Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 ' fí>
KIRKJUSTARF
Gi^tarlína Gigtarfélags
Islands, símaráðgjöf
gigfarsjúkling-a
, GIGTARFÉLAG
Islands hefur staðið
fyrir undirbúningi
Gigtarlínunnar síð-
ustu misseri. Tilgan-
gur línunnar er að
upplýsa, fræða, styðja
og leiðbeina gigtsjúk-
um, aðstandendum
þeirra og öðrum sem
á því þurfa að halda.
Þverfaglegt teymi
Gigtarlínu félagsins
sér um þjónustu lín-
unnar, en í því eru fé-
lagsráðgjafi, næring-
arráðgjafi,
hjúkrunarfræðingur
og sjúkraþjálfari. Allt
einstaklingar sem hafa áhuga og
reynslu af vinnu með einstakling-
um með gigtarsjúkdóma. Tveir
fagaðilar sitja við símann í einu, en
allir vinna þeir náið saman, funda
reglulega og njóta sameiginlegrar
handleiðslu og ráðgjafar. Fyrsti
símatimi Gigtarlínunnar var 20.
september sl. en símatímar línunn-
ar eru alla mánudaga og fimmtu-
daga milli kl. 14:00 og 16:00.
Um er að ræða símaráðgjöf fyrir
gigtsjúka, aðstandendur þeirra og
aðra sem hafa spurningar um gigt,
s.s. varðandi greiningu, meðferð
og réttarstöðu. Fyrst
og fremst eru veitar
almennar upplýsingar
um gigtarsjúkdóma,
meðferð og önnur
möguleg úrræði.
Leiðbeining er lyki-
lorðið. Vísað er á þau
úrræði sem fyrir
hendi eru, hvort sem
þau eru læknisfræði-
leg, varða greiningu,
endurhæfingu, matar-
æði, félagslega þjón-
ustu eða annað sem
brennur á fólki. Unnið
er að því að koma upp
sameiginlegum
gagnagrunni um þau
meðferðarúrræði, félagsleg og
tryggingaleg réttindi sem eru til
staðar. En einnig er tilgangúrinn
að fá upplýsingar frá notendum
þjónustunnar um það sem vantar
og hvar skórinn kreppir hjá þeim
sem eru að berjast við afleiðingar
gigtarsjúkdóma. Símaráðgjöfin
gefur á þann hátt félaginu og öðr-
um er þjónustu veita, kost á að
koma betur til móts við persónu-
legar þarfir fólksins, s.s. varðandi
úiTæði, stuðning og fræðslu. Allir
landsmenn sitja við sama borð og
hafa sama aðgengi að símaþjónust-
Gigt
Okkar von er, segir
Jónína Björg Guð-
mundsdóttir, að þjón-
usta Gigtarlínunnar
flýti nauðsynlegri með-
ferð og auki sjálfs-
ábyrgð fólks í barátt-
unni við gigt.
unni. Því miður hafa landsmenn
misjafnt aðgengi að sérfræðingum
á sviði gigtar, en því fyrr sem fólk
með gigtarsjúkdóma eða fólk sem
farið er að finna fyrir óþægindum
kemst í meðferð því er meira hægt
að hjálpa því. Ökkar von er að
þjónusta Gigtarlínunnar flýti
nauðsynlegri meðferð og auki
sjálfsábyrgð fólks í baráttunni við
verki, hreyfihömlun og önnur
óþægindi sem gigtin veldur.
Höfundur er félagsrá ðgjafi í teymi
Gigtarlín unnar.
Jónína Björg
Guðmundsdóttir
Tölvur nýtast
gigtar sj úkling’um
Gigtarsjúklingar
hafa aðeins nýtt sér
möguleika tölvutækn-
innar að takmörkuðu
leyti. Ástæðurnar eru
margar. Meðal annars
má nefna að fyrir
marga tekur það tíma
að ná tökum á tölvunni
eða að vinna við tölvu
getur haft í för með
sér verki, þreytu eða
aðra vanlíðan. Einnig
getur skortur á upp-
lýsingum um mögu-
leika tölvunnar verið
ein af ástæðunum.
Oft er nauðsynlegt
að hanna sérstaklega
vinnuaðstöðuna við tölvuna fyrir
fólk sem þjáist af gigt. Þekking á
sérstökum vandamálum og þörfum
gigtarsjúklinga við tölvuvinnu er
mikilvæg til að sem flestir geti nýtt
sér möguleika tölvunnar. I
samvinnu við hin Norðurlöndin
hafa Gigtarfélag íslands og Hjálp-
artækjamiðstöð Tryggingastofnun-
ar ríkisins tekið þátt í verkefni til
að móta hagnýtar leiðbeiningar um
rétta hönnun og uppsetningu
vinnuaðstöðu við tölvur fyrir gigt-
arsjúklinga. Frumkvæðið að þessu
verkefni á Norræna gigtarráðið.
Verkefnið var fjármagnað af Nor-
rænu þróunarmiðstöðinni fyrir
hjálpartæki fatlaðra (NUH),
Norræna gigtarráðinu og einnig af
gigtarfélögunum í hverju landi.
Unnur Stefanía
Alfreðsdóttir
Leiðbeiningarnar eru
á netfangi:
www.nordrit.org.
Á upplýsingavefn-
um eru m.a. eftirtalin
atriði:
- Möguleikar tölv-
unnar, s.s. fjarskipti,
þekkingaröflun, versl-
un á Netinu.
- Líkaminn og gigt.
-Búnaður við tölv-
uvinnu
- Leiðbeiningar um
val á búnaði og inn-
réttingum í kringum
tölvuna.
Þess er vænst að
upplýsingavefurinn
nýtist gigtarsjúklingum sem vilja
fá upplýsingar og hugmyndir um
vinnuaðstöðu við tölvuna. Þá gagn-
ast hann einnig fagfólki sem að-
stoðar gigtarsjúklinga. Vefurinn er
ætlaður öllum sem starfa við upp-
setningu vinnuaðstöðu við tölvur og
aðlögun hjálpartækja og þeim sem
sjá um innkaup á tölvubúnaði.
Þarfir gigtarsjúklinga eni í
mörgum tilvikum þær sömu og
þarfir annarra tölvunotenda. Vef-
urinn ætti því að geta orðið mörg-
um uppspretta nýrra hugmynda og
fróðleiks. f dag er hægt að lesa vef-
Gigt
Þess er vænst að upp-
lýsingavefurinn nýtist
gigtarsjúklingum, segir
Unnur Stefanía Al-
freðsdóttir. Slóðin er
www.nordrit.org
inn á sænsku, norsku og dönsku.
Fljótlega verður einnig hægt að
lesa hann á íslensku, finnsku og
ensku. Verið velkomin á vefinn:
www.nordrit.org. Vefurinn verður
kynntur á Gigtardeginum 12. okt.
nk. á ráðstefnu á Hótel Sögu.
Höfundur er iðjuþjálfí á Gigtar-
miðstöðinni og þátttakandi
GÍ ( verkefninu.
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið úrval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
SUNDABORG 1 • SlMI S68-3300
HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ
GUÐSPEKIFÉLAGSINS
Frá Guðspeki-
félaginu
Ingólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
hefst fimmtudaginn 14. október nk. kl. 20.30 í húsakynnum
félagsins í Ingólfsstraeti 22.
Námskeiðið verður vikulega á sama tíma í sjö skipti og er í um-
sjá Jóns L. Arnalds, Sigurðar Boga Stefánssonar, Bjarna Björg-
vinssonar og Önnu S. Bjarnadóttur.
Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðingar og
jóga.
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið og fer skráning fram við
upphaf þess. Upplýsingar í síma 899 4729.
Guðspekifélagið.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús í safnaðar-
heimilinu fyrir alla aldurshópa kl.
10-14. Léttur hádegisverður.
Mömmu- og pabbastund í safnað-
arheimilinu kl. 14-16.
Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið
fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl.
19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöð-
um.
Dómkirkja. Barnastarf í safnað-
arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára
börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn
og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn.
Æskulýðsfélag Dómkirkju og
Neskirkju. Sameiginlegur fundur
í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlest-
ur, altarisganga, fyrirbænir. Létt-
ur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyr-
ir sjúkum.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Markviss kennsla og trú. Skrán-
ing á skrifstofu í síma 588 9422.
„þriðjudagur með Þorvaldi" kl.
21. Lofgjörðarstund.
Neskirkja. Æskulýðsfélag Nesk-
irkju og Dómkirkju. Sameiginleg-
ur fundur í safnaðarheimili Nesk-
irkju kl. 19.30. Litli kórinn, kór
eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón
Ingu J. Backman og Reynis Jón-
assonar. Nýir félagar velkomnir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgn-
ar í safnaðarheimilinu kl. 10-12.
Hittumst, kynnumst, fræðumst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Starf aldraðra
kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur
málsverður, helgistund og sam-
vera. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á
vegum KFUM og K og Digran-
eskirkju. Kl. 20 æskulýðsstarf á
vegum KFUM og K og Digran-
eskirkju.
Fella- og Hólakirkja. Foreldi'sefif,
und kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára
stúlkur kl. 15-17. Starf fyrir 11-
12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús kl.
13.30-16 fyrir eldri borgara,
kyrrðarstund, handavinna, spjall,
spil og kaffiveitingar. Kirkjukr-
akkar í Rimaskóla kl. 17-18 fyrir
7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur
9- 12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf
fyrir unglinga kl. 20-22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn
í safnaðarheimilinu Borgum í dág
kl. 10-12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl.
10- 12. Opið hús.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyr-
ir 8-9 ára börn kl. 17-18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Frikirkjan í Hafnarfirði. Opið
hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára
börn.
Lágafellskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís
og Þuríður.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 16.30 kirkjuprakkarar (7-9
ára börn). Söngur, leikir, bængfc
spunasmiðja.
Grindavíkurkirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorg-
unn í safnaðarheimilinu milli kl.
10 og 12. Helgistund í kirkjunni
sömu daga kl. 18.30.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsf-
undur í kvöld kl. 20.30 á prests-
setrinu. ■
Gœðavara
Gjafavara — matar- og kaffislell
Allir veróflokkar. .
9\C<)€/í>4s\
Heimsírægir hönnuóir
m.a. Gianni Versace.
<K.,i r.. VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.
RPC
KYNNING
I LYFJU HAMRABORG, ÞRIÐJUDAGINN
12. OKTÓBER FRÁ KLUKKAN 14 - 18.
KOMDU OG KYNNTU ÞÉR RPC VÖRURNAR.
LYFJA
RPC v-