Morgunblaðið - 24.09.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.09.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 29 Morgunblaðið/Golli Baldur auglýsingamaður og Rósa frænka ræða niálin. Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Stopp-leikhópurinn Nýtt leikrit um kynlífsfræðslu STOPPLEIKHÓPURINN frum- sýnir leikritið Rósu frænku eftir Valgeir Skagfjörð í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn í Grafarvogi í dag. Leiksýningin er unnin í samráði við landlæknisembættið og er ætlað til fróðleiks og upplýsingar unglingum um kynlíf og kynhegðun. Leikendur í sýningunni eru tveir, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir, og leikstjóri er Jón Stefán Kristjáns- son. „Þetta er skólasýning sem við ætlum að fara með í sem flesta grunnskóla landsins í vetur,“ segir Eggert Kaaber. „Landlæknisemb- ættið kostar sýninguna að mestu leyti en skólarnir greiða lágmarks- gjald fyrir að fá sýninguna í heim- sókn. Sýningin er ætluð fyrir nem- endur í 8.-10. bekk grunnskólans og við í Stoppleikhópnum erum dáiítið stolt af því að vera eini leikhópurinn sem hefur sérhæft sig í að gera sýn- ingar fyrir þennan kröfuharða ald- urshóp. Rósa frænka er fimmta sýningin sem við setjum upp á fimm árum og við höfum farið um landið þvert og endilangt með sýningar um eiturlyf, tóbak, umferðarslys og áfengi en í fyrravetur færðumst við meira í fang og settum upp tölvugamanleikinn Vírus á sam- vinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið.“ Að sögn Eggerts segir Rósa frænka frá tveimur einstaklingum, Baldri auglýsingamanni og Hildi Elínrós, sem skrifar kynlífsdálka í dagblöð undir nafninu Rósa frænka. „Þau eru bæði dæmigerð fyrir ungt fólk á uppleið á þrítugsaldri, og hitt- ast á kaffihúsi til að ræða hugmynd- ir sínar um hvernig megi ná til ung- linga á sem áhrifaiTkastan hátt með kynfræðslu. A milli þeirra kviknar einnig samband svo þau verða að ráða framúr því líka auk þess sem þau velta fyi'ir sér leiðum til að ná til unglinganna." Eggert segir að leikþátturinn sé settur fram í gamansömum tón og ýmsum brögðum leikhússins sé beitt til að koma efninu til skila. „Það er farið fram og til baka í tím- anum, persónumar rifja upp hvem- ig þær vom á unglingsárunum og húmorinn er sjaldan langt undan. Enda þýðir ekkert að bjóða ungling- um annað en pottþétta skemmtun, þau era sér svo meðvitandi um sjálf sig og fljót að láta vita af því ef þeim finnst eitthvað hallærislegt; þá baula þau eða ganga út. Við höfum nú sem betur fer ekki oft lent í slíku, yfirleitt höfum við náð mjög góðu sambandi við unglingana en til að svo megi verða þurfum við að hitta í mark alltaf. Ekki bara stundum." I verkinu er fjallað um ýmsa þætti kynlífs og kynhegðunar að sögn Eggerts en fyrst og fremst er höfðað til ábyrgðar einstaklingsins á sjálfum sér. „Það er sérstaklega undirstrikað hversu mikilvægt er að allir beri fulla ábyrgð á gjörðum sínum og beri virðingu fyrir sér og öðrum. Þá er einnig komið inn á þætti eins og getnaðarvarnir en við Islendingar eigum Norðurlandamet í þungunum unglingsstúlkna. Komið er inn á kynsjúkdóma og minnt á að hér greinist yfirleitt um einn nýr einstaklingur með eyðn- ismit á ári. Þá er fjallað nokkuð um alla sölumennskuna sem er í kring- um útlit og kynferði unglinga, en unglingar eru orðinn einn stærsti markhópurinn í sölu á allra handa varningi sem á að gera þá fallegri og hamingjusamari.“ Rósa frænka verður á ferðinni um grunnskóla á höfuðborgarsvæð- inu fram undir jól og einnig er ætl- unin að fara í haust í leikferðir um Vestfirðina og austur á land. „Eftir áramót stefnum við á Norðurland og geram ráð fyrir að eftir veturinn höfum við sýnt sem flestum nem- endum efstu bekkja grunnskólans Rósu frænku," segir Eggert Kaaber, talsmaður Stoppleikhóps- ins. LISTIR Nýlistasafnið Samvinnuverkefni Svía og Islendinga SÆNSKT bein í íslenskum sokki/ís- lenskt bein í sænskum sokki er heiti á sýningu sem verður opnuð á morg- un, laugardag, kl. 16 í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík. Sýn- ingin er annar hluti samvinnuverk- efnis Nýlistasafnsins og Galleri 54 í Gautaborg. Fyrii hluti sýningarinn- ar fór fram sl. vor, en þá sýndu níu íslenskir listamenn í Gautaborg. Á sýningunni nú sýna sex sænskir listamenn á tveimur hæðum hússins. Listamennii-nh' era Malin Bogholt, Anna Carlson, Maria Hurtig, Mauri Knuuti, Pia König og Leif Skoog. Þau era öll mjög virkir listamenn og eiga sameiginlegt að hafa útskrifast á síðastliðnum áram frá Kunsthög- skolan Valand í Gautaborg, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að verkin séu ýmist unnin beint í sýningarrýmið á staðnum eða gerð sérstaklega með safiiið í huga. M.a. er um að ræða myndbandsverk, risateikningu, hreyfiverk, dans og veggfóður. Einnig verður í tengslumyiö opnun- ina dansuppákoma á BSI, Bifreiða- stöð Islands, föstudaginn kl. 16.15. Umsjónarmaður sýningarinnar er Fröydi Laszlo. Sýningin er m.a. styrkt af Göteborgs kulturnamnd, NKKK, Sleipni, menntamálaráðu- neytinu, Letterstedska föreningen og Nordiska kunstforbundet. Luc Franckaert í Bjarta og Svarta sai Belgíski listamaðurinn Luc Franckaert opnar sýningu í Bjarta og Svarta sal. Luc Franckaert hefur aðsetur á vixi í Amsterdam og Berlín. Hann hefur starfað að myndlist sl. 13 ár en stundað ýmis önnur störf á fyrri ferli, m.a. sjó- mennsku. Árið 1995 heimsótti hann Island og fékk augastað á Nýlista- safninu sem sýningarsvæði. Sýning hans er myndbands- og hljóðverk og hefur yfii'skriftimar: „Long distance call og Happy birthday". Franckaert leitast við að skapa and- rúmsloft út frá eðli sýningarsal- anna, andstæður sem byggjast á myndmáli sem leyst hefur verið upp og límt saman aftur. Hann lítur á listina sem leið tii að leysa upp per- sónulega samsvöran og sem ögrun til að takast á við tilraunastarfsemi. Afmælissýning íslandsdeildar Amnesti International I Setustofu Nýlistasafnsins opnar Islandsdeild Amnesty Intemational sýningu kl. 14 í tilefni af 25 ára stofnunar deildarinnar. Yfirskrift sýningarinnar er Minningar vonar- innar og verður reynt að varpa ljósi á sögu deildarinnar sem um leið er saga fjölda fómai'lamba mannrétt- indabrota sem félagar í Islands- deildinni hafa reynt að vernda. Sýn- ingin er unnin í samvinnu Nýlista- safnins og Jóhönnu K. Eyjólfsdótt- ur, framkvæmdastjóra íslandsdeild- ai- Amnesty Intemational. Við opnunina flytur Kolbeinn Bjamason flautuleikari verkið Solitute eftir Magnús Blöndal Jóh- annsson. Ávörp flytja Guðrún Olafs- dóttir, formaður íslandsdeildarinnai' og Bjöm Þ. Guðmundsson, prófess- or í lögum við Háskóla íslands, en hann var fyrsti formaður Islands- deildarinnar. Sýningamar era opnar daglega frá 14-18, nema mánudaga, og þeim lýkur 17. október. SúreÍTiisvörur Karin Herzog Silhouette skóli ólafs gauks Síðustu innpitunardagap Nú eru síðustu forvöð að láta innrita sig. Við bjóðum upp á skemmtileg og gagnleg námskeið fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og lengra komna. Nokkur pláss eru ennþá laus í byrjenda- námskeiðum. Innritun stendur til og með 25. sept., kennsla hefst 27. sept. V/SA HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 1899 1999 Á íslandi frá 1925 FIAT BRAVA Lægsta bilanatíðni af öllum bílum, þriggja ára og yngri skv. niðurstöðum þýsku eftirlitsstofnunarinnar DEKRA*. Sportlegur ítalskur fjölskyldubíll á hreint frábæru verði. Fiat Brava 80 HSX Opel Astra 1.2 VWGolf 1.4 GL Toyota Corolla 1.3 Stærð L x B 4.19 x 1.74 4.06x1.71 4.15x1.73 4.29 x 1.69 Vél / hestöfl 1.2 16v / 82hö 1.2 8v / 65 hö 1.4 8v / 75 hö 1.3 16v/86 hö ABS hemlar Já Nei Já Nei Álfelqur Já 15" Nei Nei Nei Loftpúðar 4 2 4 2 Fiarst.saml. Já Nei Já Nei Geislaspilari Já Nei Nei Nei Þokuljós Já Nei Já Nei Verð 1.295.000 1.329.000 1.495.000 1.349.000 *Auto Motor und Sport 2.99 ís*traktor A?a BlLAR FYRIR ALLA SMIDSBÚÐ 2 GARDABÆ SlMI 5400100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.