Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Melarnir í Melasveit græddir upp í áætlun um landbætur við Hafnarfjall Hafnarskógur í Borgar- fírði verður tvöfaldaður Hafnarskógur tvöfald- ast að stærð og víðáttu- miklir melar verða græddir upp í land- bótaáætlun fyrir svæð- ið undir Hafnarfjalli. Auk þess verður gerð tilraun til að nota skjól- belti til að skýla þjóð- veginum fyrir hinum illræmdu vindsveipum af Hafnarfjalli. Helgi Bjarnason kynnti sér áform og framkvæmdir. HAFNAR eru fram- kvæmdir við landbætur við Hafnarfjall í Borg- arfirði. Melar verða græddir upp og Hafnarskógur tvöfaldaður til austurs. Þá er von- ast til að með skjólbeltum og trjá- rækt verði hægt að minnka vind á þjóðveginum undir Hafnarfjalli. Landeigendur standa fyrir verk- inu í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og fleiri aðila, með fjár- hagslegum stuðningi Umhverfis- sjóðs vei;siunarinnar. Grdður viðkvæmur vegna vindálags Markaðsráð Borgfirðinga hafði frumkvæðið að landbótum undir Hafnarfjalli. „Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsráðs- ins, spurði hvort mögulegt væri að skýla þjóðveginum með trjám. Ég svaraði því til að ég teldi það líklegt en hvatti hana til að kanna möguleika á uppgræðslu alls svæðisins enda hefði Landgræðsl- an lengi haft áhuga á því. Og það gerði hún,“ segir Friðrik Aspelund, héraðsfulltrúi Land- græðslunnar og ráðunautur Skóg- ræktar ríkisins. Gerð hefur verið áætlun um rekstur verkefnisins og skipuð framkvæmdanefnd heimamanna. Friðrik segir að gróðri hafi hrakað mjög við Hafnarfjall vegna rangra aðferða við landnýt- ingu miðað við aðstæður, bæði vegna skógarnytja og beitar. Gróðri sé enn að hraka og landið nú komið úr öllu samræmi við það sem ætti að vera. Svæðið er sér- staklega viðkvæmt vegna mikils vindálags þegar vindur stendur af fjalli og þarf því trjágróður til að skýla jarðvegi. Þegar skógur og kjarr eyðast er þess ekki langt að bíða að gróðurþekjan rofni og jarðvegurinn fjúki burt. Svæðið einkennist af uppblásn- um melum. Tekur sveitin reyndar nafn sitt af þeim og heitir Mela- sveit. Hafnarskógur er talinn einn af merkari birkiskógum landsins og hefur skógræktarfólk í Borg- arfirði lengi haft áhuga á að bjarga honum. Friðrik segir að stórt skref hafi verið stigið í því efni þegar skóglendið neðan þjóð- vegar var friðað fyrir beit fyrir um áratug. Þjóðveginum skýlt „Markmiðið er að breyta illa förnu og illa nothæfu landi í nytjaland og að varðveita Hafnar- Morgunblaðið/RAX Eftir að skógurinn eyðist fer gróðurþekjan fljótlega að rofna vegna mikils vindáiags undir Hafnarfjalli, eins og sést á því svæði sem Sigvaldi Ásgeirsson (t.v.), formaður Félags skógarbænda á Vesturlandi, og Friðrik Aspelund, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins, eru hér að skoða. Röng landnýting hefur leikið svæðið við Hafnarfjall grátt í bókstafleg- um skilningi. Hér eru geitur á beit í kjarri sem er á hverfanda hveli við rætur Hafnarfjalls. Sáð í uppblásna mela í Melasveit. skóg. Hliðarmarkmið er að skýla þjóðveginum og helst að losna þannig við einn helsta farar- tálmann á leiðinni milli Reykja- víkur og Borgarfjarðar og jafnvel á leiðinni frá Reykjavík til Akur- eyrar,“ segir Friðrik þegar hann er spurður um markmið verkefn- isins. I upphafí beinist uppgræðslan að svæðinu meðfram Hafnarfjalli, frá Leirá að Grjóteyri. Þetta er verst farna svæðið og mikilvægast að bæta úr því en Friðrik segir að starfið hafi áhrif út fyrir þetta svæði og stefnan sé að úthýsa ekki nágrönnum sem hafi áhuga á að vera með. Landsvæðið er 4000 hektarar að flatarmáli og tilheyrir tíu jörðum í Leirár- og Mela- hreppi og Borgarfjarðarsveit. Landið er notað til beitar og því þarf að friða uppgræðslusvæðin með girðingum. Friðrik segir stefnt að því að græða upp allt ógróið láglendi og við það verði beitt þeim aðferðum sem taldar eru árangursríkastar á hverjum stað. Lúpínu verður sáð í stærstu melana en grasfræi á ákveðnum svæðum auk þess sem allur fáan- legur búfjáráburður verður not- aður. Utan Hafnarskógar verður landinu skýlt með skjólbeltum. Ekki hróflað við Hafnarfjalli Hafnarskógur verður meira en tvöfaldaður til austurs, í sam- vinnu verkefnisstjórnar og Skóg- ræktarfélags Borgarfjarðar, auk þess sem stuðlað verður að endur- nýjun og sjálfgræðslu í núverandi skóglendi. Skógurinn er nú um Q ^ Straumeyri * “^^IgPir' ^,Leirá Skortiolt; LEIRÁRSVEIT Grjóteyri 150 hektarar að stærð og verður um 300 hektarar þegar verkefn- inu lýkur. Við stækkunina verður eingöngu notast við fræ og plönt- ur af Hafnarskógarkvæmi. Segir Friðrik ekki ólíklegt að í Hafnar- skógi felist verðmætt erfðaefni vegna þess að skógurinn hefur þolað óvenjumikið vindálag, sjáv- arseltu og mikla beit. Á vegum Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá eru hafnar samanburðarrannsóknir á birki úr ýmsum skógum sem eiga að skera úr um þetta. Áætlað er að framkvæmd áætl- unarinnar taki um fimmtán ár. Friðrik vonast til að eftir tíu ár verði allt svæðið fyrir sunnan Hafnarfjall gróið að nýju og þriggja til sex metra há tré í skjólbeltum við veginn. Frá þjóð- veginum mun svæðið líkjast skógi en á bak við verða ennþá bláar lúpínubreiður. Lúpínan mun síðar hopa og annar gróður taka við en það fer að nokkru eftir notkun landsins með hvaða hætti það ger- ist. Að mestu ógrónar skriður Hafnarfjalls setja mestan svip á: landslagið á þessum slóðum. Frið- rik segir að fjallið sjálft verði al-: veg látið í friði. „Við teljum þaði ekki okkar hlutverk að græða það upp, enda verkefnin næg og búast: má við deilum um þá framkvæmd. ] Hins vegar má reikna með að frið-, un svæðisins leiði til þess að skriðurnar grói smám saman en: það gerist á mjög löngum tíma. Melarnir eru einnig einkenn- andi fyrir Melasveitina. Friðrik segir að melarnir við veginn og upp að Hafnarfjalli verði allir græddir upp. Hins vegar verði skildir eftir melar ofan á jökul-j ruðningunum í landi Skorholts og' Fiskilækjar. En einnig þeir melar, muni smám saman gróa upp ef þeir verða friðaðir fyrir beit. Útivistargildi eykst Landbætur miðast fyrst og fremst við að gera landið betra til landbúnaðarnota. Landeigendur og ábúendur jarðanna mega nýta landið á þann hátt sem þeir vilja að uppgræðslu lokinni svo fremi sem ekki verði gengið á gróður. Jafnframt er gert ráð fyrir því að uppgræðslan auki útivistargildi svæðisins og möguleika til ferða- þjónustu enda stutt frá höfuð- borgarsvæðinu. Er því tekið mið, af útivistarmöguleikum við skipu-f lagningu landbóta. I sumar og haust hefur verið: unnið að áætlanagerð og öðrum: undirbúningi. Byrjað hefur verið á girðingum og undirbúin ræktun: skjólbelta við þjóðveginn á Narfa-: staðamelum. Verið er að sá lúpínu j og grasfræi sunnan Hafnarfjalls. ! Áætlað er að landbótaaðgerðir'; kosti samtals 130 milljónir kr.: Umhverfissjóður verslunarinnar,' svokallður pokasjóður, hefur ákveðið að veita 6,5 milljónir til uppgræðslunnar í ár og vonast Friðrik til að framhald verði á stuðningi sjóðsins. Landgræðslanþ Vegagerð ríkisins og fleiri ríkis-f stofnanir leggja fram fé á móti og| vonast er til þess að fleiri aðilari! styi’ki verkefnið. Hagkvæm uppgræðsla Friðrik Aspelund segir að land- bætur undir Hafnarfjalli .séu fram- arlega í forgangsröðinni %á Land- græðslu og Skógrækt ríkisinsí einkum vegna gildis Hafnarskógai; sem nú verði friðaður og stækkað- ur. Þá felist í verkefninu merk til- raun til að nota trjágróður til að skýla þjóðveginum. „Uppgræðsla á þessu svæði er hagkvæm, við ná- um að endurheimta mikið land með litlum kostnaði. Ekki spillir það fyi’ir að landið er í alfaraleið og landsmenn fá þar tækifæri til að fylgjast með árangri upp- græðslustarfsins. Þessi mann- gerða eyðimörk hlýtur að vera þyrnir í augum allra þeirra vegfar- enda sem eitthvað hugsa um um- hverfisvernd," segir Friðrik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.