Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 28

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fást i hyngingamuverslunum um lantl allt IfÖ Stflhrein Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvfvirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara TCÍ1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 Þingkosningar í Portúgal um helgina Deilt á kaþólsku kirkjuna Eidinborg. Reuters. KAÞÓLSKA kirkjan í Skotlandi hefur valdið hörðum deilum með þeirri ákvörðun sinni að bjóða fjöl- skyldu tólf ára ófrískrar stúlku fjár- hagsaðstoð velji stúlkan að fæða barnið. Hópar sem eru fylgjandi fóstureyðingum hafa harðlega gagnrýnt tilboð kirkjunnar og segja að það jafngildi mútum og að lífi og heilsu stúlkunnar sé stefnt í voða með því að leggja á hana að ganga með barnið. „Kaþólska kirkjan lifir í drauma- landi ef hún telur það virkilega að það sé tólf ára stúlkum fyrir bestu að ganga með böm,“ er haft eftir formanni samtaka sem berjast fyrir endurskoðun löggjafar um fóstur- eyðingar í Bretlandi. Aðstoðin sem kirkjan býður er hluti umdeildrar áætlunar sem kar- dináli í Glasgow, Thomas Winning að nafni, kom á fót fyrir tveimur ár- um. Áætlunin styrkir ófrískar kon- ur á margvíslegan hátt ef þær kjósa að fæða börnin fremur en gangast undir fóstureyðingu. Þegar hafa um 200 konur verið styrktar á vegum áætlunarinnar, þeirra á meðal fjór- tán ára stúlka frá Glasgow. ERLENT Minnihluta- stjórn sósíalista heldur velli Allt á floti í SA-Mexíkó FLÓÐ af völdum úrhellisrigningar halda áfram að valda usla í suð- austurhluta Mexíkó. Hér sést hvemig umhorfs er í þorpinu Tecolutla í mexíkóska fylkinu Ver- acmz. Yfir 253.000 manns hafa þurft að flýja heimili sfn í fylkjun- um Veracmz, Puebla, Hidalgo og Tabasco vegna hamfaranna und- anfarna viku. Stjómmálamenn og fólk sem misst hefur hcimili sín gagnrýna ríkisstjómina fyrir seinagang í viðbrögðum við flóðunum og saka hana um að grípa ekki til fullnægj- andi ráðstafana. I Villahermosa, höfuðstað Tabasco-héraðsins, stóðu hundmð íbúa fyrir vegar- tálma á þjóðveginum til að mót- mæla því að sandpokahleðslur sem ætlað var að veija mannvirki í bænum fyrir flóðskemmdum hefðu gert illt verra og að sú aðstoð sem frá stjórnvöldum kæmi væri of lítil og of sein. Lögregla barði og handtók marga í hópi mótmæl- enda. Og í Teziutlan, fjallaþorpi um 175 km austur af Mexíkóborg þar sem nærri 100 lík vom grafin út úr eðjuflóði sem eyðilagði stóran hluta þorpsins, kenndu margir sljómvöldum um live illa fór vegna þess hve ríkisstjómin var sein til að senda hermenn á stað- inn til hjálpar. Þeir komu ekki þangað fyrr en tveimur sólar- hringum eftir að aurskriða féll á þorpið. „Hefði herinn komið fyrr hcfðum við sennilega getað bjarg- að 30-50 manns,“ sagði einn þorpsbúa í jarðarför tveggja bam- ungra frænda sinna. Eraesto Zedillo, forseti Mexfkó, heimsótti flóðasvæðin á föstudag og laugardag. Hann kallaði flóðin mestu hamfarir sem yfir landið hefðu riðið í heilan áratug og hét því að meiri aðstoð og sérþjálfaðir hermenn yrðu sendir á svæðið til að hjálpa nauðstöddu fólki. Hætta á farsóttum hefur aukizt á flóðasvæðunum vegna mengunar drykkjarvatns og flugnafaraldurs. Reuters Dr. Giinter Blobel á rannsóknastofu sinni í Rockefeller-háskóla. Gttnter Blobel fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði Uppgötvaði leið- arvísi próteina Stokkhálmi. AP. DR. GUNTER Blobel, sem starfar við Rockefeller-háskólann í New York, fær Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði á þessu ári. Hlýtur hann þau fyrir rannsóknir sínar á próteinum en þær hafa varpað ljósi á ýmsa arf- genga sjúkdóma. Blobel, sem er 63 ára að aldri og fluttist til Bandaríkjanna frá Þýska- landi fyrir mörgum árum, uppgötv- aði, að próteinin eru búin eins konar lykli eða merki, sem segir frumunum hvert þau eigi að fara. Ralf Petters- son, prófessor í sameindaliffræði við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi, sagði, að þessum merkjum mætti líkja við miða með heimilisfangi. An hans gæti próteinið ekki ratað rétta leið. Þá sagði Pettersson, að rann- sóknir Blobels hefðu leitt til aukinnar og betri notkunar frumna við fram- leiðslu á próteinum til lyfjafram- leiðslu. Það var snemma á áttunda ára- tugnum, að Blobel fann leiðarvísi próteinanna og næstu 20 árin var hann við rannsóknir á sameinda- fræðilegri verkun vísanna. Skýrt verður frá því í Stokkhólmi í dag, þriðjudag, hveijir fá Nóbels- verðlaunin í eðlis- og efnafræði og á morgun í hagfræði. Friðarverðlauna- hafi Nóbels verður kynntur á föstu- dag og þá í Osló eins og venja er til. Nóbelshátíðin sjálf eða afhending verðlaunanna verður 10. desember. Lissabon. AFP, AP. SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Portúgal, undir forystu Antonios Guterres forsætisráðherra, vann sannfærandi sig- ur í þingkosning- um á sunnudag en náði ekki hreinum þing- meirihluta. Minnihluta- stjórn sósíalista er fyrsta ríkis- stjórn Portúgals fem-n^ruenuUr Antonio kjon frá þyi lýð- Guterres ræði festi sig þar í sessi um miðjan áttunda áratug- inn. Strax eftir að niðurstöður út- gönguspáa voru birtar á sunnudags- kvöld þustu stuðningsmenn Sósí- alistaflokksins út á götur Lissabon til að fagna sigri en talsmenn Sósí- aldemókrataflokksins (PSD), helzta stjórnarandstöðuflokksins, viður- kenndu ósigur. Sósíalistar, sem fylgja efnahags- lífs- og Evrópusamhandsvinsam- legri stefnu, tryggðu sér 111 þing- sæti af 230, en búizt er við því að þegar talningu utankjörstaðaat- kvæða er lokið og kosningarnar hafa verið endurteknar i kjördæm- um þar sem þær voru sniðgengnar á sunnudaginn, muni flokkurinn standa uppi með 113 fulltrúa á þingi, einum fleiri en þeir höfðu á síðasta kjörtímabili. Jorge Coelho innanríkisráðherra sagði þessa niðurstöðu fela í sér umboð til jafnaðarmanna til að „halda áfram að stjórna landinu vel,“ þrátt f'yrir að hreinn meirihluti hefði ekki náðst. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin hafði Sósíalistaflokkurinn fengið 44% atkvæða en PSD 32,3%. Kjörsókn var aðeins um 62% en var 67% í síðustu kosningum árið 1995. Kosningabandalag kommúnista og græningja kom nú 17 fulltrúum inn á þing en hafði áður 15. Harð- línukommúnistar fengu nú tvo full- trúa kjörna á þing, en þetta er í fyrsta sinn sem það gerist. Þessir flokkar hafa mikla fyrirvara um að- ild landsins að Evrópusambandinu og vilja meiri ríkisútgjöld til félags- mála. Flokkur íhaldsmanna, Lýðflokk- urinn, fékk nú 14 þingmenn kjörna en hafði áður 15. Samtals er gert ráð fyrir að íhaldsmenn og Sósíalde- mókrataflokkurinn (sem í Portúgal er flokkur miðju-hægrimanna) fái 98 þingsæti þegar talningu atkvæða lýkur. Minnihlutastjórninni spáð meiri erfiðleikum Það mun verða miklum mun meiri vandkvæðum bundið fyrir minni- hlutastjórn sósíalista að stjórna landinu það kjörtímabil sem framundan er en á því síðasta, að mati leiðarahöfunda portúgalska dagblaðsins Publico í gær. „Miklar líkur eru á því að boðað verði til kosninga á ný áður en kjörtímabilið er úti,“ skrifar dagblaðið Diario de Noticias. Þar segir ennfremur að kommúnistar muni krefjast hás verðs fyrir að veita stjórnarfrum- vörpum framgang á þingi. A liðnum fjórum árum auðveldaði það framgang stjórnarlrumvarpa að sósíaldemókratar voru einnig fylgj- andi því að landið fengi að gerast stofnaðili að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu og sátu því hjá við afgreiðslu fjárlaga. Kommúnistar sátu einnig oft hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa sem hægrimenn voru andvígir. Nú segjast sósíalistar vilja hrinda í framkvæmd umfangsmiklum lög- gjafarumbótum í skattamálum, á réttarkerfinu og á sviði félags- og heilbrigðismála. Þeir segjast ekki hafa getað komizt áfram með þessi umbótaáform á liðnu kjörtímabili vegna þess að þeir höfðu ekki þing- meirihluta. Ljóst er að það mun ekki verða hlaupið að því að koma slíkum lykilfrumvörpum, sem og fjárlaga- írumvarpinu, í gegn um þingið. Stöð- ugleikasáttmáli aðildarríkja mynt- bandalagsins gerir að verkum að svigrúmið til breytinga á ríkisfjár- málum Portúgals er lítið. Viðræðum ljuki fyrir lok 2000 Tallinn. Reuters. RÁÐAMENN þeirra sex Mið- og Austur-Evrópuríkja, sem lengst eru komin á veg með að semja um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sögðu í gær að aðildarvið- ræðunum beri að ljúka fyrir lok næsta árs. „Við teljum að sambandið eigi að segja fljótlega hvenær það verður tilbúið til að fjölga aðildar- ríkjum. (...) Við teljum að viðræð- um eigi að ljúka fyrir árslqk 2000,“ sagði Jan Kavan, utanríkip- ráðherra Tékklands, á blaðá- mannafundi í Tallinn, þar sem hann og starfsbræður hans frá Eistlandi, Ungverjalandi, Pcil- landi, Slóveníu og Kýpur hittust til viðræðna um málið. Grænt Ijós á önnur sex Ríkin sex eiga í aðildarviðræð- um við ESB, en önnur sex ríki - Lettland, Litháen, Slóvakía, Búlgaría, Rúmenía og Malta - bíða þess að fá að hefja þær. Búizt er við að gefið verði grænt ljós á það á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Helsinki í desemb^r nk. Ríkisstjórnir annarra Evrópu- sambandsríkja hafa sýnt lítil við- brögð við tillögu Þjóðverja um ^ð í Helsinki verði samþykkti|r ákveðinn frestur, innan hvers stefnt verði að því að ljúka aðila- arviðræðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.