Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 29.07.1999, Síða 66
FIMMTUDAGUR 29. JULI1999 -í MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN Grunnskólinn og börnin okkar í nútíð og framtíð Höldum þeim frá vegunum. http://www.umferd.is 1UMFERÐAR RÁÐ ÍNl Malbik endar, malarvegur tekur við. Sýnum aðgát! yUMFERÐAR \ RÁÐ NU ÞEGAR liðið er á sumar í Reykjavík hafa foreldrar barna á grunnskólaaldri eina ferðina enn verið önnum kafnir við að leggja nið- ur fyrir sér hvernig þeir eigi að hafa ofan af fyrir börnum sínum í sumar frá byrjun júní til enda ágúst að frádregnu sumarfríi fjölskyldunn- ar. Fyrir börn undir fermingaraldri liggur fyrir að púsla saman sumrinu með þátttöku þeirra í þeim námskeið- um sem ýmsir aðilar bjóða upp á. Ekki er nema gott eitt að segja um þau tilboð öll og þá aðila sem standa að þeirri starfsemi. Allir eru að reyna að gera sitt besta miðað við aðstæður. Námskeiðin eru misdýr og misjafnt hverju foreldrar yfirleitt hafa ráð á eða hvað þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir sumarnámskeið barna sinna. Eftir fermingaraldur er það Vinnuskóli Reykjavíkurborgar sem er helsta sumarvinnutiiboðið í nokkrar vikur, annað hvort hálfan daginn eða allari daginn eftir aldri ungiinganna. I ágústmánuði er Vinnuskólinn ekki starfandi, en eftir Verslunarmannahelgina getur oft komið mikið los á unglingana okkar og það býður hættunni heim. Þess utan er í raun lítið um tilboð til handa unglingum á grunnskólaaldri. Þrátt fyrir ýmis tómstunda- tilboð og starfsemi íþróttafélaga á ég frek- ar von á að foreldrar taki undir það að alltof mikill tími gefst hjá ís- lenskum unglingum í það að slæpast og hafa mest lítið fyrir stafni yfir sumarmánuðina. Eg held að foreldrar hljóti meira og minna að velta fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag, þ.e. þriggja mánaða sumar- Ingibjörg frí barna frá skóla- Karlsdóttir starfi, sé í takt við tím- ann. Ekki er það sauð- burðurinn eða önnur sumarstörf til sveita sem bíða borgarbarna að vori. Eg geri mér grein fyrir að ég er að hreyfa við mjög viðkvæmu málefni sem snýr að starfsfyrirkomulagi kennara, sem reyndar snertir jafn- framt skipulag sumarfría alls úti- Við höfum alla burði til að veita börnum okkar og unglingum betra veganesti, segir Ingi- björg Karlsdóttir, til að þau geti sjálf séð sér farborða og lifað inni- haldsríku lífi. Kr. 1.995- KKI itar • Franskar • Maís Viennetta ísterta Kentucky Fried Chicken PEPSI HAFNARHRÐI • Rt Y l< ] A V 11< * Sl l FOSSI vinnandi fólks sem á börn á grunn- skólaaldri. En fyrr eða síðar neyð- umst við til að endurskoða þessa hlið á skipulagi skólastarfs, hvort sem okkur líkar betur eða verr og mikil- vægt að sú umræða verði á málefna- legum grundvelli. Eg vil benda á að sumarfrí skólabarna er hvergi í hin- um vestræna heimi eins langt og á Islandi og skóladagurinn hvergi eins stuttur. Þá kem ég að þeim þætti sem ég get ímyndað mér að brenni mikið á foreldrum, kennurum og öllum þeim sem láta sig varða menntamál ís- lensku þjóðarinnar og yfirleitt vel- ferð barnanna okkar bæði í nútíð og framtíð, en það er staða mála í ís- lenska grunnskólanum. Við blasa uppsagnir og kreppa hjá kennara- stéttinni. Hér skiptir máli að skoða málin í víðu samhengi. Mikilvægt er að einblína ekki eingöngu á launamál þessarar stéttar. Ég tek fram að ég ber mikla virðingu fyrir, um leið og ég finn til samúðar með þeim sem hafa lagt fyrir sig kennarastörf hér á landi. Fyrir mér gegna kennarar lykilhlutverki í uppbyggingu og þró- un hvers samfélags. Kennarar ásamt foreldrum eru stærstu mótunaraðil- arnir í lífi hvers barns og þar með framtíð hverrar kynslóðar. Samfélagið í heild ætti m.t.t. hags- muna sinna og barna sinna að færa kennarastéttina til vegs og virðing- ar, sem og að standa vörð um að sú stétt hafi stöðu og völd til að geta sinnt og þróað skólastarf sem við öll getum verið stolt af. En einhvers staðar á leiðinni fór af stað sú óheillavænlega þróun sem hefur verið að birtast okkur meir og meir undanfarin ár. Nú er svo illa komið hagsmunamálum íslensku kennarastéttarinnar og gróflega vegið að sjálfsmynd hennar að fjöldi kennara treystir sér ekki lengur til að stunda kennslu, og er það grunur minn að launamálin ein og sér vegi ekki þyngra þar en aðrir þættir s.s. innra skipulag skólastarfs, starfsað- staða, neikvæð umræða um stéttina ogálag. I gegnum starf mitt sem félags- ráðgjafi hjá Félagsþjónustunni og jafnframt sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri hef ég kynnst innviðum íslenska grunnskólans. Hluti af starfi félagsráðgjafa hjá Fé- lagsþjónustunni í málum barna á grunnskólaaldri er að stuðla að virku samstarfi foreldra og kennara, sem og annars starfsfólks skóla. Reynsl- an hefur sýnt mér að takist það þá eru meiri líkur á að það skapist sjálf- krafa ákveðið öryggisnet í kringum hagsmuni viðkomandi bams. Undan- farið ár hef ég starfað á forvamar- sviði Félagsþjónustunnar, en það svið hefur nú starfað á þriðja ár og er ætlað að sinna forvarnarmálum fólks á aldrinum 0-67 ára. Engu að síður, eðli málsins samkvæmt, snú- ast forvarnir mjög gjarnan um mál- efni barna og unglinga. Sérstaklega hefur forvarnarsvið Félagsþjónust- unnar lagt áherslu á að þróa vinnu með hinum ýmsu svokölluðu áhættu- hópum barna og unglinga, sem og foreldrum þeirra. Þá er átt við börn og unglinga sem afskipti hafa verið af vegna t.d. hegðunarerfiðleika sem geta stafað af ýmsu s.s. vanlíðan vegna félagslegra aðstæðna og/eða heimilisaðstæðna, misþroska og námserfiðleika, athyglisbrests, of- virkni, eineltis o.s.frv. Hjá börnum á unglingsaldri bætast við afskipti vegna alvarlegri hegðunarvanda- mála, þ.e. afbrot og neysla áfengis eða annarra vímuefna. Ekki er óalgengt að strax á leik- skólastigi greinist böm með ýmis þroskafrávik sem hafa kallað á að viðkomandi barn hefur notið sér- stuðnings á leikskóla. Þroskafrávik sem snúa fyrst og fremst að náminu koma oft ekki fram fyrr en í fyrstu bekkjum grunnskóla. Mikilvægt er að bregðast við vandanum á fyrri stigum og koma þannig í veg fyrir að hann verði viðvarandi. Ég er sannfærð um að við gætum minnkað til muna þann hóp barna sem leiðist út í afbrot og neyslu vímuefna, ef við sinntum fyrirbyggj- andi vinnu með áhættuhópa barna í grunnskólanum með hin ýmsu þroskafrávik eða hegðunarerfiðleika sem áður eru nefnd. En það gefur auga leið að auðveldara er að með- höndla og snúa við óheillavænlegri þróun hjá barni, áður en það hefur náð unglingsaldri, hvað þá þegar bfrtingarform vandans er orðið vímuefnaneysla og afbrot. Ég vil taka fram að ég er fyrst og fremst að vísa til þess að börn með þroskafrávik sem ekki fá nauðsyn- lega þjónustu eru í áhættuhóp með að lenda í frekari erfiðleikum á lífs- leiðinni, þar með talin misnotkun vímuefna. Erlendar rannsóknir sýna að hægt er að finna allt að 75% þeirra barna, sem síðar myndu lenda í þessum áhættuhópum, strax við 6-7 ára aldur. Ég vil benda á skýrslu starfshóps sem Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði, en skýrslan ber heitið „Stefnumótun í málefnum geð- sjúkra", dagsett 10. október 1998. í þeirri skýrslu er kafli sem fjallar um þjónustu við börn og unglinga. I skýrslunni er gerð greinargóð úttekt á þjónustu við börn og unglinga í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, fé- lagslega kerfinu og hjá einkaaðilum og bent á leiðir til úrbóta. Ljóst er að við framfylgjum lögum að því leytinu til að við greinum vandann hjá börn- um á leikskólastigi og grunnskóla- stigi, en það er engin trygging fyrir því að börnin og fjölskyldur þeirra fái þá þjónustu sem þau þmfa á að halda í framhaldinu. Þeir foreldrar sem hafa reynslu af því að berjast fyrir því að börn þeirra sem greinst hafa með einhvers konar þroskafrá- vik fái nauðsynlega aðstoð og mæti skilningi, vita mætavel hvað ég á við. T.d. foreldrar barna með lestrarörð- ugleika (t.d. lesblindu). Það vantar að ákveðið ferli og eft- irfylgni fari í gang þegar barn hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.