Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 39
Bækur af þessu tagi eru skrifað-
ar í öllum frjálsum löndum - og
þykir sjálfsagt. Hér er ekki verið að
ráðast á neinn eða gera upp ein-
hverjar sakir, heldur einungis að
fjalla á sanngjarnan og hreinskiln-
islegan hátt um tiltekinn mann og
fyrirtæld hans sem skiptir miklu
máli í Islandi samtímans. Sá sem
valdist til verksins er vandaður
sagnfræðingur í doktorsnámi sem
ekki er líklegur til að hætta fræði-
mannsheiðri sínum með slúðurbók.
Sama gildir um sumar aðrar út-
gáfubækur Nýja bókafélagsins
þetta haust. Bók Óla Björns Kára-
sonar, Valdablokkir riðlast, er hisp-
urslaus úttekt á ýmsu sem gerst
hefur baksviðs í íslensku viðskipta-
lífí undanfarinn áratug. Sú bók er
líka samin að frumkvæði Nýja
bókafélagsins. Og þar er ekki ætl-
unin að hnekkja á einum né nein-
um, heldur að fá mann sem þekkir
betur en flestir aðrir þróun íslensks
viðskiptalífs síðustu 10-15 árin til
að rekja það sem hefur gerst og
segja skoðun sína. Bók Arnórs
Hannibalssonar, Moskvulínan,
greinir frá sambandi íslenskra sós-
íalista við Kommúnistaflokk Sovét-
ríkjanna og sovétvináttu Halldórs
Laxness. Þar eru dregin fram í
dagsljósið áður óbirt skjöl úr
skjalasöfnum í Moskvu. Umfjöllun
Arnórs um Halldór Laxness mun
efalaust vekja athygli því þar er
fjallað um nokkuð sem hefur verið
tabú í íslensku samfélagi vegna
þeirrar virðingar sem Halldór hef-
ur notið. En það er ómögulegt að
skilja Halldór Laxness og samtíð
hans án þess að gera grein fyrir
stjórnmálaskrifum hans. Umfjöllun
Arnórs Hannibalssonar er stór-
merkilegt framlag til skilnings á
Halldóri Laxness - og er þess að
vænta að fleiri aðdáendur Halldórs
en ég taki bók Arnórs fagnandi.
I mörgum öðrum löndum sem
búa við fullt málfrelsi hefur vaxtar-
broddurinn í bókaútgáfu á undan-
förnum árum verið á sviði sagn-
fræði og ævisagna. Áhugi á
skáldsagnagerð hefur dvínað á
þeirri öld kvikmynda og sjónvarps
sem við nú lifum. Og fólk hefur enn
mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum
þótt það sé ekki lengur undir hrein-
pólitískum formerkjum eins og áð-
ur. Nú vill fólk í auknum mæli
vandaðar bækur um efni sem eru í
deiglunni og frásagnir um forvitni-
lega menn og málavexti liðinnar
tíðar. í slíkri bókagerð er undan-
tekningarlaust gerð sú krafa til
höfundanna að þeir séu sjálfstæðir
og annarlegar hvatir búi ekki að
baki skrifum þeirra.
Það er trú mín að þessi alda muni
fyrr eða síðar berast til Islands. Og
fyrst og fremst af þeim sökum er
hinu Nýja bókafélagi ýtt úr vör.
Það búa engar aðrar hvatir að baki
Nýja bókafélaginu en að gefa út
vandaðar bækur sem geti stuðlað
að hispurslausri og frjórri umræðu.
Höfundur er formaður útgáfuráðs
Nýja bókafélagsins.
Náttúruperla skal
það vera hvað sem
hver segir. Þannig
byrjaði áróðurinn á
móti virkjun norðan
Vatnajökuls um síð-
ustu áramót með ár-
óðursfundi í Háskóla-
bíói.
Eg er nánast viss
um að það voru ekki
margir á þeim fundi
sem höfðu komið inn
að Eyjabökkum og
líklegt er að ungu
stúlkurnar sem sveltu
sig til varnar mýrar-
flákunum norðan
Vatnajökuls hafa
varla vitað hvar Eyjabakkar eru
hvað þá séð.
Og ég held enn að fæstir af
þeim sem hæst í lætur hafi ekki
komið inn að Eyjabökkum, það er
nefnilega ekki nóg að koma að
Snæfelli og horfa þaðan inn að
Eyjabökkum og dæma þaðan alla
dýrðina. Og rökin fyrir verndun
þessara mýrarfláka eru ótrúleg.
Sumir ganga svo langt að þeir
segja að við Islendingar höfum
ekkert með þetta að gera, það séu
aðilar úti í hinum stóra heimi sem
hafi jafn mikið og við um þetta
svæði að segja. Það gengur ein-
faldlega ekki, þetta er nú einu
sinni okkar orka og við einir get-
um ákveðið hvort við nýtum hana
eða ekki. Er ekki kominn tími til
að beisla þessa orku, er ekki nóg
að hafa horft á hana renna óbeisl-
aða til sjávar síðastliðin 1000 ár?
Það er einkennilegt að heyra
fólk segja að álver leysi ekki
vanda okkar Austfirðinga í at-
vinnumálum og það séu aðeins
óþrifaleg störf í álverum og meng-
unin í nágrenni álversins ofboðs-
leg. Þetta sama fólk hefur álver á
báðar hendur. Eg er hræddur um
að því brygði ef álverin lokuðu
einn daginn. Þegar álverið í
Straumsvík var byggt var líka
hrópað mengun, mengun. Bæjar-
yfirvöld og íbúar Hafnarfjarðar
virðast ekki óttast mengun frá ál-
verinu í Straumsvík. Hvar er
íbúðabyggð Hafnarfjarðar nú?
Álverið er á sama stað
Ef af byggingu álvers í Reyðar-
firði verður, þá yrði notuð full-
komnasta tækni sem þekkist í
heiminum til mengunarvarna. Það
mundi gjörbreyta öllu mannlífi á
Austfjörðum til mikilla bóta og
gera atvinnulífið mun jafnara og
fjölbreyttara og síðast en ekki
síst, snúa við þeirri óheillaþróun í
byggðamálum sem á undanförnum
árum hefur verið að sliga lands-
byggðina. Það gerist ekki með ein-
hverskonar teskeiða-
mokstri, eða bara
einhverju öðru. Það
þarf meira til þótt
einhverjir haldi ann-
að. Þetta eitthvað
annað er eitthvað sem
enginn veit hvað er,
ekki einu sinni þeir
sem tala sem mest
um það.
Það er dapurlegt að
hlusta á hvernig fyrr-
verandi framámenn
þjóðarinnar tala nú.
Það var nú ekki talað
um umhverfismat
þegar átti að flytja
raforkuna frá Fljóts-
dalsvirkjun til álvers á Keilisnesi.
Það er ekki langt á milli Arnar-
ness, Álftaness og Keilisness. Þá
var nú ekki verið að spilla náttúru-
perlum sem öll þjóðin átti.
Ég get ekki að því gert að það
læðist að mér sá grunur að Ingi-
björg Sólrún hafi ekki áttað sig á
því að Reykjavíkurborg var að
virkja á Nesjavöllum á sömu laga-
forsendum og nú á að virkja í
Fljótsdal. Það gilda nefnilega
sömu lög um virkjanir í Fljótsdal,
Nesjavöllum og Svartsengi.
Ég minnist þess ekki að þeir,
sem lætur hæst í nú gegn Fljóts-
dalsvirkjun, hafi haft mikið við
virkjanir í Svartsengi og á Nesja-
völlum að athuga og ekki var
minnst á lögformlegt umhverfis-
mat vegna þeirra.
Enginn hefur talað um hvernig
búið er að breyta öllu umhverfinu
með virkjun á Nesjavöllum.
Sumir hinna nýkjörnu þing-
manna ganga mjög vasklega fram
gegn Fljótsdalsvirkjun og um leið
gegn allri uppbyggingu atvinnulífs
og fólksflótta frá Austurlandi.
Hver annars trúir því að við get-
um lifað af fjallagrasatínslu í stór-
um stíl? Ég er nokkurn veginn
viss um að hún trúir því ekki sjálf.
Þessi nýkjörni þingmaður hefur
hrópað hvað hæst, Fljótsdals-
virkjun í umhverfismat, en þegar
minnst er á virkjun í Bjarnarflagi
sem mun lögum samkvæmt fara í
lögformlegt umhverfismat þá virð-
ist lögformlegt umhverfismat vera
tómt prump. Eða hvernig á að
skilja annað þegar hún segir að
það sé nú ekkert betra að virkja
þótt stimpill skipulagsstjóra sé á
framkvæmdunum?
Ekki má gleyma annarri konu
sem líka er nýkjörin á þing. Hún
mun hafa verið viðriðin borgar-
stjórn Reykjavíkur um nokkurt
skeið og ætti því að vita allt um til-
urð virkjunar á Nesjavöllum. Hún
vildi náðarsamlegast leyfa okkur
að fá álverið en ætlaði að senda
Stóriðja
Er ekki kominn tími til
að beisla þessa orku?
spyr Kristján Kristjáns-
son. Er ekki nóg að hafa
horft á hana renna
óbeislaða til sjávar síð-
astliðin 1000 ár?
okkur raforkuna með sæstreng.
Henni láðist að geta þess hvaðan
orkan átti að koma. Sennilega hef-
ur hún ætlað að stinga i samband í
Landsvirkjunarhúsinu og setja
téstykki á strenginn við hvern
fjörð á leiðinni.
Ég hef nú sjaldan heyrt aðra
eins vitleysu.
Virkjun í Fljótsdal og álver við
Reyðarfjörð gengur að ferðaþjón-
ustu á Áusturlandi dauðri, segja
sumir. Við skulum skoða það að-
eins nánar. Hvert skyldi nú vera
farið með flesta erlenda ferða-
menn sem til landsins koma? Og
fara þeir ekki langflestir fram hjá
álverinu í Straumsvík? Ég tel að
þeir fari ekki flestir að Gullfossi
og Geysi heldur í hið 100% mann-
gerða umhverfi í Svartsengi, nán-
ar tiltekið í Bláa lónið.
Það er líka farið með marga,
sérstaklega gesti hins opinbera,
að Nesjavöllum og þetta hlýtur að
sanna að ferðaþjónusta, virkjanir
og stóriðja geta vel farið saman.
Ég get nú ekki annað en tekið
undir með þeim sem finnst ríkis-
fjölmiðlarnir hafa farið offari í
áróðri gegn virkjun í Fljótsdal. Ég
hef verið eindreginn stuðnings-
maður ríkisútvarps og sjónvarps,
en verð þó að viðurkenna að í sum-
ar var ég orðinn í miklum vafa.
Traust mitt á ríkisfjölmiðlunum,
sérstaklega fréttastofu sjón-
varpsins, hefur minnkað mjög á
síðustu mánuðum. Ég hygg að svo
sé um fleiri og fréttastofa sjón-
varps geri sér grein fyrir þessari
þróun. Hvað kemur annars fjár-
vana fréttastofu sjónvarps til að
eyða milljónum króna í auglýsing-
ar til að sannfæra landsmenn um
að þar fari fram heiðarlegur og
sanngjarn fréttaflutningur?
Ég hvet Alþingi og ríkisstjórn
íslands til að láta hvorki niður-
rifsöflin í þjóðfélaginu né ljóða-
lestursliðið á Austurvelli tefja fyr-
ir framgangi þessa mikilvæga
máls, íslensku þjóðinni til heilla.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
UMRÆÐAN
Nokkur orð um virkj-
anir og stóriðju
Kristján
Kristjánsson
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901
* n
fnlTubor
Handklæðaofnar
Vandaðir handklæðaofnar.
Fáanlegir í ýmsum stærðum.
Lagerstæröir-.
700x550 mm
1152x 600 mm
1764x600 mm
T6Í1GI
■-
11 V’Hr
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Ftist í byggingamuverslunum um lanria.':