Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 1
231. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forsætisráðherra Bretlands stokkar upp í rfkisstjórn Verkamannaflokksins Mandelson í stöðu A N orður-Irlands- málaráðherra Lundúnum. Reuters, The Daily Teiegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, stokkaði upp í ríkis- stjórn sinni í gær og skipaði Peter Mandelson í embætti Norður-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar aðeins tíu mánuðum eftir að Mandelson hrökklaðist úr embætti viðskiptaráðherra vegna fjármála- hneykslis. Mun Mandelson taka við af Mo Mowlam sem gegnt hefur stöðunni síðan árið 1997 en hún mun nú taka við embætti samhæf- ingarráðherra ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins úr hendi Jaeks Cunningshams sem yfirgefa mun stjómina. Er talið fullvíst að Blair hafi með uppstokkuninni í gær treyst tök sín á stjórninni og skipað í því augnamiði holla fylgismenn sína í iykiistöður. Ekki voru allir á eitt sáttir um skipan Mandelsons í stöðuna og kom hún talsvert á óvart þar eð hann tjáði sig nýlega um að hann hygði ekki á endurkomu í bresk stjómmál að sinni. Mandelson kvaðst í gær vera afar glaður yfir að vera kominn í ríkis- stjómina á ný og sagði að skipan sín í stöðu N-írlandsmálaráðherra bæri því vitni að ríkisstjómin leggi allt kapp á að finna lausn á deilumálum. Bíður Mandelsons erfitt verkefni þar sem lítið hefur þokast í þá átt sem friðarsamkomulagið, sem kennt er við föstudaginn langa, og undirritað var fyrir um einu og hálfu ári, kveður á um. Mandelson sagði sig úr embætti viðskiptaráðherra í desember í fyrra eftir að upp komst að hann hefði þegið lán frá öðmm ráðherra að upphæð um 44 milljónir ísl. króna til að kosta húsnæðiskaup. Blendin viðbrögð Skipan Mandelsons í stöðu N-ír- landsmálaráðherra mæltist vel fyr- ir meðal sambandssinna Ulster á N-írlandi þar sem Mo Mowlam hefur sætt gagnrýni að undan- förnu. Fagnaði David Trimble, einn leið- toga sambandssinna, skipan Mand- elsons í stöðuna og sagðist hlakka til að starfa með honum að úrlausn AP Peter Mandelson, nýskipaður N-Irlandsmálaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, og Mo Mowlam, fyrirrennari hans í starfi, eftir fund þeirra með Tony Blair forsætisráðherra í Downing-stræti 10 í gær. mála. Ian Paisley, leiðtogi stjóm- málaarms mótmælenda á N-írlandi og mikill andstæðingur Mowlams, gaf þó h'tið fyrir mannaskiptin og sagði það mikla synd að N-írar skyldu fá yfir sig annan „mislukkað- an stjórnmálamann". Talsverðar breytingar hafa orðið í helstu ráðherraembættum ríkis- stjómar Blairs eftir uppstokkun gærdagsins og ber þar einna hæst að Alan Milbum, dyggur stuðnings- maður Blairs sem hefur átt afar skjótan frama innan flokksins, tók við embætti heilbrigðismálaráð- herra úr hendi Franks Dobsons sem mun bjóða sig fram til embætt- is borgarstjóra Lundúna. Þá mun Geoff Hoon, sem hingað til hefur gegnt stöðu aðstoðamtanríkisráð- herra, taka við stöðu vamarmála- ráðherra í stað Georges Robert- sons, nýskipaðs framkvæmdastjóra NATO. Serbneska stjórnar- andstaðan hunsar ESB Lúxemborg, Belgrad. Reutcrs, AFP. LEIÐTOGAR stjómarandstöðunnar í Serbíu mættu ekki til fundar, sem vera átti í gær með þeim og utanríkis- ráðherrum Evrópusambandsins, ESB. Serbnesku stjómarandstæðingam- ir ákváðu að mæta ekki til fundar til að mótmæla þeirri kröfu ESB, að þeir lofuðu að vinna að því, að allir serbneskir stríðsglæpamenn yrðu af- hentir stríðsglæpadómstóli Samein- uðu þjóðanna. Er ákvörðun þeirra nokkur álitshnekkir fyrir ESB-ráð- herrana og tilraunir þeirra til að ein- angra Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, en þeir ætla samt að senda olíu til þeirra sveitarfélaga, sem stjómarandstaðan ræður. Er áætlað að senda hana fyrst til borganna Nis og Pirot ef unnt er að tryggja, að hún komist á áfangastað. Milosevic gerði raunar sitt til að hræða stjómarandstöðuna frá því að eiga fund með ESB en hann lýsti því yfir í gær, að þeir, sem færu til fund- ar, gerðust sekir um íoðurlandssvik. A fundi, sem hann hélt með stuðn- ingsmönnum sínum, kallaði hann and- stæðinga sína hundingja og hugleys- ingja og sagði, að verið væri að byggja Serbíu upp með hraða eldflauganna, sem hefðu lagt landið í rúst. Þá sakaði hann stjómarandstöðuna um að leiða landið á barm borgarastyrjaldar. Er þetta í fyrsta sinn sem Milosevic tjáir sig opinberlega um umfangsmM mótmæli stjómarandstöðunnar í Serbíu frá því þau hófust 21. septem- ber sl. Franskir mat- reiðslumenn mótmæla FRANSKIR matreiðslumeistarar rjölmcnntu út á götur Parísar í gær og mótmæltu háum virðisauka- skatti á veitingastaði. Óeirðalög- reglumenn hindruðu för mótmæl- endanna er leikar þóttu við það að fara úr böndunum en þá var brugð- ið á það ráð að henda í lögregluna eggjum og hveiti. Var árásinni svarað með táragasi. Hundruð mat- reiðslumanna, margir hverjir með hina sigildu kokkahúfu á höfði, hugðust beina göngu sinni til þing- hússins í París og mótmæla því að franskir veitingastaðir nytu ekki sömu skattaívilnana og skyndibita- keðjur lfikt og McDonald’s. Hersveitir Rússa sækja að Grosní Grosní, Moskvu. AFP, Reuters, AP. RÚSSNESK stjómvöld lýstu því yfir í gær að rússneskar hersveitir hefðu í sókn sinni suður yfir Terek- ána í Tsjetsjníu náð tangarhaldi á Nadterechny-svæðinu sem liggur rétt vestan við höfuðborgina Grosní. Þá tilkynntu Rússar í gær- kvöldi að þeir hefðu umkringt verustað skæruliðaforingjans Shamils Basayevs sem Rússar vilja ná, lífs eða liðnum. Stjórnvöld í Tsjetsjníu vísuðu fregnum um stór- sókn Rússa á bug og sögðu að Rússar hefðu aðeins stjórn á hluta svæðisins. Rússar hafna tilboði Aslans Maskhadovs Kom yfirlýsing rússneska hers- ins nokkrum stundum eftir að Kremlverjar höfðu hafnað friðartil- boði Aslans Maskhadovs, forseta Tsjetsjníu, en hann hafði heitið því að koma skæruliðasveitum, sem taldar era standa að baki hryðju- verkum í Rússlandi, úr landinu gegn því að Rússar létu af herför sinni. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagðist þó líta á tilboð Maskhadovs sem skref í rétta átt en ítrekaði að kröfur sínar gætu ekki gengið hönd í hönd við hagsmuni stjórnarinnar í Grosní. „Fyrst verða þeir að afhenda hryðjuverkamenn þá sem ábyrgir era fyrir árásum á saklausa borgara í Dagestan og sprengjutilræði í Moskvu,“ sagði Pútín. Heiður hersins að veði I gærkvöldi bárust fregnir af því að rússneskar hersveitir hefðu um- kringt verastað Basayevs í þorpinu Goragorsky um 60 km norðvestur af Grosní. Barst tilkynning þessa efnis frá Vladímír Shamanov, yfir- manns 58. herdeildar rússneska hersins, og sagði hann að heiður hersins ylti á því að „uppræta skæruliðaforingjann“. Talsmaður tsjetsjenskra stjórn- valda sagði í gær að herför Rússa í landinu hefði kostað um 700 borg- ara lífið og að alls hefðu tíu þorp, af sjötíu sem ráðist hefði verið á, verið lögð í rúst. Sex milljarðasti jarðar- búinn kominn í heiminn Sarm’cvó. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Sarajevó, höfuðborgar Bosníu, í gær, til að fagna fæðingu sex milljarðasta jarðarbúans, svein- barns sem kom í heiminn laust eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Fólksfjöldafræðingar hafa reiknað út að íbúafjöldi jarðar muni fara yfir sex milljarða mark- ið í byrjun þessarar viku. Athöfn- in í Sarajevó er eingöngu tákn- ræn, því vitaskuld er ekki unnt að segja nákvæmlega til um það hvaða bam verður sex milljarð- asti jarðarbúinn. Fæðingardeild sjúkrahússins í Sarajevó varð fyr- ir valinu vegna þess að hún hefur orðið að tákni fyrir friðinn, sem ríkii- nú á ný eftir lok stríðsins í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Meðan á 43 mánaða löngu um- sátri Serba um Sarajevó stóð, ólu konur börn á fæðingardeildinni við sprengjugný og illan aðbúnað. Aformað er að Kofi Annan muni veita sveininum unga sér- staka viðurkenningu í dag. Senad Murtezic, yfirlæknir fæðingar- deildarinnar, sagði í gærkvöldi í samtali við Reuters, að móðir drengsins, Helac Fatima, hefði alið drenginn þremur mínútum eftir miðnætti og að allt hefði gengið eins og í sögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.