Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra segir markmiðið að eampylobacter í kjúklingum í eldishópum á hverju kjúklingabúi fari ekki yfír 10% Tíðni bakteríunnar allt að 48% á einu búanna LAGT er til í skýrslu sem unnin var fyrir um- hverfisráðherra um könnun á útbreiðslu campylobacter, að frá og með næsta ári megi tíðni bakteríunnar í kjúklingum í eldishópum á hverju kjúklingabúi ekki vera meiri en 10%. Þrettán bú af sautján sem voru rannsökuð reyndust smitlaus, en bakterían greindist í fjórum kjúklingabúum og þar var hlutfallið 25-48%. Tvö þessara fjögurra kjúklingabúa hafa 65% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Meginniðurstöður skýrsluhöf- unda eru m.a. þær að campylobacter er aðallega í kjúklingum, þegar rannsóknin beindist að mat- vælum. Campylobacter-mengun fannst mest í kjúklingabúinu Reykjagarði hf., sem hefur 43,7% markaðshlutdeild með alifugla, en 48% eldishópa reyndust campylobacter-sýktir. Á kjúklingabú- inu Móum hf. var hlutfallið 25% en Móar ráða yfír 20,8% hlutdeild á markaðnum. Sama hlutfall campylobacter-sýktra eldishópa fannst á kjúklingabúinu Bræðrabóli og Helluvaði, en sam- anlögð markaðshlutdeild þein-a er tæp 5%. Við athugun á algengi sýkinga í starfsfólki í tveimur stærstu alifuglasláturhúsunum sem starfrækt eru á landinu, kom í ljós að 6 af 59 starfsmönnum Reykjagarðs voru sýktir af bakt- eríunni er könnunin fór fram í september sl. og 1 af 20 starfsmönnum ísfugls. Skýrsluna unnu sérfræðingai- hjá embætti yfir- dýralæknis, Hollustuvernd ríkisins, sóttvarna- læknir hjá landlækni, sýklafræðideild Landspítal- ans, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keld- um ásamt fulltrúum sóttvarnarráðs. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær í tilefni af útkomu skýrsl- unnai-, að markmið yfirvalda gegn campylobacter væru háleit, enda væri til þess ætlast að tíðni sýk- inga í kjúklingum í eldishópum á hverju kjúklinga- búi færi niður í 10% frá og með á næsta ári. Ströng krafa yfírvalda „Hjá þeim framleiðsluaðilum sem ráða yfir meirihluta markaðarins eru sýkingar á bilinu 25-48% og við gerum þá kröfu að þeir nái 10% hlutfalli á næsta ári,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Fari þeir yfir þau mörk sem þeim eru sett verða þeir að farga því sem umfram er, þannig að krafa okkar er mjög ströng. Stjómvöld í öðrum löndum hafa ekki sett sér slík markmið, þar sem matvæla- iðnaðurinn hefur sjálfur gert það en hérlendis er það á hendi stjómvalda og það krefst umfangsmik- illa úi-bóta í kjúklingaeldi miðað við það sem nú þekkist. Við viljum miða okkur við þau lönd þar sem tíðni sýkinga er sem lægst, þ.e. í Svíþjóð og í Noregi." Siv Friðleifsdóttir sagði ljóst að sökum campylobaeter-málsins væri matvælaeftirlit hér- lendis flókið og þungt í vöfum þar sem það væri á hendi þriggja ráðuneyta auk sveitarfélaga, sem fæm með heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæð- um. „Mörkin em óljós milli þessara aðila og við höf- um séð þá þróun í nágrannaríkjunum að þar er verið að einfalda matvælaeftirlit og koma því und- ir einn hatt í stað þess að hafa það á hendi tveggja stjórnsýslustiga. Ég hef því velt því íyrir mér í kjölfar þessa máls hvort rétt væri að skoða þann möguleika nánar að einfalda eftirlitið í því skyni að bæta það. Hugsanlega væri unnt að færa það undii' eitt eða tvö ráðuneyti og færa það frá sveit- arfélögum til ríkisins.“ í baráttunni gegn campylobacter er einnig stefnt að öflugu fræðsluátaki í byrjun næsta árs og verður fræðslu beint til neytenda og þeirra sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla. Siv sagði þó enga ástæðu fyrir neytendur að láta af kjúklinganeyslu vegna campylobacter-um- ræðu þar sem um væri að ræða holla og góða fæðu. „Það er hins vegar brýnt að meðhöndla kjúklinginn rétt við matreiðslu og forðast kross- smit og því hvet ég neytendur eindregið til að borða kjúkling,“ sagði ráðherra. ■ - .. . - ^ K •'i Jgap, ► f ■mm Morgunblaðið/Golli Tekjur vegna söfnunarkassa og happdrættisvéla Fengu rúm- lega milljarð til ráðstöfun- ar í fyrra ÍSLENSKIR söfnunarkassar sf. og Happdrætti Háskóla íslands höfðu samanlagt til ráðstöfunar 1069 milljónir króna á síðasta ári vegna söfnunarkassa og happdrættisvéla, sem fyrirtækin reka, að frádregn- um vinningum og kostnaði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skrif- legu svari dómsmálaráðherra við fyrirspum Ogmundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um söfnunar- kassa og happdrættisvélar. I svari dómsmálaráðherra kemur fram að í heild skiluðu söfnunar- kassar og happdrættisvélar Is- lenskum söfnunarkössum sf. 1.133 milljónum króna í fyrra og Happ- drætti Háskóla íslands 757 milljón- um. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa Islenskir söfnunarkassar sf. fengið 584 milljónir króna vegna rekstrarins og Happdrætti Háskóla Islands 486 milljónir króna. Séu vinningar og kostnaður dregnir frá höfðu íslenskir söfnun- arkassar sf. 834 milljónir króna til ráðstöfunar á síðasta ári og Happ- drætti Háskólans 235 milljónir, og fyrstu sex mánuði þessa árs fékk fyrrgreinda fyrirtækið 432 milljónir króna til ráðstöfunar en Happ- drætti Háskólans 150 milljónir króna. -------------- Ríkið krefst sýknu af bóta- kröfu Briggs RÍKISLÖGMAÐUR lagði í gær fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli því sem Bretinn Kio Briggs hefur höfðað gegn ríkinu fyrir að hafa sætt frels- issviptingu í tæpt ár á meðan rann- sókn og dómsmeðferð fór fram á máli hans hér á landi. Ríkið krefst sýknu í málinu á grundvelli 175. greinar laga um með- ferð opinberra mála og að sögn Skarphéðins Þórissonar ríkislög- manns mun í málinu reyna á túlkun nýrra ákvæða í lögum um meðferð opinbeiTa mála, sem sett voru í lögin á grundvelli mannréttindasjónar- miða í vor. Kio Briggs var ákærður fyrir stór- fellt e-töflusmygl en var sýknaður af ákærunni í Hæstarétti hinn 16. júlí sl. og fór í framhaldinu fram á 27 milljóna króna skaðabætur fyrir gæsluvarðhald og farbann. -----*-♦-+---- Glugginn þrifinn Vignir þrífur glugga af út- sjónarsemi í versluninni Is- lenskir karlmenn við Lauga- veg. ' itloimml "" ' ' Á ÚR I WÁ ¥• A MIÐVIKUDÖGUM %•••••••••••••••••••••••••••% 2 Evrópukeppni í handknattleik • • - mál félaganna / B8 I • Fulltrúar Stoke komnir til I Óslóar með tilboð I Rúnar / B1 4SÉUÍ Með Morgun- blaðinu f dag er dreift blaði frá Vöku- Helga- felli, „Jól 1999“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.