Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 51

Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 51 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞÓTT hópreiðin væri ekki (jölskipuð mönnum og hestum setti hún skemmtilegan svip á mótið. Logi með 40 ára afmælismót Ótrúlegir tímar í Tungunum Tungnakappreiðar er gælunafn á hesta- móti Loga í Biskupstungum sem að venju var haldið í Hrísholti um verslunarmanna- helgina og þykir merkileg samkoma manna og hesta. Mótin þar hafa á sér skemmtilegan blæ þar sem reynt er að sameina gamla tímann og hinn nýja og virðist takast prýðilega. Þangað lögðu margir leið sína og þeirra á meðal Valdimar Kristinsson sem hafði góða skemmtan eins og ávallt. ______ i - __ ■■•■■■■ ' S_I_:■■■■: BRÆÐURNIR Davíð og Guðmundur Óskarssynir stigu sín fyrstu skref í keppni á móti Loga og Iétu ekki þar við sitja því þeir tóku einnig þátt í hópreiðinni á Víxli og Buddu sem hér fara mikinn. TÖLTKEPPNINNI í Hrísholti vex stöðugt fiskur um hrygg og eykur rnjög aðsókn að móti Logamanna. Hér fara verðlaunahafar í breiðfylkingu eftir skeiðbrautinni að loknum úrslitum, sigurvegarinn Hallgrímur á Hasar frá Búð er lengst til vinstri. ÓTT Tungnamenn séu vel með á nótunum í nútíma samfélagi viðhalda þeir vel hinum gömlu gildum. Á það sér í lagi við um hestamót þeirra í Hrísholti þar sem boðið er upp á nú- tímalega keppni en þess gætt til hins ýtrasta að hafa umgjörðina hæfilega „sveitó“. Bjöm í Uthh'ð ríður með fríðu föruneyti á mótsstað og heldur gleðinni á lofti mð söng og gaman- málum í fagurri brekkunni. Bændur og búalið ríðm- á sumarstöðnum smalahestum á staðinn. Því miður hefur ekki íúndist nýr hundur til að fylla skarð Einholtshundsins sem sótti mótið af miklu kappi fram í háa elli enda orðinn friðhelgur á staðnum og jafnvel beðið með að ræsa sprett- hlaup ef honum datt í huga rölta yfir skeiðbrautina. Þá átti hann sér ör- uggt griðland í dyrum dómpallsins svo menn urðu að skáskjóta sér eða stökkva yfir hann ættu þeir eríndi inn í eða út úr dómpallinum. Beljum- ar sem eiga sér beitiland umhverfis mótsstaðinn hafa ekki látið sig vanta og oft fylgst með mótsstörfum, jafn- vel freistað þess að komast inn á vettvang hestamanna. Að vísu gerðu starfsmenn mótsins þau leiðu mistök nú að halda kúnum víðsfjarri móts- stað og sköðuðu þar með mótsbrag- inn en að öðra leyti tókst mótið með miklum ágætum. Tungnamenn ná að tengja saman svo vel fari gamla tím- ann við hinn nýja. Eitthvað voru menn uggandi með aðsókn og þátttöku vegna yfirvof- andi heimsmeistaramóts en sá ótti var ástæðulaus hvað aðsókn og þátt- töku í opnum greinum mótsins varð- aði. Þá hafði það óneitanlega áhrif á mótsbraginn að Torfastaðafjölskyld- an hafði bragðið sér í sólarferð til Ítalíu og kjarnakonan María í Fellskoti var með brotinn handlegg og fótlegg eftir snarpa viðureign við tamningatrippi og lét sér nægja að festa mótið á myndband. Þátttaka í gæðingakeppni mótsins var afar dræm að þessu sinni en töltkeppni mótsins nýtur stöðugt vaxandi vinsælda og þar vora kepp- endur 26 talsins. Gæði Tungnatölt- keppninnar er einnig á hraðri upp- leið og því til sönnunar má geta þess að keppandi í 10. sæti í forkeppni í fyn-a var með rétt tæpa 5 í einkunn en nú þurfti að ná 6,0 til að ná því sæti. Á næsta ári verður ekkert heimsmeistaramót til að trafla Tungnamenn í að halda veglega tölt- keppni að ári. Það var Hallgrímur Birkisson sem sigldi lygnan sjó í sigursætið að þessu sinni á Hasar frá Búð sem hefur að líkindum aldrei verið betri en nú. Vora þeir efstir eftir for- keppnina og ekki tókst Bjarna Þor- kelssyni á Hlé frá Þóroddsstöðum að ógna veldi þeirra þótt þeir færa mikinn á yfirferðinni. í A-flokki sigraði Kólfur frá Kjarnholtum sem Daníel Jónsson sýndi með miklum ágætum. Var Kólfur einnig valinn hestur mótsins en þeir urðu einnig í öðra sæti í 250 metra skeiði. I B-flokki sigraði Kvistur frá Hárlaugsstöðum sem Guðrún Magnúsdóttir sýndi og var hún valin knapi mótsins. Systrabik- arinn sem veittur er þeim keppanda í barnaflokki sem þykir hafa bestu ásetuna og hlaut hann Svava Krist- jánsdóttir. I kapppreiðum náðust hreint ótrálegir tímar og þá sérstaklega í 150 metra skeiði, einn hestur var með góðan tíma í brokkinu. Skeið- brautin í Hrísholti sem er grasbraut var sérlega góð að þessu sinni og hitastigið og veðrið að öllu leyti eins og best verður á kostið fyrir góða tíma í kappreiðum. Allir verðlauna- hestamir í 150 metra skeiðinu voru á tíma undir 15 sekúndum og einn hestur fór 250 metrana undir 23 sekúndum. Að síðustu er ástæða til að minn- ast á hópreiðina sem farin var, að vísu var hún ekki fjölmenn en þar voru knapar á öllum aldri og ýmsum stigum og tegundum reiðmennsk- unnar. Formaðurinn fór íýrir reið- inni en að baki hans komu tveir fánaberar og síðan almúginn á eftir. Var farinn einn hringur um svæðið í afar fögra verði og ekki síðra um- hverfi þar sem Jarlhetturnar trón- uðu í norðaustri. Logi var á þessu ári 40 ára og minnti þulurinn á að jafnframt væri þetta síðasta mót í Hrísholti á þessari öld og má segja að Logamenn hafi kvatt öldina vel með dyggum stuðningi veðurguða, góðra hrossa og skemmtilegra móts- gesta. Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Kólfur frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Daníel Jónsson, 8,31 2. Glæsir frá Felli. eig.: Magnús Jónsson og Guð- rún Magnúsdóttir, kn.: Guðrún, 8,15 3. Kengur frá Bræðratungu, eig. og kn.: Kristinn Antonsson, 7,77 4. Harpa frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Magnús Benediktsson, 8,26 5. Alrekur frá Torfastöðum, eig.: Ólafur Einars- son, Knútur R. Armann, 7,91 B-flokkur 1. Kvistur frá Hárlaugsstöðum, eig.: Magnús Jónasson og Guðrún Magnúsdóttir, kn.: Guðrún, 8,28 2. Þeyr frá Brekkum, eig.: Ari Bergsteinsson, kn.: Knútur R. Armann, 8,26 3. Mardöll frá Torfastöðum, eig.: Ólafur Einars- son, kn.: Stígur Sæland, 8,17 4. Glæsir frá Vindheimum, eig. Helena Her- mundsdóttir, kn.: Karen Palsen, 8,02 5. Bárekur frá Torfastöðum, eig.: Ólafúr Einars- son, kn.: Knútur R. Ármann, 8,03 Unglingar 1. Ragnheiður Kjartansdóttir á Geysi frá Kíl- hrauni, 8,18 Börn 1. Svava Kristj ánsdóttir á Feng frá Borgarholti, 7,75 2. Fríða Helgadóttir á Spennu frá Hrosshaga, 7,65 3. Lovísa T. Magnúsdóttir á Frigg frá Hæli, 7,48 4. Andri Helgason á Vini frá Hrosshaga, 7,82 5. Davíð Óskarsson á Buddu, 7,50 Tölt - opinn flokkur 1. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Hasar frá Búð, 6,60/7,03 2. Bjami Þorkelsson, Trausta, á Hlé frá Þór- oddsstöðum, 6,50/6,85 3. Valdimar Kristinsson, Herði, á Lé frá Reynis- vatni, 6,50/6,83. 4. Kristín Ó. Þórðardóttir, Sörla, á Síak frá Þúfu, 6,30/6,73 5. Daníel I. Smárason, Sörla, á Glóa frá Hóli, 620/6,70 6. Jón Þór Daníelsson, Herði, á Hnokka frá Ar- móti, 6,40/0,0 7. Guðrún Magnúsdóttir, Loga, á Kvisti frá Hár- laugsstöðum, 6,30/6,53 8. Róbert Einarsson, Geysi, á Guðna frá Heiða- bæ, 6,00/6,40 9. Daníel Jónsson, Fáki, á Skör frá Eyrarbakka, 6,10/6,38 10. Vilhjálmur Þórgrímsson, Herði, á Garpi frá Svanavatni, 6,10/625 Tölt - unglingar 1. Fanney G. Valsdóttir á Garðsauka frá Gegnis- hólum, 5,70/6,33 2. Þorkell Bjarnason, Trausta, á Hörn frá Þór- oddsstöðum, 5,30/6,05 3. Bjami Bjamason, Trausta, á Blakki frá Þór- oddsstöðum 520/5,98 4. Margrét Guðrúnardóttir, Sörla, á Blossa frá Árgerði, 5,10/5,38 5. Ömar I. Ómarsson, Hornfirðingi, á Skjóna frá Sandhólaferju, 4,80/5,38 Tölt - böm 1. Ragnheiður Bjamadóttir, Trausta, á Bót frá Sauðárkróki, 4,00/5,10 2. Ómar A Theódórsson, Sörla, á Rúbín frá Ög- mundarstöðum, 2,40/4,35 3. Fríða Helgadóttir, Loga, á Spennu frá Hross- haga, 2,00/3,5 Skeið - 250 metrar 1. Sif frá Hávarðarkoti, eig.: Bjami Davíðsson, kn.: Daníel Jónsson, 22,86 sk. 2. Kólfur frá Kjarnholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Daníel Jónsson, 25,18 sek 3. Ölver frá Keldnaholti, eig.: Hafsteinn Jónsson, kn.: Jón K. Hafsteinsson, 25,57 sek. Skeið - 150 metrar 1. Röðull frá Norður-Hvammi, eig. og kn. Jónas Hermannsson, 14,37 sek. 2. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig. Bjarni Þor- kelsson, kn.: Bjarni Bjarnason, 14,63 sek. 3. Harpa frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Magnús Benediktsson, 14,67 sek. Brokk - 300 metrar 1. Nari frá Laugarvatni, eig.: Margrét Hafliða- dóttir, kn.: Bjarni Bjamason, 39,36 2. Garpur frá Svanavatni, eig. og kn.: Vilhjálmur Þorgrímsson, 5028 sek. 3. Hrefna frá Borgarholti, eig.: Kristján Krist- jánsson, kn.: Bryndís Kristjánsdóttir, 52,78 sek. Stökk - 300 metrar 1. Snerpa frá Brekkum, kn.: Daníel I. Smárason, 22,57 sek. 2. Gissur Gullrass frá Kotsá, kn.: Daníel I. Smárason, 22,84 sek. 3. Völsungur frá Árbakka, kn.: Stígur Sæland; 23,91 sek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.