húsafell. Og þegar amma og afi
komu að heimsækja okkur til Banda-
ríkjanna og Kanada og við Védís
þurftum að fá að segja þeim frá öllu í
kringum okkur. Samt voru þau bæði
svo áhugasöm og þolinmóð þó að þau
hefðu stundum heyrt söguna að
minnsta kosti tvisvar. Ég man þegar
við lékum okkur í garðinum í Viðju-
gerðinu eða inni á dýnum sem við
settum í stigann og notuðum sem
rennibraut þegar það var leiðinlegt
veður úti. Og þegar við sátum í eld-
húsinu og fóndraðum á eldhúsborðinu
á móti afa sem sat alltaf á stólnum
sínum og horfði á t.d. pappadisk
verða að manni með sítt rautt hár og
átti að vera „afi að hugsa“. Og þegar
við komum hlaupandi upp stigann í
leit að afa. Og þegar við fimdum hann
dauðþreyttan, sofandi í sófanum eftir
að hafa þurft að líta eftir nokkrum
krakkagrislingum.
Ilalla.
ALEXANDER
STEFÁNSSON
+Alexander
Stefánsson
fæddist í Efrihlíð í
Helgafellssókn á
Snæfellsnesi 26. júní
1913, hann lést 22.
júlí síðastliðinn.
Alexander var sonur
hjónanna Ólafíu
Hjálmrósar Ólafs-
dóttur og Stefáns
Jóhannessonar.
Hann var íjórði
yngsti af 18 bömum
Ólafíu. Alexander
kvæntist 18. október
1938 Margréti Sig-
ríði Jónsdóttur, f. 5. febrúar
1916, d. 19. febrúar 1987.
Þeirra dóttir er Esther Alex-
andersdóttir, f. 3. október 1938,
d. 12. júlí 1999. Hennar dóttir
er Margrét S. Alexandersdótt-
ir, f. 26. apríl 1964. títför Alex-
anders fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hann afi minn, eða pabbi eins og
ég kallaði hann alltaf, var ekki
maður sem lét tilfinningar sínar i
ljós. Hann var dulur maður og við
fyrstu kynni jafnvel hrjúfur. En
þegar komið var inn fyrir skelina
var hann ljúfur maður og mjög til-
finningaríkur. Hann hafði gaman
af bömum og að honum hópuðust
litlir krakkar. Ég man sem lítil
stelpa þegar hann var að bleyta
molasykur í kaffinu sínu og stinga
upp í mig, en það var ekki alltaf vel
séð af móður minni, að dæla svona
sykri í barnið! Ég man líka eftir því
þegar ég var eitthvað þriggja, fjög-
urra ára og vildi fara út að keyra,
þá, þrátt fyrir að mikið væri að
gera hjá honum, setti hann mig út í
bíl og keyrði upp og niður botn-
langann í Safamýrinni.
Það var langur en
ánægjulegur bíltúr
fyrir litla stelpu.
Afi minn og amma
fluttu ungt fólk á möl-
ina eins og sagt er og
vann hann þar hin
ýmsu störf, í raun það
sem til féll því ekki
var mikið um atvinnu
á þessum áram. Fljót-
lega tók hann svo bíl-
próf og fór að keyra
vörubíl og seinna
leigubfl, sem hann
keyrði eins lengi og
lög og reglur heimiluðu. í þessu
starfi sínu kynntist hann landinu
okkar vel því oft vora farnir langir
„túrar“ út á land. En hann kynnt-
ist því einnig við aðrar aðstæður.
Þau hjónin voru með sameiginlegt
áhugamál en það var hesta-
mennskan og margar hestaferð-
irnar fóru þau um landið þvert og
endilangt í góðra vina hópi. Og
margar sögumar heyrði maður úr
þeim ferðum.
Áfallið að missa ömmu var mikið
en hann var svo lánsamur að kynn-
ast góðri konu, henni Ingunni Jón-
asdóttur, og á milli þeirra myndað-
ist mjög sterk og einlæg vinátta.
Pabbi var eins og fyrr segir
leigubifreiðastjóri lengstan sinn
starfsaldur, hann var enn að
keyra bíl þrátt fyrir aldurinn og
síðustu ferðina sína fór hann núna
22. júlí en það var einmitt í þeirri
ferð sem hann kvaddi okkur. Við
áttum samleið út úr húsi þennan
dag og þar kvaddi ég hann í bíln-
um sínum og ekki að sjá annað en
að allt væri í lagi. Hann var á leið-
inni suður í Hafnarfjörð að hitta
hana Ingu, hefur sennilega fundið
að eitthvað væri að og lagði bíln-
um út í kantinn og þar mætti
hann skapara sínum. Svona
óskaði hann eftir að fá að fara,
fara fljótt og án þess að þurfa að
líða mikil veikindi. Ég þakka bara
Guði fyrir að hann fékk tækifæri
til að stöðva bflinn svo að hann
kæmist hjá að skaða aðra, en
giftusamlegri ökuferil held ég að
fáir eigi eftir rúmlega fimmtíu og
fimm ár í umferðinni. I hanska-
hólfinu hafði hann alltaf lítinn
bækling með Guðsorði og það var
hans leiðarljós í keyrslunni sem
og í lífinu.
Nú ertu, pabbi minn, kominn til
þeirra mæðgnanna, þeim og al-
mættinu hefur legið mikið á að fá
þig til sín því stutt var á milli ykkar
feðginanna.
Eg vil þakka séra Braga Skúla-
syni fyrir alla hans hlýju í garð
pabba og mín við fráfall móður
minnar nú nýlega og einnig fyrir
allan hans stuðning við okkur bæði
á erfiðum tímum.
Mig langar líka að þakka fjöl-
skyldunni þinni, Inga mín, fyrir allt
sem þið gerðuð fyrir hann pabba,
það var ómetanlegt. Þér, Inga mín,
vil ég þakka sérstaklega fyrir allt
sem þú varst honum og biðja Guð
að styrkja þig, því þú hefur misst
góðan vin og félaga.
Pabbi minn, ég bið að heilsa
þeim mæðgum og bið algóðan Guð
að vera með ykkur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín dótturdóttir,
Margrét.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.