Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.10.1999, Qupperneq 58
#58 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR Félagsþjónustan Starfsfólk í heimaþjónustu Starfsfólk óskast til starfa í félagslega heimaþjónustu aldraðra, Norðurbrún 1. Um er að ræða bæði heilsdags- og hálfsdagsstörf, einnig kvöld- og helgarvinnu. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgarog Eflingar. Nánari upplýsingar gefa deildarstjórar heimaþjónustu á staðnum eða í síma 568 6960. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allír nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Mosfellsbær Frædslu- og menningarsvid Varmárskóli Mosfellsbæ 1.—6. bekkur Við leitum að starfsmanni í útibú Varm- árskóla á vestursvæði í Mosfellsbæ. Um er að ræða gangbrautarvörslu í hádegi og aðstoð í Skólaseli eftir hádegi. Vinnu- tími erfrá kl. 12.30-17.00. Laun eru skv. kjarasamningum Starfs- mannafélags Mosfellsbæjar. Upplýsingar gefa Birgir D. Sveinsson skólastjóri og Þyrí Huld Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 566 6154 eða Jóhanna Magnúsdóttir útibússtjóri í síma 586 8200. SkólafulKrúi. Sjúkraliði Ég er sjúkraliði, fædd '70, og óska eftir dagvinnu, helst hjá sérfræðingi en annað kemur líka til greina. Ég hef langa reynslu af umönnun, en hef einnig unnið á leikskóla og sem aðstoðarmað- ur tannlæknis. Meðmæli ef óskað er. Áhugasamir sendi inn tilboð til af- greiðslu Mbl. merkt: „S — 8832" fyrir 19. október nk. Verkstæði Móður Jarðar ætlar að bæta við 2 starfsmönnum í framtíðar- störf. Æskilegur aldur 30-60 ára. Vinnutími erfrá 9 til 17:30 virka daga, nema 9—13 á föstudögum. Við leitum að laghentum, áreiðanlegum, vinnufúsum og reyklausum starfsmönnum. Upplýsingar í síma 520 6120. Kjötumboðið Goði hf. Vantar strax fólk í almenn vinnslustörf, af- greiðslustörf o.fl. Vinnutími frá kl. 7.00—15.20 mánud.—fimmtudaga og föstudaga frá kl. 7.00—13.40. Einnig vantar starfsmann á kassa í Kjötmarkað, vinnutími kl. 13.00—18.00 mánud.—föstudaga. Frekari upplýsingar veitir verksmiðjustjóri í síma 568 6366. Kvöldmatur í heimahúsum Við erum að leita að íslenskumfjölskyldum á Reykjavíkursvæðinu, sem vilja taka á móti breskum gestum í kvöldmat næsta sumar. Hverfjölskylda mundi fá 4—8 gesti í senn, eftir samkomulagi, á fimmtudögum og föstudögum í júlí og ágúst. Greiðsla er um 1.500 kr. fyrir hvern gest. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband skriflega eða símleiðis við Ferðamiðstöð Austurlands, Stangarhyl 3a, 110 Reykjavík, sími 567 8545, sem fyrst. Tekjumöguleikar Vilt þú auka tekjur þínar? Fróði hf. er að leita að sölufólki í tímaritasölu á kvöldin. Tilvalið fyrir skólafólk og húsmæður. Ef þig vantar aukapening hafðu þá samband við Önnu í síma 515 5649 á milli kl. 9 og 17. í boði er tekjutrygging, góð sölulaun og ýmsir góðir og girnilegir bónusar. Yngri en 18 ára koma ekki til greina. 27 ára kona óskar eftir góðu starfi hjá traustu fyrirtæki — dagvinnu. Er samviskusöm, dugleg og legg metnað minn í að skila árangri í starfi. Margt gæti komið til greina, t.d. starf í móttöku, síma- vörslu, heildsölu o.fl. Hef góð meðmæli. Vinsamlegast hafið samband í síma 551 6230 BYGGé BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS Gröfumaður og menn vanir bygginga- vinnu óskast Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi störf: Gröfumann, vanan Case-traktorsgröfu. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628. Verkamenn, vana byggingavinnu. Upplýsingar gefur Hólmar í síma 892 1147 og Árni í síma 893 4629. Blaðbera vantar við Nýlendugötu Upplýsingar í síma 569 1122 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Vantar fyrirtæki þitt grafískan hönnuð? Grafískur hönnuður með víðtæka reynslu óskar eftir samstarfi við eittfyrirtæki sem þarfnast hönnunarþjónustu. Tæki og vinnuaðstaða ekki skilyrði. Öllum tilboðum svarað. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „1+1". Hársnyrtir/Noregur Hárgreiðslustofa í Kristiansand óskar eftir hársnyrtum til starfa. Nánari upplýsingar gefur Sigrún í síma 0047 380 23403. ATVINNA ÓSKAST Starf óskast Efnileg 39 ára kona óskar eftir starfi. Hef reynslu í mannlegum samskiptum. Óska eftirt.d. mót- töku- og/eða ritarastarfi eða sambærilegu. Upplýsingar í símum 557 6004 og 862 2844. FÉLAQSSTARF VAðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi verður haldinn á Hlíðarenda, Hvolsvelli, laugardaginn 16. október 1999 kl. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kemur á fundinn og flytur stutt framsöguerindi og svarar fyrirspurnum. 3. Þingmenn flokksins í kjördæminu sitja fyrir svörum. 4. Önnur mál. Félagar eru hvattirtil að fjölmenna á fundinn og taka með því virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Aðalfundur /jY Landsmálafélagsins Fram Hafnarfjörður verður haldinn fimmtudaginn 14. október nk. kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinuá Strandgötu 29, Hafnarfirði. Dagskrá: I upphafi fundar mun Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flytja ávarp. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Fram. Miðbæjarmál Félög sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ, Nes- og Melahverfum, boða til félagsfundar i Valhöll miðvikudag- inn 13. október kl. 20.00. Fundarefni: Brennandi málefni miðbæjarins. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi verður frummælandi og svarar spurningum fundarmanna. Fulltrúi lögreglunnar mætir á fundinn og svara spurningum. Stjórnirnar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR KVENNADEILD REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Haustfundurinn verður haldinn í Skíðaskálanum Hveradölum föstudaginn 15. október. Farið verður með rútu frá Fákafeni 11 kl. 18.30 stundvíslega. Mætið tímanlega. Dagskrá: Formaður segir frá starfi deildarinnar. Kvöldverður. Kvennadeildarkonur sýna tískufatnað frá Verðlistanum. Ólafur „nikkari" heldur uppi fjörinu. Tilkynnið þátttöku í síma 568 8188. Félagsmálanefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.