Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 60
jpSO FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Víðátta norðursins
í miðnætursól
i
Mannkynið þarfn-
ast nýrra sjónarmiða
í sátt við landið -
„Víðáttu norðursins í
miðnætursól“, þar
sem náttúrugersemar
eru tákn Islands.
Norðan Vatnajökuls
er enn „stærsta
ósnortna víðemi“ í
Evrópu með Amardal
og Eyjabakka, Snæ-
fell, Mývatn, Hafra-
hvammagljúfur, sem
era ómetanlegar perl-
ur í sinni upphaflegu
mynd í líkingu við
Miklagljúfur í vestri.
Til Austurlands
mætti t.d. laða innlend og erlend
kvikmyndaver því að sérkenni ís-
lenskrar náttúm em fossamir, fjöll-
in og hið einstæða víðsýni svo langt
sem augað eygir því landið er lítt
skógi vaxið. Þess vegna verða öll
sár og mannvirki hvarvetna mjög
áberandi í landslaginu eins og raf-
línur og rafmagnsmöstur sem ber
við himin. Á Suðurlandi allt í kring-
um okkar fögra höfuðborg rísa nú
tröllaukin járnmöstur í margfbldum
röðum um valllendi og fjallaskörð.
Helst má finna samsömun við Kína-
múrinn mikla sem heyrir nú sög-
unni til. Samkvæmt
fréttum eru Svíar að
loka kjamorkuverinu
við Barsebáck og Danir
fagna því hinum megin
við sundið og þá ekki
síst vegna sjónmengun-
ar og úrelt álverksmiðja
var flutt frá Evrópu og
sett niður í Hvalfirði.
Ramsarfriðun, Kyoto-
bókun og Ríósáttmáli
þjóðanna
„Vonandi fáum við að
hafa Gullfoss í friði,“
sagði útvarpskonan við
upplýsingafulltrúa
Landsvirkjunar þegar
sá lýsti fjálglega fyrir henni að
Landsvirkjun væri einungis búin að
virkja einn tíunda part af möguleg-
um virkjunarkostum. Ráðamönnum
þjóðarinnar er ekkert heilagt. Fagr-
ir fossar horfnir í gruggug vatns-
miðlunarlón. Virkjanir við Þjórsá
era orðnar fimm og ekkert lát á.
Lengsta á landsins er í fjötram allt
inn undir Vatnajökul. Vöknum af
þymirósarsvefninum áður en landið
verður eitt allsherjar þymigerði
þvers og krass yfir landið. Eg hvet
íbúa Austurlands eindregið til að
sjá umhverfi Þjórsár á hálendinu,
Ólöf Stefanía
Eyjólfsdóttir
Framtíðarsýn
Við verðum að fylgjast
með þróuninni, segir
Ólöf Stefanía Eyjólfs-
---------------7------
dóttir, því að Island
gæti orðið gullnáma
náttúruvísindamanna.
slík náttúruspjöll bera þjóðinni sem
landið byggir ekki fagurt vitni.
Stjómvöld þráast við að uppfylla
Ramsar- og Bemarsáttmálann um
verndun votlendis og friðun fugla,
Kyótó- og Ríósáttmálann um vernd-
un lofthjúpsins í samþykkt þjóð-
anna. Þess vegna verður þjóðin að
gjalda dýra verði mengunarkvóta á
nýrri öld.
Heilsuver á Austfjörðum
Við Adríahafið stutt frá landa-
mæram Albaníu í stríðshrjáðri Jú-
góslavíu er örsmá eyja sem heitir
Steffano. Þar era mótel og lítil sum-
arhús í kring. Eyjan er tengd með
brú í land. Gæsla er allan sólar-
hringinn við brúarsporðinn. En til
Steffano sækir efnað og þekkt fólk
kyrrð og endurhæfingu. Slíka
heilsukjama mætti byggja víða úti á
landi í lygnum fjörðunum þar sem
sjórinn er eins og spegill á milli
tignarlegra fjallsbrúna.
Á Reyðarfirði hafa fundist heitar
náttúralindir. Þama mætti reisa
heilsuver. Einnig í friðsæld á milli
Eskifjarðar og Reyðarfjarðar við
sérstæð náttúravætti hyggjast
menn reisa risa-álver sem gleypa
mun allt undirlendið. Heilsuver
geta nýst til endurhæfingar sjúkra
á vetuma. Lasburða og sjúkt fólk á
ekki að þurfa að þola hreppaflutn-
inga á suðvesturhomið. Hér er ekki
um fénað að ræða heldur fólk. Þess
í stað þarf að kappkosta að hafa
minni og heimilislegar einingar sem
næst heimabyggð. Fólk sækir í rík-
ari mæli í svalara og heilnæmara
loftslag, en slík heilsuver myndu
skapa atvinnu í nálægum byggðum.
Einnig ykist þörf fyrir ýmsar sér-
menntaðar starfsstéttir.
Úrelt álver verður dragbítur á
aðra atvinnuuppbyggingu. Nátt-
úruperlur, sem er sökkt, koma aldrei
til baka. Eitt risaálver er tíma-
skekkja. Það gleypir megnið af því
rafinagni sem fæst með fómum á
Eyjabökkum og Fljótsdal. Á Austur-
landi er lítið um undirlendi og Aust-
firðingar hafa ekki efni á að fóma
sínum fáu gróðurvinjum á hálendinu
undir gervilón í þágu mengandi stór-
iðju. I Reyðarfirði er miki] veður-
sæld og lygnt og því óttast menn að
bláa móðan sem umlykur oft álverið
í Straumsvík ijúki ekki burt með
vindum heldur berist með þokunni
inn í kauptúnið og staðni þar. Það
væri umhverfisslys! Rafmagnið er
síðan selt á tilboðsverði til stóriðju,
sem heimilin í landinu greiða niður í
allt of háu raforkuverði.
Á uppvaxandi kynslóð Austfirð-
inga á tækniöld þá heitustu ósk að
vera bundin á klafa í steikjandi hita
kerjaskálanna við álbræðslu? Að-
eins þeir hraustustu þola það til
lengdar. Eygja mæður þá framtíð-
arsýn um vormexm Islands?
Horft til framtíðar Austurlands
Við lifum á upplýsinga- og
tækniöld og verðum að fylgjast með
þróuninni því að ísland gæti orðið
gullnáma náttúravísindamanna.
1. Hver landsfjórðungur þarf að
fá aukna svæðisstjórn um byggð og
þróun svo að landsmenn þurfi ekki
að sækja allt til Reykjavíkur og
vera á eilífu hringsóli á hringvegin-
um milli Landmælinga á Akranesi,
Ibúðalánasjóðs á Sauðárkróki
o.s.frv.
2. Við Egilsstaði, á Héraði og
niðri á fjörðum þar sem enn finnst
landrými væri mögulegt að koma á
fót aðstöðu í rannsóknarstörfum í
vísindum í tengslum við Háskóla Is-
lands og Sameinuðu þjóðirnar og
ýmis önnur alþjóðasamtök.
3. Sameinuð sveitarfélög á Aust-
urlandi í samvinnu við Þróunarsjóð
og Byggðastofnun geta komið á fót
sérhæfðum iðnskólum og verk-
menntaskólum. Fá þarf í Austfirð-
ingafjórðung menntastofnanir í
samvinnu við Háskóla íslands og
Háskóla Akureyrar.
Einnig bjóða vinnandi fólki upp á
margvíslegt fjamám og tölvuver.
4. Það þarf að laða til fjórðungs-
ins fjárfesta í líkingu við Islenska
erfðagreiningu og ýmsan tækniiðn-
að. Efla þannig fjölbreytni atvinnu-
lífsins sem styrkir byggð í fjórð-
ungnum og eykur þörfina fyrir sér-
menntað fólk.
5. Fá alþjóðavaraflugvöll á Egils-
stöðum sem mun auka flugöryggi
kringum landið. Því að uppi á Hér-
aði er allt annað veðurfar en á suð-
urhorninu.
6. Skip veiða ekki án áhafnar, því
verði látið reyna á atvinnuréttindi
og frambýlisréttindi sjómanna og
fiskverkafólks.
Höfundur er húsmóðir.
Grilltíminn. ,
er genginn i garð
Þú velur stað og stund - við höfum grillið og áliöldin