Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 31 LISTIR H.C. Andersen-verðlaunin Þau voru tilnefnd á heiðurslista IBBY-samtakanna og H.C. Andersen-verðlaunanna. Tvær listakonur tilnefndar TVÆR konur hafa verið tilnefndar til H.C. Andersen-verðlaunanna af SIUNG, samtökum barna- og ungl- ingabókahöfunda innan rithöfunda- sambandsins.Tilnefningin er í sam- vinnu við félagið Börn og bækur sem er íslandsdeild IBBY-samtak- anna. Tilnefndar voru þær Magnea Magnúsdóttir frá^Kleifum fyrir rit- höfundaferil og Aslaug Jónsdóttir fyrir myndlistarferil. H.C. Andersen-verðlaunin eru veitt fyrir listrænan feril og munu vera hin þekktustu og virtustu sem veitt eru fyrir barna- og unglinga- bækur í heiminum. I þetta sinn tóku 30 lönd þátt í tilnefningunum. Islenska dómnefndin var skipuð Margréti Gunnarsdóttur kennara, Kristínu Viðarsdóttur bókmenntaf- ræðingi og Kristínu Rögnu Gunn- arsdóttur teiknara. A bókamessunni í Bologna vorið 2000 verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaunin. Þar verður sýning á bókum allra sem tilnefndir voru og einnig á heiðurslistabókunum. Sýn- ingamar fara ennfremur á þingið í Cartagena og víðar. Þrjár bækur á heiðurslista Isl- andsdeildar IBBY Einnig hefur verið tilkynnt um þrjár bækur á heiðurslista íslan- dsdeildar IBBY í tengslum við heimsþing samtakanna sem haldið verður í Cartagena de Indias í Kól- umbíu í september árið 2000. Þær eru Návígi á hvalaslóð eftir Elías Snæland Jónsson, tilnefnd sem höf- undarverk; Málfríður og tölvu- skrímslið, eftir Sigrúnu Eldjárn, tilnefnd vegna myndlýsinga; In- díáninn í skápnum eftir Lynne Reid Banks tilnefnd vegna þýðingar Kri- stínar Thorlacius. Helga K. Einar- sdóttir bókavörður, Þuríður Jó- hannsdóttir bókmenntafræðingur og Asmundur K. Örnólfsson leik- skólakennari sátu í dómnefndinni. IBBY-samtökin starfa í 63 lönd- um og hafa það meðal annars að markmiði að gefa bömum hvar sem er í heiminum tækifæri til að njóta góðra bóka og hvetja til útgáfu á framúrskarandi skáldverkum og myndrænum verkum fyrir börn og unglinga. Vetrardagskrá fslensku óperunnar Morgunblaðið/Halldór Signý Sæmundsdóttir æfir Mannsröddina eftir Poulenc. Verkið verður sýnt í hádeginu á miðvikudögum hjá íslensku óperunni. Frumsýning á verkum Brittens og Poulenc DAGSKRÁ íslensku óperunnar veturinn 1999-2000 hefst með óper- utónleikum 14. og 15. október. Þar verða vinsæl verk óperubókmenn- tanna í flutningi Elínar Óskar Ósk- arsdóttur sóprans, Rannveigar Fríðu Bragadóttur mezzo-sóprans, Kolbeins Jóns Ketilssonar tenórs, Kórs Islensku óperunnar og Gerrits Schuil píanóleikara. Þá framsýnir íslenska óperan La voix humaine (Mannsröddin) eftir Francis Poulenc 27. október. Óper- an er í einum þætti, gerð eftir samn- efndu einleiksverki Jean Cocteau. Mannsröddin, sem er talið meðal bestu verka Poulenc, tekur um 40 mínútur í flutningi og verða sýning- ar í hádeginu á miðvikudögum. Flytjendur era Signý Sæmunds- dóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir en leikmynd og búningar era eftir Þóranni Sveinsdóttur. Þá verða einsöngstónleikar með Helgu Rós Indriðadóttur sópran- söngkonu við píanóundirleik Gerrits Schuil, 25. nóvember. Tónleikarnir era fyrstu opinbera einsöngstón- leikar Helgu Rósar hérlendis. Hún þreytti framraun sína í mars sl. við Stuttgart-óperana og í kjölfarið íylgdi fastur samningur við húsið. ðperutónleikar verða 14. desem- ber. Það era ungir söngvarar sem flytja óperaperlur við píanóundir- leik Gerrits Schuil. Þau era Emma Bell sópran, Finnur Bjarnason ten- ór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton Hinn 4. febrúar verður framsýnt verkið The Rape of Lucretia eftir Benjamin Britten. Meðal flytjenda eru Alina Dubik, Emma Bell, Anna Sigríður Helgadóttir, Finnur Bjarnason, Hrafnhildur Bjömsdótt- ir, Ólafur Kjartan Sigurðarson. Leikstjóri er Bodo Igesz og hljóm- sveitarstjóri Gerrit Schuil. Efnisþráðurinn fjallar um eyði- leggingu hins göfuga. Tónlist og texti lýsa átökum góðs og ills. Und- irtónn óperannar er spumingin um mátt kristinnar trúar til að skapa fegurra og betra mannlíf. £rtu á leið til útlanda? Flughótelið f Keflavík býður glæsilegt tilboð á gistíngu og bílageymslu Tveggja manna herbergi 5.900 kr. Eins manns herbergi 4.500 kr. Innífalid er morgunverbur, aAgangur að heilsurækt* með heitum pottl, gufubaól ogtækjasal, bfía- geymsla ÍP daga og aksturad Lelfsstöðfyrírþá morgunhressu*. •Akftur »6 LeifMtðí er eínungl( i íkveðnum tfmum: M. 06:10 og 0?:20. *Heitei»*ktin ef opin fr* mínudegí til fOstudags kl. 10.00 - 22,00 og feugtrtegog eunnudag M, 10:00.19-XlO, Gitdirfrá 1 nktáber 1999 til .70 aprMOOO FLUGHOTEL ICHAWDAII H OTEL S Dókunarcfml: 421 S222 haustlitirnir 24 .900 Handfrjáls búnaður • Taska • Verð aðeins afsláttur af öllum framhliðum á síma Aukabúnaður sem fylgir með... Hlaðinn aukabúnaði! Taska, framhlið og bakhlið á síma, handfrjáls búnaður. Hleðslutæki i bil fylgir með. Austurstræti, Hatlarmúla, Kringtunni, Strandgötu, - Bókval Akureyri eru komnir NOKIA321Q
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.