Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 33 LISTIR Fulltrúar Reykjavíkur í Röddum Evrópu Á ALÞÓÐLEGUM blaðamanna- fundi í Höfða sem haldinn var sl. laugardag var tilkynnt um þau tíu ungmenni sem valin hafa verið sem fulltrúar Reykjavíkur í stærsta samvinnuverkefni menn- ingarborganna níu árið 2000, kór- inn Raddir Evrópu. Þau sem valin voru eru Bjarni Benedikt Björnsson, Bragi Berg- þórsson, Elva Dögg Melsteð, Guð- ríður Þóra Gísladóttir, Hafsteinn Þórólfsson, Harpa Þoi-valdsdóttir, Hugi Guðmundsson, Inga Harðar- dóttir,_Sigrún Ólafsdóttir og Stef- anía Ólafsdóttir. Á fundinum í Höfða sungu íslensku fulltrúarnir jafnframt saman í fyrsta sinn op- inberlega undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hátt í 100 sóttu um að vera teknir inn í kórinn er Menningar- borgin auglýsti eftir umsækjend- um í lok ágúst sl. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Þórunni Björnsdóttur kórstjórnanda og tónmenntakennara, Árna Harðar- syni kórstjórnanda og Bernharði Wilkinsson flautuleikara og hljómsveitarstjórnanda. Raddir Evrópu er kór 90 ung- menna á aldrinum 16-23 ára, frá borgunum níu, Reykjavík, Ber- gen, Helsinki, Brussel, Prag, Kra- ká, Avignion, Bologna og Santia- go de Compostela en verkefninu er stýrt af Reykjavík. Söngvar- arnir 90 sem koma saman í fyrsta sinn í Reykjavík rétt fyrir alda- mótin 2000, eru nokkurs konar tákn í'yrir kynslóðina sem mun marka leiðina í Evrópu í upphafi nýs árþúsunds. Þau koma sitt úr hverri áttinni með mismunandi menningararf og tungumál í far- teskinu en munu í kórnum syngja samstilltum röddum. Björk Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við þetta stóra sam- vinnuverkefni og mun syngja með kórnum í fyrsta sinn á gamlárs- dag þegar þau koma fram íyrir Islands hönd í útsendingu sem sjónvarpað verður um allan heim. Kórinn mun einnig koma fram sem hluti af hátíðardagskrá í Perlunni þann 31. desember þeg- ar Reykjavík tekur við titlinum Menningarborg Evrópu árið 2000. Fyrstu tónleikar kórsins og Bjarkar verða haldnir í Hall- grímskirkju í Reykjavík 26. ágúst á næsta ári, en síðan leggur kór- inn upp í tónleikaferð til hinna menningarborganna sem lýkur í Bergen 13. september. Björk, mun syngja með kórnum nokkur af eigin lögum. Atli Heim- ir Sveinsson hefur fært þau í bún- ing fyrir kór og hefur að auki skrifað verk fyrir Raddir Evrópu. Eistneska tónskáldið Arvo Párt, TONLIST Gerðuberg GÍTARTÓNLEIKAR til heiðurs Gunnari H. Jónssyni. Flyljendur voru Arnaldur Arnar- sont Einar Kr. Einarsson, Kristinn H. Arnason, Pétur Jónasson og Sí- mon H. Ivarsson. Laugardagur 9. október. SAGA hljóðfæraleiks á íslandi er stutt og samkvæmt „Tónmenntum" Hallgríms Helgasonar (Menning- arsjóður 1977) er fyrsta píanóið flutt til „íslands á 18. öld en um miðja þá 19. eru talin 6 píanó j Reykjavík og 1 í Hafnarfirði". í sama riti er fróðleg umfjöllun um gítarleik á Islandi og nefnir Hall- grímur til sögu Helgu Gröndal, konu Sveinbjörns Egilssonar, er var líklega fyrst til að leika á gítar hér á landi. Frumkvöðull á sviði gít- arkennslu mun hafa verið Sigurður H. Briem en hann gaf út gítar- kennslubækur á árunum 1943 til 1947 og mun Gunnar hafa notið kennslu hans um tíma. Ymsir feng- ust við einkakennslu í gítarleik en það var ekki fyrr en slík kennsla var tekin upp í tónlistarskóla að á komst það form, að nemendur tóku áfangapróf og síðan viðurkennd lokapróf. Þeir kennarar, sem þar voru í fararbroddi, voru Eyþór Þor- láksson (Gítarskólanum) og Gunn- ar H. Jónsson (Tónskóla Sigurs- veins D. Kristinssonar). Mjög snemma fór mikið orð af Gunnari sem kennara, allt að því þjóðsagn- arkennt, og víst er að fáir kennarar geta státað af meiri fjölda nem- enda, sem að námi loknu hafa leitað sér framhaldsmenntunar og síðan gerst atvinnumenn, og má segja að Gunnar eigi stóran þátt í mikil- virkni gítarleikara hér á landi. Þeir sem léku á tónleikunum voru ekki allir fyrrverandi nemend- ur Gunnars, en það voru Pétur Jón- asson og Páll Eyjólfsson, sem áttu þó með ýmsum hætti samleið með Gítar- veisla Gunnari. Pétur hóf tónleikana með tónlist eftir Tárrega, Albéniz og de Falla og Páll Eyjólfsson flutti Dans (1985) eftir Mist Þorkelsdóttur, ág- ætt verk, samið við kvæði eftir Stein Steinarr. Það þarf ekki að tíunda neitt um leik þeirra, sem var í alla staði mjög góðm- og t.d. tölu- vert bragð að leik Páls í verki Mist- ar. Fjórir af nemendum Gunnars, er léku á tónleikunum, voru Kristinn H. Árnason, Einar Kr. Einarsson, Símon H. Ivarsson og Arnaldur Arnarson. Kristinn lék af miklum fínleik verk eftir Turina, Tárrega og Granados. Einar lék verk eftir Turina, Nikita Koshkin og eigin út- setningar á þremur vinsælum lög- um eftir Lennon og McCartney. Draumur Merlins, verkið eftir Koshkin, sem líklega er rússnesk- ur, er nokkuð ólíkt spænsku verk- unum, þótt einstaka stef minni á spænsku meistarana. Útsetningar Einars á Bítlalögunum eru vel gerðar en lögin missa þó sinn rétta svip. Margt var mjög vel gert í leik Einars en á eftir honum kom Símon H. Ivarsson, sem flutti minningar- verk um Django Reinhardt eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Símon er kraftmikill gítaristi og lék þetta ág- æta verk Gunnars Reynis mjög vel. Mest tilþrif voru í leik Símonar er hann flutti eigin tónsmíð, sem hann nefnir Danza Mora. Tónferlið minnir oft á márísk stef en saman við er spunnið oft mjög skemmti- legum leiktæknibrellum, er hljóm- uðu sérlega vel í átakamiklum leik höfundar. Arnaldur Arnarson var síðastur nemenda Gunnars og flutti hann lagaflokk eftir Hector Ayala, sem nefnist Serie americana. Á eft- Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt söngfólkinu sem verður fulltrúar Reykjavíkur í Röddum Evrópu sem er samvinnuverkefni menningarborganna níu árið 2000. sem talinn er eitt fremsta tón- skáld samtímans, hefur einnig skrifað verk sérstaklega fyrir Raddir Evrópu. Önnur lög á efn- isskránni koma frá menningar- borgunum níu og verður sungið á tungu hverrar þjóðar. Þar mun heyrast bæði veraldleg og kirkju- leg tónlist og þjóðlög gömul og ný. Þorgerður Ingólfsdóttir er að- alstjórnandi Radda Evrópu. Frá hverri borg kemur að auki kór- stjórnandi sem hefur séð um und- irbúning heima fyrir og mun stjórna kórnum í lögum frá sínu landi. ir smáforspili eru sex lög, sem hvert er tileinkað ríkjum Suður- Ameríku, og lék Arnaldur þessi verk af öryggi og mjög fallega. Allir flytjendur áttu góðan dag og lauk þessari gítarveislu með samspili allra sex einleikaranna, er þeir frumfluttu ágæta en stutta Fúgu í e (leikin tvisvar) eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Síðast komu til leiks fímm gítarleikarar til viðbótar og fluttu umritun Símonar H. ívar- ssonar á hinum fræga Canon eftir orgelsnillinginn Johann Pachelbel. Það sem einkenndi tónleikana í heild var þakklæti og hlýhugur flytjenda til síns gamla kennara og má kennarinn Gunnar H. Jónsson vel við una, að loknum löngum starfsdegi, að sjá - sem er mikil- vægast - að nokkru hafl hann þok- að til framfara með starfi sínu. Jón Ásgeirsson Tölvutöflurnar... ... vekja verðskuldaöa athygli Tölvutengda taflan er bylting í fundarformi og fjarskiptum • Skráð er á töfluna • Flutt inn í tölvuna • Prentaö út • Sett upp á heimasíðu • Sent í tölvupósti • Hugbúnaður og tengingar fylgja • Til sýnis hjá okkur eða við lánum til reynslu J. nSTVHLDSSON HF. Skiphotti 33,105 Reykjavik, sími 533 3535 JfifS bílaleiga ehf. .g\ýsir haustsölu á nokkrum biiUrn t Dodge Ram 1500 '97, 318 bensínvél, ssk., rauður, 4x4. Verð 1.980 þús. Plymouth Voyager '93, grænn, 4x4, ssk., 3,3 vél, ekinn 148 þús. km. Verð 1.180 þús. Ford 150 '97, rauður, 4x4, vél 4,6, 8 cyl., ek. 61 þús. km, 3 dyra. Verð 1.890 þús. J&S bílaleiga ehf. Smiðjuvegi 1, Kópavogi, sími 564 6000. í FRIGGS S> ííImíS. í f) ApóteUn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.