Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 17 AKUREYRI Formaður Kaupmannafélags Akureyrar gagnrýnir stefnuleysi varðandi nýja verslunarmiðstöð Miðstöð á Gleráreyrum stórskemmir miðbæinn RAGNAR Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sagði minnisleysi hafa heltekið Vilborgu Gunnarsdóttur, bæjai’fulltrúa og formann skipulagsnefndar Akureyr- ar, þegar hún tali úm að ekki hafi fengist stuðningur við þær hug- myndir að slíta ekki nýja verslunar- miðstöð úr tengslum við miðbæinn. I samtali við Morgunblaðið í gær ságði Vilborg að staðsetning versl- unarmiðstöðvar á Gleráreyrum væri ekki sá óskastaður sem hún hafi kosið. Hins vegar hefði ekki fengist stuðningur, hvorki í bæjarkerfínu né utan þess, við að taka Akureyrar- völlinn eða svæði neðan Samkomu- hússins undir slíka starfsemi. Ragnar bendir á að stjóm Kaup- mannafélags Akureyrar hafi sam- þykkt samhljóða ályktun á fundi sínum í byrjun þessa árs, eða eftir að KEA og Rúmfatalagerinn sótt- ust eftir Akureyrarvellinum undir verslunarmiðstöð og að hún hafi verið send sérstaklega til Vilborgar Gunnarsdóttur, formanns skipu- lagsnefndar. í ályktuninni; kemur fram að stjóm Kaupmannafélagsins telur miklu skipta að framkomnum hugmyndum um víkkun miðbæjar- ins til norðurs sé gefinn fullur gaumur og að um þær fari fram málefnaleg umræða meðal bæjar- búa og bæjaryfirvalda. Ennfremur segir að stjórn félags- ins hafi fullan skilning á þeim til- finningum sem tengjast íþróttaleik- vangi bæjarins en hvetur jafnframt til þess að umræðan verði ekki ein- göngu ó þeim nótum, heldur verði ekki síður hugað að þeim sóknar- möguleikum fyrir bæjarfélagið sem felast í styrkingu miðbæjarins. Nú sé lag að taka djarfar ákvarðanir sem geti skotið styrkum stoðum undir stóreflingu Akureyrar sem helsta mótvægis við hina gríðarlegu uppbyggingu sem fram fari á Reykjavíkursvæðinu. Stefnuleysið versti óvinurinn „Það er ekki vafi í mínum huga að með því að staðsetja nýja verslunar- miðstöð á Gleráreyrum verði búinn til nýr miðbær. I kjölfarið mun verslunum fjölga enn frekar á svæð- inu, í nálægu iðnaðarhúsnæði. Þetta mun því hafa gríðarleg áhrif og stórskemma miðbæinn." Ragnar sagði að umræðan meðal almennings um Akureyrarvöllinn sem kom upp í kringum síðustu ára- mót hafi öll verið á tilfinningalegum nótum og að aldrei hafi verið tekið á málinu af neinni skynsemi. „Þar tel ég að bæjarstjóri, sem verkstjóri bæjarins, hafi brugðist, enda fór málið aldrei í neina vitræna um- ræðu. Og því miður virðist sem Is- firðingar hafi dregið vígtennumar úr bæjarstjóranum okkar.“ Ragnar gagnrýnir jafnfr'amt stefnuleysi hjá kjömum fulltrúum í stjóm bæjarfélagsins og hann kann- ast ekld við að nokkur þeirra hafí af sjálfsdáðum lýst stefnu sinni opinber- lega í málinu. „Það er eins og þeirra hlutverk sé ekki annað en að hlusta eftir mismunandi röddum og nýta þær síðan til eigin aðgerðarleysis og til þess að benda á að ekki sé einhug- ur í bænum um málið og því geti þeir ekki mótað sína stefnu. Mér finnst þetta því heldur snautleg forysta, svo ekld sé nú meira sagt og það er einmitt stefnuleysið í þessu eins og svo mörgu öðru í þessu ágæta bæjar- félagi sem er okkar versti óvinur." Margir kaupmenn fyrir sunnan vilja norður Ragnar á jafnframt sæti í stjóm Kaupmannasamtaka fslands og er þar af leiðandi í miklum samskipt- um við kollega sína á höfuðborgar- svæðinu. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga meðal kaup- manna fyrir sunnan að koma norður og setja upp verslanir í nýju versl- unarmiðstöðinni á Gleráreyrum. „Þetta era kaupmenn með alvöra verslanir og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að þeir komi norður en að þessir aðilar taki þátt í að búa til nýjan miðbæ á Gleráreyr- um, í stað þess að efla núverandi miðbæ, finnst mér vera alvarlegt mál. Eg vona því að bæjarfulltrúar hugleiði af alvöra ályktun okkar frá í janúar, því það að tvístra miðbæn- um stuðlar ekki að eflingu bæjarins. Og allar ákvarðanir sem nú verða teknar verða mjög afdrifaríkar." Morgunblaðið/Benjamín Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit Lesið úr lióðum Jónasar BÖRNIN í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit héldu Dag ís- lenskrar t.ungu hátiðlegan í gær. Viðamikil dagskrá var í íþrótta- húsi skólans þar sem börnin sungu nokkur lög, sýndu leikrit og lásu upp auk þess sem sýndar voru litskyggnur, m.a. frá Nonnahúsi, Möðruvöllum, Skipa- lóni og fleiri sögustöðum við Eyjafjörð. Eingöngu voru lesin Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson og sögur eftir Jón Sveinsson, Nonna. Aðalfundur Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra verður haldinn í Hvalamiðstöðinni á Húsavík fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Opnaðu þína eigin ferðaskrifstofu: ICELANDAIR SMEli TU HÉR Tll AD SKOOA PUKKTAStÖOU EssssEati Frá“: |KEF liT: f NctaAtkcrtðea skrilaAj* naftn borgarimar ec* skammst ( Hvers konir f«rð Q AAa teö^: BáÉBr te& Brottfön í -1 rJ 100: Hpimkoma: J -1 -1 ( 00: Hvernig fargjaUiöskar þú eflt? f Lægsta almennt ® 19S9 lceUndair. All rights res«rvtd. )ll réttindi áskiltn figbm ^ iyfo r..»? Skcmmtiferftir Upplýsingar fyrir pé scm skipuleggja fríiö Yilskiptaferöir Upplýsingar fyrir fólk í vilskiptaerindum Netklébbor Upplýsingar um nýjustu nettilboöin Ferlabákanir Hér kaupir þú flugferöir, hótelgistingu og pantar bílaleigubíl Um féiagil Upplýsingar um sogu félagsins, fréttatilkyningar, fjármálaupplýsinga starfsemi Flugleiöa . Önnur biónusta ^ WWW. icelandair.is A nýja Flugleiðavefnum, www.icelandair.is, býðst þér alhliða ferðaþjónusta inni á þínu eigin heimili eða á vinnustað. ✓ ■ A www.icelandair.is færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um áfangastaði og flugáætlun Ferðatilboð á Flugleiðavefnum: Netklúbburinn Á Flugleiðavefnum eru birt reglulega freistandi ferðatilboð vikunnar. Með því að gerast félagi í Netklúbbi Flugleiða - á vefnum - gefst þér svo kostur á enn fleiri hagstæðum ferðatilboðum. / ■ A www.icelandair.is geturðu pantað flugfar, hótelgistingu og bílaleigubíl. / ■ A www.icelandair.is geturðu bókað á Saga Buisness Class - meiri hagkvæmni og minni kostnaður. Velkomin um borð - á vef Flugleiða ICELANDAIR www.icelandair.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.