Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 35 Leitað upp- runans í KVÖLD verður frumsýnd á Stöð 2 heimildarmyndin Frá ís- landi eftir Guðjón Arngrímsson, David Árnason og Stephen Lucas. Myndin hefur verið lengi í smíðum, fjármögnunarferlið verið langt og flókið þótt efnis- lega sé myndin næsta blátt áfram; þar er rakin saga ungrar stúlku, Petrínu Soffíu Arngríms- dóttur, sem fór ein síns liðs til Kanada í lok síðustu aldar og lést af barnsförum þremur árum síðar. Afkomendur hennar eru nú rúmum 100 árum síðar orðnir 125 og þeirra á meðal er David Árnason, rithöfundur í Kanada. Myndin er byggð upp í kringum leit hans að uppruna og sögu Petrínu langömmu sinnar; leit sem dregur hann til íslands og norður í Svarfaðardal þaðan sem Petrína var upprunnin, dóttir Arngn'ms Gíslasonar mál- ara frá Tjörn. Guðjón Arngrímsson, sem er aðalhöfundur og hvatamaður að gerð myndarinnar, segir að hún eigi sér langan aðdraganda. „Upphafið má rekja aftur til ár- sins 1990 þegar ég starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 og vann frétt um rannsóknir á Vestur- íslendingum á vegum Háskóla íslands. I framhaldi af því hugs- aði ég með mér að það væri al- veg kjörið að gera heimildar- mynd um þetta efni. Það þróaðist síðan þannig að 1993 Hópurinn sem stóð að baki Frá Islandi úti fyrir Gullbringu, húsi sem Arngrímur Gíslason málari reisti í Svarfaðardal. Á myndinni eru Huldar Freyr Arnarson hljóðmeistari, David Árnason höfund- ur, Andy Blicq upptökustjóri, Guðjón Arngrímsson höfundur, Vignir Guðjónsson aðstoðarmaður og Friðrik Friðriksson kvikmyndatökumaður. fór ég vestur og byrjaði að Ieggja drög að þessu. Hugsunin var alltaf sú að gera vandaða heimildarmynd og nýta fagþekk- ingu og fjármagn í Kanada og þetta hefur tekið þennan tíma, 5-6 ár, og mér er sagt að það sé nokkuð eðlilegur framleiðslu- tími svona verkefnis.“ Guðjón segir að Iengstan tíma hafi tekið að undirbúa verkefnið þannig að væntanlegir fjár- mögnunaraðilar í Kanada hafí léð máls á þátttöku. „Til þess að einhver kaupi hugmyndina þarf nánast að vera búið að vinna hana fyrirfram. Handritið verð- ur að liggja fyrir ásamt ná- kvæmri vinnu- og fram- leiðsluáætlun. Þetta eru nokkuð óvenjuleg vinnubrögð hér heima þar sem sjónvarpsmyndir eru annars vegar. I þessu tilfelli var róðurinn þyngri þar sem þessi mynd hefur ekki þá eiginleika sem flestar heimildarmyndir sem framleiddar eru í dag eru taldar þurfa. Þar er annars veg- ar um að ræða fréttatengingu, fjallað um einhvern þekktan at- burð, átök eða náttúruhamfarir, eða hins vegar þátttöku ein- hverrar frægrar persónu, ann- aðhvort sem umfjöllunarefni myndarinnar eða sem kemur fram í henni. Við þurftum því að vanda undirbúninginn enn betur vegna þess að hvort tveggja vantaði. Á tímabili strandaði framleiðslan á því að ekki var til samstarfssamningur milli Is- lands og Kanada um kvikmynda- gerð, en í Kanada er gerð krafa um slíkan samning ef leyfí á að fást fyrir fjármögnun. Þessi samningur var síðan gerður og undirritaður og myndin var tek- in í fyrra og í ár. Hún var svo frumsýnd á History Television í Kanada hinn 8. september og fékk mjög góðar viðtökur, sér- staklega á þeim svæðum þar sem fólk af íslenskum ættum er bús- ett.“ David Árnason er þekktur rit- höfundur og prófessor í bók- menntum við háskólann í Winn- ipeg. „Hann tók þessari hugmynd fagnandi þegar við leituðum til hans um samstarf og leikur í rauninni aðalhlutverkið í inyndinni," segir Guðjón. Mynd- in lýsir leit Davids að uppruna sínum á Islandi er hann reynir að fínna upplýsingar um lan- gömmu sína bæði í Kanada og uppi á Islandi. Ferð hans til Is- lands reynist árangursrík og höfundar myndarinnar hafa fengið ýmsa þjóðþekkta menn til að taka þátt í gerð myndarinnar m.a. forseta Islands. Leit Davids leiðir hann að lokum norður í Svarfaðardal þar sem hann kemst loks að uppruna Petrínu og uppgötvar þar stóran ætt- boga og frændgarð sem kominn er út af systkinum Petrínu. Að sögn Guðjóns var fram- leiðslukostnaður myndarinnar um 20 milljónir. „Okkur tókst að fjármagna myndina að fullu og kostnaðurinn skiptist þannig að frá Kanada komu um 60-70% og hitt var Qármagnað héðan.“ Framleiðendur myndarinnar eru kvikmyndafyrirtækin Pega- sus Pictures á íslandi og Buffaio Gal Pictures í Kanada í sam- vinnu við Stöð 2, History Telev- ision og CBC í Kanada. Aðrir sem studdu gerð myndarinnar eru Menningarsjóður útvarps- stöðva, Landafundanefnd, Canadian Television Fund, Tel- efílm Canada, Manitoba Film & Sound og National Film Board of Canada. Sýning myndarinnar er á Stöð 2 og hefst klukkan 21.15. mri til útlanda -auövelt aÖ muria SÍMINN www.simi.is SÉRMERKTAR HÚFUR OG HANDKLÆÐI Fáið sendan myndalisla Afsláttur til 15. nóv. MYNDSAUMUR Hellisgata 17, 220 Hafnarfjörður Sími 565 0122 www. if. is/myndsaumur Hvers vegna hefur engum dottiö þetta í hug. Hugmyndin um fjöldiskageislaspilara er að vísu ekki ný af nálinni. Þægindin leyna sér ekki. BeoSound 9000 geisladrifið færist hratt og hljóðlaust frá einu lagi til annars; biðtímin er alltaf sá sami. Ef þú stillir á sjálfval er rétt eins og að hlusta á útvarp. Munurinn er að þú velur tónlistina og sleppur við allt blaður á milli laga. BANG & OLUFSEN Síöumúla 21. Reykjavík. Síml 581 1100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.