Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
262. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 17. NOVEMBER 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Yfirlýsingar mótmælenda og kaþólskra
á N-Irlandi greiða fyrir samsteypustjórn
Feta sig í átt að
friðarsamningi
Belfast. Reuters, AP.
DEILUAÐILAR á Norður-írl-
andi stigu í gær mikilvægt skref í
átt til samkomulags, sem rutt get-
ur brautina fyrir samsteypustjórn
í héraðinu og samning um afvopn-
un.
David Trimble, leiðtogi sam-
bandssinna, tilkynnti í gær, að
hann hefði fallið fró þeirri kröfu,
að skæruliðar IRA, Irska lýðveld-
ishersins, afvopnuðust og afhentu
vopnin áður en samsteypustjórn
kaþólskra manna og mótmælenda
tæki til starfa. Hann lagði þó
áherslu á, að IRA tæki strax upp
viðræður við afvopnunarnefndina.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Fein, stjórnmálaarms IRA, lýsti
því yfir á móti, að flokkurinn væri
„algerlega andvígur öllu ofbeldi“
og að afvopnun væri „óaðskiljan-
legur hluti af friðarferlinu".
Búist er við að næstu tvo daga
muni deiluaðilar, einkum IRA,
stíga þau skref, sem þarf til að
friðarsamkomulagið, sem kennt
er við föstudaginn langa 1998,
komi til framkvæmda.
Vilja að Keenan annist
afvopnun
Haft er eftir heimildum, að
sambandssinnar leggi mikla
áherslu á, að fulltrúi IRA hjá af-
vopnunarnefndinni verði Brian
Keenan, æðsti foringi skærulið-
anna. Líti þeir á það sem trygg-
ingu fyrir því, að af afvopnun
verði vegna þess, að hann sé öll-
um hnútum kunnugur og hafi auk
þess ekki verið hlynntur afvopnun
hingað til.
Fram að þessu hafa frammá-
menn í IRA verið andvígir algerri
afvopnun fyrir maí á næsta ári og
neitað að skipa fulltrúa í afvopn-
unarnefndina. Búast raunar
margir við, að það muni verða of
stór biti að kyngja fyrir marga
skæruliðana, sem muni þá ganga
til liðs við aðra hópa.
Örlagastund fyrir
Trimble
Yfirlýsing Trimbles var strax
harðlega gagnrýnd af harðlínu-
mönnum meðal mótmælenda og
einnig af sumum flokksbræðrum
hans. Verður hann að bera hana
upp innan flokksins og ljóst er, að
hann mun annaðhvort standa eða
falla með henni.
Samningarnir, sem nú virðast
vera í sjónmáli, náðust fyrir milli-
göngu Bandaríkjamannsins Geor-
ge Mitchells.
Dansað í Grosní
Reuters
„Flauels-
byltingar“
minnst
TÉKKAR og Slóvakar minnast
þess með hátíðlegum hætti í dag, að
tíu ár eru liðin frá því að „flauels-
byltingin" svokallaða batt með frið-
samlegum hætti enda á valdatíð
kommúnista í Tékkóslóvakíu.
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
tók af þessu tilefni í gær á móti
nokkrum mönnum sem gegndu lyk-
ilhlutverkum er járntjaldið féll og
kalda stríðið leið undir lok. Til Prag
voru komnir þeir George Bush, þá-
verandi Bandaríkjaforseti og
Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
Sovétleiðtogi. Auk þessara æðstu
manna pólanna tveggja í kalda
stríðinu eru meðal heiðursgesta
Helmut Kohl, fyrrverandi Pýzkal-
andskanzlari, Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðheiTa Bret-
lands, og Lech Walesa, fyrrverandi
Póllandsforseti og þáverandi leið-
togi verkalýðshreyfingarinnar
Samstöðu.
Hinn 17. nóvember 1989 dreifði
lögregla, að skipan kommúnista-
stjórnarinnar, miklum mannfjölda
sem safnaðist saman í miðborg
Prag til að krefjast valdaafsals
kommúmsta og lýðræðisumbóta.
Daginn eftir urðu mótmælin enn
fjölmennari og hélt þetta áfram
næstu daga, unz stjórnin lét undan
á 18. degi og sagði af sér.
„Tryggðum friðinn“
„Þegar litið er til baka að tíu ár-
um liðnum, sé ég að við stóðum að
sögulegum atburðum," sagði Gorb-
atsjov er hann var heiðraður í
Karis-háskólanum í Prag, sem nú
minnist þess að 650 ár eru frá
stofnun hans. „Við tryggðum frið-
inn,“ sagði Gorbatsjov, en bætti við
að síðustu tíu ár hefðu verið erfið.
Rússar halda uppi stöðugum
árásum á Grosní, höfuðborg
Tsjetjsníu, ýmist úr lofti eða með
stórskotaliði. Sitja þeir um borg-
ina á þrjá vegu en þeir óbreyttu
borgarar, sem ekki hefur tekist að
flýja, hafast við í kjöllurum og
annars staðar þar sem þeir vonast
til að vera óhultir fyrir sprengju-
regninu. Búist er við, að Rússar
verði harðlega gagnrýndir fyrir
heraaðinn í Tsjetsjníu á ráðstefnu
ÖSE, Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu, sem er að hefjast í
Istanbul í Tyrklandi. Tsjetsjnesku
stríðsmennirnir segjast búnir und-
ir innrás Rússa í Grosní en hér er
einn þeirra að sýna kunnáttu sína
í danslistinni á götu í borginni.
Aukinn hagvöxtur
Reuters.
Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýskalands; Margaret Thatcher, fyrrv.
forsætisráðherra Bretlands; George Bush, fyrrv. forseti Bandaríkj-
anna, Vaclav Havel, forseti Tékklands; Míkhafl Gorbatsjev, fyrrv.
forseti Sovétríkjanna, Danielle Mitterrand, ekkja Francois Mitterr-
ands, forseta Frakklands, og Lech Walesa, fyrrv. forseti Póllands.
París. Reuters, AP.
STAÐA efnahagsmála í iðnríkjun-
um er betri en búist hafði verið við
og svo virðist sem þau hafi náð að
jafna sig á fjármálakreppunni í As-
íu, Rússlandi og Brasiliu fyrr en
ætla mátti. Kemur þetta fram í
nýrri skýrslu frá OECD, Efnahags-
og framfarastofnuninni, og þar er
því spáð, að hagvöxtur verði næst-
um 3% í iðnríkjunum á næsta ári.
I skýrslu OECD segir, að horfur
á auknum hagvexti hafi aukist veru-
lega á síðustu mánuðum og er spáð,
að hann verði til jafnaðar 2,8% á
þessu ári í 29 aðildarríkjum stofnun-
arinnar og 2,9% á næsta ári. í maí
sl. voi-u þessar tölur 2,2% og 2,1%.
Spáin nú fyrir 2001 er upp á 2,6%.
Beðið með að fela FBI rannsókn á hrapi EgyptAir-þotunnar
Fór með bæn um dauðann
áður en þotan tók dýfu
Washington, Kairó. Reuters, AP.
EINHVER fór með bæn eða trúar-
legar setningar um dauðann rétt áð-
ur en EgyptAir-þotan tók mikla
dýfu, sem lauk með því, að hún hrap-
aði í hafið úti fyrir ströndum Mass-
achusetts í Bandaríkjunum. Bendir
þetta til, að hrapið hafi stafað af
„glæpsamlegu athæfi“ og stóð í gær
tfl, að bandaríska alríldslögreglan,
FBI, tæki við rannsókn málsins af
bandaríska samgönguöryggisráð-
inu. Með það verður þó beðið að ósk
egypskra yfirvalda.
Haft er eftir heimildum, að rann-
sókn á ferða- og hljóðrita þotunnar
virðist sýna, að annar flugstjóranna
hafi yfirgefið flugstjómarklefann og
þá hafi hinn, líklega aðstoðarflug-
stjórinn, farið með fyrmefnda bæn.
Sjálfstýringin var síðan tekin úr
sambandi og þotan steyptist niður.
„Hugsanlegt er, að einhver hafi
gerst sekur um glæpsamlegt at-
hæfi,“ var haft eftir bandarískum
embættismanni í gær.
Átök í flugstjórnarklefanum?
Ferðariti þotunnar sýnir einnig,
að hæðarstýrin tvö á stélinu hafi vís-
að hvort í sína átt er vélin var á nið-
urleið og bendir það annaðhvort til
bilunar eða að tveir menn hafi tekist
á um stjómina. Síðustu sekúndum-
ar upplýsa, að slökkt hafi verið á
hreyflunum er vélin rétti sig en síð-
an klifraði hún nokkuð áður en hún
hrapaði í sjóinn. Með henni fórust
217 manns.
Margir reyndir flugmenn segjast
ekki geta séð fyrir það „eðlilega“
neyðarástand, sem kallað geti á við-
brögð í líkingu við þau, sem ferða-
ritinn segir frá, og alls ekki í þeirri
röð.
Egyptar andvígir
glæparannsókn
Bandarískir embættismenn
sögðu í gær, að stjómvöld í Egypta-
landi hefðu mótmælt því, að hrap
EgyptAir-þotunnar yrði rannsakað
sem glæpamál fremur en slys og
Jim Hall, formaður samgönguör-
yggisráðsins, tilkynnti í gærkvöldi,
að rannsóknin yrði enn um sinn í
þess höndum. Ashraf Hussein, flug-
stjóri hjá EgyptAir, kvaðst í gær
furða sig á því, að flugstjórinn,
Ahmed al-Habaslii, skyldi hafa yfir-
gefið flugstjómarklefann aðeins 55
mínútum eftir flugtak, nema hann
hefði þurft að bregða sér á salemi.
Um aðstoðarflugstjórann, Adel
Anwar, sagði hann, að hann hefði
ætlað að kvænast þriðju konunni
tveimur dögum eftir ferðina og því
fyndist sér ólíklegt, að hann hefði
verið í sjálfsmorðshugleiðingum.