Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 Hundalíf DO YOU THINK HE'LL REMEMBER) BR0THER5, U5 ? JAREN'TWE? WE KEPT 6ETTIN6 L05T.. U)E MADE TWO RI6HTTURN5 ANP TWENTT-THREE WORON6 0NE5.. T1 Hcldurðu að Erum við ekki Hæ, við Addi og ÓIi, ég hélt Við vorum Við tékum tvær réttar hann muni bræður hans? erum þið ættuð heima alltaf að beygjur og tuttugu ekki eftir okkur? komnir. hjá Spotta. villast. og þijár vitlausar. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fyrirgefðu Edda Bj örg'vinsdóttir Frá Sædísi Sigurbjörnsdóttur: ÉG veit að ég á það kannski ekki skilið að þú fyrirgefir mér en ég bið þig þó að hafa í huga að ég er bara venjulegur íslendingur sem hefur gaman af því að fara í leikhús en ekki alvöru gagnrýnandi sem hefur vit á því hvernig eigi að meta leikrit. Þannig er mál með vexti að ég og unnusti minn og kunningjapar okk- ar vorum búin að ákveða að fara í Borgarleikhúsið á leikritið „Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í al- heiminum" með þér, Eddu Björgv- insdóttur, í aðalhlutverki. Miðar voru því pantaðir og í sjálfu sér ekk- ert hugsað meira um þetta því að enn var um vika í sýninguna. En þá hringdi síminn og vinkona mín spurði hvort ég læsi ekki Moggann. Eg játaði því að ég læsi Moggann alla jafna en áttaði mig þó ekki á því hvað við var átt. Hún sagði mér þá að finna eldra eintak af Mogganum þ.s. leiklistargagnrýnandinn Sveinn Haraldsson, sem ég reyndar þekki engin deili á, fjallaði um leikritið með henni Eddu. Titill gagnrýnandans var „Kúgun íslensks raunveruleika“ og fjallar hann þar um leikritið þitt, Edda, á þann máta að eftir lesturinn ákvað ég með sjálfri mér að ég nennti ekki að sjá það. Þegar ég las gagnrýnina vissi ég reyndar ekki um hvað leik- ritið fjallaði né heldur hafði ég heyrt nokkuð um þína frammistöðu og þess vegna var svo miklu auð- veldara að trúa bara því mati sem faglegur gagnrýnandi legði á verk- ið. Það sem stakk mig reyndar var að Sveinn nefndi hversu illa tækist að láta verkið falla að íslenskum að- stæðum og sem dæmi taldi hann upp að heimilislausar pokakonur væru ekki menningarfyrirbæri sem fólk tengdi við Laugaveginn og að hinn bandaríski hippakúltúr og eft- irhreytur hans hefði ekki orðið að fjöldahreyfingu á fslandi. Ég veit ekki á hvaða Islandi gagnrýnandinn Sveinn lifir en þeir sem ganga um Laugaveginn með opin augu hafa auðvitað rekist á konur sem vel falla undir þá skilgreiningu að vera heimilislausar pokakonur nema hvað það sem ég sé, og vonandi flestir, eru ólánssamar konur en ekki menningarfyrirbæri eins og Sveinn virðist vilja sjá. Og varðandi hippakúltúrinn varð mér nú bara strax hugsað til þín, Edda, varst þú sjálf ekki hálfgerður hippi þegar það tímabil var og hét? Ég fór á sýninguna og aðal ástæðan var eiginlega sú að við vor- um búin að panta miðana og kunn- um ekki við að afpanta þá. Og þess vegna bið ég þig fyrirgefningar, Edda, að hafa látið þröngsýnan gagnrýnanda næm því ná af mer stórkostlegum leiksigri þínum. Ég vil auðvitað ekki vera dónaleg þegar ég kalla hann þröngsýnan en í ljósi þess hvað hann vill meina að sé ís- lenskur raunveruleiki og hvað ekki þykir mér mesta furða, svona eftir að hafa séð leikritið, að hann hafi ekki líka sagt að t.d. hommar og les- bíur væru ekki til á íslandi. Ég horfði á þig leika 19 ólík hlut- verk á þann máta að mér fannst þú hreinlega breytast úr einni mann- eskju í aðra íyrir framan mig. Þú komst mér til að hlæja hátt og inni- lega og þú fékkst mig til að finna til hinnar mestu sorgar þegar persón- ur þínar fundu til. Þú gerðir eitt- hvað sem ég varla skil og hefði aldrei trúað að ein manneskja gæti gert á einni kvöldstund. Sjálfsagt myndu fæstir líta á það sem hól en þér fór vel að vera hvort sem var vændiskona, pokakona, móðir, amma, pönkari eða hippi og þér tókst að sannfæra mig líka þegar þú varst afi, einn af strákunum í líkamsræktinni, drykkjusjúklingur og kjaftakerling. Þú varst bara í einu orði sagt stórkostleg í öllum hlutverkunum nítján. Ég gat ekki betur séð og fundið en að aðrir áhorfendur í salnum væru á sama máli og ég, bæði á meðan á sýningu stóð og að henni lokinni, enda var fögnuðurinn slík- ur. Unnusti minn og kunningjafólk okkar ásamt mér áttum samræður langt fram eftir kvöldi um það sem við höfðum séð og upplifað. Túlkun þín og innlifun gaf okkur meira en við höfum kynnst áður í leikhúsi og skilningur okkar á því hvað er ís- lenskur raunveruleiki eða ekki er meiri. Ég held að það verði auðvitað að gera sér grein fyrir því að leik- sviðið verður aldrei nákvæmur raunveruleiki og oftast frekar ýkt mynd af raunveruleikanum og það hlýtur að verða að gera þá kröfu að þeir sem starfa sem gagnrýnendur geri greinarmun á leiksviðinu og raunveruleikanum. Ég þakka þér tuttugu sinnum fyrir kvöldið, Édda, einu sinni fyrir hverja persónu sem þú sýndir mér og svo einu sinni fyrir þig sjálfa sem sýndir það og sannaðir að þú ert ekki bara ein skemmtilegasta leik- kona landsins heldur líka ein sú besta. SÆDÍS SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Háaberg 3, Hafnai'firði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Alltaf í leiðinni! Verslunarmiðstöðin Grímsbær v/Bústaðaveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.