Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 35 LISTIR Frábær tækni og glæsileg túlkun TÖJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Roger Sayer flutti orgelverk eftir Howells, Vivaldi, Whitlock, Eben og Vierne. Sunnudagurinn 1. ágúst, 1999. ÞRÁTT fyrir að flestir Reykvík- ingar hafi hleypt heimdraganum og vistað sig víðsvegar um landið, voru orgeltónleikarnir í Hallgrímskirkju, sl. sunnudagskvöld, mjög vel sóttir og afsannar það, að fólk hafí aðeins áhuga á skemmtitónlist, rétt eins og það sé víst, að enginn hafi áhuga á að brjóta heilann um eitthvað alvar- legt og að hlátur, glens og skringi- læti séu einu litfletir mannlegrar ánægju og upplyftingar. Orgelleikur er ef til vill lengst frá því, sem fólk velur sér til skemmtunar og það er því sérkennilegt, að ekkert lát er á góðri aðsókn á þá tónleika, sem ganga undir nafninu „Sumarkvöld við orgelið", sem er réttnefni, því hið stóra og glæsilega Klais-orgel Hall- grímskirkju er hér í aðalhlutverki og hingað sækja þeir, sem víða um heim hafa getið sér gott orð fyrir mikla kunnáttu í orgelleik og því á fólk erindi í Hallgrímskirkju, að þiggja góðan flutning, góða tónlist og mikillátan hljóm Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju. Það var enski orgelleikarinn, Roger Sayer, sem sótti okkur Is- lendinga heim sl, sunnudag og hóf tónleikana á orgelverki eftir Her- bert Howells, sem hann kallar Pae- an, og merkir þakkargjörð, lofsöng- ur (til Apollosar) og sigursöngur, þétt ritað hljómrænt verk, ákaflega hlaðið en á köflum sundurlaust. Roger sýndi í flutningi verksins, að hann er frábær orgelleikari. Her- bert Norman Howells (1892-1983) lærði hjá Stanford og samdi ball- etttónlist, nokkur hljómsveitar- verk, tvo píanókonserta, sónötur fyrir píanó, fiðlu, orgel, óbó og klar- inett, alls konar kammertónlist, auk kirkjutónlistar og sönglaga, sem þykja að mörgu leyti ágætlega samin verk. Annað viðfangsefni Roger Sayers, var þriðji, eða d-moll, konsertinn, eftir Vivaldi, sem J.S. Bach umritaði fyrir orgel. Vitað er að konsertar Vi- valdis höfðu mikil áhrif á þýsk tón- skáld og er til bréf frá Johann Qu- antz, þar sem hann lýsir hrifningu sinni en hins vegar mun Telemann ekki hafa verið eins hrifinn, enda var hann á línu Frakka og mikill að- dáandi rókókótónlistar. J.S. Bach umritaði 22 konserta eftir önnm- tónskáld, sex fyrir orgel, þar af 3 efth’ Vivaldi og 16 fyrir sembal, þai’ af 6 eftir Vivaldi, svo að hann hefur verið vel að sér um vinnuaðferðir Vi- valdis. Konsert umritanirnar eru meira en hrein umskrift og því hangir enn þá nafnið Bach við þess- ar útfærslur. Samt eru þessi verk ekta Vivaldi, lifandi og skemmtileg tónlist, og vai’ d-moll konsertinn glæsilega fluttur af Roger Sayers, með sérlega hljómfallegri raddskip- an, er hæfði vel opinskáum „galant“- stíl meistai’a Vivaldis. Þriðja verk tónleikanna var Plymoth svítan, eftir Percy William Whitlock (1903-1946), skemmtilegt verk í fimm þáttum, þar sem heyra má hefðbundin stíl í hljómum og stefjaleik, stflfærðan með þéttum hljómum og en harmonískum hljómskiptum, vel unnið verk og vel samið fyrir orgelið. Leiktækni Roger Sayers naut sín svo sannar- lega sérstaklega í jaðarþáttunum, Allegro Risoluto og lokaþættinum, Tokkötu, sem eru rismiklir í gerð. Þá var leikur Sayers einkar skemmtilegur í leikandi þjóðlegum dansþætti sem tónskáldið nefnir Chanty. Það má í raun segja sama um tónstfl Petr Eben og um Whit- lock, þótt tónstfll Ebens sé ómstríð- ari, eins og heyra mátti næsta verki, eftir Eben. Einföld niðurlög og tónöl stefbrot, sem unnið er tematískt með, einkenndu verk Ebens, sem heitir Moto ostinato (þrástefjaður háttur). Þetta er glæsilegt verk, er var ótrúlega vel flutt og vel leikið með margvísleg tónblæbrigði raddanna. Fjölbreytni í raddskipan var þó mest í orgelsinfóníu nr. 3, eftir blinda tónskáldið og orgelleikarann Louis Vierne (1870-1937) Fyrsti þáttur verksins er sinfónískur í gerð, glæsileg tónlist, er var frá- bærlega vel flutt. Hinir kaflarnir bera þess merki, að hann lærði hjá Franck og Vidor, leiktæknilega vel gerð tónlist, rómantísk ljúf og fal- lega útfærð, er Sayer lék af næmi fyrir hinum fallegu tónlínum Vier- ne, eins og t.d. í Cantflene og Adagio köflunum, sem eru í ekta Franck stfl, þó einstaka sinnum gægðist fram hljómskipan er minn- ir á Debussy, eins t.d. í hinu skemmtilega intermezzo. Lokakafl- inn, sem að hluta til er eins konar tokkata í tónmáli „manúalsins“, á móti þrumandi stefjum í pedal, sem um síðh’ birtust í lengingu, var glæsilega fluttur af Roger Sayers, sem er bæði frábær tekninker og glæsilegur túlkandi. Jón Ásgeirsson ERK í Galleríi Listakoti eftir írsku listakonuna Áine Scannell. Myndlistarsýningin Isbörn í Listakoti NU stendur yfir sýning írsku listakonunnar Áine Scannell í Galleríi Listakoti. Áine sýnir verk sem hún hefur unnið sér- staklega til sýningar í Reykjavík og nefnist sýningin „Ice Babies" og eru verkin byggð á ljósmynd- um af ísjökum í Jökulsárlóni sem hún tók árið 1996. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 og lýkur 14. ágúst. Hvers vegna hefur engum dottið þetta í hug. Hugmyndin um fjöldiskageislaspilara er aö vísu ekki ný af nálinni. Þægindin leyna sér ekki. BeoSound 9000 geisladrifið færist hratt og hijóðlaust frá einu lagi til annars; biðtímin er alltaf sá sami. Ef þú stillir á sjálfval er rétt eins og að hlusta á útvarp. Munurinn er að þú velur tónlistina og sleppur við allt blaður á milli laga. BANG &OLUFSEN Síöumúla 21 ■ Sími 581 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.