Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Blóðgjafar og sumarfrí! BÍLSLYS hafa krafist mikilla fórna í mannslífum á ári hverju, en með aðstoð íslenskra blóðgjafa er hægt áð bjarga mörgum árlega. Þrátt fyrir miklar forvarnir verða alltof mörg bílslys hér á landi. í mörgum þessara slysa eru áverk- arnir þess eðlis að þörf er á blóði og blóðhlutum til að bjarga lífi sjúklingsins bæði í tengslum við aðgerðir eða aðra meðferð. Bjarga lífi segi ég, vegna þess að ekki væri mögulegt að veita nútíma heil- brigðisþjónustu án blóðgjafa. Við bílslys eða önnur slys getur mjög oft verið þörf mikilla blóð- hluta. í sumum tilvikum getur þurft blóð frá 1-200 blóðgjöfum fyrir eitt fórnarlamb bílslyss! Það er ótrúlegt en satt. I dag vitum við ekki samanlagða tölu blóðhluta sem ei-u notaðir við bflslys á Is- landi, en það má varlega áætla að það skipti hundruðum eininga, en miklu líklegar meira en þúsund einingar á ári hverju. Blóðgjafar - Iietjur nútímans En blóð er ekki bara notað vegna slysa. Við hverja blóðgjöf eru blóðgjafar að gefa blóð án nokkurra skilyrða, gjöf öðrum til bjargar. Þeir vita að það getur komið að notum við aðgerð á mjöðm mið- aldra einstaklings sem með því móti getur orðið fullgildur þátt- takandi í nútímaþjóð- félagi eftir langa örorku. Það getur verið sjúklingur með hjartasjúk- dóm sem nær bata eftir hjartaað- Sveinn Guðmundsson gerð. Það getur verið lítill nýburi eða fyrir- buri á Vökudeild sem ekki nær heilsu nema með blóðgjöf. Það get- ur verið krabbameins- sjúklingur í erfiðri langtímameðferð. I öllum tilvikum er blóð- gjafinn að hjálpa öðr- um að ná heilsu og í mjög mörgum tilvik- um að BJARGA MANNSLÍFI. Þú og þínir þurfa kannski blóð! Fyrir mikla ferða- helgi eins og verslun- armannahelgina er mikilvægt að til séu birgðir blóðs til að svara mikilli notkun. En mikilvægast er að allir 'S' VEÐURGLU6GINN© oMgj í veðurglugganum á www.esso.is getur þú skoðað veðrið eins og það er einmitt þessa stundina á sex stöðum á landinu: á Hvolsvelli, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Akureyri, ísafirði og í Reykjavík. Þar er unnt að sjá hitastig, vindhraða og skýjafar á hálftíma fresti síðustu 12 klukkustundirnar. Nýjar Ijósmyndir og nýjar tölur birtast á hálftímafresti. Renndu við á næstu þjónustustöð ESSO áður en þú leggur í’ann. Þar færðu flest til ferðalagsins. Olíufélagið hf www.esso.is hafi í huga afdrifaríkar afleiðingar bflslysa, að allt sé gert til að fyrir- byggja slysin. En þegar slysin verða er óhugsandi að veita fórnar- lömbunum nauðsynlega meðferð nema með hjálp blóðs. Það telst því til fyrirbyggjandi aðgerða að áminna þjóðina að gefa blóð á sumrin, en þá er almennt mjög erfitt að fá nægilegan fjölda blóð- gjafa. Byrjið fríið á blóðgjöf Við hvetjum landsmenn til að gerast blóðgjafar, leggja sitt á vog- arskálina svo að fómarlömb bflslysa og aðrir sjúklingar fái nauðsynlega meðferð. Á vissum árstímum er mjög erfítt að ná til landsmanna að koma og gefa blóð. Við viljum hvetja landsmenn að gefa blóð vikuna áður en þeir fara í frí, gera það að sjáfsögðum undir- búningi sumarleyfisins, eins og að láta smyrja bflinn og telja saman tjaldhælana! Eða taka fram sólar- olíuna! Með því móti eru þeir að hjálpa þeim sem liggja á sjúkra- Lífgjöf Við viljum hvetja lands- menn, segir Sveinn Guðmundsson, að gefa blóð vikuna áður en þeir fara í frí. húsi og heyja baráttu fyrir lífi sínu vegna sjúkdóma eða slysa. Getum við þakkað betur fyrir heilbrigði okkar en með því að leyfa öðrum að njóta þess? Við hvetjum ennfremur þá sem koma úthvfldir úr sumarfríi og þrá það helst að bretta upp ermarnar og komast aftur í vinnuna, að koma við í Blóðbankanum og gefa blóð. Kaffið er alltaf á könnunni, nýlagað og gott. Svo mætir ykkur glaðlynt og gott starfslið okkar sem lætur ykkur finna fyrir þakklæti. Þakk- læti fyrir hönd sjúklinganna sem þú bjargar. Blóðgjöf er lífgjöf! Gætið varúðar í umferðinni; keyrið varlega og spennið beltin. Taktu ábyrgð á sjálfum(ri) þér og öðrum og keyrðu vai-lega. Gefðu blóð. Gefðu líf. Taktu ábyrgð á sjálfum(ri) þér og öðrum og vertu blóðgjafi. Bjargaðu mannslífum! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki í barnabílstól né í sætlnu. ÖNDUNARSÝNAMÆLAR ný tæki lögreglu gegn ölvunarakstri Eftir einn ei aki neinn! MUNUM EFTIR L( MYb Hámar eru mlflaði o o > 3GGÆSLU- IDAVÉLUNUM kshraðareglur ir vlð bestu aðstæður. |f XERÐAB
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.