Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, á Þingvöllum Morgunblaðið/Ásdís Eldur Ólafsson og Katla Gisladóttir færðu Clinton tvo íslenska hesta frá islenskum bömum til bandarískra barna. Davíð Oddsson fylgist með og klappar hestinum Spaða. Gerum okkur grein fyrir hlutverki Islendinga Þorvaldur Gunnlaugsson á trillunni Astþóri og sýndi henni vænan físk úr afla sínum. Það kom fljótt í ljós að það var engin tilviljun að hann var þarna því fjölmiðlafulltrúar forseta- frúarinnar voru með tilbúnar á blaði upplýsingar um aidur trillukarlsins, uppruna, ratsjárbúnað trillunnar og siglingahæíhi í tölusettum liðum. Forsetafrúin skoðaði einnig hand- rit í Árnastofnun og hélt síðan til Þingvalla. Þar gengu hún og Davíð Oddsson niður Almannagjá. Séra Heimir Steinsson staðarhaldari tók á móti henni og á Lögbergi greindi hann frá sögu staðarins og staðhátt- um í einar 20 mínútur. „Ég vil þakka prestinum fyrir mjög rækilega lýsingu á sögu þessa staðar og mikilvægi hans fyrir ís- lensku þjóðina;“ sagði Clinton. „Ég þakka einnig Islendingum og ríkis- stjóm ykkar fyrir góðar móttökur í þessu fallega landi.“ Færðir hestar að gjöf Davíð Oddsson sagði einnig nokk- ur orð á Þingvöllum og gerði að um- talsefni nána vináttu Bandaríkja- manna og íslendinga þrátt fyrir að þar færu ólíkar þjóðir og lönd. Hann rakti einnig mikilvægi samskipta ríkjanna undanfarin 50 ár bæði á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og fyrir tilstilli varnarsamningsins. „Frelsi, lýðræði og mannréttindi HEIMSÓKN Hillary Rodham Clint- 9n, forsetafrúar Bandaríkjanna, til íslands í tilefni af ráðstefnunni um Konur og lýðræði við árþúsundamót lauk á sunnudag eftir að hún hafði flutt lokaávarp ráðstefnunnar. Clint- on sagði er hún fór til Þingvalla á laugardag að það væri sérstök ánægja að koma til íslands, „sér- staklega að vera á þessum stað, sem er þjóðárgersemi íslendinga og einnig tákn frelsis og lýðræðis fyrir fólk alls staðar". Clinton sagði einnig að það væri einkar ánægjulegt að Island væri eina landið, sem Bandaríkjamenn hefðu gert við tvíhliða samkomulag um samstarf í tiiefni af árþúsunda- mótunum: ,Ástæðan er sú að við gerum okkur grein fyrir því mikil- væga hlutverki, sem Islendingar hafa gegnt, ekki aðeins með því að fínna Norður-Ameríku, heldur með þeim hugsjónum og gildum, sem bjuggu að baki landafundunum og þjóðir okkar hafa enn að leiðarljósi." Laugavegurinn kom í stað Eyja Dagskrá Clinton á laugardaginn var í upphafi öllu rólegri en ætlað var í upphafí. Áætluð ferð til Vest- mannaeyja þar sem forsetafrúin átti meðal annars að hitta háhyrninginn Keikó var blásin af vegna veðurs þannig að í stað þess að setjast í flugvél kiukkan níu fór hún og gekk í rólegheitum niður Laugaveginn und- ir hádegi og spjallaði við vegfarend- ur. Á undan henni og eftir fóru vökulir öryggisverðir og skiptust á upplýsingum um það í talstöðvakerfí í hvaða búðir forsetafrúin ætlaði og hvert hún væri hætt við að fara. Þegar Clinton hafði keypt sér jakka hjá Bernharði Laxdal hélt hún á Café París þar sem hún snæddi há- degisverð og að því loknu stjómaði hún hringborðsumræðum á ráðstefn- unni um Konur og lýðræði í Borgar- ieikhúsinu. Fiskur og fimm- undarsöngur Næst var förinni heitið niður að Reykjavíkurhöfn þar sem hún fór um borð í víkingaskipið íslending, sem 17. júní á næsta ári leggur í 2.600 sjómílna sigiingu sömu leið og talið er að Leifur heppni Eiríksson hafi farið er hann fann Vínland. Þar fór Clinton með sjóferðabæn þar sem hún bað lífgjafann Guð að „blessa þetta skip og alla um borð og koma þeim í örugga höfn“. í víkinga- skipinu tóku á móti henni Davíð Oddsson forsætisráðherra og Gunn- ar Marel Eggertsson skipstjóri og fluttu Sigurður Rúnar Jónsson og Kristján Kristjánsson fimmundar- söng fyrir Clinton. Er hún kom frá borði beið hennar Morgunblaðið/Ásdís Forsetafrú Bandaríkjanna fór um borð í víkingaskipið Islending sem siglir á næsta ári til Vínlands, sömu leið og Leifur Eiriksson fór fyrir 1000 árum. I víkingaskipinu tóku á móti henni Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson * Clinton skoðar afla Þorvalds Gunnlaugssonar á trillunni Ástþóri. eru grundvallargildi, sem þjóðir okk- ar báðar hafa fram að færa í heimin- um;“ sagði hann. ' Á Þingvöllum færðu íslensk börn, Eldur Ólafsson og Katla Gísladóttir, Clinton tvo íslenska hesta, Reimar og Spaða, sem Davíð Oddsson sagði að væri gjöf frá íslenskum börnum til bandarískra barna. Þá hélt Félag tamningamanna forsetafrúnni hesta- sýningu þar sem farið var á tölti og skeiði. Á leiðinni frá Þingvöllum kom Clinton við í skóbúð Steinars Waage í Kringlunni. Sagði Snorri Waage skósali í samtali við fréttavef Morg- unblaðsins að forsetafrúin hefði keypt sér tvenna götuskó, annars vegar frá Þýskalandi og hins vegar Ítalíu: „Hún var afar alþýðleg og mjög notalegur viðskiptavinur, tilbú- in að máta allt, sem að henni var rétt. Hún vissi greinilega hvað hún vildi og mátaði iíklega um tuttugu skópör." A sunnudag flutti Clinton loka- ávarpið á ráðstefnunni um Konur og lýðræði og þegar ráðstefnunni hafði verið slitið þakkaði hún persónulega þeim, sem að henni stóðu, jafnt há- um sem lágum. Fyrir utan hliðardyr á Borgarleikhúsinu kvaddi Davíð Oddsson Clinton fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, sem var gestgjafi hennar. Hún hélt síðan til Keflavíkur í glæsibifreiðinni, sem sérstaklega var flutt til landsins til að flytja hana milli staða, og sté án viðhafnar um borð í flugvél flughersins af gerðinni Boeing 707 og hélt á braut. Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Galant. Nýskráður 2.12.1998. Ekinn 10.000 km. 4 dyra, sjálfskiptur, rauður. Ásett verð kr. 2.050.000. Nánarí upplýsingar hjá Bíla- þingi Hekiu í síma 569 5500. Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 . BÍLAÞINGÍEKLU Nvmok e-ift í notv?vM t>í!vm/ Laugavegi 174.105 Reykjavfk, sími 569-5500 www.bilathinq.is • www.bilathinq.is • www.bilathinq.is Fékk að mynda með fjölmiðlum ÞEGAR Hillary Clinton, forseta- frú Bandaríkjanna, kom til Islands á föstudag tóku menn eftir því að meðal Ijósmyndara og kvikmyndatökumanna, sem fylgdust, með á sérstökum palli, stóð 11 ára drengur og mund- aði kvikmyndatökuvél fagmann- lega. „Eg var að fylgja frænda mín- um á flugvöllinn og ákvað að taka með mér myndavél til að fylgjast með þegar hún kæmi,“ sagði Ásgeir Erlendsson. Hann bar upp ósk sína við Iög- regluþjóna á staðnum og eftir að skotið hafði verið á fundi banda- riskra öryggisvarða, sýslumanns og lögreglu var ákveðið að hann skyldi fá að vera meðal fjölmiðla- manna. Ásgeir stóð því fremstur í flokki þegar forsetafrúin ienti og náði fyrirtaksmyndum af komu hennar. Morgunblaðið/Ásdís Yfirvöld þinga um það hvort Ásgeir Erlendsson (fyrir miðju), 11 ára drengur úr Reykjavík, eigi að fá að mynda komu Hillary Clinton ásamt fiölmiðlamönnum á Keflavíkurflugvelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.