Morgunblaðið - 04.08.1999, Side 49

Morgunblaðið - 04.08.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 4' að mennt sem kom hingað til lands að kenna mönnum að veiða lax í kíl- nót en það er einskonar laxagildra í sjó og starfaði hann síðan allar göt- ur meira og minna við sjávarútveg. Afí Óla í Noregi vai- kunnur útvegs- bóndi í Skarsvaag á eynni Senja við Tromsö. Það má kannski til sanns vegar færa að Óli hafi líka sinnt sín- um veiðum á vettvangi flugsins þótt sá veiðiskapur hafi verið af öðrum toga, nefnilega að veiða farþega á Norður-Atlantshafsflugleiðinni und- ir merkjum Loftleiða. Á vertíð fé- lagsins þurftu hvorki hann né aðrir í dugmiklu starfsliði Loftleiða að leggja gildur tU þess að fá farþeg- ana um borð. Færri komust að en vUdu. í byrjun áttunda áratugarins var fjöldi skiptifarþega Loftleiða á Keflavíkurflugvelli slíkur - 375.000 farþegar - að það met hefur ekki enn verið slegið rúmum aldarfjórð- ungi síðár, jafnvel þótt heUdarfar- þegaflutningar með flugvélum yflr Norður-Atlantshafið hafí margfald- ast á því drjúga tímabili sem síðan er liðið. Á sínum farsæla flugferli lagði Óli að baki yflr 20.000 flugstundir. Flugið naut þó áfram hans mikU- hæfu starfskrafta því tU eftirlauna- aldurs starfaði Óli hjá tæknideUd Flugleiða. Þegar hann var loks sestur í helg- an stein hafði Óli mikið yndi af því að rifja upp í góðra vina hópi Loft- leiðaárin en þau voru honum afar hjartfólgin. Það er ekki nema von því þetta voru gullaldarár íslenskr- ar flugsögu. Það voru ekki einungis farþegar sem komu og fóru með Loftleiðum. Fjölmargir íslenskir og erlendir starfsmenn lögðu gjörva hönd á plóginn og áttu veigamikinn þátt í velgengni félagsins. I okkar vinahópi var oft og iðulega rætt um einstakar flugferðir Loftleiða fyrir áratugum en það var eins og þær hefðu verið famar í gær. Ánægju- legar sögur af sókn og sigrum starfsfólksins voru þannig sagðar að viðkomandi starfsmaður var nán- ast kominn ljóslifandi til okkar í nú- tímann. Óli Olsen átti sér tvö einkennis- merki. Að sjálfsögðu var það Loft- leiðamerkið og svo pípumar sem voru órjúfanlegur hluti af stór- mannlegu og traustu yfírbragði hans. Ef pípa var ekki í munnvikinu þá lék hún í höndunum. Honum þótti vissara að hafa tvær pípur til- tækar ef farið var út úr húsi eða lagt upp í flugferð. Píputóbaksilm- urinn fylgdi Ola í öllum hans ferð- um. í einkalífi sínu var Óli mikill gæfumaður. Óli var ekkert að leita að kvonfangi sínu utan Loftleiða. Hann kvæntist Lilju Enoksdóttur, einni af hinum glæsilegu og lipru flugfreyjum sem Loftleiðir hafa get- að státað af í gegnum tíðina. Lilja og hennar kollegar léku stór hlut- verk í flugævintýrinu með sínum yndisþokka og framúrskarandi þjónustu svo af þótti bera á Norður- Atlantshafsflugleiðinni. Lilja var okkur jafn ljúfur samstarfsfélagi og Óli. Við félagarnir, sem urðum svo lánsamir að eignast Óla sem sam- starfsmann, vin og félaga, kveðjum hann með harmi og biðjum honum blessunar á nýjum loftleiðum. Með trega óskum við honum góðrar ferð- ar í síðasta sinn. Olaf Olsen mun verða, nú sem endranær, ratvís en þessu sinni á þeirri vegferð sem fyrrum stjómarformaður Loftleiða hf. lýsti af svo smekklegri næmni í kvæðinu Flug: Ég horfi mig þreyttan, en himinninn fyllist afhúmierlíðuraðnótt. Þá kviknar á stjamanna litlu ljósum, er leiftra svo títt og ótt. Titra þú, vél, og hamist þið, hreyflar, því húmið er ógnum fyllt. Flugmaður, ráð þú ferðum okkar og fljúgðu hvert, sem þú vilt. Þér verður ei villugjamt um veginn, sem framundan er. Tæknin er mikil, - en er þó ekki alltaf eins og hvíslað að þér: Þú ert smærri en smár, - en þó er ekkert að óttast, efútafber. Við sendum Lilju, konu Óla, og bömunum öllum innilegar kveðjur og samúð við fráfall hins trausta og trúa sómamanns. Dagfinnur Stefánsson, Gunnar Þorsteinsson, Ingvar Þorgilsson, Jóhannes Markússon. Eins og víða annarsstaðar í heim- inum, hafði tæknibyltingin samfara heimsstyrjöldinni síðari, vemleg áhrif til framfara bæði til sjávar og sveita og hafði ekki síður afgerandi áhrif um framgang flugsins á ís- landi. I næsta nágrenni Reykjavíkur- flugvallar stríðsáranna, að Þor- móðsstöðum við Skerjafjörð, var æskuheimili bama frú Ingigerðar Lýðsdóttur og Jentoft G. H. Olsen. Fjórir synir þeirra hjóna drógust inn í töfraheim flugsins, fyrst Krist- inn, einn af stofnendum Loftleiða h/f og baráttumaður um frjálsar flugsamgöngur, þá Gerhard og Al- fred, sem báðir hösluðu sér völl sem flugvirkjar og flugvélstjórar og loks Olaf, sem starfaði sem flugstjóri hjá Loftleiðum h/f og síðar Flugleiðum h/f um áratuga skeið. Eflaust hefur Kristinn varðað leiðina fyrir yngri bræðuma, og þess er ég alviss, að lítið hefur þurft til til að ýta undir brennandi áhuga þeirra á tækni og flugi. Þegar ég hóf störf sem aðstoðar- flugmaður hjá Loftleiðum h/f, vom fyrir sjö áhafnir hjá félaginu. Kynni við flugstjóra og aðra áhafnameð- limi félagsins var þá allt önnur en gerist og gengur í dag, þar sem ferðir tóku vemlega lengri tíma og viðdvöl erlendis jafnvel marga sól- arhringa. Olaf var einn þeirra flugstjóra, sem ég fékk að kynnast, jafnt sem yfirmanni, leiðbeinanda og félaga. Olaf var einstaklega þægilegur í allri umgengni og ávallt sérstök fyr- uTnynd jafnt í starfí og leik, enda tók hann ábyrgðarþátt flugstjórans mjög alvarlega. Fyrir nokkmm áratugum voru starfsaðferðir við útfærslu flugsins ekki eins agaðar og fastmótaðar eins og er í dag, og því nutu með- fæddir eðlisþættir flugstjórans sín einkar vel á langri leið og við mis- jafnar aðstæður. Á eldri farþegaflugvélum, sem ekki vora útbúnar jafnþrýstibúnaði og með takmarkað afl, var ógem- ingur að fljúga jafn hátt og á seinni tíma flugvélum. Af þessum sökum var algengt að flogið væri milli landa í 6000 til 10. 000 feta hæð, og því óhjákvæmilegt að flogið væri í skýjum vemlegan hluta leiðarinnar þar sem ísingarskilyrði em hvað mest. Þegar þungi og eyðileggingar- máttur ísingar fer að segja til sín, þarf næma tilfinningu fyrir hreyf- ingum og fluggetu flugvélarinnar og um leið, ömggt mat á því, hvenær nægur ís hafi sest á vængbrúnir svo að ömggt megi teljast að hann brotni af þegar þar til gerðar gúmmíslöngur em blásnar upp. Olaf var einkar laginn við að hitta á rétta augnablikið til þessarar að- gerðar, enda var mat hans á að- stæðum óbrigðult. Samhæfing hans á afli hreyfla og notkun stjóm- tækja, hvort sem um var að ræða flug í ísingu eða ókyrrð var ávallt ákveðin og fumlaus. Útfærsla Olafs á sérhverju flugi var markviss, og fyrirskipanir hans afdráttarlausar. Hann vissi ávallt hvað hann vildi og var aldrei með neitt hik við ákvarðanatökur. Það lá alltaf ljóst fyrir til hvers hann ætl- aðist af sínum undirmönnum. Olaf var mjög natinn við að leið- beina ungum flugliðum og var eink- ar ljúft að miðla öðmm af sínum reynslubmnni. Hans leiðbeiningar reyndust mér haldgóðar bæði í starfi aðstoðarmanns og eins eftir að ég tók sjálfur við flugstjórn. Að afloknu flugi í erlendri höfn, var Olaf hrókur alls fagnaðar og einkar skemmtilegur félagi. Hann hafði sérstakt lag á að láta áhöfnina halda hópinn, hvort sem um var að ræða búðaráp, ferð á skemmtistað eða í kvikmyndahús eða ferðir á veitingastaði, og þá sama hvort það var að morgni, um miðjan dag eða að kvöldi. Olaf kallaði ávallt saman sína áhöfn og gerði í því að hafa líf og fjör í kringum sig en hélt þó ætíð hæfilegum aga. Olaf var einkar duglegur og dríf- andi í starfi og vann sínu félagi vel og af heilindum. Hann lagði sig ávallt í líma við að ljúka sinni flug- ferð á farsælan og ömggan hátt, þannig að sérhvert flug yrði sem hagkvæmast fyrir félagið. Þetta var sá starfsandi, sem flugliðar á mínu reki ólust upp við, og virðist hafa verið í eðli þeirra, sem störfuðu hjá íslensku flugfélögunum á fyrstu áratugum millilandaflugsins. Þegar sérstök verkefni í fluginu stóðu fyrir dyram, var Olaif ætíð reiðubúinn að leggja sitt af mörk- um. Hvort sem um var að ræða flug með vömr eða pílagríma, var Olaf ávallt boðinn og búin til að taka á sig langar fjarvistir frá heimili og ástvinum, ef það mætti verða félag- inu til hagsbóta. Þegar vöruflutningar Loftleiða h/f hófust með CL-44, þótti Olaf sjálfkjörinn til að taka þátt í því uppbyggingarstarfi, því á því var brýn nauðsyn að til starfans veld- ust áhafnir, sem væru fúsar til að leggja hart að sér og vitað var að byggju yflr sérstakri útsjónarsemi. Þar mæddi eðlilega mest á flug- stjóranum, því oft á tíðum gat verið nauðsynlegt að haga fluginu í skyndingu á annan veg en ráðgert hafði verið, og að tala til áhugalitla stjórnendur á ókunnum flugvöllum svo að viðhlítandi afgreiðsla feng- ist. Þessi starfsemi á vegum Loft- leiða h/f leiddi síðar til stofnunar vöruflutningafélagsins Cargolux, sem Loftleiðir voru lengi eignarað- ili að. Á sínum langa flugmannsferli, var Olaf flugstjóri á öllum þeim flugvélategundum, sem notaðar vora í innanlands og millilandaflugi Loftleiða h/f og síðar millilandaflugi Flugleiða h/f að undanskildum Boeing þotum félagsins. Eins og áður hefur komið fram, var Olaf ósérhlífinn með eindæmum og vann sinu félagi af heilindum. Ég er þess fullviss, að hann hafi ekki alltaf tekið tillit til eigin heilsu þeg- ar starfíð og skyldan kallaði og að hann hafl ótrauður lagt upp í flug- ferð þó svo að „smá kvef og hlusta- verkur“ segðu, að hann ætti frekar að sitja heima þann daginn. Síend- urtekið álag á þessu sviði hafði að lokum þær afleiðingar, að Olav varð að hætta flugi fyrr en hefðbundin aldursmörk sögðu til um. Ekki sætti Olaf sig þó við að leggja árar í bát og hætta að vinna, heldur tók hann að sér starf í viðhaldsdeild félagsins þar sem hann starfaði fram til 67 ára aldurs, sem þá var viðmiðunar- aldur við starfslok. Eftir að Olaf hætti sem flug- stjóri, tók hann virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri flugmanna, sem orðið höfðu að hætta störfum sök- um aldurs eða veikinda. Þessir heiðursmenn hittast reglulega í eftirmiðdagskaffí þar sem þeir rifja upp liðnar stundir úr fluginu. Eft- irlaunamál eldri flugmanna hafa einnig verið viðvarandi umræðu- efni, því illu heilli, hafa elstu með- limir stéttarfélags flugmanna og lífeyrissjóðs þeirra glatað veruleg- um hluta af áætluðum eftirlaunum, þar sem eldri lífeyrissjóður og áunnin lífeyrisréttindi fram til árs- ins 1974 hafa nánast horfið. Það er sorgleg staðreynd, að félagsþroski nýrrar kynslóðar flugmanna hefur ekki fram til þessa verið nægjan- legur til að koma til móts við þarfir elstu eftirlaunaþega eftirlauna- sjóðsins. Þó svo að Olaf hafi aldrei borið tilfinningar sínar á torg, varð ég, eins og aðrir samstafsmenn hans, þess áskynja, að honum var ekki alltaf rótt. Þegar alvarleg veikindi hrjáðu fjölskylduna, fékk ég að taka þátt í sorg hans og gleði á víxl eftir því hvernig horfði, og endan- lega, að finna fögnuðinn streyma frá honum þegar hann loks varð þess fullviss, að baráttan væri af- staðin. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Olaf Olsen og bið algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hans. Guðlaugur Helgason. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR BJÖRGVIN ÓLAFSSON prentari, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 2. ágúst. Börn, tengdadóttir, barnabörn, barnabarnabarn og barnabarnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER ÁSGEIRSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 1. ágúst á Sjúkrahúsi Akraness. Svanhildur, Halldór, Anna, Stefanía og fjölskyldur. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, OLAFS OLSEN flugstjóra, Melgerði 35, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 4. ágúst, kl. 10.30. Lilja Enoksdóttir, Sigrún Olsen, Þórir Barðdal, Linda Olsen, Jónas Sveinsson, Edda Olsen, Gunnar H. Gunnarsson, Kjartan Olsen, Erna Olsen, Gunnar Guðnason og barnabörn. + Ástkæra dóttir mín, systir okkar og mágkona, SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameins- félagið eða Hjúkrunarþjónustuna Karítas. Hulda G. Sigurðardóttir, Oddný I. Björgvinsdóttir, Ársæll J. Björgvinsson, Helga Kristjánsdóttir, Björk Björgvinsdóttir, Steinar Már Clausen, Már Björgvinsson, Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. + Útför systur okkar, FRÍÐU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Ljósalandi, Vopnafirði, Stigahlíð 28, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Helgi Þórðarson, Guðbjörg Þórðardóttir, Steingrímur Þórðarson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæra, KRISTINS RÚNARS INGASONAR, Suðurhólum 22, Reykjavik. Indiana Þorsteinsdóttir, Rósa Sigrfður Sigurðardóttir, Þrúða Sif Einarsdóttir, Rósa G. Halldórsdóttir, Ingi Rúnar Ellertsson, Fjóla Sigurðardóttir, Marteinn Jón Ingason og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.