Morgunblaðið - 25.08.1999, Page 1

Morgunblaðið - 25.08.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 190. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alls hafa átján þúsund fundist látnir á skjálftasvæðunum í Tyrklandi Eftirlifendur reyna að komast í skjól Izmit, Golcuk, Ankara, Istanbúl. AFP, Reuters. ALLS höfðu um 18.000 lík fundist á jarðskjálftasvæðinu í norðvestur- hluta Tyrklands í gærkvöldi og hafði þá tala látinna af völdum skjáiftans ógurlega, sem reið yfir í síðustu viku, hækkað um 6.000 á einum sólar- hring. Þeir eftirlifendur skjálftans sem hvergi eiga höfði sínu að halla reyndu hvað þeir gátu til að koma yf- ir sig skjólshúsi í beljandi rigning- unni á skjálftasvæðunum og gagn- rýni almennings á stjómvöld fyrir slæleg viðbrögð eftir skjálftann virt- ist síst minnka. Sagt var frá þvi í gær að tyrkneska ríkisstjómin hefði pantað um 45.000 líkpoka og sam- kvæmt óstaðfestum fréttum tyrk- neskra fjölmiðla er talið að alls sé um 30-35.000 manns enn saknað. Hafa Tyrkir gefið upp von um að fleiri kunni að finnast á lífi. Reiði almennings í garð stjóm- valda hélt áfram að aukast í gær í kjölfar þess er tyrkneskar sjón- varpsstöðvar sýndu myndir af fólki sem leitaði skjóls undan rigningunni í líkpokum og reyndi að skýla böm- um sínum í skýlum úr teppum, rúm- fötum og einangrunarplasti. Þá flúðu íbúar þorpa og bæja, er taldir em vera á hættusvæðum, til strandar Marmarahafsins og fundu sumir sér tímabundinn samastað í skipum úti fyrir ströndum Tyrklands. Sadettin Tantan, innanríkisráðherra landsins, sagði að ríkisstjómin hefði farið frtun á að fjölda skóla og íþróttahúsa yrði breytt svo unnt yrði að taka á móti húsnæðislausu fólki. Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN að ríkisstjómin væri að reyna að leysa húsnæðis- vanda fólks og hét þvi að allir þeir er misst hafa húsnæði sitt yrðu komnir í tjaldbúðir innan eins mánaðar. Sagði hann að fjöldi húsnæðislausra væri á milli 150.000 og 200.000. Fjórtán létust í eftir- skjálfta í nótt Breska dagblaðið Daily Tele- graph greinir frá því í dag að fjór- tán manns hafi týnt lífi í nótt er hálfeyðilögð bygging hmndi til gmnna í bænum Yalova. Hafði fólk- Reuters Feðgin sem komust lífs af úr jarðskjálftanum í Tyrklandi. Myndin er tekin eftir að stúlkan fékk mjólk og súkkulaði hjá hjálparstarfs- mönnum í borginni Adapazari í gær. ið verið að ná húsgögnum og öðmm munum látinna ættingja úr húsa- rústunum er eftirskjálfti, sem talinn er hafa verið um fimm á Richter, reið yfir og olli því að það sem eftir stóð af húsinu hrandi. Hefur atvikið undirstrikað hættumar sem fylgja eftirskjálftum í húsarústunum sem almenningur hefur víðast hvar greiðan aðgang að. Schröder sker niður ríkisútgjöld Berlín. Reuters. BÚIST er við að tillögur Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, um verulegan niðurskurð á ríkisút- gjöldum verði samþykktar af ríkis- stjórninni á morgun og af þingflokki jafnaðarmanna á fimmtudag þrátt fyrir verulega andstöðu vinstri- armsins. Fullur stuðningur er einnig við þær innan samstarfs- flokks jafnaðarmanna, græningja, en kristiiegir demókratar, sem em í stjómarandstöðu, hafa snúist gegn þeim. Peter Strack, þingflokksformað- ur jafnaðarmanna, sagði í gær að gert væri ráð fyrir að minnka ríkis- útgjöldin um 1.168 milljarða ísl. kr., m.a. með því að lækka framlög til velferðarmála. Er tU dæmis fyrir- hugað að tengja lífeyrisgreiðslur verðbólgunni næstu tvö ár í stað þess að hækka þær í takt við al- mennar kauphækkanir. Margir þingmenn jafnaðarmanna hafa náin tengsl við verkalýðshreyf- inguna og því vekur það athygli að tUlögumar skuli njóta öraggs stuðnings í þingflokknum. Það þyk- ir hins vegar sýna að Schröder sé búinn að vinna afgerandi sigur í átökunum við vinstriarminn. Græningjar virðast einhuga í stuðningi sínum við niðurskurðinn og einn helsti talsmaður þeirra á þingi, Kerstin Miiller, sagði í gær, að ekkert svigrúm væri tU breyt- inga á meginefni tillagnanna. Átökin í Kákasus-lýðveldinu Dagestan 1.000 skæru- liðar vegnir Moskvu, Tando. Reuters, AFP. RÚSSNESKAR hersveitir streymdu að vígjum tsjetsjenskra uppreisn- armanna í Kákasus-lýðveldinu Dagestan í gær í lokaatlögu gegn skæru- liðum sem barist hafa fyrir íslömsku ríki í Dagestan. Skæruliðarnir, sem hafa barist við rússneska herinn undanfarnar tvær vikur, lýstu því yfir í gær að þeir hefðu horfið frá vígstöðvunum. Stjórnvöld í Moskvu sögðu að um eitt þúsund skæruliðar lægju í valnum eftir átökin. Talsmaður rússneskra stjómvalda sagði í gær að árdegis hefðu rússn- eskar hersveitir náð bæjunum Tando, Rakhata og Ashino á sitt vald og þaðan hefðu hermenn haldið til þorpanna Ansalta og Shodoroda sem enn vora talin vera undir stjóm upp- reisnarmanna. Talsmaðurinn sagði að hermálayfirvöld væra enn ekki fullviss um hvort skæraliðamir væra á bak og burt eins og þeir hefðu lýst yfir. Vildu Rússar tryggja að átökin eða áhrif þeirra breiddust ekki út til nágrannasvæða. Vladimír Kazantsev, hershöfðingi og hæstráðandi hersins í norður- hluta Kákasusfjalla, sagði í gær að hersveitir Rússa hefðu vegið 1.000 uppreisnarmenn en aðeins 59 rúss- nesldr hermenn hefðu týnt lífi í átök- unum. Alls hefðu um 2.000 íslamskir skæraliðar og 1.500 rússneskir her- menn tekið þátt í átökunum i Dag- estan. Sagði hann að vígstöðvamar væra nú á valdi Rússa og að rússn- eski fáninn hefði verið dreginn að húni því til staðfestingar. Norskur olíuiðnaður Yerkfall boðað Ósló. AFP. STARFSMENN í norskum olíuiðnaði hafa boðað verkföll frá og með 6. september nk. Ekki vegna deilna um kaup og kjör heldur til að mótmæla ákvörðun ríkisstjómarinnar um að fresta vinnslu á nýjum olíusvæðum. Talsmenn starfsmanna sögðu það vera hneyksli að ekki skyldi ráðist í nýja vinnslu þegar hrá- olíuverð væri mjög hátt og líkur bentu til að svo yrði áfram. Norska stjórnin ákvað í des- ember sl. að fara að dæmi OPEC-ríkjanna og draga úr framleiðslu í því skyni að hækka olíuverðið. Arekstur á Ermarsundi Reuters Bandaríkin London. Reuters. SKEMMTIFERÐASKIP, með 2.400 farþega innanborðs, og stórt flutningaskip rákust saman undan ströndum Suðaustur-Eng- lands, skammt frá strandbænum Margate, í fyrrinótt. Um tuttugu manns voru færðir á slysadeild í kjölfar árekstursins. Farþegar skemmtiferðaskips- ins, Norwegian Dream, voru flestir í fastasvefni er árekstur- inn átti sér stað. Kviknaði í lest flutningaskips- ins, Ever Decent, og töluverður sjór fiæddi inn í það. Þá féllu sex gámar útbyrðis og þrír lentu á þiifari Norwegian Dream, sem nú liggur bundið við höfnina í Dover. Þyrlur og björgunarbátar komu áhöfn Ever Decent til hjálpar. Eru orsakir slyssins enn ókunnar en mikið blíðskaparveð- ur var á Ermarsundi er slysið átti sér stað. Vextir hækka Washington. Reuters. BANDARÍSKI seðlabankinn til- kynnti í gær um 0,25% vaxtahækkun og eru vextir því 5,25%. Búist hafði verið við vaxtahækkun seðlabankans sem var gerð með það að markmiði að koma í veg fyrir verðbólgu. Spáð er 4% aukningu á vergri þjóð- arframleiðslu í Bandaríkjunum á síð- asta fjórðungi þessa árs og hafa sér- fræðingar varað við afleiðingum þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.