Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 12

Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verslunarmannahelgin 1999 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins TJALDBORG á þjóðhátíð í Eyjum. I GALTALÆK lék fjöllistaliópurinn Ihugun listir sínar. Róleg verslun- armannahelgi HÁTÍÐARHÖLD fóru vel fram um verslunarmannahelgina og lætur lögregla um land allt vel af helginni. Umferð var að mestu leyti óhappalaus. Fjölmennast var á Akureyri, þar á eftir í Vest- mannaeyjum og á Kántríhátíð á Skagaströnd. í Vestmannaeyjum skemmtu um 8.000 manns sér í fínu veðri um helgina. Ellefu fikniefnamál komu við sögu Iögreglunnar og voru 18 manns handteknir vegna þeirra en sleppt að lokinni yfir- heyrslu. í einu tilviki er talið að um sölu hafi verið að ræða. Hald var lagt á 20 g af amfetamíni, 4,5 g af kókaíni, 6,7 g af hassi og 9 stk. af LSD-piIlum. Að sögn lögreglu var þar um að ræða mjög sterka sýru, svo- kallaða afmælissýru, sem fram- leidd er einu sinni á ári. Að sögn lögreglunnar er þetta meira magn af fíkniefnum en í fyrra og heldur harðari efni. Tíu líkams- árásir voru kærðar í Eyjum en engin alvarleg. Fjölmenni á kántríhátíð Á Skagaströnd var þriðja fjöl- mennasta hátíðin í ár en alls tóku um 5.000 manns sér ferð á hend- ur á kántríhátíð þar. Hátíðin tókst vel til og voru „gestir til fyrirmyndar" að sögn lögreglu á Blönduósi. Heldur færri voru á Siglufirði og í Neskaupstað, um 500-2.000 manns á þeim fyrrnefnda en um 1.000 á þeim síðarnefnda. Þijú þúsund manns voru á bind- indismóti í Galtalækjarskógi. Að sögn Guðna Björnssonar kynning- arfulltrúa var minna um áfengis- neyslu á svæðinu en undanfarin ár. Að sögn lögreglu á Selfossi var verslunarmannahelgin ein sú ró- legasta í manna minnum. Helginni svipaði til vepjulegrar helgar, var rólegri ef eitthvað var og var ein- göngu einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur. Mikil umferð var samt sem áður um og í grennd við Selfoss. Sex gestir hátíðarinnar Slyálfti 99 voru teknir með fíkni- efni í fórum sínum og var einn þeirra, ungur piltur, fluttur á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu. Á Skjálffa voru um 200-300 manns þegar mest var. Að sögn lögreglu var talsvert af fólki á fjaldsvæðum á Laugarvatni, í Árnesi og Þjórs- árdal. Um 500 manns voru á harmon- ikkuhátíð í Iðufelli í Laugarási og fór sá fjöldi langt fram úr vonum mótshaldara. Þar var mest um fjöl- skyldufólk og skemmtu allir sér hið besta. í MÚLAKOTI í Fljótshh'ðinni komu flugáhugamenn saman eins og venja er til. UNGIR sem aldnir settu upp viðeigandi höfuðfat á kántríhátíð. Morgunblaðið/Einar Falur KÁNTRÍMESSA á Skagaströnd, þar sem þriðja fjölmennasta útihátíð verslunarmannahelgarinnar fór fram. Stofnun borgarfræða- seturs undirbúin BORGARRÁÐ hefur samþykkt tOlögu undirbúningsnefndar um stofnun Borgarfræðaseturs, í samstarfi Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að setrið taki til starfa á næsta ári. I tillögu undirbúningsnefndar, sem skipuð er þeim Bjarna Reynarssyni fyrir hönd Reykja- víkurborgar og Gísla Pálssyni mannfræðingi fyrir hönd Háskól- ans, ber fyrirhuguð stofnun heit- ið: „Borgarfræðasetur: Rann- sókna- og fræðslumiðstöð bæja og byggða“. En tilgangurinn með stofnun þess er „að auka rann- sóknir á þróun borgarinnar sem og byggðar í landinu, og þar með styrkja stöðu Reykjavíkur sem háskólaborgar,“ eins og segir í erindisbréfi undirbúningsnefnd- ar. Borgarfræðasetrið, sem Bjami Reynarsson segir þýðingu á „urban studies eenter", mun upp- haflega vera hugmynd háskóla- rektors, Páls Skúlasonar, sem hann bar undir borgarstjóra síð- astliðið haust. Reiknað er með að setrið verði rekið innan vébanda Háskóla Islands en Reykjavíkur- borg greiði árlega jafna upphæð á móti háskólanum til reksturs þess. Miðlari milli háskólaheims og sveitarfélags Ráðgert er að auglýsa eftir framkvæmdastjóra og skipa í framkvæmdastjóm í haust eða í upphafi næsta árs. „Hugmyndin er að reyna að nýta þá þekkingu sem býr í háskólanum, sem ég hygg að sé ekki síst í nemendun- um. Fræðasetrið á að vera eins og miðlari milli háskólaheimsins og sveitarfélagsins," segir Bjami. Bjami segir félags- og hag- fræðilega sviðinu ekki hafa verið sinnt nægilega í rannsóknum á borgar- og byggðaþróun. „Það hafa litlar rannsóknir verið gerð- ar á borgarsamfélaginu að þessu leyti hér á landi. Sagnfræðingar hafa gert byggðasögu Reykjavík- ur góð skil. Síðan hefur skipulagið verið í höndum arkitekta og verk- fræðinga og að stómm hluta tæknilegs eðlis. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir rannsóknum á Sorgarsvæðinu sjálfu. Á Norð- urlöndunum em tO rannsóknar- stofnanir fyrir byggðaþróun og borgir en héma emm við bara með stofnun til að rannsaka bygg- ingarefni.“ Að sögn Bjarna liggur fyrir að hvor aðUi fyrir sig, borgin og há- skólinn, leggi fram 2 milljónir á þessu ári í undirbúning að stofn- un fræðasetursins. Undirritaður tví- sköttunarsamn- ingur við Portúgal UNDIRRITAÐUR var í Lissabon á mánudag samningur til að koma í veg fyrir tvísköttun milli Islands og Portúgal. Samninginn undirrituðu fjármálaráðherrar landanna, Geir H. Haarde og Antonio de Sousa Franco. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sat fund ráðherranna í Lissabon ásamt portúgölskum embættismönnum. Undirbúningur að samningsgerð- inni hófst í apríl sl. með fundi sem ís- lenska samninganefndin um tvískött- unarmál átti með portúgölskum við- ræðuaðilum í Lissabon. Þar var skipst á tillögum að samningi og fram fóru viðræður um einstakar greinar hans. Samningagerð lauk síðan á fundi í Reykjavík í byrjun júlí sl. þar sem formleg samnings- drög voru árituð. Samningurinn er byggður á fyrir- mynd OECD um tvísköttunarsamn- inga sem aðlöguð er að skattkerfi að tilteknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru af aðilum í öðru ríkinu til skattborgara í hinu. Síðar- nefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim sem skattur- inn var dreginn af skattaafslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hef- ur verið greiddur í hinu ríkinu. Einnig er að finna ákvæði um með- ferð eignarskatta og nokkurra ann- arra skatta. Samningurinn tekur bæði til ein- staklinga og lögaðila. Markmiðið með samningnum er að koma í veg fyrir að skattur sé tvisvar lagður á sömu tekjurnar og með þeim hætti er stuðlað að aukinni efnahagslegri samvinnu, viðskiptum og fjárfest- ingu milli landanna. Þessi tvísköttunarsamningur er sá 23. sem ísland gerir við önnur ríki. Samninganefnd um tvísköttunarmál, sem skipuð er af fjármálaráðherra, annast undirbúning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.