Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 17.11.1999, Síða 44
4*1 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR 1 TRYGGVASON + Eiríkur Heiðar Tryggvason múrarameistari fæddist í Reykjavík 5. desember 1944. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 10. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Eir- íks eru Fanney Þor- steinsdóttir frá Drumboddsstöðum í —ÍJiskupstungum, f. 1915, og Tryggvi Eiríksson frá Lang- holti í Flóa, f. 1921, hann lést 1996. Systkini Eiríks eru: Hilmar Reynir, f. 1941, Þor- steinn Gunnar, f. 1946, Ketili Rúnar, f. 1947, Sigurður Sævar, f. 1949, Erlendur Viðar, f. 1950, Lilja Björk, f. 1951, og Tryggvi Tómas, f. 1953. Eiríkur kvæntist hinn 3. jiíní 1967 Birnu Eyjólfsdóttur frá ísa- firði, f. 15.12. 1947. Hún lést 26.8. 1990. Foreldrar Birnu eru Unnur Konráðsdóttir frá ísa- fírði, f. 1930, og Eyjólfur Níels Bjarnason frá Isafirði, f. 1925. Jgörn Birnu og Eiríks eru: 1) íris Eiríksdóttir, f. 1970, gift Högna P. Sigurðssyni, f. 1965. Þeirra börn eru: Stefán Már Högnason, f. 1992, og Birna Sól Högnadótt- ir, f. 1995. 2) Tryggvi Eiríksson, f. 1971. Sambýliskona hans er Margrét Ósk Arnardóttir, f. 1972. Þeirra böm era: Martha Sif Jónsdóttir, f. 1991, og Eiríkur Arnar Tryggvason, f. 1997. 3) Eyjólfur Róbert Eiríksson, f. 1975. Unnusta hans er Liya Sigurðar- dóttir, f. 1976. Á yngri ámm var Eiríkur á sumram í sveit hjá föðurfor- eldram sinum, þeim Lilju Bjaraadóttur og Eiríki Ágústi Þorgilssyni í Langholti í Flóa. Hann fór snemma að vinna al- menn störf, m.a. hjá Heildversl- un Eggerts Kristjánssonar, Landsíma íslands, í millilanda- siglingum hjá Eimskip, o.fl. en lauk síðan námi í múriðn hjá Eir- íki Jónssyni múrarameistara. Hann vann við þá iðn fyrst hér heima en siðan í Svíþjóð á árun- um 1970 til 1973. Eftir heim- komu varð Eiríkur sér úti um mesitararéttindi og starfaði sjálfstætt sem múrarameistari til dauðadags. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf m.a. fyrir múrara og eins fyrir Karlakór- inn Fóstbræður þar sem hann hefur verið félagi síðan 1969. títför Eiríks fer fram frá Hát- eigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku pabbi minn. Hjartað mitt er svo uppfullt af fallegum hugsun- um og tilfinningum til þín, til þín, hetjunnar minnar. Eg loka augum 'ttíínum og finn að þú ert hjá mér. Við héldum og trúðum að við myndum fá meiri tíma til að njóta lífsins saman, vorum dugleg að skipuleggja framtíðina, en smátt og smátt hættum við að skipuleggja og fórum að spjalla um tilgang lífsins og um það sem okkur fannst máli skipta í lífinu. Þú varst duglegur við að minna okkur á að vera góð hvert við annað og láta fjölskylduna hafa forgang því fyrir þér var fjölskyld- an það mikilvægasta í lífinu. Það var svo yndislegt að sjá glampann í augunum þínum er þú rifjaðir upp gamlar minningar af þér og mömmu og öllu því sem þið brölluð- uð með okkur krakkana, við velt- jjgsst stundum um af hlátri. Þið mamma voruð heldur engin venju- leg hjón og foreldrar, Tryggvi, Eyj- ólfur og ég erum svo heppin og rík að hafa fengið að njóta ykkar, eig- um svo margar minningar, og þótt guð hafi kallað ykkur til sín getur enginn tekið frá okkur minningarn- ar sem við geymum í hjörtum okkar að eilífu, minningar sem verða leið- arljós okkar. Mér finnst afskaplega erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að fá daglegu hringinguna frá þér eða heyra þig koma gangandi upp tröppurnar. I hvert sinn er ég heyrði rödd þína eða fótatak þitt fann ég fyrir öryggi og ró. Þú gafst af þér svo mikla hlýju og styrkur Iwm var ótrúlegur, styrkur þinn lif- 'ir í okkur áfram og þannig mun okkur takast að brosa við lífinu á ný-. Ég trúi því að mamma hafi staðið við rúmstokkinn er við kvöddum þig, í allri sinni fegurð og tekið þig í faðm sinn. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af okkur ástin mín, við spjörum okkur og stöndum saman, horfum til himins með bros á vör og hjörtun full af þakklæti til þín og öllu því sem þú kenndir okkur. Guð varðveiti þig, elsku pabbi minn. »P>n. Iris. Einstakur öðlingur __ er látinn langt um aldur fram. I meira en þrjátíu ár hef ég sagt að þótt ég hefði sjálf mátt velja mér tengdason hefði ég ekki getað fundið neinn höTíum betri. Blessuð sé minning Eiríks Tryggvasonar. Tengdamamma. Kæri vinur, nú er komið að því, það er kominn timi til að kveðja kæran vin og félaga. Það er svo erf- itt því að það eru engin orð sem eru nógu góð fyrir þig og jafnvel hjákát- leg, en þeir skilja það, þeir sem þekktu þig og unnu þér. Þú sást alltaf það fallega og góða og gafst það áfram til allra sem á vegi þínum urðu þó svo að oft hafi lífið ekki leikið við þig. Eiríkur, takk fyrir allar samveru- stundirnar og allt það sem þú kenndir mér og mínum. Og mun ég alltaf hafa að leiðarljósi hvernig þú leist á lífið, sama hvað á bjátaði, þú sást alltaf vorið koma bjart og hlýtt með blóm í haga, sama hversu vet- urinn var harður og erfiður. Eins og við ræddum oft um þá er lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða, of stutt, allt of stutt en fallegt. Þetta árið haustaði snemma í þínu lífí, en þú varst aldrei í vafa um það að vorið kæmi aftur, þó svo að flestum væri ljóst að vetur konung- ur hefði þegar náð yfirhöndinni. En það varst bara þú, þú gafst aldrei upp, þú varst hin eina sanna hetja sem allir litu upp til. Elsku vinur, nú kemur vorið aft- ur í þínu hjarta þegar þú hittir hana Birnu þína, konuna sem þú unnir svo mikið og var þín eina sanna ást. Þið munuð ganga um engi alheims- ins, heitir sólargeislar vorsins leika um ykkur, vorið er komið aftur, þið eruð sameinuð á ný. Kæri vinur, takk fyrir allt. Högni. Elsku íris, Tryggvi og Eyjólfur. Missir ykkar er mikill. Það var mik- ið áfall er þið misstuð móður ykkar fyrir níu árum, langt um aldur fram, og nú horfið þið á eftir yndislegum föður á besta aldri. Af hverju? Þeg- ar stórt er spurt verður fátt um svör. Við viljum trúa því að Birna, móðir ykkar, hafi vakað yfir sjúkra- beð hans með ykkur og þegar stundin rann upp hafi hún tekið í hönd hans og saman hafi þau svifið yfir landamærin og sameinast á ný. Iris! Eins og Birna, dóttir þín sagði við þig er faðir þinn var orðinn mik- ið veikur:„Amma Birna vill sýna Eiiíki afa húsið sitt og elda fyrir hann mat.“ Við viljum trúa því líka og huggum okkur við það. Eftir standa yndislegar minningar um góða foreldra sem gáfu ykkur svo mikið. Þær minningar geymið þið og varðveitið í hjörtum ykkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmig aðvðtnum, þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðirmigumréttavegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvelþóttégfarium dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér. Sproti þinn og stafur huggamig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku systkin! Við viljum votta ykkur, fjölskyldum ykkar, móður Eiríks og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Guðbjörg og María. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Þegar undirritaður gekk til liðs við Fóstbræður fyrir um tuttugu árum voru í hópi Fóstbræðra og kvenna þeirra ung og glæsileg hjón. Hann var einn af máttarstólpum í öðrum bassa, söng stundum ein- söng með kórnum og var varafor- maður í stjóm Fóstbræðra. Hún var í forystusveit Félags Fóst- bræðrakvenna og tók af alefli þátt í allri starfsemi sem tengdist kóm- um. Þetta voru þau Bima Eyjólfs- dóttir, sem lést langt um aldur fram árið 1990, og Eiríkur H. Tryggva- son, sem við kveðjum í dag, 54 ára að aldri. Eríkur gekk ungur til liðs við Fóstbræður og hafði sungið í 27 ár með kómum, þar af samfellt frá ár- inu 1974. Hann var mjög músík- alskur, lærði á hljóðfæri á yngri ár- um og var um tíma í söngnámi hjá Sigurði Demetz, sem hvatti hann til frekara náms. Eríkur bjó yfir óvenju mjúkri og hljómfagurri bassarödd, sem setti sterkan svip á samhljóm kórsins. Þótt Eríkur beitti rödd sinni af smekkvísi og skæri sig ekki út úr fjöldanum í samsöng duldist engum sem þekkir vel til Fóstbræðra að rödd hans var ein af fegurri bassaröddum kórsins. Eríki var því m.a. falið að syngja einsöng í Mótettu eftir Alfred Berg, sem Fóstbræður syngja við jarðar- farir félaga sinna. Aður var þessi einsöngur í höndum félaga okkar Kristins Hallssonar óperusöngv- ara. Eríkur var múrarameistari að mennt og hafði með sér flokk manna við úrlausn þeirra verka sem hann tók að sér. Hann var mjög eft- irsóttur, enda afburða verkmaður og útsjónarsamur, sérstaklega þeg- ar vanda þurfti til steinhleðslu hvers konar og uppsetningu stein- klæðninga, sem hann var sérfræð- ingur í. Var til hans leitað þegar mikið lá við, t.d. við nýlegt hús Hæstaréttar og víðar hér í bænum. Eíríkur var afskaplega ljúfur fé- lagi og naut sín vel í hópi söng- bræðra sinna. Hann tók þátt í allri starfsemi kórsins af miklum áhuga áratugum saman og var ávallt til- búinn að leggja fram krafta sína fyrir kórinn. Hann taldi t.d. ekki eftir sér að mæta iðulega til þess að syngja við jarðarfarir með kórfélög- um sínum á venjulegum vinnutíma. Eftir á að hyggja hefur þetta verið talsvert meira umstang fyrir hann heldur en marga okkur hina, þar sem ekki hentaði að hann mætti í betri klæðum til vinnu sinnar dags daglega. Fráfall Birnu var Eiríki afskap- lega þungt og var hann mörg ár að jafna sig á þeim missi. Þrátt fyrir mikið bamalán og barnaböm, sem voru honum einstaklega kær, þá var það ekki fyrr en á allra síðustu tímum sem maður fann að hann hafði tekið lífið að öllu leyti í sátt á ný. Það er því þyngra en tárum taki að sjá hann þurfa að kveðja þetta jarðlíf nú, þegar meiri bii'ta var í kringum hann en oft áður. Fóstbræður sjá nú á eftir kærum félaga og góðum vini, sem kveður í blóma lífs síns. Fyrir hönd Fóst- bræðra og maka þeirra sendi ég bömum Eiríks, bamabömum, móð- ur, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Eiríks H. Tryggvasonar. Jón Þorsteinn Gunnai'sson. Góður félagi er fallinn í valinn. Þegar kórstarfinu lauk s.l. vor gat engum okkar dottið í hug að Eiríkur gengi ekki heill til skógar. Þegar við hittumst aftur nú í haust setti alla hljóða þegar tilkynnt var- að hann hefði greinst með krabba- mein og þyrfti að fara í læknismeð- ferð en ætlaði samt að reyna að sækja æfingar. Nú rúmum tveim mánuðum síðar er hann allur. Karlakórinn Fóstbræður hefur allan sinn starfstíma getað státað af frábæmm söngmönnum og félög- um góðum. Þannig var Eiríkur Tryggvason. Haustið 1969 gekk hann til liðs við kórinn og söng 2. bassa. Sumarið eftir héldu hann og kon- an hans, Birna Eyjólfsdóttir, með fjölskyldunni á vit ævintýranna og dvöldu í þrjú ár í Svíþjóð við vinnu og þar lærðist múraranum Eiríki margt það sem hann var þekktastur fyrir sem fagmaður, þ.e. arinhleðsla og flísalögn. Fóstbræður voru heppnir að dvölin erlendis varð ekki lengri því 1973 kom Eiríkur aftur til starfa í kórnum og Birna í félagi Fóst- bræðrakvenna en þar var hún mjög virkur félagi allt til dauðadags en hún lést langt um aldur fi'am í júní 1990. Eiríkur söng 2. bassa allan starfstíma sinn í kómum. Hann hafði fallega og djúpa rödd og var oft einsöngvari á tónleikum og við önnur tækifæri. Eiríkur Tryggvason var sannur félagi. Hann skildi tilganginn með félagsstarfi og voru honum því strax eftir heimkomuna falin ýmis trúnaðarstörf fyrir kórinn. Sat hann í mörgum nefndum og var m.a. varaformaður í 4 ár. Sá er þetta ritar var svo láns- amur að starfa náið með hinum um nokkurra ára skeið. Eiríkur var mjög ráðagóður. Hann var ætíð yf- irvegaður í allri umræðu og minnist ég þess varla að hann hafi skipt skapi en fastur gat hann verið fyrir. Hann talaði aldrei illa um nokkum mann og aldrei niður til nokkurs. Hann vildi kórnum sínum allt hið besta og er hann dæmi um félaga sem gott er að hafa að fyrirmynd. Margar og góðar minningar geymast í minni eftir 26 ára sam- starf þar sem við félagamir í kóm- um hittumst að jafnaði ekki sjaldn- ar en 50-60 sinnum yfir veturinn og stundum oftar þegar mikið lá við og á sumrin hér áður fyrr þegar farið var í fjölskylduferðir en þannig kynntumst við bömum hver ann- ars. Margar vom söngferðirnar bæði innanlands og utan og þar sem og í öðru var Eiríkur kletturinn, sá sem hægt var að treysta á. Elsku Iris, Tryggvi, Eyjólfur Ró- bert og fjölskyldur. Við Kristín Sjöfn og Ingólfur Þórður sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall elskulegs föður, tengdaföður og afa. Það er huggun harmi gegn að hann hefur nú á ný sameinast Birnu sinni sem hann saknaði alltaf svo mjög. Við biðjum þann er öllu ræður að vaka yfir ykkur öllum og blessa minninguna um góðan vin og félaga. Skúli Möller. Það var gott að standa við hlið Eiríks Tryggvasonar á söngpalli þar sem Fóstbræður voru saman komnir til þess að láta sönginn hljóma. Yfirvegaður og öruggur með hljómfagra bassarödd var hann og í 17 ár gat ég treyst því að Eirikur klikkaði ekki þegar á reyndi. Hann var líka traustur í sínu fagi, múrverkinu og þegar ég í janúar síðastliðnum bað hann um að hjálpa okkur hjónum vegna um- fangsmikilla breytinga á íbúð sem við höfðum þá fest kaup á hikaði hann ekki við að svara þeirri beiðni játandi, jafnvel þó að verkið gæti ekki hafist fyrr en í júní og ljóst væri að hann hefði þá yfrið næg verkefni önnur að fást við. Hann reyndist okkur ómetanleg stoð og stytta og hann og menn hans skil- uðu sínu verki með ágætum. Við urðum þess vör í sumar að Eiríkur var oft þreytulegur. Ástæð- an virtist augljós, hann var hlaðinn verkefnum og þar fyrir utan var hann sjálfur að standsetja nýja íbúð sína í Mosfellsbæ, sem hann hlakk- aði mikið til þess að flytja inn í. Það hvarflaði ekki að okkur að hin raun- verulega ástæða væri önnm- og öllu alvarlegri. Banamein hans greind- ist þó ekki fyrr en eftir miðjan ágúst og var þá strax ljóst að útlitið var slæmt. Eiríkur bar sig þó vel og reyndi að vera bjartsýnn og það leyfðum við okkur að vera líka. En maðurinn með ljáinn vann verk sitt hratt og örugglega og af fullkomnu miskunnarleysi. Kæri Eiríkur. Eftir að hafa haft þig sem heimilisvin hálft liðið sumar viljum við þakka þér fyrir það hve vel þú reyndist okkur og hve traust- ur og áreiðanlegur þú varst. Þó að þú værir oft þreyttur þá var enginn barlómur í þér og þú lést engan bil- bug á þér fínna. Verst fannst okkur þó að þú gast aldrei flutt inn í nýju íbúðina þína. I staðinn fluttir þú þangað sem söngurinn hljómar að eilífu. ' Stefán og Þórunn. Okkur langaði til að skiifa nokk- ur orð um hann Eirík. Við þekktum hann í fjariægð sem pabba hennar Irisar en höfðum ekki kynnst hon- um persónulega fyrr en í sumar þegar við unnum að því að gera upp íbúðina okkar á Hraunteignum. Við þurftum mikið að spá í hverju við vildum breyta eða hvað við vildum bæta. Fyrir tilviljun var Eiríkur staddur hjá Irisi eitt sinn er þessi umræða kom upp í síma og þá varð það úr að hann myndi koma og kíkja á þetta hjá okkur. Þetta varð einungis byijunin á löngu ferli. Eir- íkur kíkti óbeðinn við í tíma og ótíma það sem eftir var vinnunnar. Honum fannst það ansi merkilegt að húsmóðirin á heimilinu ætlaði sjálf að flísaleggja og hlaða vegginn og var hann spenntur að fá að fylgj- ast með. Hann var óþreytandi við að gefa okkur ráð og leggja okkur lið og hefðum við aldrei getað gert þetta eins vel án hans. A þessum tíma var Iris með fjölskyldu sinni í Frakklandi og sáum við ástæðu til að hringja til hennar þar bara til að segja „Veistu að pabbi þinn er frá- bær.“ Hann var einstakur hann Eiríkur og á allar okkar þakkir skyldar. Lífið er óskiljanlegt og sumir at- burðir virðast tilgangslausir með öllu. Sem betur fer er okkur ekki ætlað að skilja allt og erum við sannfærð í hjarta okkar um að Eii'- íkur hefur verið fluttur um set til að leggja öðrum lið og njóta um leið samvista við konuna sem hann elsk- aði svo mikið. Elsku íris, Högni, Stefán, Birna og fjölskylda, missir ykkar er meiri en orð fá lýst. Þið voruð lukkulegri en margur að eiga jafn yndislegan föður, tengdaföður og afa og hann Eirík. Við sendum ykkur styi'k í huganum og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum líka. Sigríður B. Þormar og Björn Einarsson. Minn kæri vinur, Eiríkur H. Tryggvason, lést 10. nóvember sl. eftir stutta sjúkdómslegu, aðeins 55 ára að aldri. Eiríki kynntist ég í syrgjenda- hópi á vegum Seltjarnarneskirkju fyrir u.þ.b. átta árum, þá var hann nýbúinn að missa hana Birnu sína. Við urðum fljótt mjög góðir vinir, hittumst oft yfir kaffibolla og spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.