Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 15

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 15 Gamli austurbærinn Ibúasamtök stofnuð á þriðjudag Kópavogur ÍBÚASAMTÖK gamla austurbæj- arins í Kópavogi verða stofnuð á þriðjudag. Hverfíð afmarkast af Gjánni að vestan, Bröttubrekku að austan, Kópavogslæknum að sunn- an og Nýbýlavegi að norðan. Fundurinn verður haldinn í sal Kópavogsskóla og hefst kl. 20. I fréttatilkynningu segir að að- dragandi stofnunar samtakanna sé sá að sl. vor efndu íbúar í hverfínu til opins fundar vegna slælegra viðbragða bæjaryfirvalda við ósk- um þeirra um bætt umferðarör- yggi við Kópavogsskóla. „Fundur- inn var vel sóttur og skilaði þeim árangri að umferðarnefnd bæjar- ins samþykkti aðgerðir til að efla umferðaröryggi við skólann. Bæj- arráð samþykkti síðan tillögur um- ferðarnefndar og bætti inn tillögu um hækkun einnar hraðahindrun- ar við Digranesveg,“ segir í frétta- tilkynningunni. „A fundinum kom fram að ýmis- legt brennur á íbúum hverfisins þótt umferðarmálin hafi verið þar á oddinum. Vilji kom fram á fund- inum að stofna íbúasamtök til að gæta hagsmuna hverfísins. Kosin vár undirbúningsnefnd til að vinna að undirbúningi slíkra samtaka. Kosin voru Rúna S. Geirsdóttir, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson og Sveinn Ólafsson. Undirbúnings- nefndin hefur unnið ötullega í sumar að þessu verkefni og mun hún gera grein fyrir störfum sín- um á stofnfundinum. Máttur samtakanna felst í sam- stöðu og virkni íbúanna. Undir- búningsnefndin hvetur því íbúa hverfisins til að sýna samstöðu í verki og mæta. Gerum gott hverfi betra,“ segir í fréttatilkynning- unni. vf>mbl.is _ALLTAF GITTHVAÐ NÝTT o- '"í ; V AlN J TO~> IS I* WTH l: mæþflKl Styrkflokkaður BURÐARVIÐUR Veldu þann við sem á við Með styrkflokkun burðarviðs er húsbyggjendum auðveldað að velja nákvæmlega þann við sem hentar hverju verki. Styrkflokkunin gerir hönnuðum betur kleift að hanna hús með tilliti til þess styrks sem þörf er á til að standast íslenskar aðstasður. Timbrið er unnið í verksmiðjum BYKO undir sérstöku eftirliti RB, styrkflokkað og heflað í jafna þykkt og breidd miðað við notkun, sem tryggir hágæðavöru sem þú getur byggt á. Samkvæmt nýrri byggingarreglugerö er skylt að nota styrkflokkað efni I tslenskum húsum. fiiir ' BYKO uí/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.