Morgunblaðið - 24.09.1999, Side 52

Morgunblaðið - 24.09.1999, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fornistekkur Gott og vel viðhaldið 155 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 30 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett í enda í skjólgóðum botnlanga í grónu, rólegu hverfi. Nýl. gluggar, gler og stéttir. Meðfylgjandi glæsilegur garður í mikilli rækt. Gott hús í rólegu hverfi. V. 17,9 m. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. VESTNORRÆNAR ÞJÓÐIR Á TÍMUM HRAÐFARA BREYTINGA Ráöstefna á Fiðlaranum, Akureyri, 7.-8. október 1999 Ráðstefnan er skipulögð af Háskólanum á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við háskólana á Grænlandi og í Færeyjum. Ibbb ❖ Alþjóðleg áhrif, staðbundin viöbrögð og möguleikar til sjálfbærrar þróunar. v Byggðaþróun og hlutverk háskóla í dreifbýli. ❖ Fjarskipti, fjölmiölar og menning á Vestnorræna svæöinu. Ráöstefnan mun þannig fjalla um möguleika þessara smáu sam- félaga til að viðhalda byggö og sérstakri menningu í alheimsþorp- inu þar sem alþjóöavæðing skilyröir framtíö þjóöa, ekki síst þeirra smáu. Ráöstefnan fer fram á ensku. Aögangur er ókeypis. Kaffiveitingar og hádegisveröur eru í boöi ráöstefnuhaldara. Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofunni Nonna, s. 461 1841, fax 461 1843, netfang: nonnitra@est.is. Frekari upplýsingar veitir Ingi Rúnar Eövarðsson, s. 463 0960, netfang: ire@unak.is. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vestfírskur hnoðmör Á MARKAÐI hefur verið hér í Reykjavík það sem kallað er hnoðmör en á ekkert skylt við þann hnoðmör er má kalla „vest- firskan hnoðmör". Þessi mör er ekki á neinn hátt líkur hinum ekta mör er hefur verið notaður sem viðbit við soðningunni, hvort heldur nýrri eða salt- aðri öldum saman þar vestra og má ætla að fram- leiðsluferlið sé ekki eins og að flýtirinn sé slíkur að ekki auðnist að gera góða vöru. Til að fá góðan hnoð- mör þarf hreinlæti og natni frá fyrstu og þá skal byrja á „blóðvelli“ með því að það verður að varast á vatn komi á mörinn er hann er tekinn af vömbinni. Netjan er tekin heillega utan af og inn í netjuna er svo settur nýrnamörinn og úr þessu gerður skjöldur sem látinn er storkna yfir nótt. Þá eru skildimir settir í lérefts- eða grisjupoka og látið hanga á hjalli sex til átta vikur, allt eftir tíðarfari og er þá miðað við hina venju- bundnu sláturtíð frá sept- emberlokum og út október. Ef köld tíð hefur verið hef- ur mörinn ekki „fiðrað“, þ.e. myglað neitt að ráði en ef það er æskilegt fiðrar hann á tveim eða fjórum dögum í þeim hita er þarf að vera þar sem mörinn er hnoðaður. Best er að skera mörinn smátt eða gróf- hakka og síðan er hann hnoðaður í trogi og þá það, er hæfilegt í eina töflu í einu. Þegar taflan er tilbú- in og sléttuð að utan voru venjulega settir krossar eða eitthvað krumsprang á eina hliðina og er hæfileg stærð 1-1,5 kg. Þá er mörtöflunni komið íyrir á köldum stað þar til hún er notuð til viðbits. Sá mör er ætlað var að dygði til sum- ars, áður en kælitæknin varð almenn, var algengast að geyma mörinn í salt- pækli og þótti gefast vel. En aðalatriðið var hrein- lætið og að ekki kæmist vatn í mörskildina því þá fúlnaði mörinn. Varðandi mygluna í mömum, þá er þar um enga óhollustu að ræða og af henni kemur græn slikja á mörtöfluna. Engan óar við myglunni í hinum ágæta gráðaosti sem framleiddur er á Akureyri og er nauðsynleg í framleiðsluferlinum. Vestfirðingur. Vantar hjól af Silvercross MARÍA hafði samband við Velvakanda og vantar hana hjól undir Silvercross-vagn eða gamlan vagn sem hún gæti nýtt hjólið af því nýtt hjól er ekki til á landinu. María er í síma 695 2666 eftir kl. 12.30 á daginn. Hver getur aðstoðað? VELVAKANDA barst bréf frá tveimur ung- mennum, 18 ára stúlku frá Svíþjóð (talar ensku) og 19 ára enskum strák, um að þau langaði til að vinna á bóndabýli á íslandi, til lengri tíma ef þarf og láta sér nægja fæði og húsnæði og e.t.v. smávegis laun. Þeir sem gætu liðsinnt þeim eru beðnir að hafa samband í tölvupósti og netfangið er: david_warri- orEhotmail.com Styðjum rannsóknir í stað fótbolta ÉG vil benda þeim mönn- um á, sem eru að gera til- boð í fótboltalið erlendis, að styðja frekar við bakið á Sigmundi Guðbjarnasyni og styrkja fjárhagslega rannsóknir hans, en hann vinnur að því að finna lyf við krabbameini úr ís- lenskum jurtum. Agata. Oryggi barna í rútubflum MIG langar til að koma á framfæri ábendingum varðandi öryggi í lang- ferðabílum og öryggi barna. Okkur eldra starfsfólki ÍSAL var boð- ið í ógleymanlegt ferða: lag með rútubifreið. I þessari rútu voru örygg- isbelti í hverju sæti, handfang og fótbretti. Sætin voru bólstruð og maður rann ekki til í sæt- unum. En í mörgum eldri gerðum af rútum eru sæt- in úr vinyláklæði, sem eru hál eins og renni- braut. Vil ég benda eig- endum rútubifreiða á að skoða þennan fallega rútubíl í Straumsvík eða hjá fyrirtækinu Hóp- ferðabílum. Eins vil ég benda fólki á að athuga öryggi barna í rútubílum. Einnig vil ég senda for- ráðamönnum ISAL mínar kæru þakkir fyrir skemmtilega og örugga ferð í góðum bíl. Farþegi í rútubíl. Dónaskapur við öryrkja BJÖRGVIN hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hann vera öryrki sem notaði frístundir sín- ar í að safna dósum. Hann sagðist stundum fara í fyrirtæki til að biðja um dósir en hjá sumum fyrirtækjum mætti hann eingöngu dónaskap. Sagði hann að sér fyndist að þeir ættu að skammast sín, það væri eitthvað ekki í lagi hjá þeim. Tapað/fundið Blátt drengjahjól týndist BLÁTT drengjahjól týnd- ist frá Laugarásvegi um síðustu helgi. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 553 8483. Tól af þráðlausum súna týndist TÓL af Samsung þráð- lausum síma týndist 14. september frá Háaleitis- hverfi að Hlemmi. Finn- andi vinsamlega hringið í síma 695 0697. Nokia gsm-sími týndist NOKIA gsm-sími 5110 í leðurhulstri týndist á tón- leikum í útvarpshúsinu 17. september. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 9004. Blár gsm-sími týndist BLÁR gsm-sími týndist, líklega í miðbænum eða Hafnarfirði, fyrir einni viku síðan. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 2065 eða 694 5450. Víkverji skrifar... VÍKVERJI telur sig hafa þokkalega sjón, að minnsta kosti miðað við aldur, þótt hann þurfi að vísu að nota lesgleraugu við lestur á smærra letri. Allt hefur það gengið ágætlega fram að þessu og væri ekki í frásögur færandi undir eðlilegum kringumstæðum. Símaskráin var lengi vel erfiðust viðureignar en eftir að gerð var let- urbreyting á henni og nöfn höfð feitletruð hafa lesgleraugun dugað Víkverja ágætlega til að komast fram úr henni. Hið sama verður ekki sagt um flesta þá sjónvarpsvísa sem berast inn á heimili Víkverja með reglu- legu millibili. Letrið í þeim er svo smátt að nú duga lesgleraugun ekki ein og sér heldur verður Vík- verji að nota stækkunargler að auki til að átta sig á hvað hinar ýmsu sjónvarpsstöðvar bjóða upp á í það og það skiptið. Letrið í þess- um sjónvarpsvísum er ekki aðeins alltof smátt heldur einnig afar dauft og hlýtur að valda mörgu fólki miklum erfiðleikum við lestur, ekki síst eldra fólki, sem kannski þarf mest á þessum leiðbeiningum að halda. Víkverji skorar á útgef- endur þessara sjónvarpsvísa að bregðast nú snöfurmannlega við og breyta þessu þannig að venjulegt fólk geti lesið þessar ágætu leið- beiningar áreynslulaust og án þess að þurfa að grípa til stækkunar- glersins. XXX STEINGRÍMUR Jóhannesson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, varð markakóngur í ár, annað árið í röð, og óskar Víkverji honum innilega til hamingju með þá veg- semd. Steingrímur er vel að þess- um titli kominn enda lipur leikmað- ur og lunkinn markaskorari. Vík- verja fannst þó leikmaðurinn setja dálítið niður eftir að hafa lesið það sem eftir honum var haft á íþrótta- síðu Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag, en eftir að hafa lýst því yfir að hann sé ósáttur með sumar- ið fyrir hönd sinna manna segir markahrókurinn meðal annars: „Mér fannst líka alltof mikil virð- ing borin fyrir KR-liðinu, það ligg- ur við að liðin hafi verið búin að tapa leikjunum fyrirfram svo að maður spyr sig: Er nóg að eiga af- mæli?“ Víkverja finnst helst til mikill nöldurtónn í þessum orðum Stein- gríms og bera vott um óþarfa svekkelsi þótt Eyjamenn hafi orðið að sjá á bak Islandsmeistaratitlin- um í ár. Víkverji efast líka stórlega um að andstæðingar KR-inga hafi mætt í leikina gegn þeim í sumar í einhverju sérstöku hátíðarskapi, staðráðnir í að gefa þeim sigur í af- mælisgjöf. Ætli skýringin á vel- gengni KR-inga hafi ekki bara ver- ið sú að þeir voru einfaldlega betri en hinir? xxx KNATTSPYRNA er vissulega mikið tilfinningamál fyrir þá sem á annað borð hafa heillast af henni, en menn verða að kunna að taka bæði sigrum og ósigrum þeg- ar þessi vinsæla íþrótt er annars vegar. Víkverja fannst því heldur leiðinlegt að lesa um það í einu dagblaðanna nú í vikunni að nokkr- ir stuðningsmenn KR-inga hefðu tekið sig til og farið að Hlíðarenda eftir að Valur féll úr efstu deild og dregið þar KR-fána að húni. Vík- verji sá sem hér heldur á penna er sjálfur gallharður KR-ingur, en hann hefur lítinn húmor fyrir svona tiltækjum. Maður sparkar ekki í liggjandi mann, svo einfalt er það. Þessum tilteknu stuðningsmönn- um KR skal vinsamlegast bent á að þeir gera félaginu sínu lítinn greiða með ódrengilegri aðför sem þessari og þeim væri hollt að hafa í huga að dramb er falli næst. Það er sár- grætilegt til þess að hugsa að í hverjum hópi skuli alltaf vera tO aular sem maður þarf að skammast sín fyrir. Víkverji á marga góða vini í röðum Valsmanna og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera drengir góðir og allra manna skemmtilegastir í góðra vina hópi. Valsmenn eiga því alla sam- úð Víkverja í þeim erfiðleikum sem nú steðja að félaginu. Það hafa ef til vill ekki verið miklir kærleikar með stuðningsmönnum þessara fornfrægu stórvelda, Vals og KR, í gegnum árin og er nú mál að þeim væringum linni. Það er nóg rými fyrir bæði þessi íþróttafélög í höfuðborginni og gott betur. Vonandi eiga Vals- menn eftir að vinna sig sem fyrst upp úr þeim öldudal sem félagið er nú í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.