Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verslunarmannahelgin 1999 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins TJALDBORG á þjóðhátíð í Eyjum. I GALTALÆK lék fjöllistaliópurinn Ihugun listir sínar. Róleg verslun- armannahelgi HÁTÍÐARHÖLD fóru vel fram um verslunarmannahelgina og lætur lögregla um land allt vel af helginni. Umferð var að mestu leyti óhappalaus. Fjölmennast var á Akureyri, þar á eftir í Vest- mannaeyjum og á Kántríhátíð á Skagaströnd. í Vestmannaeyjum skemmtu um 8.000 manns sér í fínu veðri um helgina. Ellefu fikniefnamál komu við sögu Iögreglunnar og voru 18 manns handteknir vegna þeirra en sleppt að lokinni yfir- heyrslu. í einu tilviki er talið að um sölu hafi verið að ræða. Hald var lagt á 20 g af amfetamíni, 4,5 g af kókaíni, 6,7 g af hassi og 9 stk. af LSD-piIlum. Að sögn lögreglu var þar um að ræða mjög sterka sýru, svo- kallaða afmælissýru, sem fram- leidd er einu sinni á ári. Að sögn lögreglunnar er þetta meira magn af fíkniefnum en í fyrra og heldur harðari efni. Tíu líkams- árásir voru kærðar í Eyjum en engin alvarleg. Fjölmenni á kántríhátíð Á Skagaströnd var þriðja fjöl- mennasta hátíðin í ár en alls tóku um 5.000 manns sér ferð á hend- ur á kántríhátíð þar. Hátíðin tókst vel til og voru „gestir til fyrirmyndar" að sögn lögreglu á Blönduósi. Heldur færri voru á Siglufirði og í Neskaupstað, um 500-2.000 manns á þeim fyrrnefnda en um 1.000 á þeim síðarnefnda. Þijú þúsund manns voru á bind- indismóti í Galtalækjarskógi. Að sögn Guðna Björnssonar kynning- arfulltrúa var minna um áfengis- neyslu á svæðinu en undanfarin ár. Að sögn lögreglu á Selfossi var verslunarmannahelgin ein sú ró- legasta í manna minnum. Helginni svipaði til vepjulegrar helgar, var rólegri ef eitthvað var og var ein- göngu einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur. Mikil umferð var samt sem áður um og í grennd við Selfoss. Sex gestir hátíðarinnar Slyálfti 99 voru teknir með fíkni- efni í fórum sínum og var einn þeirra, ungur piltur, fluttur á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu. Á Skjálffa voru um 200-300 manns þegar mest var. Að sögn lögreglu var talsvert af fólki á fjaldsvæðum á Laugarvatni, í Árnesi og Þjórs- árdal. Um 500 manns voru á harmon- ikkuhátíð í Iðufelli í Laugarási og fór sá fjöldi langt fram úr vonum mótshaldara. Þar var mest um fjöl- skyldufólk og skemmtu allir sér hið besta. í MÚLAKOTI í Fljótshh'ðinni komu flugáhugamenn saman eins og venja er til. UNGIR sem aldnir settu upp viðeigandi höfuðfat á kántríhátíð. Morgunblaðið/Einar Falur KÁNTRÍMESSA á Skagaströnd, þar sem þriðja fjölmennasta útihátíð verslunarmannahelgarinnar fór fram. Stofnun borgarfræða- seturs undirbúin BORGARRÁÐ hefur samþykkt tOlögu undirbúningsnefndar um stofnun Borgarfræðaseturs, í samstarfi Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að setrið taki til starfa á næsta ári. I tillögu undirbúningsnefndar, sem skipuð er þeim Bjarna Reynarssyni fyrir hönd Reykja- víkurborgar og Gísla Pálssyni mannfræðingi fyrir hönd Háskól- ans, ber fyrirhuguð stofnun heit- ið: „Borgarfræðasetur: Rann- sókna- og fræðslumiðstöð bæja og byggða“. En tilgangurinn með stofnun þess er „að auka rann- sóknir á þróun borgarinnar sem og byggðar í landinu, og þar með styrkja stöðu Reykjavíkur sem háskólaborgar,“ eins og segir í erindisbréfi undirbúningsnefnd- ar. Borgarfræðasetrið, sem Bjami Reynarsson segir þýðingu á „urban studies eenter", mun upp- haflega vera hugmynd háskóla- rektors, Páls Skúlasonar, sem hann bar undir borgarstjóra síð- astliðið haust. Reiknað er með að setrið verði rekið innan vébanda Háskóla Islands en Reykjavíkur- borg greiði árlega jafna upphæð á móti háskólanum til reksturs þess. Miðlari milli háskólaheims og sveitarfélags Ráðgert er að auglýsa eftir framkvæmdastjóra og skipa í framkvæmdastjóm í haust eða í upphafi næsta árs. „Hugmyndin er að reyna að nýta þá þekkingu sem býr í háskólanum, sem ég hygg að sé ekki síst í nemendun- um. Fræðasetrið á að vera eins og miðlari milli háskólaheimsins og sveitarfélagsins," segir Bjami. Bjami segir félags- og hag- fræðilega sviðinu ekki hafa verið sinnt nægilega í rannsóknum á borgar- og byggðaþróun. „Það hafa litlar rannsóknir verið gerð- ar á borgarsamfélaginu að þessu leyti hér á landi. Sagnfræðingar hafa gert byggðasögu Reykjavík- ur góð skil. Síðan hefur skipulagið verið í höndum arkitekta og verk- fræðinga og að stómm hluta tæknilegs eðlis. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir rannsóknum á Sorgarsvæðinu sjálfu. Á Norð- urlöndunum em tO rannsóknar- stofnanir fyrir byggðaþróun og borgir en héma emm við bara með stofnun til að rannsaka bygg- ingarefni.“ Að sögn Bjarna liggur fyrir að hvor aðUi fyrir sig, borgin og há- skólinn, leggi fram 2 milljónir á þessu ári í undirbúning að stofn- un fræðasetursins. Undirritaður tví- sköttunarsamn- ingur við Portúgal UNDIRRITAÐUR var í Lissabon á mánudag samningur til að koma í veg fyrir tvísköttun milli Islands og Portúgal. Samninginn undirrituðu fjármálaráðherrar landanna, Geir H. Haarde og Antonio de Sousa Franco. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sat fund ráðherranna í Lissabon ásamt portúgölskum embættismönnum. Undirbúningur að samningsgerð- inni hófst í apríl sl. með fundi sem ís- lenska samninganefndin um tvískött- unarmál átti með portúgölskum við- ræðuaðilum í Lissabon. Þar var skipst á tillögum að samningi og fram fóru viðræður um einstakar greinar hans. Samningagerð lauk síðan á fundi í Reykjavík í byrjun júlí sl. þar sem formleg samnings- drög voru árituð. Samningurinn er byggður á fyrir- mynd OECD um tvísköttunarsamn- inga sem aðlöguð er að skattkerfi að tilteknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru af aðilum í öðru ríkinu til skattborgara í hinu. Síðar- nefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim sem skattur- inn var dreginn af skattaafslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hef- ur verið greiddur í hinu ríkinu. Einnig er að finna ákvæði um með- ferð eignarskatta og nokkurra ann- arra skatta. Samningurinn tekur bæði til ein- staklinga og lögaðila. Markmiðið með samningnum er að koma í veg fyrir að skattur sé tvisvar lagður á sömu tekjurnar og með þeim hætti er stuðlað að aukinni efnahagslegri samvinnu, viðskiptum og fjárfest- ingu milli landanna. Þessi tvísköttunarsamningur er sá 23. sem ísland gerir við önnur ríki. Samninganefnd um tvísköttunarmál, sem skipuð er af fjármálaráðherra, annast undirbúning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.