Morgunblaðið - 29.07.1999, Side 72

Morgunblaðið - 29.07.1999, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 40. Olympíuleikarnir í stærðfræði Islenskur kepp- andi hlaut bronsverðlaun 1 FERTUGUSTU Al- þjóða-Ólympíuleikarn- ir í stærðfræði, voru haldnir í Búkarest í Rúmeníu dagana 16. og 17. júlí síðastliðna og tóku þátt í henni sex íslenskir keppend- ur. Stefáni Inga Valdi- marssyni, nemanda í 5. bekk X í Menntaskól- anum í Reykjavík, gekk best íslensku keppendanna og hlaut hann bronsverðlaun. Þrír keppendur eru úr ' sama bekknum, 5-X í MR, þeir Pawel Bar- , toszek, Bjami Kristinn Torfason og Stefán Ingi. Aðrir keppendur í íslenska liðinu eru Al- , freð Kjeld, Guðni Ólafsson og Ingv- ar Sigurjónsson. Liðsstjóri þeirra var Askell Harðarson, stærðfræði- kennari við Menntaskólann i Reykjavík. Langt fyrir ofan meðaltal Sex keppendur frá hverju landi taka þátt í Ólympíuleikunum. Að þessu sinni voru þátttakendur alls 450 að tölu. Oftast hafa Rússar, Kínverjar, Bandaríkjamenn og ýmsar þjóðir frá Austur-Evrópu verið meðal stigahæstu keppend- anna og varð það raunin nú enda er hefð fyrir keppni sem þessari rík meðal þessara þjóða. Þrjú dæmi eru lögð fyrir kepp- endur hvorn dag og fá þeir IV2 klukkustund tO að leysa hvert þeirra. Segir Geir Agnarsson, dómnefndarfulltrúi í keppninni, en hann tekur þátt í að semja keppnisdæmin, að dæmin séu afar erfið. Hæst geta keppendur fengið 42 stig og eins og gefur að skilja geta margir keppendur hlotið jafnmörg stig. Þeir sem vinna til gull- verðlauna eru meðal þeirra átta af hundraði keppenda sem bestan árangur hljóta, silfur- verðlaunahafar eru í hópi þess fjórðungs sem nær næstbestum ár- angri og árangur bronsverðlauna- hafa er fyrir ofan meðaltal. Árang- ur Stefáns Inga var langt fyrir ofan meðallag, segir Geir. Alþjóða-Ólympíuleikarnir eru haldnir á hverju ári og hafa nem- endur innan 20 ára aldurs rétt til að taka þátt í þeim. Forkeppni er haldin á vetuma þar sem nemendur í eldri árgöngunum tveimur í fram- haldsskólum landsins keppa sér og hinir yngri sér. Bestu nemendunum er boðið til úrslitakeppni og vega útslit í henni og í Norðurlanda- keppni, sem einnig er haldin ár hvert, þyngst á metunum um hverj- um er boðið að taka þátt í Ólympíu- leikunum. Stefán Ingi Valdimarsson SKÓGARGANGA í Sdlbrekkum 1995. V JL Níunda og síðasta skógarganga sumarsins NÍUNDA og síðasta skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslu- samstarfi þeirra við Búnaðarbanka íslands, verður í kvöld, fímmtudag- inn 29. júlí, kl. 20.30. í þessari síðustu skógargöngu sumarsins verður Skógræktarfélag Suðurnesja sótt heim. Gengið verð- MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki í barnabílstól né í sætinu. ur um Sólbrekkur við Seltjöm en þar hefur félagið staðið að umfangs- mikilli skógrækt. Gangan hefst kl. 20.30. Fyrir þá sem ekki eru stað- kunnugir er afleggjarinn að Sel- tjöm og Sólskógum á leiðinni til Gr- indavíkur, u.þ.b. 500 m innan við gatnamót, og blasir svæðið þar við í vesturátt. Gengið verður um Sól- brekkur í fylgd staðkunnugra manna. Boðið verður upp á veiting- ar í göngunni og Stefán Óm Amar- son sellóleikari (FÍH) mun annast tónlistarflutning og stjóma fjölda- söng ef stemmning verður góð. Gefinn er kostur á rútuferð (sem kostar 800 kr.) að upphafsstað göngunnar og heim að göngu lok- inni. Farið verður af stað kl. 19.30 frá húsi Ferðafélags Islands í Mörkinni 6. Frekari upplýsingar um gönguna er að fá á skrifstofu Skógræktarfélags íslands. í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar HINN 17. júlí sl. lagði ég af stað í ferð til Suður- Evrópu. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð at- hugasemd við vegabréfið mitt vegna þess að það hafði hellst á það kaffisopi og plastið losnað frá myndinni. Vegabréfaskoð- unin taldi að þetta kynni að valda mér erfiðleikum í útlandinu. Eg mátti í miklu stressi taka leigubíl til Keflavíkur hendast þar á ljósmyndastofu og láta mynda mig, síðan með mjmdirnar á lögreglustöð- ina þar í bæ og sækja svo- kallað neyðarvegabréf og þar næst til baka upp á völl. Allt tók þetta innan við hálftíma, enda afar flinkt og elskulegt fólk sem að þessu kom - og þaulvant því að mér var sagt að þetta væri ekki einasta daglegt brauð heldur kæmi stundum fyr- ir margoft á sólarhring. Ef eitthvað væri að vegabréf- um fólks lenti það inn í þessa stressuðu, og dýru hringekju. Eg mátti sem sagt borga tæplega tólf þúsund krónur og þar að auki var mér sagt að það fyrsta sem ég þyrfti að gera þegar ég kæmi heim væri að panta mér nýtt vegabréf því ekki var það svo að þessi rándýri papp- ír hefði eitthvert varanlegt gildi. „Stóri bróðir“ í Keflavík Þarna er verið að skatt- leggja fólk þungt sem, áreiðanlega oftast vegna vanþekkingar, er ekki með passann sinn í fullkomnu lagi. Fyrst að þetta er svona algengt getur varla verið stórmál að hafa í toll- inum í Leifsstöð einhvem í vinnu sem má gefa stimpil á neyðarvegabréf þegar á þarf að halda. Og hvers vegna er ekki ljósmynda- sjálfsali þarna fyrst að þörfin er svona mikil? Þeir eru út um allt - en ekki þarna. Það er óhugsandi að þetta þurfi að vera svona dýrt - hver græðir eiginlega á því að halda þessu svona? Það rétt svona hvarflar að manni eitt og annað sem sagt var um Sovétið í gamla daga. Hver skyldi hann eiginlega vera sá „stóri bróðir“ sem heldur verndarhendi yfir þessu fyrirkomulagi? Sá gamli í fullu gildi Þegar að mér kom við vegabréfaskoðunina í Zur- ich, sem var minn fyrsti áfangastaður, rétti ég náttúrlega að manninum þetta nýfengna blað, sem var áberandi öðruvísi en önnur vegabréf. Hann velti lengi vöngum yfir því og horfði á mig með spurn í svip. Eg tók þá upp minn gamla passa, rétti honum og sagði upp alla söguna. Hann taldi neyðarvega- bréfið mun tortryggilegra en kaffivegabréfið og lét mig fara áfram eftir að hafa látið í ljós samúð vegna íslenskrar „bírókra- tíu“. Skemmst er frá því að segja að eftir þetta not- aði ég mitt gamla vegabréf þar sem á þurfti að halda og enginn gerði athuga- semd við það. Nú hvarflar ekki að mér að þetta elskulega fólk sem greiddi götu mína í Keflavík eigi hér nokkra sök. Og alveg er ég viss um að konunni í vega- bréfaskoðuninni fannst einlæglega að ég gæti lent í vandræðum með gamla passann minn. Hins vegar er mönnum töluverður vandi á höndum við mat af þessu tagi, þar sem dóm- urinn kann að kosta fólk fjárhagslegt og andlegt áfall e.t.v. í byrjun erfiðrar ferðar. Ekki ber að van- meta stressið sem þvi fylg- ir að eiga á hættu að missa af flugvél til útlanda. Og þessi upphæð er töluverð- ur biti fyrir meðaljóninn. Hálfpartinn finnst mér að Dýrahald Hrói er týndur HRÓI hefur verið týndur frá 5. júlí. Hann er gul- bröndóttur með hvíta bringu og hvíta fætur og hvítt nef með blesu á enn- inu. Hann var með gráa sjálflýsandi ól, rauða að innan, þegar hann hvarf. Ef einhver getur gefið einhver skuldi mér afsök- unarbeiðni, jafnvel pen- inga - ég veit bara ekki al- mennilega hver. 280952-4869. Tapað/fundið Grár jakki tekinn í misgripum GRÁR jakki var tekinn í misgripum í Þórshöll laug- ardaginn 17. júlí. Þeir sem kannast við jakkann hafi samband í síma 567 2601. Barnadýna týndist BARNADÝNA, þunn svampdýna, gráleit, fauk af svölum á Laugaveginum sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið dýnunnar varir hafi samband í síma 561 8414 eða 561 8418. upplýsingar um afdrif Hróa, vinsamlegast hafið samband í síma 551 2164 eða 698 5435. Gulur kettlingur í óskilum GULUR kettlingur, loð- inn, er í óskilum í Kópa- vogi. Fannst í Kópavogs- dal. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 695 1732 eða 697 8586. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Ljubljana í Slóveníu í sumar. Stórmeistarinn Bojan Kurajica (2.535), Bosníu, hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninum Zorman Vojko (2.315) 20. Bh6! og svartur gafst upp, því eftir 20. - gxh6 21. Hxf8+ - Kxf8 22. Df6+ - Kg8 23. Hel verður hann mát í nokkrum leikjum. Sex stórmeistarar urðu jafnir og efstir á mótinu, þeir Kurajica, Kogan, Israel, Svesnjikov og Volsjin, Rússlandi og Ki-óatarnir Kozul og Zelcic. Þeir hlutu allir 7 vinninga af 9 mögulegum. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... SKÝRSLA Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um umhverfí kjúklingabús Reykjagarðs á Ás- mundarstöðum vakti mikla athygli í síðustu viku. Skýrslan var harð- orð og forsvarsmenn heilbrigðiseft- irlitsins fylgdu henni eftir með óvenjulega stóryrtum yfirlýsing- um. Umfjöllun um svona mál í fjöl- miðlum er sérlega viðkvæm. Fjöl- miðlar hafa upplýsingaskyldu gagnvart almenningi ef verið er að framleiða og selja gallaða vöru í slæmu umhverfi, en þeir verða jafnframt að gæta þess að hægt sé að færa sönnur á ásakanirnar og að menn séu ekki að fara af stað með mál sem að ósekju rústar fyrirtæki og heila atvinnugrein. Forsvarsmenn Heilbrigðiseftir- lists Suðurlands hafa kosið að nota mjög stór orð í þessu máli. Víkverji staldraði t.d. við viðtal við fram- kvæmdastjóra þess í DV þar sem hann lét svo ummælt að neytendur væru í lífshættu vegna þessa máls. Víkverji sér ekki hvernig fram- kvæmdastjórinn getur staðið við þessa fullyrðingu í ljósi þess að upplýst hefur verið að ekkert dæmi er til um að einstaklingur hafi látist hér á landi vegna sýkingar af völd- um kampýlóbakteríu. I sumum fjölmiðlum var fullyrt að landlækn- ir og Hollustuvemd ríkisins hefðu í síðustu viku birt auglýsingar um hættu af kampýlóbakteríum bein- línis vegna skýrslu Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands. Þessu hefur landlæknir vísað á bug. Hann hef- ur lagt áherslu á að sýkingum af völdum þessarar bakteríu hafi fjölgað mjög mikið upp á síðkastið og bregðast verði við með því að upplýsa almenning. Horfur eru á að í þessum mánuði verði um 100 sjúklingar greindir veikir af völd- um hennar. Aukningin í þessum sýkingum hefur verið gríðarleg að undanfömu. xxx AÐALATRIÐI þessa máls hlýt- ur að vera hvort þessi baktería finnst í kjúklingum sem Reykja- garður framleiðir. Héraðsdýra- læknirinn á Hellu og aðrir sem málið varðar eiga að svara þeirri spumingu skýrt og afdráttarlaust. Það vakti athygli Víkverja að hér- aðsdýralæknirinn neitaði að svara þessari spurningu þegar hann var spurður í fjölmiðlum í síðustu viku. Þetta hlýtur að teljast ámælisvert því þetta em upplýsingar sem neytendur eiga rétt á að vita um. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fullyrðir að neytendur geti treyst gæðum íslenskrar land- búnaðarframleiðslu. Til að viðhalda slíku trausti þurfa neytendur að fá aðgang að öllum upplýsingum um gæði vörunnar þegar eftir þeim er kallað. Stjómvöld þurfa að veita aukið fjármagn til rannsókna á kampýló- bakteríu og jafnframt að gera ráð- stafanir til að halda henni niðri og helst að útrýma henni ef unnt er. Fyrir nokkrum árum var gengið í það að útrýma salmonellubakteríu úr kjúklingabúum, en þar hafði hún veríð lengi og gosið upp með reglulegu millibili. Kjúklingabúinu að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði var m.a. lokað, en því hafði ekki tekist að útrýma salmonellubakter- íunni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kampýlóbakterían þarf að fá sömu meðhöndiun. Það hlýtur hins vegar að vera hægt að vinna að málinu án viðlíka stóryrða og fallið hafa síð- ustu dagana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.