Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 62

Morgunblaðið - 04.08.1999, Page 62
i 62 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ljóska OQ Gunrux, bjábex. Okkar L mat á fpsta - V dogskuðkdia. ÁOsn \___v -fiana? ipar JtL. Gun/^a, e-r dqeetí og -frixbxr kokkurt~( VfCiu en Jon er iangorffu^ fanx 2 L&iainda skarfu Ferdinand * i YOU CAN T BORROU) A D06.. YOU CAN 60RR0U) MONEY, ORA 6A5E6ALL 6L0VE,0R A CAR, BUT YOU CAN'T BORROW A P06.. Hl, CHARLES..MAY I BORROW YOUR D06 FOR THE DAY? Hæ, Kalli..má ég fá hundinn þinn lánaðan x' dag? Maður getur ekki fengið hunda Það vissi ég ekki.. lánaða..það er hægt að fá lánaða peninga eða horuaboltahanska eða bfl, en það er ekki hægt að fá hund lánaðan.. Spyrðu pabba þinn hvort hann geti lánað mér bílinn sinn.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svar til Sverris Heiðars Júlíussonar Frá menntamálaráðuneytinu: í VE LVAKANDA hinn 23. júh' sl. birtust fyrirspurnir frá Sverri Heið- ari Júlíussyni kennara um samræmd próf. Menntamálaráðuneytið fer þess á leit við Morgunblaðið að það birti eftirfarandi svör: 1. „Getur verið að mismunandi sé hve margir úr árgangi þreyti prófín í hverjum skóla? Hver metur það hver tekur próf og hver ekki? Ef svo er væri þá ekki rétt að birta líka þátt- töku % í prófinu íyrir hvern skóla?“ I skýrslu menntamálaráðherra tii Alþingis um framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 1995-96, 1996-97 og 1997-98 eru birtar upp- lýsingar um fjölda og hlutfall þeirra nemenda sem ekki þreyttu sam- ræmd próf 1997 og 1998. Ástæður þess að nemendur þreyta ekki sam- ræmd próf geta verið vegna undan- þága, veikinda eða vegna þess að nemendur mæta ekki. Árið 1997 var brottfall eftir námsgreinum þannig; íslenska 3,6%, stærðfræði 3,4%, enska 3,8% og danska 5,1%. Árið 1998 var brottfallið eftirfarandi; ís- lenska 3,5%, stærðfræði 3,3%, enska 3,3% og danska 4,3%. í bæklingi sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM) gaf út í kjölfar samræmdu prófanna nú í vor kemur fram hve margir nemendur í hverj- um skóla taka hvert próf fyrir sig, en hlutfallstölur eru ekki birtar þar. Vegna fyrirspurnarinnar kannaði RUM að beiðni ráðuneytisins hvert hlutfallið_ hefði verið nú í vor eftir skólum. I Ijós kom að hlutfall nem- enda sem þreyta samræmd próf er í flestum tilfellum um eða yfir 90% og í mjög mörgum tilfellum þreyttu allir nemendur í árgangnum samræmd próf. Hlutfallstölur geta verið vill- andi því ef um fámenna skóla er að ræða lækkar hlutfallið verulega þeg- ar 1 eða 2 nemendur taka ekki próf. Fyrirspyrjanda er bent á að hægt er að fá frekari upplýsingar um úr- vinnslu samræmdra prófa hjá RUM. Það er í höndum ráðuneytisins að veita undanþágur frá töku sam- ræmdra prófa og þarf að sækja um slíkt til menntamálaráðuneytisins. 2. „Er það rétt að kennslan sé ekki samræmd milli skóla? T.d. mismun- andi tímafjöldi við kennslu í sam- ræmdu greinunum? Síðastliðin ár hafa samræmd próf í 10. bekk verið í stærðfræði, íslensku, dönsku og ensku. Samkvæmt viðmiðunar- stundaskrá sem hefur gilt undanfarin ár áttu nemendur í 10. bekk grunn- skóla að fá 5 kennslustundir á viku að lágmarki í íslensku og stærðfræði í hvoi-ri grein og 4 stundir að lágmarki í dönsku og ensku í hvorri grein. Skólum var hins vegar heimilt að bjóða upp á fleiri kennslustundir í of- angreindum námsgreinum en til- greint var í viðmiðunarstundarskrá. Samkvæmt nýrri aðalnámskrá grunnskóla mun tími til stærðfræði- og íslenskukennslu aukast og fá þess- ar tvær greinar (kjarnagreinar) tæp 40% alls kennslutíma í grunnskóla, þó svo að sami kennslustundafjöldi verði í 10. bekk. Nú sem fyrr er skólum heimilt að bæta við kennslustundum í einstökum greinum ef þeir kjósa svo. Hvað varðar samræmingu kennslu þá ber skólum að fylgja aðalnámski-á grunnskóla og byggja kennsluna upp með tilliti til þeirra markmiða sem þar eru sett, nánara skipulag kennsl- unnar er í höndum hvers skóla/kenn- ara fyrir sig. 3. „Getur það verið að ákveðinn hópur kennara miði kennsluna í sam- ræmdu greinunum beinlínis við próf- formið á samræmdu prófunum og skapi þannig sínum nemendum for- skot?“ Samræmdum prófum er einkum ætlað að mæla hvort áfangamarkmið- um aðalnámskrár hefur verið náð og gefa nemendum, foreldrum, starfs- mönnum skóla og fræðsluyfirvöldum upplýsingar og viðmiðanir á landsvísu. í prófunum er því verið að kanna þekkingu og færni nemenda miðað við þau markmið sem sett eru í aðal- námskrá. Það er alfarið í höndum hvers skóla að skipuleggja kennslu, en eins og tekið er fram hér að framan þá er ljóst að í aðalnámskrá eru sett fram þau markmið sem skólastarfið og sam- ræmd próf eiga að miðast við. Rétt er að vekja athygli á því, að á vegum menntamálaráðuneytisins hafa verið kynntar hugmyndir um breytingu á samræmdum prófum. í haust verður væntanlega lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á grunnskólalögum á þann veg að samræmd próf í 10. bekk verði val- frjáls, þannig að hver nemandi ákveði í samráði við foreldra og skólann og með hliðsjón af inntöku- skilyrðum á einstakar brautir fram- haldsskóla, hvort hann gengst undir öll prófin, sum þeirra eða engin. Jafnframt er gert ráð fyrir að próf- um fjölgi úr fjórum í sex skólaárið 2000-2001. Auk íslensku, stærð- fræði, ensku og dönsku geti nem- endur einnig þreytt samræmd loka- próf í náttúrufræði og samfélags- greinum. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Málvenjur Frá Þóri N. Kjartanssyni: TILEFNI þessa bréfs er hvemig ýmsar málvenjur virðast vera að breytast og hvemig orð og orðasam- bönd festast í notkun, sérstaklega hjá blaða- og fréttamönnum. Eitt af þeim orðum sem tekið hafa sér bólfestu í fréttum blaða og ljósvakamiðla í seinni tíð er að „slasast". Dæmi um það er frétt á baksíðu Morgunblaðsins 31. júlí sl. þar sem sagt er að geitungar hafi ráðist á þrjá hunda og „slasað þá“. Annað dæmi úr sjónvarpi fyrir nokkrum vikum: Fjórir féllu í skotárás og nokkrir „slösuðust“. Samkvæmt minni málkennd hefði í báðum þessum tilvikum verið miklu réttara að nota orð eins og særðust, meiddust eða hlutu áverka. Ég trúi því varla að fréttamenn, sem flestir eru langskólagengnir, læri málnotk- un eins og þessa í Háskóla Islands. Fjölmiðlafólk ber mikla ábyrgð þegar íslenskt mál er annars vegar. Sennilega hefur það meiri áhrif en allir íslenskukennarar landsins. ÞÓRIR N. KJARTANSSON framkvæmdastjóri, Bakkabraut 14, Vík í Mýrdal. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.