Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Heilir sturtuklefar Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90, 72x92 og 80x120. i ferkantaðir og bogadreg- Ítt VATNSVIRKINN ehf v Ármúla 21, 533 2020. y — UMRÆÐAN Blöndunartæki Moratemp High-Lux hentar sérlega vel í eldhúsum þar sem koma þarf háum ílátum undir kranann. Mora - Sænsk gæðavara TEnGlehf. Smiðjuvegi 11 • Sími: 5641088 200 Kópavogur > Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt ori/lcime Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Vilj um bæta við okkur sölufólki um allt land Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.oriflame.com _____■_____................ Landsbyggðin í skinnskóna NÚ eru öfgahópar á íslandi að höfða til er- lendra samtaka um að eyðileggja mögulega atvinnulífsuppbygg- ingu utan höfuðborg- arsvæðisins. Öfgahóp- ar þessir ráðast nú til atlögu gegn okkur á landsbyggðinni með slíkum svívirðingum að það hálfa væri nóg. Ef þessir öfgahópar vilja stríð þá fá þeir stríð og það harkalegt. Fram að þessu hef- ur hálendi landsins verið líkt við og skil- greint í einu lagi sem stærsta eyðimörk í Evrópu. Ætli SS og Greenpeace vilji að við kaup- um úlfalda af Saddam Hussein og ríðum með ferðamennina um eyði- merkur Eyjabakka. (Nei takk.) Sa- hara-eyðimörkin nægir. Nú hefur allt í einu uppgötvast að mýrarflák- ar norðan Vatnajökuls eru nokkurs konar útibú frá Yellow Stone-þjóð- garðinum í Ameríku, enda því gerð skil í Ríkissjónvarpinu með tOheyr- andi, SS- og Greenpeace-áherslum. Já, hugsið ykkur Yellow Stone, því- líkt bull og hræsni. Á nokkrum blettum næst jöklin- um er ræfilslegan gróður að finna sem gleður augað eftir margra klukkutíma ferð um eyðimörk Eyjabakka. Þessar fátæklegu vinj- ar virðast vera helgir staðir ýmissa SS- og Greenpeace-sinna eða nátt- úruverndarsinna og svo gæsahóps sem kemur þar við stuttan tíma ár- sins til að fella fjaðrir og éta upp þennan vesæla gróður. En nú rís þessi öfgahópur fólks upp, sem aldrei hefur komið á Eyjabakkana fyrr - fólk sem skilur gæsir betur en samborgara sína - fólk sem þarf aldrei að berjast fyrir atvinnu sinni eða horfa á eignir sínar verða verð- lausar vegna atvinnuþróunar í landinu. Vonandi verða þessar stéttir einkavæddar sem allra fyrst svo þær skilji alvöru lífsins. Ef virkjun og uppbygging stór- iðju mistekst verðum við vesaling- arnir sem eftir verðum að reyna að þjóna ferðamanninum fyrir eins lág laun og hægt er, helst klæddir vað- málsbuxum og skinnskóm (en í ál- veri eru borguð há laun og þar þarf hámenntaða tæknimenn). Svo þeg- ar bömin okkar verða spurð: „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orð- in/n stór?“ „Halló, ég ætla að verða ferðamaður! (en þetta voru svörin á Kúbu - sorglegt)“ Það verða ekki famar troðnar slóðir heldur hver í þá áttina sem hann lystir í leit að ævintýram eyðimerkurinnar. Hjólför hingað og þangað, kókflöskur í gjótum og rifnir hjól- barðar eftir hraunk- löppina. Á góðviðris- dögum stíga upp rykmekkir af öllum farartækjunum, og leggjast yfir sandhaf- ið. Smurolía og sót út um allt. Svo ég tali nú ekki um alla mengun- Björn Emil ina sem af þessu hlýst. Traustason Hreindýr og gæsimar hafa þá fyrir löngu yf- irgefið dvalarstaðina vegna ágangs ferðafólksins og leitað til staða þar sem friður ríkir. Nei, þá vil ég nú frekar sjá ferðamennina siglandi um virkjunarlónið á fallegum segl- skútum eða Eyjabakkaferjunni og virða fyrir sér glæsilegan fjalla- hringinn svo ég tali nú ekki um all- ar eyjamar og ísjakana. Þetta svæði yrði næstum því eins fallegt og fjörðurinn okkar héma á Horna- firði. Ástæða fyrir fækkun atvinnu- tækifæra er sú að atvinnutækifær- um í fiskvinnslu hefur fækkað og ekki er fjárfest í nýjum tækifæram og tækniþróun í núverandi atvinnu- greinum er svo gífurleg að aðilar sem ekki þekkja til geta ekki í- myndað sér hver hún hefur verið. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa farið í gegnum slíka tækni- byltingu undanfarin ár og atvinnu- tækifærum í þessum greinum hefur Stóriðja Yirkjun Eyjabakka og álver í Reyðarfírði eru, að mati Björns Emils Traustasonar, þau at- vinnutæki sem lands- íslenskir aðalverktakar Skráning skuldabréfa Verðbréfaþing hefurákveðið að taka skuldabréf íslenskra aðalverktaka, 1. flokk 1999, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð 1. október 1999. Skuldabréfin eru vaxtagreiðslubréf með gjalddaga höfuðstóls 22. júlí 2006 og bera þau 5,53% vexti. Vextirnir greiðast á 14 gjalddögum, þann 22. júlí og þann 22. janúar ár hvert. Skuldabréfin eru bundin vísitölu neysluverðs. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningar- lýsingunni. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér tilboð um sölu verðbréfa. KAUPÞING Ármúli 13A • 108 Reykjavík Sími 5151500 • Fax 5151509 www.kaupthing.is byggðina sárvantar. fækkað um helming og á eftir að fækka enn meira. Þegar ég byrjaði að vinna í Bræðslunni á Neskaup- stað árið 1976 var 21 starfsmaður á vakt. Núna, 1999, era 6 á vakt. Hjá okkur í bræðslunni á Homafirði, þegar öll tæknin er komin í gang, verða 3 á vakt. Þá sjáið þið þróun- ina á 23 áram. Það hafa tapast 18 störf á vakt sem þýða 36 störf á sól- arhring. Með öðram orðum þarf 36 færri starfsmenn árið 2000 en árið 1976. Þetta er eðlileg þróun þar sem framleiðniaukningar er þörf í þessum greinum ef þær eiga að geta staðist eðlilega samkeppni í stækkandi heimi, skilað þjóðinni arði, og bætt lífsskilyrði fólks. Til að mæta þessari tækniþróun og jafnframt viðhalda byggð þarf nýj- ar fjárfestingar. Með byggingu ál- vers eða samsvarandi fyrirtækja skapast tækifæri til þess að ráða heim menntað fólk sem gjarnan vill koma heim en hefur hingað til ekki viljað koma vegna fábreytni at- vinnulífsins. Störfum á íslandi öllu fjölgar með tilkomu fjárfestinga í virkjun- um og álveri vegna margfeldis- áhrifanna. Þjóðin veit, að með til- komu álversins í Straumsvík og byggingu Búrfellsvirkjunar snerist atvinnulífsuppbygging til betri veg- ar fyrir rúmum þrjátíu árum. Und- anfarin þrjátíu ár hefur hagsæld þjóðarinnar aukist hratt og einu kaflarnir sem hafa verið neikvæðir eru þau ár sem ekki var virkjað, eða þau ár sem sjávarútvegur hefur staðið höllum fæti. Það er óþolandi að við skulum ekki öll fá að njóta þenslu og hag- vaxtar á tímum sem það þykir sjálf- sagður hlutur á suðvesturhorninu. Höfum við á landsbyggðinni ekki rétt á okkar uppsveiflu? Á að halda landsbyggðinni í heljai’greipum lágra launa svo að þeir ríku frá suð1 vesturhominu geti komið austur og skoðað Eyjabakkaeyðimörkina. Virkjun Eyjabakka og álver í Reyð- arfirði er það atvinnutæki sem landsbyggðina sárvantar. Önnur tækifæri munum við ekki eignast næstu áratugi til að endurheimta okkar fólk úr námi og stuðla þannig að vexti á landsbyggðinni. Hafa þessi SS- og Greenpeace- samtök eitthvað annað fram að færa en að setja landsbyggðarfólk í vaðmálsbuxur, skinnskó og halda okkur á lágum launum? Nei! Ef ekki verður virkjað hið bráð- asta og reist stóriðja á Austurlandi verður fólksflóttinn enn meiri en orðið er. Höfundur er verksmiðjustjóri. Starf á styrk- um grunni HEILSUSTOFNUN NLFI í Hveragerði er Igörinn vettvangur fyr- ir alla sem þurfa á end- urhæfingu, styrkingu og hvíld að halda, en stofnunin hefur verið starfrækt frá því um sumarið 1955. Þeir sem helst koma til dvalar í Heilsustofiiun NLFÍ er fólk sem þjáist af streitu, síþreytu, vefja- gigt, ofþyngd, bak- verkjum og gigtsjúk- dómum. Endurhæfing er einnig í boði fyrir fólk eftir hjartaáföll og krabbameinsmeðferð. Kjaminn í hugmyndafræði stofn- unarinnar er að efla heilbrigði, auka vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu. Starfsemin fer eftir ákveðnum lín- um, en aðalmarkmiðið með þeim er að meðferðin gagnist öllum sem best. Anna Pálsdóttir Fjögurra vikna hóp- meðferð er í boði fyrir þá sem eiga við offitu að stríða. Einnig er í boði hópmeðferð fyrir fólk sem fengið hefur krabbameinsmeðferð. í _ Heilsustofnun NLFÍ er reynt að mæta þörfum allra eins og kostur er, bæði hvað andlega og líkamlega heilsu varðar. Almennir fyrirlestrar, umræður, gönguferðir, vatnsleik- fimi, þjálfun í tækjasal o.fl. er í boði alla virka daga. Stuðningsviðtöl era veitt þeim dvalargestum sem eiga um sárt að binda vegna ýmissa áfalla. Sjúkranudd, leir- og heilsuböð hafa verið stunduð í Heilsustofnun um árabil og sjúkraþjálfun er vaxandi þáttur í starfseminni. Næringarfræð- ingur heldur almenna fyrirlestra um NLFI Með góðu samstarfi dvalargesta og starfs- fólks, segir Anna Páls- dóttir, má búast við góð- um árangri af dvöl í Heilsustofnun NLFI í Hveragerði rétt fæðuval og hefur einnig einstakl- ingsviðtöl við þá sem á þurfa að halda. I Heilsustofnun og er fjölbreytt heilsufæði í boði. Fiskur er á borðum einu sinni til tvisvar í viku. Grænmeti er lífrænt ræktað í eigin gróðurhús- um. I flestum tilfellum þarf beiðni frá lækni um dvöl í Heilsutofnun. Viku- námskeið gegn reykingum eru und- anþegin þessari reglu en næsta nám- skeið hefst 27. september. Með góðu samstarfi dvalargesta og starfsfólks má búast við góðum ár- angri af dvöl í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Höfundur er upplýsingafulltrúi Heilsuhælis NLFI í Hveragerði. I SUITABLE Nýr stíll^frábært sófasett Raðgrelðslur j ! húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.