Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Málþing á ári aldraðra haldið á Hvolsvelli Spjallað við Jón bónda í Gautsdal Aldraðir taki virkari þátt í eigin málefnum Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Ingibjörg Pálmadóttir skoðaði sjningu á málþinginu ásamt foreldrum sínum þeim Margréti Jónu Isleifsdóttur og Pálma Eyjólfssyni. Benedikt Davíðsson og Hafsteinn Þorvaldsson voru á málþingi um öldrunarmál á Hvolsvelli. Hvolsvelli - Málþing um öldrunar- mál var haldið á Hvolsvelli föstu- daginn 12. nóvember sl. Jón Helga- son, formaður árs aldraðra, setti málþingið sem haldið var að frum- kvæði samstarfshóps öldrunar- nefnda í Rangárþingi í tilefni af ári aldraðra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra ávarpaði þingið og í máli hennar kom fram að í nýjum lögum um öldrunarmál er gert ráð fyrir mun virkari þátttöku aldraðra í eig- in málefnum. Verður m.a. tryggt að aldraðir eigi fulltrúa í nefndum og ráðum sem fjalla um málefni þeirra. Þá kom fram að nú er verið að vinna að stefnumótun til næstu 15 ára um málefni aldraðra. Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- fræðingur fjallaði um stefnur og áherslur í öldrunarþjónustu. Sagði hún að best væri að aldraðir væru sem lengst heima hjá sér og yrði þá að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfír. Aukin áhersla yrði því lögð á að öldrunarþjónusta yrði ekki aðeins á stofnunum. Vistun á stofnun á væri alltaf mikil ákvörðun og í framtíð- inni ætti að leggja áherslu á að vist- un á stofnun gæti einnig verið skammtímaúrræði. Vilborg skýrði einnig frá efni nýju laganna sem byggjast á jafnrétti og að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra varðandi heilbrigðisþjónustu. Nauðsyn að allir hreyfi sig Ólafur Gunnarsson, öldrunar- læknir á Isafirði, fjallaði um endur- hæfíngu og hreyfmgu aldraðra. Kom fram í máli hans að allir þurfa nauðsynlega að hreyfa sig a.m.k. 30 mín á dag. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á aukið heilbrigði einstak- linga sem þetta gera. Hvatti hann aldraða til að líta á atburði daglegs lífs sem tækifæri til hreyfíngar. Ólafur sagði að það væri aldrei of seint að byrja á líkamsþjálfun og sýndu rannsóknir að jafnvel þeim sem komnir væru yfír nírætt færi jafn mikið fram og hinum yngri. Kristjana Sigmundsdóttir, félags- ráðgjafí í Arborg, fjallaði um skyldur sveitarfélaga og Berglind Magnús- dóttir, sálfræðingur á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, flutti er- indi sem hún kallaði „Megir þú lifa alla daga lífs þíns.“ Matthías Péturs- son flutti hugleiðingu sem hann kall- aði „Það sem var og það sem er“ og Pálmi Eyjólfsson las ljóð. Á annað hundrað manns mætti á þingið og var mál manna að það hefði verið fróðlegt og skemmtilegt. I tengslum við þingið voru settar upp nokkrar sýningar, þar voru m.a. ýmis hjálpar- og stoðtæki fyrir aldraða, ljósmyndir úr starfí aldr- aðra og fleira. Lukka sett út þegar hitinn fyrir austan fór í 23 gráður Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduósi - „Von- andi verður vetur- inn ekki erfiður en það læðist að mér grunur að annað verði upp á teningn- um,“ sagði Jón R. Haraldsson, bóndi í Gautsdal, í spjalli við fréttaritara Morgunblaðsins í lok síðasta hlýindakafla. „Tíðin að undan- förnu hefur verið af- bragsgóð og með því besta sem ég man,“ sagði hinn 76 ára gamli einbúi í Gauts- dal en hann hefur búið einn á jörð sinni fram á Laxár- dal síðan eiginkona hans lést fyrir nokkrum árum. Sem dæmi um hið góða tíðarfar sagði Jón að hann hefði hleypt út mjólkur- kúnni sinni, henni Lukku, þegar hitinn fyrir austan fór í 23 gráður. „Lukka hamaðist eins og mannýgt naut af kæti í fimmtán mín- útur yfir fengnu frelsi," sagði Jón og gat þess að hreyfingarleysi væri óhollt fyrir skepnurnar og reyndar fyrir alla, því honum hefði reynst það best að vera sem mest á hreyfingu svo liðirnir stirnuðu ekki. Jón var ekki mjög ánægður með uppskeru sumarsins og sagði að það hefði ekki hlýnað fyrr en um rniðjan júli í sumar. Skail hefði verið í fjallinu austan við bæinn í allt sumar og aldrei horfið og minnist Jón þess ekki að slíkt hafi gerst í allri sinni búskapartíð. Gautsdalur er eins og fyrr greinir í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu og leiðin þangað ligg- ur í gegn um Auðólfstaðaskarð rétt austan við bæinn Auðólfs- staði í Langadal. Gautsdalur er í um 200 metra hæð yfír sjávar- máli og Jón bóndi Haraldsson nær ekki sjónvarpi og eftir að langbylgjumastrið á Vatnsenda lagðist út af hefur aðgengi Jóns að útvarpi ekki verið í hans hönd- um. „Stundum heyrist vel og stundum heyrist illa,“ sagði Jón. Aðspurður hvort það væri ekki slæmt að sjá ekki sjónvarp sagði Jón að það sem maður hefur ekki saknar maður ekki. s Utiganga vantar af fjalli Ólafsvík - Utigöngukolla, gimbrin sem gekk úti í Mýr- arhyrnu veturinn 1997-98 er nú sú eina kinda í fjallinu, ásamt lömbum sinum tveim. Hún virðist geta farið að vild ofan í hættulegasta stallinn, Sauðgirðingar, og komist þaðan aftur. Setið er um að klófesta hana. Einnig vantar af Ijaili hrútinn Harðakoll sem gekk úti með systur sinni þarna um veturinn. Honum var sleppt frá Ólafsvík sl. vor. Sást hann síðast um miðjan júní. Vonar cigandinn enn að hrúturinn komi fram og er þessi vísa til áherslu: Þó að stundum taki toll tindar, fen og móar mun ég heimta Harðakoll er herðir að og snjóar. fSLEMSKUH HAGFISKUR hagur heimilinna 5677040 Rættja, humar, höipuskel. ýsa, lúaa.sfungur,la»oll FRI HEIMSENDING Níu hæða fjölbýlishús reist í Grindavík Grindavík - Það hrökkva líklega einhverjir í kút þegar þeir heyra að til standi að byggja níu hæða fjölbýlishús í Grindavík þar sem hæstu íbúðarhúsin eru nú þriggja hæða. Að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra í Grindavík, er mikið byggt um þessa mundir og á þessu ári er búið að úthluta vel á þriðja tug lóða fyrir íbúðar- og atvinnu- húsnæði. „Níu hæða blokkin er fyrir utan þessar lóðaúthlutanir en þar er í forsvari Jónas Ingi Ragn- arsson," sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri. „Staðsetningin á blokkinni er rétt norðan við stjórn- sýsluhúsið. Á næstu lóð við hliðina rís fjögurra deilda leikskóli sem tekur til starfa næsta haust og ríf- lega tvöfaldar þá þjónustu sem við veitum þar. Leikskólinn verður byggður í einkaframkvæmd en til- boð í bygginguna verða opnuð í byrjun desember. Nú eru mjög fáar lóðir á lausu en væntanlegt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með 50-60 íbúðarlóðum er væntanlegt um áramótin", sagði Einar. Þá kom fram í máli bæjar- stjóra að skólinn verður einsetinn næsta haust en framkvæmdum við þá byggingu verður lokið á næstu 18 mánuðum. „í burðarliðnum er bygging sambýlis fyrir fatlaða í góðu sam- starfí við svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Það er því óhætt að segja að mikil bjartsýni og kraftur sé í Grindvíkingum þessa dagana“, sagði Einar. Inn fyrir jólin Hilmar Knútsson, húsasmíða- meistari, hefur í nógu að snúast þessa dagana enda með hús í smíð- um fyrir einstakling sem ætlar að flytja inn fyrir jólin. „Já það er pressa á okkur að ljúka þessu sem fyrst því ætlunin er hjá eigandanum að flytja inn fyrir jólin. Fyrir utan þetta hús er ég með teikningu af parhúsi héma í Amarhrauni, héma beint á móti og verið er að byrja á annarri teikningu af öðm parhúsi líka hér í Arnarhrauninu. Það er mikið hringt í mig og fólk er mjög mikið að hugsa um að fara að byggja,“ sagði Hilmar. Morgunblaðið/Garðar Páll Einar Njálsson þar sem hann bendir á riss af fyrirhugaðri blokk. Hilmar Knútsson við hús sem hann er með í smiðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.