Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sólveig Pétursdóttir á fundi kven-dómsmálaráðherra í New York
Þörf á alþjóðlegum
aðgerðum gegn glæpum
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðheiTa tók í gær þátt í fyrsta
fundi kven-dómsmálaráðherra
heimsins í byggingu Sameinuðu
þjóðanna í New York. Var fundur-
inn haldinn að frumkvæði samtak-
anna The Council of Women World
Leaders og hélt Janet Reno dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna aðal-
ræðu dagsins.
Að sögn Sólveigar fjallaði ræða
Reno m.a. um lýðræðið, hvemig það
væri byggt upp og því haldið við.
„Hún lagði sérstaka áherslu á mikil-
vægi þess að allur almenningur
hefði greiðan aðgang að réttarkerf-
inu og nyti vemdar þess. Reno
nefndi ýmsar leiðir að því markmiði,
s.s. einfaldara réttai-kerfi, upp-
fræðslu almennings um rétt sinn og
sýnilega réttarvörslu sem stendur
fólki nærri. Grenndarlöggæsla,
svokölluð „community policing“, er
gott dæmi um þessa stefnu Janet
Reno.“
Reuter
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hlýðir á ræðu Janet
Reno dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna í húsakynnum
Sameinuðu þjóðanna í New
York í gær.
Sólveig segir að fundurinn hafi
verið mjög gagnlegur og að mörg
mál hafí komið til umræðu. Sjálf
segist hún hafa lagt áherslu að þörf
væri á samræmdum alþjóðlegum
aðgerðum gegn glæpum. „Alþjóða-
væðing á öllum sviðum og ný tækni,
eins og Netið, gera það nauðsynlegt
fyrir ríki heimsins að takast á við
glæpastarfsemi með mun nánari
samvinnu. Schengen-samstarfið
sem við íslendingar undirbúum nú
að taka þátt í felur í sér stóraukna
samvinnu löggæslu og landamæra-
eftirlits þeirra ríkja sem þátt taka í
samstarfinu."
Pá kvaðst Sólveig hafa bent á
hina rótgrónu og nánu samvinnu
norrænna ríkja sem góða fyrirmynd
að þessu leyti og hafa fjallað um það
hvernig Eystrasaltsríkin væru
smám saman að koma inn í það
samstarf. Vísaði hún þar tO fundar
dómsmálaráðherra Norðurland-
anna og Eystrasaltsríkjanna
Morgunblaðið/Ásdís
Ungur tónlistarmaður
GUNNHILDUR Birgisdóttir, sótt. Sellóið sígur í og því getur
tæplega 9 ára, bíður fyrir utan verið erfitt að bera það langar
Salinn í Kópavogi eftir að verða leiðir.
íslendingum fjölg-
ar við Sultartanga
ÍSLENSKUM málmiðnaðarmönn-
um verður fjölgað við Sultartanga-
virkjun í kjölfai' kröfu Vinnumála-
stofnunar þess efnis. í dag eiga þrír
íslendingar að hefja þar störf og
eftir helgi bætast fjórir í hópinn.
Tékknesku járniðnaðarmennirnir
munu verða áfram við störf sam-
hliða íslendingunum.
Öm Friðriksson, formaður félags
járniðnaðarmanna, sagðist vera
sáttur við þess niðurstöðu í málinu.
„Við gerðum athugasemd við það
fyrir mánuði að við virkjunina væru
menn án atvinnuleyfa við störf og
vildum fá Islendinga í störfin. Það
var farið eftir okkar kröfum, en við
teljum nauðsynlegt að fylgjast með
að svo verði áfram.“
Örn segir að Landsvirkjun ætti
að draga lærdóm af þessu máli.
„Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem verktakar á vegum
Landsvirkjunar lenda í deilum
vegna þess að ráðið er erlent vinnu-
afl á mismunandi og vafasömum
forsendum varðandi atvinnuleyfi og
í fyrra málinu á launum langt undir
samningum," sagði Öm.
Málinu er ekki að öllu leyti lokið
af hálfu Vinnumálastofnunar því
stofnunin er að kanna launamál
tékknesku starfsmannanna. Stofn-
unin óskaði fyrir þremur vikum eft-
ir því að launaseðlar þeirra yrðu
lagðir fram með undirskrift.
Fer fram á jafnlangan
tíma og Illugi
ÚTVARPSRÁÐ frestaði því í gær
til næsta fundar að fjalla um beiðni
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
hæstaréttarlögmanns um að fá út-
hlutað jafn löngum tíma í útvarpi og
Illugi Jökulsson pistlahöfundur
hafði þegar hann fjallaði um skjól-
stæðing Jóns Steinars sem nýlega
var sýknaður af ákæru um kynferð-
islega misnotkun á dóttur sinni.
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins og fundarrit-
ari Útvarpsráðs, segir að þetta mál
byggist á bréfi sem Jón Steinar
Gunnlaugsson hafi sent útvarpsráði.
„Þar fer hann fram á að fá jafnlang-
an dagskrártíma og Illugi hafði á
sunnudagskvöld. Málið var aðeins
kynnt en ekkert rætt,“ sagði Hörð-
ur.
515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
eyra
með fingur |
'stanum
miðvikudagskvöld
17. nóvember kl. 20
Dagskrá helguð
Þórunni Valdimarsdóttur
í tilefni af útgáfu bókar hennar
Stúlka með fingur
Höfundur les úr bókinni
Soffía Auður Birgisdóttir
spjallar við Þórunni
um bókina.
Gunnar Gunnarsson
ieikur á píanó.
FORLAGIÐ
Hlutverki Reykjavíkur sem menningarborgar
fagnað í Perlunni á gamlárskvöld
Langir biðlistar eftir 21 þúsund
króna hátíðarkvöldverði
Hátíðarkvöldverður
Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000
í Perlunni, 31. desember 1999
Lystauki á 1. hœð:
Kampavín, Vestfjarðakvartett (grásleppuhrogn, marhænuhrogn,
silungahrogn og loðnuhrogn) Og jarðarber
Forréttur:
Grænmeti úr garði Levetzows greifa á Bessastöðum
Milliréttur:
Heiðasúpa úr norðlenskri rjúpu
Fiskréttur:
Sjávargull úr Breiðafirði
Aðalréttur:
Himnasending hertogans -
önd undan Esjurótum með skógarsveppum frá Hallormsstað
Eftirréttur:
Finaie frá menningarborgum Evrópu árið 2000: Reykjavík, Bologna,
Santiago De Compostela. Helsinki, Bergen, Kraká, Avignon, Brussel og Prag
Vín:
Kampavín: Bollinger Grand Anné 1989
Tokay Pinot Gris Grand Cru Marckrain
Tio Pepe
Sancerre P Jolivet 1998
Columbia Crest Cabernet Sauvignon 1996
Koniak: Otard VSOP Líkjör: Grand Mariner
í TILEFNI af því að Reylyavík er
ein af níu menningarborgum Evr-
ópu árið 2000 verður efnt til hátíð-
arkvöldverðar í Perlunni á
gamlárskvöld, þar sem meðal ann-
ars kórinn Raddir Evrópu kemur
frarn ásamt Björk og Krislján Jó-
hannsson óperusöngvari syngur.
Kostnaðaráætlun vegna kvöld-
verðarins liggur ekki fyrir, að
sögn Þórunnar Sigurðardóttur,
stjórnanda menningarborgarinn-
ar, en um 300 manns verða í
kvöldverðinum. Um þriðjungur
þeirra eru boðsgestir, en einnig er
selt inn og kostar kvöldverðurinn
21 þúsund krónur. Langir biðlistar
eru eftir því að komast í kvöld-
verðinn.
Þórunn sagði að hátíðarkvöld-
verðurinn markaði upphaf menn-
ingarársins og með honum væri
verið að fagna þessu hlutverki
borgarinnar. Hins vegar væri ekki
um að ræða formlega setningu
dagskrárinnar á árinu, sem hæfist
í rauninni 29. janúar með fjöl-
breyttri menningardagskrá. Kór-
inn Raddir Evrópu, sem væri
verkefni Isiands, syngi með Björk
í beinni útsendingu frá Islandi á
gamlársdag. Utsendingin færi um
allan heim og sæist á Stöð 2 hér á
landi.
Kórinn væri samstarfsverkefni
borganna níu undir stjórn Reykja-
víkur menningarborgar og væri
skipaður 90 ungmennum af níu A
þjóðernum. Þau vildu nýta það
tækifæri sem vera kórsins hér byði
upp á og hann syngi við hátíðar-
kvöldverðinn. Auk þess væri mikið
af erlendum fréttamönnum hér
um þessi áramót sem þau væni að
sinna með þessu móti, jafnframt
því sem helstu samstarfsaðiium
menningarborgarinnar væri boðið.
Það væri í eina skiptið sem fyrir-
hugað væri að gera það.
„Þetta er mjög svipað og hinar
menningarborgirnar gera. Þær
eru yfirleitt allar með mjög stóra
viðburði á gamiárskvöld, þó þær
formlega selji ekki endilega sína
dagskrá á því kvöldi,“ sagði Þór-
unn einnig.
Hún sagði að ekki lægi fyrir nú
hver áætlaður kostnaður væri við
kvöldverðinn. Hann væri ekki
ny'ög mikill, því boðsgestir væru
tiltölulega fáir, auk þess sem hluti
miðanna væri seldur. Menningar-
borgin bæri kostnað vegna þeirra
sem boðið væri og flestir lista-
mennirnir sem kæmu fram tengd-
ust dagskránni á einhvem hátt,
eins og Björk og Kristján Jóhanns-
son, og þau væm mjög sanngjöm í
samningum um greiðslur vegna
þessa.
Þómnn sagði að ekki lægi end-
anlega fyrir hvað boðsgestir yrðu
margir í veislunni. Um 300 manns
kæmust fyrir í mat og boðsgestir
yrðu kannski um þriðjungur í
mesta lagi, sem væri miklu færra
heldur en í hátíðarkvöldverðum
hinna menningarborganna, sem
yfirleitt væm með yfir þúsund
gesti. Miðarnir væm seldir á 21
þúsund krónur með öllu og það
væri mikill biðlisti eftir miðum.
„Við reynum að gera þetta
skemmtilegt, en halda kostnaði
niðri eins og við mögulega get-
um,“ sagði Þómnn.
Hún bætti því við að kórinn
myndi einnig syngja í Hallgríms-
kirkju á nýársdag og þar gæfist al-
menningi kostur á að sjá og heyra
hann syngja, en ekki væri tekinn
aðgangseyrir að þeim tónleikum.
Dagskrá hátíðarkvöldverðarins
hefst klukkan 19.30 á gamlárs-
kvöld og auk þeirra atriða sem að
ofan greinir em á dagskránni sell-
ókvartett, Anne Runólfsdóttir,
söngkona syngur, Egill Ólafsson
og tríó Bjöms Thoroddsen kemur
fram og stutt ávörp verða flutt. Þá
er sýning sjö íslenskra hönnuða og
gestir veija „aldamótakjólinn“.
Dagskránni lýkur með flugelda-
sýningu um miðnættið, þar sem
níu sólum í litum menningarborg-
anna verður skotið á loft, og af-
hendingu „fyrstu bókar ársins“. Á
matseðlinum er fímm rétta máltíð,
þar sem meðal annars önd er í að-
alrétt, grænmeti í forrétt og heiða-
súpa úr norðlenskri rjúpu í milii-
rétt.