Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 04.08.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 51 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞÓTT hópreiðin væri ekki (jölskipuð mönnum og hestum setti hún skemmtilegan svip á mótið. Logi með 40 ára afmælismót Ótrúlegir tímar í Tungunum Tungnakappreiðar er gælunafn á hesta- móti Loga í Biskupstungum sem að venju var haldið í Hrísholti um verslunarmanna- helgina og þykir merkileg samkoma manna og hesta. Mótin þar hafa á sér skemmtilegan blæ þar sem reynt er að sameina gamla tímann og hinn nýja og virðist takast prýðilega. Þangað lögðu margir leið sína og þeirra á meðal Valdimar Kristinsson sem hafði góða skemmtan eins og ávallt. ______ i - __ ■■•■■■■ ' S_I_:■■■■: BRÆÐURNIR Davíð og Guðmundur Óskarssynir stigu sín fyrstu skref í keppni á móti Loga og Iétu ekki þar við sitja því þeir tóku einnig þátt í hópreiðinni á Víxli og Buddu sem hér fara mikinn. TÖLTKEPPNINNI í Hrísholti vex stöðugt fiskur um hrygg og eykur rnjög aðsókn að móti Logamanna. Hér fara verðlaunahafar í breiðfylkingu eftir skeiðbrautinni að loknum úrslitum, sigurvegarinn Hallgrímur á Hasar frá Búð er lengst til vinstri. ÓTT Tungnamenn séu vel með á nótunum í nútíma samfélagi viðhalda þeir vel hinum gömlu gildum. Á það sér í lagi við um hestamót þeirra í Hrísholti þar sem boðið er upp á nú- tímalega keppni en þess gætt til hins ýtrasta að hafa umgjörðina hæfilega „sveitó“. Bjöm í Uthh'ð ríður með fríðu föruneyti á mótsstað og heldur gleðinni á lofti mð söng og gaman- málum í fagurri brekkunni. Bændur og búalið ríðm- á sumarstöðnum smalahestum á staðinn. Því miður hefur ekki íúndist nýr hundur til að fylla skarð Einholtshundsins sem sótti mótið af miklu kappi fram í háa elli enda orðinn friðhelgur á staðnum og jafnvel beðið með að ræsa sprett- hlaup ef honum datt í huga rölta yfir skeiðbrautina. Þá átti hann sér ör- uggt griðland í dyrum dómpallsins svo menn urðu að skáskjóta sér eða stökkva yfir hann ættu þeir eríndi inn í eða út úr dómpallinum. Beljum- ar sem eiga sér beitiland umhverfis mótsstaðinn hafa ekki látið sig vanta og oft fylgst með mótsstörfum, jafn- vel freistað þess að komast inn á vettvang hestamanna. Að vísu gerðu starfsmenn mótsins þau leiðu mistök nú að halda kúnum víðsfjarri móts- stað og sköðuðu þar með mótsbrag- inn en að öðra leyti tókst mótið með miklum ágætum. Tungnamenn ná að tengja saman svo vel fari gamla tím- ann við hinn nýja. Eitthvað voru menn uggandi með aðsókn og þátttöku vegna yfirvof- andi heimsmeistaramóts en sá ótti var ástæðulaus hvað aðsókn og þátt- töku í opnum greinum mótsins varð- aði. Þá hafði það óneitanlega áhrif á mótsbraginn að Torfastaðafjölskyld- an hafði bragðið sér í sólarferð til Ítalíu og kjarnakonan María í Fellskoti var með brotinn handlegg og fótlegg eftir snarpa viðureign við tamningatrippi og lét sér nægja að festa mótið á myndband. Þátttaka í gæðingakeppni mótsins var afar dræm að þessu sinni en töltkeppni mótsins nýtur stöðugt vaxandi vinsælda og þar vora kepp- endur 26 talsins. Gæði Tungnatölt- keppninnar er einnig á hraðri upp- leið og því til sönnunar má geta þess að keppandi í 10. sæti í forkeppni í fyn-a var með rétt tæpa 5 í einkunn en nú þurfti að ná 6,0 til að ná því sæti. Á næsta ári verður ekkert heimsmeistaramót til að trafla Tungnamenn í að halda veglega tölt- keppni að ári. Það var Hallgrímur Birkisson sem sigldi lygnan sjó í sigursætið að þessu sinni á Hasar frá Búð sem hefur að líkindum aldrei verið betri en nú. Vora þeir efstir eftir for- keppnina og ekki tókst Bjarna Þor- kelssyni á Hlé frá Þóroddsstöðum að ógna veldi þeirra þótt þeir færa mikinn á yfirferðinni. í A-flokki sigraði Kólfur frá Kjarnholtum sem Daníel Jónsson sýndi með miklum ágætum. Var Kólfur einnig valinn hestur mótsins en þeir urðu einnig í öðra sæti í 250 metra skeiði. I B-flokki sigraði Kvistur frá Hárlaugsstöðum sem Guðrún Magnúsdóttir sýndi og var hún valin knapi mótsins. Systrabik- arinn sem veittur er þeim keppanda í barnaflokki sem þykir hafa bestu ásetuna og hlaut hann Svava Krist- jánsdóttir. I kapppreiðum náðust hreint ótrálegir tímar og þá sérstaklega í 150 metra skeiði, einn hestur var með góðan tíma í brokkinu. Skeið- brautin í Hrísholti sem er grasbraut var sérlega góð að þessu sinni og hitastigið og veðrið að öllu leyti eins og best verður á kostið fyrir góða tíma í kappreiðum. Allir verðlauna- hestamir í 150 metra skeiðinu voru á tíma undir 15 sekúndum og einn hestur fór 250 metrana undir 23 sekúndum. Að síðustu er ástæða til að minn- ast á hópreiðina sem farin var, að vísu var hún ekki fjölmenn en þar voru knapar á öllum aldri og ýmsum stigum og tegundum reiðmennsk- unnar. Formaðurinn fór íýrir reið- inni en að baki hans komu tveir fánaberar og síðan almúginn á eftir. Var farinn einn hringur um svæðið í afar fögra verði og ekki síðra um- hverfi þar sem Jarlhetturnar trón- uðu í norðaustri. Logi var á þessu ári 40 ára og minnti þulurinn á að jafnframt væri þetta síðasta mót í Hrísholti á þessari öld og má segja að Logamenn hafi kvatt öldina vel með dyggum stuðningi veðurguða, góðra hrossa og skemmtilegra móts- gesta. Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Kólfur frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Daníel Jónsson, 8,31 2. Glæsir frá Felli. eig.: Magnús Jónsson og Guð- rún Magnúsdóttir, kn.: Guðrún, 8,15 3. Kengur frá Bræðratungu, eig. og kn.: Kristinn Antonsson, 7,77 4. Harpa frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Magnús Benediktsson, 8,26 5. Alrekur frá Torfastöðum, eig.: Ólafur Einars- son, Knútur R. Armann, 7,91 B-flokkur 1. Kvistur frá Hárlaugsstöðum, eig.: Magnús Jónasson og Guðrún Magnúsdóttir, kn.: Guðrún, 8,28 2. Þeyr frá Brekkum, eig.: Ari Bergsteinsson, kn.: Knútur R. Armann, 8,26 3. Mardöll frá Torfastöðum, eig.: Ólafur Einars- son, kn.: Stígur Sæland, 8,17 4. Glæsir frá Vindheimum, eig. Helena Her- mundsdóttir, kn.: Karen Palsen, 8,02 5. Bárekur frá Torfastöðum, eig.: Ólafúr Einars- son, kn.: Knútur R. Ármann, 8,03 Unglingar 1. Ragnheiður Kjartansdóttir á Geysi frá Kíl- hrauni, 8,18 Börn 1. Svava Kristj ánsdóttir á Feng frá Borgarholti, 7,75 2. Fríða Helgadóttir á Spennu frá Hrosshaga, 7,65 3. Lovísa T. Magnúsdóttir á Frigg frá Hæli, 7,48 4. Andri Helgason á Vini frá Hrosshaga, 7,82 5. Davíð Óskarsson á Buddu, 7,50 Tölt - opinn flokkur 1. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Hasar frá Búð, 6,60/7,03 2. Bjami Þorkelsson, Trausta, á Hlé frá Þór- oddsstöðum, 6,50/6,85 3. Valdimar Kristinsson, Herði, á Lé frá Reynis- vatni, 6,50/6,83. 4. Kristín Ó. Þórðardóttir, Sörla, á Síak frá Þúfu, 6,30/6,73 5. Daníel I. Smárason, Sörla, á Glóa frá Hóli, 620/6,70 6. Jón Þór Daníelsson, Herði, á Hnokka frá Ar- móti, 6,40/0,0 7. Guðrún Magnúsdóttir, Loga, á Kvisti frá Hár- laugsstöðum, 6,30/6,53 8. Róbert Einarsson, Geysi, á Guðna frá Heiða- bæ, 6,00/6,40 9. Daníel Jónsson, Fáki, á Skör frá Eyrarbakka, 6,10/6,38 10. Vilhjálmur Þórgrímsson, Herði, á Garpi frá Svanavatni, 6,10/625 Tölt - unglingar 1. Fanney G. Valsdóttir á Garðsauka frá Gegnis- hólum, 5,70/6,33 2. Þorkell Bjarnason, Trausta, á Hörn frá Þór- oddsstöðum, 5,30/6,05 3. Bjami Bjamason, Trausta, á Blakki frá Þór- oddsstöðum 520/5,98 4. Margrét Guðrúnardóttir, Sörla, á Blossa frá Árgerði, 5,10/5,38 5. Ömar I. Ómarsson, Hornfirðingi, á Skjóna frá Sandhólaferju, 4,80/5,38 Tölt - böm 1. Ragnheiður Bjamadóttir, Trausta, á Bót frá Sauðárkróki, 4,00/5,10 2. Ómar A Theódórsson, Sörla, á Rúbín frá Ög- mundarstöðum, 2,40/4,35 3. Fríða Helgadóttir, Loga, á Spennu frá Hross- haga, 2,00/3,5 Skeið - 250 metrar 1. Sif frá Hávarðarkoti, eig.: Bjami Davíðsson, kn.: Daníel Jónsson, 22,86 sk. 2. Kólfur frá Kjarnholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Daníel Jónsson, 25,18 sek 3. Ölver frá Keldnaholti, eig.: Hafsteinn Jónsson, kn.: Jón K. Hafsteinsson, 25,57 sek. Skeið - 150 metrar 1. Röðull frá Norður-Hvammi, eig. og kn. Jónas Hermannsson, 14,37 sek. 2. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig. Bjarni Þor- kelsson, kn.: Bjarni Bjarnason, 14,63 sek. 3. Harpa frá Kjamholtum, eig.: Magnús Einars- son, kn.: Magnús Benediktsson, 14,67 sek. Brokk - 300 metrar 1. Nari frá Laugarvatni, eig.: Margrét Hafliða- dóttir, kn.: Bjarni Bjamason, 39,36 2. Garpur frá Svanavatni, eig. og kn.: Vilhjálmur Þorgrímsson, 5028 sek. 3. Hrefna frá Borgarholti, eig.: Kristján Krist- jánsson, kn.: Bryndís Kristjánsdóttir, 52,78 sek. Stökk - 300 metrar 1. Snerpa frá Brekkum, kn.: Daníel I. Smárason, 22,57 sek. 2. Gissur Gullrass frá Kotsá, kn.: Daníel I. Smárason, 22,84 sek. 3. Völsungur frá Árbakka, kn.: Stígur Sæland; 23,91 sek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.