Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 t------------------------------ MINNINGAR 4- t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, HARALDUR Z. GUÐMUNDSSON, áður til heimilis á Kleppsvegi 48, Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 8. október. Jóhanna Haraldsdóttir, Víðir Þorgrímsson, Anna Jóna Haraldsdóttir, Ævar Snorrason. t Eiginmaður minn, JÓHANN ÞORVALDSSON fyrrverandi skólastjóri, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar laugardaginn 9. október sl. Fyrir hönd aðstandenda, Friðþóra Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, JOHN D. PATTON, 1514 W Schwartz Blvd, Lady Lake Fl. 32159 2169 lést á heimili sínu í Flórída fimmtudaginn 7. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Inga Patton (fædd Guðjónsdóttir). t Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, áður til heimilis í Bláskógum 1, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 13. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang. Vilbergur Sigurður Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabamabarnabörn. * t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REIMAR MARTEINSSON, Hlévangi, Keflavík, áður Hátúni 14, sem andaðist þriðjudaginn 5. október á Sjúkra- húsi Keflavíkur, verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. ívar Reimarsson, Guðfinna Guðmundsdóttir, Guðmunda Reimarsdóttir, Júiíus Högnason, Þóra Reimarsdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Sigrún Reimarsdóttir, Guðfinna Reimarsdóttir, Marteinn Reimarsson, Þórður Reimarsson, Lilja Gísladóttir, Ingibjörg Sigurvaldadóttir, Kristján Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. Sveinbjörn Gunnarsson, Sturla Högnason, Óskar Guðmundsson, Erna Snorradóttir, Hjörtur Sveinsson, JÓN KRISTINN RÖGNVALDSSON + Jón Kristinn Rögnvaldsson fæddist í Dæli í Skíðadal 26. janúar 1913. Hann Iést á Dalbæ, heimili aldr- aðra á Dalvík, 4. október siðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Amadótt- ir, f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982, og Rögnvaldur Þórðar- son, f. 15. nóvember 1882, d. 26. mars 1967. Kristinn átti tíu systkini. Hinn 17. september 1948 kvæntist Kristinn Ernu Krist- jánsdóttur, f. 21. janúar 1924 á Klængshóli í Skíðadal. Börn Elsku pabbi. þeirra eru: 1) Mar- grét Birna, maki Haukur Valdimars- son. 2) Snorri Ragnar, maki Rannveig Guðna- dóttir. 3) Ingibjörg Ragnheiður, maki Jón Þórarinsson. 4) Kristjana Svandís, maki Jón Baldvins- son. Barnabörnin eru ellefu. Kristinn og Erna bjuggu all- an sinn búskap á Hnjúki í Skiðadal. Utför Kristins fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Völl- um. í minningu afa. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Piýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, - hægur er dúr á daggarnótt - dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Með söknuði í hjarta kveðjum við þig- Börn og tengdabörn. Minmngarfprt 5621414 Pegar lífi lýkur ljós Guðs svífur yfir andinn endurfæddur eilíflega lifir. Orð hans angurmæddum opnarveröldnýja herrans helgidóma himinveg án skýja. Fuilnuð eru árin unnin stranga raunin afiþérviðþökkum þú færð sigurlaunin. Mynd þín máist eigi mun hún græða sárin h'fs þíns staðfóst stefna stóðst öll liðnu árin. Þökkum sólskinsstundir sæluríka daga veru heima á Hnjúki hugljúf er sú saga, rækt þín reyndist okkur röddsemvarðaralla. Gangið djörf til dáða dalsins þarfir kalla. (J.S.) Afabörnin. Stofnað 1990 Útfararþjónustan eM. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, INGA BRYNJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vallarbraut 1, Akranesi, lést á heimili sínu föstudaginn 8. október. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. október kl. 14.00. Kjartan Sigurðsson, Hlíf Helga Káradóttir, Sigurlaug Karen Guðmundsdóttir, barnaböm, Sólveig Margrét Guðmundsdóttir, Guðný Eygló Guðmundsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HERDÍSAR SIGTRYGGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks á sjúkrahúsinu á Húsavík og dvalarheimilinu Hvammi fyrir góða hjúkrun og umönnun. Hreiðar Karlsson, Jónína Ámý Hallgrímsdóttir, Helga Karlsdóttir, Þórir Páll Guðjónsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA HÖSKULDSDÓTTIR, lést mánudaginn 11. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Hrafnsdóttir, Ólöf Hrefna Hrafnsdóttir, Sveinn Þór Hrafnsson, Daníel Gribb, Ingvar Árelíusson, tengdabörn og barnabörn. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er elsku afi minn dáinn. Það er á svona stundum sem mann setur hljóðan og maður fer að hugsa. Hugsa um gömlu góðu dag- ana og allar þær minningar sem maður á um hann afa. Afi var alveg frábær, hann var alltaf svo góður við mig og mér fannst alltaf svo gott að vera í kringum hann. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn fram í Hnjúk, og iðulega fór ég upp í herbergi til afa og ömmu. Þar fór ég upp í rúm, á ömmu helming, og lá við hliðina á afa. Við spjölluðum um alla heima og geima og alltaf gátum við sagt hvor öðrum einhverjar nýjar frétt- ir eða sögur. Stundum litum við líka í Dag eða einhver önnur blöð og rit sem afi var með hjá sér. Það var líka krukka inni í herberginu, full af gömlum peningum, sem gaman var að skoða. Oft lágum við bara hlið við hlið og létum fara vel um okkur. Það var alveg sama hvort við vorum að spjalla, kíkja í blöðin eða bara slappa af, mér leið alltaf vel í herberginu hjá afa og ömmu. Gamli græni Willy’s-jeppinn hans afa var heil veröld út af fyrir sig. Ég man alltaf eftir síðustu ferð- inni sem ég fór í honum með afa. Ég var að koma úr göngum og hann máði í okkur suður í Kiængs- hól. Ég fékk að sitja frammi í, við hliðina á afa, óg sat með stjörnur í augunum og fylgdist með þegar afi stjórnaði þessu mikla farartæki. Hann gerði það alveg frábærlega. Svo vel að ég óskaði þess heitt að það væri tíu sinnum lengra á milli bæjanna, ég viidi bara sitja við hlið- ina á afa og keyra áfram. En allt tekur enda um síðir. Þessari ferð mun ég þó aldrei gleyma, hún mun ávallt vera ein af minningunum. Afi átti líka annan gamlan bíl, hvítan Skóda, sem er ennþá eins og nýr, það sýnir hversu vel afi fór með allt. Síðustu tvö sumur leyfði afi mér að keyra hann, og þær voru ófáar ferðirnar sem ég og amma fórum á honum fram í Hnjúk. Það er eitthvað við Skódann, hann er gamall bíll með sál. Fyrir tveimur árum fluttu afi og amma niður á Dalvík. Og þegar ég kom heim á föstudögum vai- það fyrsta sem ég gerði að fara upp á Dalbæ til afa. Þetta var eins og að vera kominn fram í Hnjúk aftur. Við spjölluðum mikið saman um allt mögulegt, hvernig gengi í skólan- um, hvernig vikan hefði verið hjá okkur og margt fleira. Afi bauð manni iðulega að fara í skápinn og fá sér gotterí. En ef valið stóð á milli konfekts og afatöflu úr skrif- borðsskúfunni valdi ég oftast afa- töfluna, hún var svo miklu betri. Afi sagði mér líka oft hvernig hlutirnir voru þegar hann var ungur og það var alveg ótrúlegt hvað hann hafði gert mikið. Hann átti alltaf nýja sögu handa mér. Ég uppgötvaði alltaf nýja og nýja hlið á afa og kynntist honum meira og meira. Síðustu tvö ár hafa gefið mér mikið, miklu meira en orð fá lýst. Og ég er svo þakklátur fyrir að hafa getað eytt svona miklum tíma með honum afa mínum. Það verður erfitt að geta ekki farið upp á Dalbæ seinni- partinn á föstudögum, en ég fer þá bara til ömmu í staðinn. Elsku afi minn, ég sakna þín al- veg voðalega sárt, en ég veit að þér líður vel. Það var mér ómetanlegt að geta kvatt þig og sagt þér hug minn allan áður en þú fékkst að sofna. Ég mun biðja til þín og ég veit að þú ert þarna uppi og vakir yfir mér. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þin. Eg skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. (Kristján frá Djúpalæk.) Ég veit að við eigum eftir að hitt- ast aftur, afi minn. Guð geymi þig, elsku afi minn. Davíð Ingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.