Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 25 ÚRVERINU Vísar ásökunum á bug Byggður að banda- rískri fyrirmynd TRAUSTI Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Traustrar þekkingar ehf., segir hugmynd að fiskflokkara sem byggist á sömu aðferðafræði og flokkarar þeir sem flokkarafyrir- tækið Style ehf. framleiði, sé löngu þekkt bæði hér á landi og erlendis og því sé aðferðin eldri en fyrirtækið sjálft. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á laugardag hefur Style ehf. kært Trausta þekkingu ehf. fyr- ir að eigna sér hönnun á smíði fisk- flokkara. Trausti segist hafa boðið flokkun- arvél fyrir fisk frá Ryco í Seattle til sölu á Islandi sem og erlendis lengur en Style hefur boðið sína núverandi gerð af flokkunarvél. Hann segir myndir og teikningar sýna svo ekki verður um villst að hér sé um að ræða sömu vélina. „Umsókn Style um einkaleyfi til að flokka fisk með þessari aðferð er hins vegar lögð fram mun síðar en við buðum sams konar vél til sölu hérlendis. Ragnar Magnússon, hjá Style ehf., sem mik- ið hefur verið í Bandaríkjunum, hef- ur líklega séð vélina þar. Vélin virk- ar þar og Style hefur yfirfært þessa þekkingu til Islands og gert að sinni. Við höfum ekki eignað okkur hönn- un á þeirri vél sem Style býður eins og Style heldur fram. Við bjóðum einungis vél byggða á bandarískri hugmynd og fyrirmynd." Sambærilcgur flokkari fram- leiddur í kringum 1960 Trausti segir að árið 1960 hafi verið framleidd flokkunarvél á Is- landi sem notuð var fyrir síld sem byggst hafi á sambærilegri virkni og bandaríska vélin frá Ryco í Seattle. „Sú vél var framleidd af fyrirtæki sem hét Norma og voru margir tug- ir slíkra véla í notkun hérlendis á ár- um áðui'. Sá sem stóð fyrir þessari framleiðslu hjá Norma var Steinar Steinsson sem er nú meðumsækj- andi Ragnars Magnússonar. Ná- kvæmlega hvaða fyrirmynd Norma hafði á sinni tíð er mér ekki kunnugt um. Hins vegar er víst að vélin sem nú er sótt um einkaleyfi fyrir bygg- ist á sams konar færibandi og sömu aðferðafræði og þessar gömlu síld- arflokkunarvélar frá Norma. Það getur ekki verið hægt að sækja um einkaleyfi núna á vél sem byggist á nákvæmlega sömu aðferðafræðinni og notuð var um áraraðir í síld á Isl- andi. Auk þess væri hægt að nefna mörg fleiri dæmi um svipaðar vélar til að flokka til dæmis grænmeti af ýmsum gerðum." Trausti segir deilur um hugmynd að umræddri fiskflokkunarvél ekki nýjar af nálinni en hins vegar sé ljóst að flokkaraframleiðandinn Style ehf. hafi ekki fundið upp flokkarann eins og hann haldi fram. „Við höfum reynt að skýra okkar mál en margsinnis orðið fyrir að- kasti frá Style og Ragnari Magnús- syni fyrir vikið. Nú keyrir um þver- bak og neyðumst við nú til að veija okkur fyrir dómstólunum gegn þessum ofsóknum. Okkur þykir hart að þurfa að eyða í þetta mál dýr- mætum tíma en hjá því virðist ekki verða komist úr því sem komið er,“ segir Trausti Eiríksson. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Magnús Kr. Guðmundsson fóðrar þorskinn. Framhaldseldi á þorski MAGNUS Kr. Guðmundsson, skipstjóri á Tálknafirði, hefur út- búið kvíar til framhaldseldis á þorski. Kvíarnar eru staðsettar framundan Hvammeyri í vestan- verðum Tálknafirði, rétt innan við Sveinseyrarodda og fram af Tunguhlíð, innan við þéttbýlið á Tálknafirði. Aður voru kvíarnar notaðar við laxeldi sem nu hefur verið lagt af. Að sögn Magnúsar er hér um tilraun að ræða, sem unnin er í samráði við sjávarútvegsráðu- neytið og Fiskistofu. Fiskinn sem settur hefur verið í nótina hefur Magnús, ásamt fleirum, veitt á bát- um í eigu Þórsbergs ehf., ýmist á handfæri eða línu, hér í Tálknaf- irði. Einnig var veitt í dragnót. Við sleppingu í kvíarnar var gengið út frá ákveðinni meðalþyngd á fiskin- um en fiskurinn hefur verið alinn á loðnu og ýmsu öðru sem til fellur á staðnum. Ráðgert er að slátra fiskinum þegar kemur fram á haustið. Þá kemur væntanlega í ljós hver þyngdaraukningin hefur orðið og hvort þessi aðferð er hagkvæm. Kvótann sem þarf í þessa tilraun tekur Magnús af bátum í eigu Þórsbergs ehf. og miðast hann við þyngdina á fiskinum þegar hann fer í nótina. Að sögn Magnúsar er þetta ein leiðin sem mönnum hefur dottið í hug að reyna til að gera sem mest úr þeim veiðiheimildum sem til ráðstöfunar eru og auka þannig verðmæti sjávaraflans. Ef þú vilt verða góður veiðimaður er tvennt sem þú þarft að hafa í huga. Annars vegar að vera alltaf í viðbragðsstöðu þegar bráðin gefur færi á sér. Það kemur með æfingunni. Hins vegar að láta veðrið aldrei spilla fyrir þér góðum veiðidegi. Byrjaöu ferðina í nýju útivistarversluninni okkar í Kringlunni til að bjarga því. Ertu til? NANOQ+

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.