Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 &------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÁRNADÓTTIR BACHMANN, Áshamri 59, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorkell Sævar Guðfinnsson, Edda Snorradóttir, Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir, Jóhann Magni Jóhannsson, Sigurjón Örn Guðfinnsson, Kristín Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Maðurinn minn og faðir okkar, EGGERT STEINÞÓRSSON læknir, lést á Landakotsspítala laugardaginn 13. nóvember. Gerður Jónasdóttir, Óttar Eggertsson, Sigrún Eggertsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR J. GUÐJÓNSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ættingja, María B. Valdimarsdóttir, Guðjón Valdimarsson, Þóra L. Valdimarsdóttir. + Útför JÓNASAR EYSTEINSSONAR kennara, Brávallagötu 42, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á elliheimilið Grund. Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ommu, ÓLAFAR EGGERTSDÓTTUR, Vallargötu 23 (Litlabæ), Keflavík. Lúðvík, Halldóra Jóna, Inga Kristín, Þórhallur Arnar, Gréta, Brina og Ólöf Edda Guðmundsbörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ARNHEIÐAR INGU ELÍASDÓTTUR frá Oddhóli, Rangárvöllum, til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Guðrún Guðmundsdóttir, Elías Guðmundsson, Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Guðmunda Steingrímsdóttir, Þórlaug Steingrímsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Sigríður Magnúsdóttir, Elís Guðmundsson, Pétur Ingi Ágústsson, Guðmundur Jensson, Jón Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÆVAR H. ÍSBERG + Ævar H. ísberg fæddist að Möðrufelli í Eyja- firði 30. aprfl 1931. Hann lést á líknar- deild Landspitalans að morgni 3._ nó- vember sl. Utför Ævars var gerð frá Digraneskirkju 12. nóvember sl. Ævar ísberg, fyrr- verandi vararíkis- skattstjóri og skatt- stjóri í Reykjanes- umdæmi, er látinn eftir erfið veikindi. Hans verður saknað af vettvangi skattamála. A Ævari hvíldu hjá ríkisskatt- stjóraembættinu margs konar störf. Undir hans stjórn voru stigin fyrstu skrefin við tölvuvæðingu skattstofa. Beint tölvusamband við tölvumiðstöð var mikilvægt skref á sínum tíma sem varð undanfari net- væðingar skattstofa. Þar skipti sköpum frumkvæði Ævars varð- andi fjármögnun þess mikilvæga verkefnis. Hann stýrði um árabil vélvinnslu álagningar opinberra gjalda. Skattstjórar voru þá oft í daglegu sambandi við Ævar við úr- lausn ýmissa vandkvæða sem upp komu. Það var við brugðið að alltaf var gott að leita til Ævars og hann lagði sig fram um að leysa á skjótan hátt úr aðsteðjandi vandamálum. Að lokinni álagningu á hverju sumri komu skattstjórar saman til fundar á Laugarvatni ýmist undir forystu Sigurbjöms Þorbjömsson- ar ríkisskattstjóra eða Ævars. Þá gerðu menn sér dagamun enda erf- itt verk að baki. Var þar oft glatt á hjalla og Ævar hrókur alls fagnað- ar. Þátttaka í skattstjórafundum á Laugarvatni var tilhlökkunarefni enda sóttust ýmsir starfsmenn skattkerfisins eftir að sitja þá fundi. Ævar ísberg var skattstjórum ætíð innan handar við úrlausn ým- issa verkefna. Hjálpsemi hans var viðbrugðið og var gott að leita til hans. Hafði hann oft milligöngu við Minningargreinar Ný þjónusta: Við höldum minningu brottkvaddra á lofti með vefbirt- ingu greinanna á netinu í eitt ár. Skoðið vinsamlega vefsíðu okkar http://www.hugvefur.is Vefmiðstöð almennings info @ hugvefur .is po box 1464 - 121 Reykjavík, s. & fax 562 8033. ráðuneyti eða aðrar stofnanir ef á þurfti að halda. Erindrekstur hans bar enda oftast árangur. Hann_ var höfðingi í lund, gestr- isinn og háttprúður. Um margra ára skeið tók hann við . öllum pósti til skattstjórafé- lagsins og kom skila- boðum áfram til fé- lagsmanna um dagleg málefni. Að leiðarlokum þakkar Skattstjórafé- lag Islands Ævari Is- berg góða samfylgd. Eftirlifandi eiginkonu, Vilborgu Isberg, börn- um þeirra hjóna og öðrum aðstan- dendum er vottuð virðing og sam- úð. Skattsfjórafélag íslands. Með Ævari ísberg er fallinn frá einn af máttarstólpum íslenskrar skattsýslu. Um áratugi stóð hann vaktina á stjórnpalli skattaskút- unnar og horfði vítt til allra átta og forðaði árekstrum. Þegar Ævar kom til starfa ungur maður á vettvangi skattamála var þó ótrúlegt sé uppbygging skatta- álagningarinnar bæði flóknari og viðurhlutameiri en síðar varð. Með einhverjum hætti tókst þó áhöfn- inni að sigla þeim knerri til þeirra hafna sem að var stefnt. I störfum Ævars sem fyrsti skattstjóri hins sameinaða Reykja- nesumdæmis og í forsvari ríkis- skattanefndarinnar á 7. og 8. ára- tugnum kom í ljós hvílíkur feiknaforkur til vinnu var hér á ferð. Málafjöldi og afgreiðslur emb- ættisins og nefndarinnar af öllu tagi voru í takt við þann eiginleika íslenskrar þjóðar að skrifa bæna- skrá til stjórnvaldanna í tilefni af hvers kyns áreiti þeirra og meint- um yfirgangi. Hæfileikar Ævars til úrlausna og úrskurða á þessu sviði voru ótvíræðir. A öðrum vettvangi skattamálanna hjá embætti ríkis- skattstjóra var hið sama uppi á ten- ingnum. Ævar hafði þann góða eig- inleika að geta sett sig í spor þess er til hans leitaði eða á hans vegi varð. Lagði hann sig í líma að greiða götu viðmælenda sinna. Skipti þar ekki máli hvort um var að ræða efnahagsráðgjafa sem vildi fá sundurliðun á þjóðhagsstærðum úr ríkisreikningi og niðurbrot þeirra í alls kyns einingar, ráðherr- ann með nýtt skattkerfi í fanginu eða hinn almenna meðaljón sem ekki skildi álagningarseðilinn sinn og leitaði svara við brennandi spurningum í því sambandi. Allir fengu þeir ásættanlega lausn sinna mála hjá Ævari. Stjómsýsla Ævars einkenndist + Elskuleg móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, síðast til heimilis í Háahvammi 7, Hafnarfirði, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ættingja, Lucinda Grímsdóttir, Almar Grímsson. + Bróðir okkar, SIGMAR MAGNÚSSON, Dölum, Fáskrúðsfirði, lést á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum mánudaginn 15. nóvember. Guðbjörg Magnúsdóttir, Herborg Magnúsdóttir. af velvilja, góðmennsku og greiða- semi. Réði þar hjartalagið stundum niðurstöðum frekar en hið stífasta form ef um var að ræða þá þegna sem áttu undir högg að sækja í samskiptum við kerfið. A vinnustað hafði Ævar þægi- lega framkomu. Til hans var gott að leita. Samstarfsmenn nutu í ríkum mæli þeirrar yfirburðareynslu sem hann hafði af skattamálum. Stóðu dyr hans opnar öllum þeim sem töldu sig eiga þangað erindi, jafnt starfsmönnum ríkisskattstjóra sem og skattstofanna. Oft var vinnutím- inn langur og álagið þungt. Slíku tók Ævar með sínu ljúfa jafnaðar- geði. Hann setti jafnvel fram hagnýtar hugmyndir um eðli vandamála og aðferðir til lausnar. Má þar til nefna ísbergskenning- una sem fólst í því að 90% af vinnu- tíma embættismannsins fari í lausn á 10% málanna. Sama má segja um þær ráðleggingar hans að örugg- asta en jafnframt óæskilegasti mát- inn til að hafa uppi á löngu gleymd- um stjórnsýslumálum væri að hagnýta til þess aðferð biblíunnar: „Leitið og þér munuð finna“. Þessi ráðlegging hans lýsir afstöðu hans til hlutanna. Hnútarnir væru til þess að leysa þá. Ævar gafst aldrei upp við það. Hefur biblíuaðferðin oft verið það haldreipi sem hrjáðir stjórnsýslustarfsmenn neyðast til að grípa til þrátt fyrir margs konar flokkun, niðmTöðun og skráningu viðfangsefnanna. Samhhða embættisönnum sinnti Ævar sinni stóru fjölskyldu á allan veg. Var það deginum ljósara að Villa og börnin voru honum sífellt í huga. Heimilisfaðirinn í Hraun- tungunni hlúði að sínum. Ahugamál Ævars voru sérstök: bíiaviðgerðir og trjárækt. A þess- um sviðum sló honum enginn við og mátti leita hjá honum úrræða í bil- anamálum bíla sem og umgengni við jarðargróðurinn. Það er óleyst gáta hvernig þetta gat sameinast allt í einni persónu: Vönduð emb- ættismennska á æðstu stigum, já- kvæð fjölskyldusamskipti, skítugir bflskrjóðar í dimmum skúrum og moldugir grænir fingur jarðarbóta- mannsins. Þannig var nú samt um hann Ævar. Það grær í sporum hans. Með Ævari Isberg er fallinn frá vammlaus maður, velviljaður og já- kvæður. Hans verður saknað. Vinnufélagar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbi.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsljóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.