Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 9

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 9 FRÉTTIR Doktorspróf í stjórn- málafræði •BALDUR Þórhallsson varði ný- verið doktorsritgerð við stjórnmála- fræðideild háskólans í Essex á Englandi. Ritgerðin, sem heitir á ensku: „The role of smaller states in the decision- making process of the Common Agricultural Policy and the Regional Policy of the European Union“, fjallar um hvaða leiðir smæm ríki innan Evrópusam- bandsins nota innan landbúnaðar- og uppbyggingarstefnu ESB til að ná fram markmiðum sínum. Rann- sóknin náði til sjö smærri ríkja ESB, á árunum 1986 til 1994, þ.e. Luxemborgar, írlands, Danmerkur, Belgíu, Portúgals, Grikklands og Hollands og eru áhrif þeirra borin saman við áhrif stærri ríkja sam- bandsins, þ.e. Þýskalands, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu og Spánar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. að stærð og einkenni stjórn- sýslu smærri ríkjanna og einsleit hagkerfi skýri hegðun þeirra innan ESB og geri hana frábrugðna hegð- un stærri ríkjanna. Samráðskerfi smærri ríkja skýra hins vegar ekki muninn á hegðun smærri og stærri ríkja. Það sem einkennir vinnubrögð smærri ríkja innan ESB eru ófonn- legir starfshættir og sveigjanlegt ákvarðanatökuferli. Samningamenn fá jafnan svigrúm til eigin ákvarð- ana eða leiðbeiningar um hvemig haga beri samningaviðræðum en samningamenn stærri ríkjanna fá bein fyrirmæli. Hins vegai' setur það smærri ríkjunum ákveðnar skorður hvað stjórnsýsla þeirra er smá. Þau þurfa að forgangsraða hvaða málaflokkum þau beina sjón- um sínum að og geta því ekki tekið virkan þátt í öllum ákvörðunum. Stærri ríki taka hins vegar virkan þátt í öllum málaflokkum án nokk- urra vandkvæða og geta leyft sér að vera ósveigjanleg í öllum samninga- viðræðum. Smærri ríkin eru á hinn bóginn einungis ósveigjanleg í samningaviðræðum þar sem lykil- hagmuni þeirra er að finna en sveigjanleg í öðrum. I ljósi þessa þurfa smærri ríkin frekar að treysta á stuðning framkvæmda- stjórnar ESB. Smærri ríkin byggja því upp sérstakt samband við fram- kvæmdastjórnina og reyna að fá málum sínum framgengt innan hennar. Baldur Þórhallsson er fæddur ár- ið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1988, BA-prófi í stjórnmála- fræði frá Háskóla Islands árið 1991 og mastersgráðu í „Western European Politics" frá háskólanum í Essex árið 1994. Hann er stunda- kennari við félagsvísindadeOd Há- skóla íslands. Foreldrar Baldurs eru Þórhallur Ægir Þorgiisson, rafvirkjameistai'i og Þorbjörg Hansdóttir, kaupmaður. Baldur er í sambúð með Felix Bergssyni, leik- ara,_ og eiga þeir tvö börn, Guðmund og Álfrúnu Perlu. Sjö sóttu um Garðaprestakall UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti prests í Garðaprestakalli rann út 20. september sl. Sr. Bjarni Þór Bjarnason hefur gegnt því embætti frá 16. júní 1997 en hefur sagt því lausu þar sem hann hefur farið til starfa erlendis. Umsækjendur um embættið voru sjö og eru þessir: Auður Inga Ein- arsdóttir, cand. theol., Elínborg Gísladóttir, cand. theol., sr. Friðrik Hjartar, sr. Jón Hagbarður Knúts- son, sr. Magnús Bj. Björnsson, Stef- án Karlsson, cand. theol. og sr. Þórey Guðmundsdóttir. Biskup skipar í embætti prests frá 1. október nk. til fimm ára. m* NY STIMPLASENDING ifóðinsgötu 7 TIFFflWS Sími 562 8448 lilboð Buxur á tilboði föstudag kl. 10-18 og laugardag Id. 10-16. Laugavegi 46 s. 561 4465 m bHoiyf Ný sending JR- ^ M i J| ' ■ u j Opið laugard. kl. 10-14 rZft+ðsuírO tískuverslun Rauðarárstfg 1, sfmi 561 5077 Baldur Þórhallsson Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, föstudag 24. sept. frá kl. 13-19 laugardag 25. sept. frá kl. 12-19 sunnudag 26. sept. frá kl. 13-19 Jh.. HÓTEIy REYKJAVIK Hnésíð pils, toppar og jakkar. TESS Opið virka daga 9-18, iaugard. 10-14. 1 m. istulíns DrúSur Námskeíð /jpt'vlnternational I jFoundation of jÞoU'Mciken í ger^ postulínsbrúða. Olafía Sveínsdóttir, simi 557 Ó8Ó8. 4 Nýtt frá Ítalíu Tweed buxvir, mohair jakkar og svartar sparidragtir hjáX$Gafhhilclí Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Silfurpottar í Háspennu frá 8. til 22. sept.1999 Dags. Staður Upphæð Dags. Staður Upphæð 10. sept. Háspenna, Hafnarstræti...94.248 kr. 13. sept. Háspenna, Laugavegi.....128.092 kr. 13. sept. Háspenna, Laugavegi......56.130 kr. 14. sept. Háspenna, Laugavegi......128.731 kr. 17. sept. Háspenna, Laugavegi.....186.150 kr. 17. sept. Háspenna, Laugavegi..........72.685 kr. 20. sept. Háspenna, Laugavegi.....239.982 kr. 21. sept. Háspenna, Laugavegi.....144.889 kr. 22. sept. Háspenna, Laugavegi.....106.429 kr. 22. sept. Háspenna, Hafnarstræti..129.363 kr. 22. sept. Háspenna, Hafnarstræti........129.363 kr. Fréttir á Netinu ^mbl.is -alltaf errruvAÐ nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.