Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 26

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kristilegir demókratar bæta verulega við fylgi sitt í Berlín Líkur taldar á áframhaldi samstarfs CDU og SPD Berlin. Morgunblaðið. Leiðtogar SPD og CDU þeir Walter Moraper og Eberhard Diepgen bíða eftir að komast í sjónvarpsviðtöl á kosninganótt. KRISTILEGIR demókratar (CDU) undir forystu Eberhard Diepgen standa uppi sem sigurvegarar lands- þingskosninganna í Berlín á sunnu- daginn en flokkurinn hlaut 40,6% at- kvæða. Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma (PDS) sem hlaut 17,7% atkvæða jók líkt og CDU fylgi sitt um rúm þrjú prósentustig. Jafnaðar- mannaflokkurinn (SPD) sem hlaut 22,4% atkvæða tapaði minna fylgi en búist var við eða rúmu einu prósenti. Græningjar biðu mikinn ósigur í kosningunum, féllu niður fyrir tíu prósentin (9,9%) og töpuðu 3,3 pró- sentustiga fylgi frá því í kosningun- um 1995. Aðalritari CDU, Angela Merkel, fagnaði því að Kristilegir demókratar skyldu hafa sigrað í öll- um sjö landsþingskosningum þessa árs og sagði úrslitin besta árangur CDU í vesturhluta Berlín í sögu flokksins. Það sem vakið hefur mesta athygli fjölmiðla, stjórnmálamanna og stjórnmálaskýrenda er sú staðreynd að hin pólitíska gjá milli Austur- og Vestur-Berlínar hefur stækkað. CDU hefur nú tæplega 50% fylgi í vesturhlutanum eða tæplega helm- ingi meira fylgi en í austurhlutanum. PDS hefur hins vegar tæplega 40% fylgi í Austur-Berlín sem er um tífalt fylgi flokksins í Vestur-Berlín. Di- epgen, sem verið hefur borgarstjóri Berlínar í samtals fjórtán ár, segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að borgir sem voru aðskildar í fjóra áratugi verði að samlyndri einingu á nokkrum árum. Ljóst er að Berlín endurspeglar gjá þá sem enn skilur Austur- og Vestur-Þýskaland að. Gregor Gysi, leiðtogi PDS á sambandsþinginu, segir flokk sinn leitast við að brjóta niður þá múra sem enn er að fmna í Berlín. Hann sagði að þar sem PDS hefði að undanförnu helst verið að auka fylgi sitt á landsbyggðinni svo og í minni borgum væri það fagnað- arefni að flokkurinn næði nú svona mikilli fylgisaukningu í höfuðborg- inni. Jafnframt væri það mjög já- kvætt að flokkurinn hefði aukið fylgi sitt jafnt í austur- sem í vesturhluta borgarinnar en í Vestur-Berlín hefur flokkurinn nú 4,4% fylgi. En þrátt fyrir góðan árangur er PDS þó langt frá því að halda í stjómartaumana. Nánast allir hinir flokkarnir gagnrýna PDS fyrir að vera með lýðskrum, gefa loforð sem útilokað sé að fjármagna og margir kjósendur flokksins virðast þeirrar skoðunar að hann eigi ekki erindi í stjórn. Og þrátt fyrir að PDS hafi nú aukið við fylgi sitt í Vestur-Berlín er flokkurinn almennt langt frá því að ná þeim 5% í sambandslöndum Vest- ur-Þýskalands sem þarf til að kom- ast inn á landsþing. Lakasti árangur SPD eftir stríð Tap Jafnaðarmanna er misslæmt eftir því í hvaða ljósi niðurstaðan er skoðuð. Árangur SPD var lakasti ár- angur flokksins í Berlín eftir síðari heimsstyrjöld. Eldri kynslóð jafnað- armanna man enn þá tíð þegar Willy Brandt var borgarstjóri Vestur- Berlínar og tryggði flokknum 62% fylgi í kosningunum 1963. Á þeim tíma var flokkurinn ennþá hefðbund- inn verkamannaflokkur og tæplega helmingur vinnufærra Berlínarbúa voru verkamenn. I millitíðinni hefur verkamönnum fækkað um helming í Berlín og Jafn- aðaimannaflokkurinn er farinn að markaðssetja sig sem flokk hinnar „nýju miðju“. Þessi stefnubreyting virðist þó ekki ætla að skila árangri. Séu úrslit kosninganna sl. sunnudag ekki skoðuð í ljósi minninga eldri kynslóðarinnar heldur með hliðsjón af öðrum kosningum þessa árs er niðurstaðan lítið meira fagnaðarefni. Fylgistapið í Berlín (1,2 prósentu- stig) markar sjöunda skipti sem fylgi flokksins hefur dregist saman í landsþingskosningum á þessu ári. Sé þetta haft í huga er skiljanlegt að Franz Miintefering, framkvæmda- stjóri SPD, hafi beitt öðrum mæli- kvarða við túlkun úrslitanna. Hann sagði úrslitin til marks um það að flokkurinn væri nú að ná sér upp úr mestu lægðinni og hefði í raun tapað litlu fylgi miðað við síðustu fjórar kosningar. Stjórn SPD virðist fegin að ekki fór verr enda hafði því verið spáð að fylgi flokksins færi jafnvel undir 20%. Margir þeirra sem voru óá- kveðnir síðustu daga fyrir kosningar virðast hafa kosið SPD, kannski til að bjarga því sem bjargað varð. Muntefering sagði sambandsstjórn- ina undir forystu Helmut Kohl bera ábyrgð á því að núverandi ríkisstjórn þurfi að grípa til sparnaðaraðgerða og að slíkar aðgerðir veiti PDS aukið svigrúm. Hann sagði kristilega demókrata styrkja stöðu PDS enn frekar með því að gagnrýna nauð- synlegar sparnaðaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Stjórnarandstaðan svaraði fyrh- sig með því að minna á að skuldasöfnun landsins hafi verið óhjákvæmileg í kjölfar sameiningar Þýskalands. Lafontaine túlkar fylgishrun SPD Sama kvöld og úrslit kosninganna lágu fyrir veitti Lafontaine fyrsta sjónvarpsviðtal sitt eftir að hann sagði af sér. Hann sagði helstu ástæðu þess að SPD hefði sigrað í sambandsþingskosningunum fyrir rúmu ári þá að CDU hefði ekki veitt spurningunni um félagslegt réttlæti nægilegt rými. Eftir sambands- þingskosningarnar hefði SPD gert sömu mistök og kristilegir demókratar og því hefði PDS tekist að auka fylgi sitt á kostnað SPD með slagorðinu „félagslegt réttlæti". Að- spurður hvort hann hefði hugleitt þann möguleika að ganga til liðs við PDS brosti Lafontaine og sagði slík- ar vangaveltur fjarstæðu. Að þessu sinni var það þó ekki SPD heldur Græningjar sem fengu versta skellinn. Flokkurinn virðist vera á góðri leið með að tapa ímynd sinni eftir rúmt ár í sambandsstjórn- inni. Hann virðist ekki ná málefnum sínum í gegn innan stjórnarsam- starfsins, friðarsinnar hafa snúið baki við flokknum eftir loftárásirnar á Kosovo og hinir flokkarnir hafa lagt aukna áherslu á umhverfismál. Þótt utanríkisráðherrann, Joschka Fischer, sé vinsælasti stjórnmála- maður Þýskalands hafa vinsældir þessar lítil áhrif á gengi flokksins í kosningum. Annar flokkur sem á í erfiðleikum með að bjóða kjósendum sannfærandi ímynd er Flokkur frjálsra demókrata (FDP) sem enn á ný fékk minna fylgi en hægri öfga- flokkur Repúblíkana (REP) eða 2,3%. Diepgen hefur þegar boðið SPD til viðræðna um áframhaldandi samsteypustjórn. Sem fyrr vill vinstri vængur SPD svo og ungir jafnaðarmenn að flokkurinn fari í stjórnarandstöðu en þó er talið nán- ast öruggt að samsteypustjórnin verði endurnýjuð. Kosningarnar í Berlín voru síðustu landsþingskosn- ingar í Þýskalandi á þessu ári. I febrúar á næsta ári verða síðan landsþingskosningar í Schleswig Holstein og í maí verður kosið í Nordrhein-Westfalen. Hofer ekki sleppt HELMUT Hofer, þýzkum kaupsýslumanni sem dæmdur var til dauða í Iran fyrir að hafa átt vingott við innfædda stúlku, var formlega tilkynnt í gær að sá dómur væri úr gildi felldur. Þrátt fyrir það er honum enn haldið í fangelsi í Teheran. Dómstóll í Teheran lýsti hinn 29. september Hofer sýknan saka af þeirri ákæru sem hann var upphaflega dæmdur fyrir en lögmaður hans fékk dóminn fyrst í hendur í gær. Hofer er gert að greiða 100 milljónir ri- ala, um 2,5 milljónir króna, í sekt. Dómari sagði í gær að þrátt fyrir þetta yrði Hofer ekki látinn laus í bráð. Heyrzt hefur að írönsk stjórnvöld hyggist kæra Hofer fyrir njósnir. Haider segir sósíaiista ófrægja sig JÖRG Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins í Austurríki, heldur li við argent- ínska dag- blaðið La Nacion í gær, að sósíalistar allra landa standi saman að því að ófrægja sig sem útlend- inga-, gyð- inga- og kyn- þáttahatara. ,Að baki þessu er samstarf sósíalista- hreyfinga út um allan heim, sem vilja styðja við bakið á austurríska sósíalistaflokknum, sem tapaði kosningunum," er haft eftir Haider. í viðtalinu beindi hann sjónum einkum að meintri gyðingaandúð sinni. „Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með gyðinga; það eru gyðingar í flokknum okkar og meðal þingmanna hans eru gyðingar, þar á meðal er einn sem á sæti á Evrópuþinginu," sagði Haider. Dæmd fyrir morðæði SANNA Sillanpaá, ung fínnsk kona sem skaut þrjá til bana og særði tvo í æðiskasti í miðborg Helsinki í febrúar sl., var í gær sakfelld fyrir þrefalt manndráp og tvöfalda tilraun til mann- dráps og gert að dveljast á geð- sjúkrahúsi. Henni var ennfrem- ur gert að greiða aðstandend- um fórnarlambanna allháar fjárhæðir í skaðabætur. Sillan- paa hefur enga ástæðu gefið fyrir skotæði sínu. Sjálfsvígsflug í Botswana FLUGMAÐUR Air Botswana eyðilagði í gær með sjálfsvígs- flugi allar flugvélar flugfélags- ins utan eina. Flugmaðurinn, Chris Phatswe, tók á loft frá Gabarone-flugvelli og flaug í hringi í tómri ATR-42-flugvél unz eldsneytið vai- á þrotum. Þá tilkynnti hann flugturni að hann hygðist svipta sig lífi. Hann steypti vélinni niður á aðrar tvær ATR-vélar á fiug- vellinum sem eyðilögðust í miklu eldhafí. Enginn annar fórst en Phatswe, sem hafði verið meinað að fljúga vegna heilsubrests, að því er netmiðill BBC greindi frá. Ráðist gegn ólöglegum landnema- byggðum Jerúsalcm. AFP. EHUD Barak, forsætisráð- herra Israels, hyggst láta leysa upp nokkrar ólöglegar land- nemabyggðir gyðinga á Vestur- bakkanum. Víst er talið að þannig muni hann reita land- nema og harðlínumenn í ísra- elskum stjórnmálum til reiði, en ákvörðunin hefur einnig vakið óánægju Palestínu- manna. Barak, sem í síðustu viku varaði við því að hann myndi ekki láta kröfur landnema hafa áhrif á friðarstefnu sína, var á sunnudag falið vald af sérstakri ráðherranefnd til að taka ákvörðun um framtíð 42 land- nemabyggða. Talsmaður hans sagði í gær að forsætisráðherr- ann myndi einhvern næstu daga gefa fyrirskipun um að sumar byggðirnar yrðu rýmd- ar, en hann vildi ekki gefa upp um hvað margar byggðir væri að ræða. vsrmmmtm&m Rannsókn lestarslyssins í London Tala látinna líklega nær þrjátíu en fjörutíu London. Reuters. BRESKA lögreglan sagði í gær að tala látinna í lestarslysinu nálægt Paddington-stöðinni í London í vik- unni sem leið væri nú nær 30 en 40 og að ef til vill yrði aldrei hægt að ákvarða nákvæma dánartölu. „Svo kann að fara að við vitum aldrei hversu margir voru í lestinni,“ sagði Andy Trotter aðstoðarlög- reglustjóri við fréttamenn. „Talið er að 30-40 hafí dáið, en talan er líklega nær 30.“ Að sögn lögreglunnar var leit að líkunum um það bil að ljúka í gær, sex dögum eftir að tvær farþegalest- ir rákust saman með þeim afleiðing- um að eldur blossaði upp í nokkrum vagnanna. Ný stofnun á að hafa eftirlit með öryggismálunum Áreksturinn hefur valdið mikilii gremju meðal almennings í Bret- landi og lestarfyrirtækin hafa verið sökuð um að hafa lagt meiri áherslu á að græða peninga en að auka ör- yggi lestanna eftir að stjórn Ihalds- ílokksins einkavæddi lestarkerfíð fyrir þremur árum. Stjórn Verkamannaflokksins gaf til kynna um helgina að Railtrack, fyrirtæki sem rekur járnbrautir og stöðvar sem rúmlega 20 lestarfyrir- tæki nota, yrði svipt því hlutverki að hafa umsjón með öryggismálunum. „Öll fyrirtæki bera ábyrgð á ör- yggismálum sínum en við teljum að hér séu hagsmunaárekstrar," sagði John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra, sem fer með samgöngumál í stjórninni. Prescott kvaðst hafa fengið skýrslu á síðasta ári þar sem lagt hefði verið til að komið yrði á fót nýrri öryggisstofnun sem hefði eftir- lit með lestarkerfínu og „ætti að vera óháð og undir opinberri stjórn“. í skýrslu breskra yfirvalda um frumrannsókn slyssins kom fram að lestarstjóri annarrar lestarinnar hefði virt rautt stöðvunarljós að vettugi skömmu fyrir áreksturinn. Lögreglan sagði að upplýsingar úr upptökutæki í „svarta kassanum" í lestinni yrðu líklega gerðar opinber- ar á næstu dögum. Gerald Corbett, forstjóri Rail- track, sagði á sunnudag að fyrirtæk- ið myndi ekki leggjast gegn því að það yrði svipt öryggishlutverkinu en bætti við að ekki væri hægt að kenna því um slysið þar sem „ljósin sýndu rautt og voru í lagi“. Trotter sagði að aðeins eitt lík hefði fundist í aftasta vagni annarrar lestarinnar, en talið hafði verið að allt að 50 manns kynnu að hafa farist í honum. Alls hafa 30 lík fundist og tala lát- inna hefur lækkað smám saman þar sem margir þeirra sem saknað var í fyrstu reyndust vera heilir á húfí. Lögreglan sagði að símagöbb hefðu torveldað henni að ákvarða ná- kvæma dánartölu. i s-át'.a i »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.