Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 49

Morgunblaðið - 23.09.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 49, UMRÆÐAN Krafist útskúfunar - hvað kemur næst? VERKALÝÐSFÉ- LAG Reyðarfjarðar hefur gert kröfu um að Hrafnkell A. Jónsson verði gerður brott- rækur úr stjórn Al- þýðusambands Aust- urlands vegna skoðana sinna á virkj- unarmálum. Þetta er enn einn vitnisburður- inn um það ótrúlega andrúmsloft sem stór- iðjumálið hefur skap- að í annars friðsam- legu samfélagi. Hvers konar ástand er það sem getur fengið for- ystu verkalýðsfélags Hjörleifur Guttormsson til að bregðast þannig við? Eru ekki önnur verkefni nærtækari íyrir samtök verka- fólks en að ganga í lið með þeim sem beita sér fyrir skoðanakúg- un og sjá það helst til ráða að berja á fjölm- iðlafólki og þeim Aust- firðingum sem ekki vilja orðalaust játast undir stóriðjutrú? Ég óttast að þetta sé aðeins forsmekkur af öðru verra. Múgæs- ingafundurinn á Egils- stöðum 27. ágúst 1999 gaf tóninn. Frum- kvöðlar þess fundar völdu fólki sem lætur sér annt um náttúru landsins heitið umhverfísfasistar. „Konur á peysufötum" sem lesa ættjarðar- ljóð á Austurvelli eru af formanni Afl-félagsins stimplaðar sem óvinir Austfirðinga. Hvemig halda menn að umræðán sé í skúmaskotum þegar þannig er talað upphátt til landsmanna? Þótt nú sé Verkalýðsfélagi Reyð- arfjarðar beitt til að berja á and- stæðingum stóriðju heima fyrir eru forsöngvarar í útskúfunarkómum annars staðar. I þeim kór standa fremstir sveitarstjórnarfulltrúar og aðrir trúnaðarmenn ríkisstjóm- arflokkanna og Samfylkingarinnar á Austurlandi að þingmönnum Stóriðja Auðvitað tekst stóriðjukórnum ekki það ætlunarverk, segir Hjörleifur Guttormsson, að kveða niður gagnrýnar raddir heima fyrir. þessara flokka meðtöldum. Þessir fulltrúar láta sem þeir tali í nafni Austfirðinga, vitandi þó að fjöldi fólks á Austurlandi er á öðm máli og hefur skömm á málflutningi þeirra. Uthrópanir Afls og krafan um brottrekstur Hrafnkels úr trúnaðarstarfi, sem nú er fram komin, eru vissulega óhugguleg dæmi. Þó em þau aðeins lítið sýnis- hom af þeim aðferðum sem nú er beitt leynt og ljóst um allt Austur- land til að þagga niður í heima- mönnum sem efasemdir hafa um risaálbræðslu og virkjun í hennar þágu. Auðvitað tekst stóriðjukórnum —- ekki það ætlunarverk að kveða nið-*- ur gagnrýnar raddir heima fyrir. Aðferðir þeirra munu hafa þveröf- ug áhrif. Þeir eru margir á Austur- landi sem átta sig á að stóriðja er ekki sú allsherjarlausn sem reynt er að telja mönnum trú um. Menn ættu að hafa í huga að algjör óvissa ríkir um hvort af slíkum fram- kvæmdum verður. Á að setja allt á annan endann og kljúfa samfélagið fyrirfram? Þau klingja nú víða skilaboðin: „Burt með þá sem ekki vilja stóriðju!" Risaálbræðslu fylgja miklar umhverfisfórnir og félagslegar afleiðingar hennar yrðu í meira lagi tvísýnar. Þeir sem hæst kalla nú á stóriðju ættu að hafa fyr- ir því að setja sig inn í málavöxtu og þora að taka þátt í eðlilegri rök- ræðu í stað kröfu um útskúfun þeirra sem eru á öðru máli. Höfundur er fv. alþwgisnmður. Hame® y Negro Skólavöröustíg 21 a 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is BIODROGA snyrtivörur *Q-10* húðkremið Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum pm til útlanda -auövelt að muaa SÍMINN www.simi.is Olafur Konrád Olavs. otL G ri a n m m u r!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.