Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ fólk, að berjast af hörku til þess að ríkisbankarnir og Landssíminn verði ekki seldir og „einkavina- væddir"! Þetta eru fyrirtæki sem eru í eigu okkar, fólksins. Það er- um við sem höfum með skatt- greiðslum okkar gert þessi fyrirj tæki jafnöflug og raun ber vitni. í jafnlitlu landi og ísland er verður aldrei í raun mikil samkeppni, heldur aðeins fákeppni, eins og við erum að verða vitni að. Við verðum að krefjast þess að þjóðin fái að eiga þessi öflugu fyrirtæki áfram. Ef einhver bóndi slátraði bestu mjólkurkúm sínum yrði hann álit- inn eitthvað skrítinn. Þess vegna eru það mín rök að ef við seljum bankana og Landssímann, þá erum við að fórna okkar bestu mjólkur- kúm. Því bæði bankamir og . Landssíminn skila milljörðum í arð á hverju ári. Við sem aðhyllumst félagslegt réttlæti og sósíalisma erum kallað- ir gamaldags og skiljum ekki það nýkapítalíska kerfi sem er verið að innleiða hér eins og er í öllum hin- um vestræna heimi. En það skilur hin nýja stétt verðbréfasala og spákaupmanna. Þegar Óskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði af sér sem ráð- herra komu iðnjöfrar og verð- bréfasalar fram í fjölmiðlum og fögnuðu því að hann skyldi segja af sér og hvaða rök notuðu þeir? Hann er gamaldags sósíalisti sem hefur alltof mikla félagslega hug- sjón! Hin nýja stétt verðbréfasala trúir því að verðbréf og peningar séu allt og ekkert annað skipti máli. Við verðum að snúa þessari slæmu þróun við, samtök launa- fólks og allt hugsandi fólk verður að koma þeim skilaboðum til ráða- manna þessa lands að við viljum að hin stóru og öflugu ríkisfyrirtæki verði áfram í eigu okkar fólksins og gera þeim grein fyrir því að peningar og verðbréf eru ekki allt sem skiptir máli. Það erum við mannfólkið sem erum það dýr- mætasta sem við eigum. Viljum við í raun og veru að örfáir einstak- lingar eignist öll okkar bestu fyrir- tæki? Ég held og veit það, að í raun og veru vill fólkið ekki að bankarnir og Landssíminn verði „einkavinavæddir". Það er vilji almennings þessa lands að okkar bestu ríkisfyrirtæki verði ekki seld, því við vitum að þegar ríkisfyiirtæki hafa annað- hvort verið seld eða lögð niður hef- ur þjónustan við almenning versn- að til muna. Dæmi: Þegar Skipaút- gerð ríkisins (Ríkisskip) var lögð niður versnaði þjónustan til muna við landsbyggðina, því það ágæta fyrirtæki kom við í öllum þorpum og bæjum sem voru við sjávarsíð- UMRÆÐAN una, en svo er ekki núna og hefur sem fyrr segir þjónustan við lands- byggðina stórlega versnað síðan. Það er krafa okkar að þessari þró- un verði snúið við! Raunveruleikinn og „góðærið" Það er því miður grátleg stað- reynd að í öllu „góðærinu“ eru stórir hópar í samfélaginu sem lifa undir viðurkenndum fátækramörk- um, svo sem öryrkjar, ellilífeyris- þegar og láglaunafólk. Þetta er raunveruleg staðreynd sem allir vita í raun og veru, þó svo að það vilji ekki allir viðurkenna það opin- berlega. Davíð Oddsson og fleiri stjórnmálamenn margsögðu það í nýlokinni kosningabaráttu að það væri „góðæri" í landinu og að ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar hefðu fengið sinn skerf af „góðærinu“. Þetta eru bara hrein og klár ósann- indi, þessir hópar fengu nánast enga hækkun á síðasta kjörtíma- bili. Það er hins vegar satt hjá Da- víð Oddssyni og fleiri stjórnmála- mönnum að hér á landi ríki „góð- æri“, en þetta margumtalaða „góð- æri“ hefur farið til þeirra sem eiga fjármagnið og geta látið það vinna fyrir sig. Nokkrir mánuðir eru þangað til flestir kjarasamningar verða lausir og hlýtur það að verða aðalkrafa verkalýðshreyfingarinnar að kjör hinna verst settu, öryrkja, ellilíf- eyrisþega og láglaunafólks verði bætt verulega og að skattleysis- mörk verði ekki undir 80-90 þús. á mánuði, að persónuafsláttur maka verði fullnýtanlegur og að sjálf- sögðu að örorku- og elliKfeyris- bætur skerðist ekki við tekjur maka. Þetta er réttlæti sem ekki má gefa eftir. Nær allir örorku- og ellilífeyrisþegar eru félagsmenn í verkalýðsfélögum og við gerum að sjálfsögðu þá kröfu að verkalýðs- forystan geri þessar kröfur að sín- um, því eins og við vitum hafa ör- orku- og ellilífeyrisþegar ekki samningsrétt. Eins og ég nefndi hér í upphafi þessarar greinar er „að byggja réttlátt þjóðfélag" sungið 1. maí. Þetta er úr erindi í því fallega lagi Súrefiiisvörur Karin Herzog Kynning í dag frá kl. 14—18 í Apóteki Vestmannaeyja, Holts Apóteki - Glæsibæ og Hagkaup Kringlunni - Kynningarafsláttur - „Internatonalinn". Við sem enn teljum okkur vera félagslega sinnaða sósíalista verðum að halda baráttunni áfram og megum alls ekki gefast upp þó svo að á móti blási. Við skulum halda þeirri baráttu áfram að vinnandi fólk, öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að njóta þess „góðæris" sem er sífellt verið að „predika" yfir okk- ur. Við viljum „byggja réttlátt þjóðfélag". Þjóðfélag réttlætis og jöfnuðar! Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 5^ guRSKASSAR Á allar gerðir bíla. ** Verð frá aðeins kr. 19.900,- Gísy JÓNSSONehf 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644 Sudumesfum, Toyota-salurlnn f Njarðvik. simi 421 4388 Fréttir á Netinu ^mbl.is ALUTAf= eiTTHtSAG A/ÝT7 FERÐAVÚRUR SAUJMON SALOMON GONGUSKOR Mjög vandaðir gönguskór. Frontera 5, Gore-Tex, kr. 7.900, áður 11.900 Leður gönguskór. Authentic 6, Gore-Tex, kr. 11.900, áður 18.300 Gönguskór verð frá kr. 2.900. GÖNGUSTAFIR margar gerðir, verð frá kr. 1.300 stk. RÝMINGARSALA B0-50% afsláttur Göngutjald eða hjólatjald Vandað, tvöfalt og vatnshelt 2 manna, aðeins 2 kg. Tilboð kr. 6.900, verð áður kr. 9.900. 2 manna tjald í felulitum nú kr. 1.950, áður 3.900. 2 manna kúlutjald nú kr. 2.400, áður 3.900. 5 manna ristjald tvöfalt tilboð kr. 12.900, áður 18.900. Svefnpokar, margar gerðir Verð frá kr. 3.200 -10°C verð kr. 4.800, áður 6.900, -20°C verð kr. 5.900, áður 9.200. Buslulaugar og útileiktæki Buslulaug, 120 x 180 sm, kr. 4.500 Buslulaug, 120 x 240 sm, mynd, kr.7.800 Róla einföld, nú kr. 4.900, áður kr. 6.900. Róla á mynd, kr. 10.400, áður kr.13.900. Bakpokar, stórir og smáir Dagpokar verð frá kr. 990 Mittistöskur frá kr. 490 Vandaðir 65 I pokar frá kr. 4.900 Vandaðir 75 I pokar frá kr. 5.400. Hlíf á bakpoka kr. 900 Ármúla 40 Símar 553 5320, 568 8860 Iferslunin Eln stærsta ortvðruverslun landslns ÚTIVISTARFA TNAÐUR Vandaður útivistarfatnaður frá SCANDA, VANDER, LOADSTONE og fleirum. Fleece peysur, nærföt, sokkar, hanskar, legghlífar og fleira. svampdýna, verð frá kr. 690 Vindsæng, verð frá kr. 1.440 Dýna, sjálfuppblásin verð frá kr. 6.200 Pumpur, verð frá kr. 690 SHtðHCH liiaomir oy yilhrimyfífis 503.3030 - 323 3020 -'IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.