Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 47 MINNINGAR + Indriði Níelsson fæddist á Vals- hamri í Álftanes- hreppi, Mýrasýslu, 30. ágúst 1913. Hann lést á Land- spítalanum 4. _ nó- vember sl. títför Indriða fór fram frá Fossvogskirkju fostudaginn 12. nóv- ember sl. Indriði móðurbróð- ir okkar lést 4. nóvem- ber sl. 86 ára að aldri. Hann var í hærra meðallagi og kraftalega vaxinn, fríður maður og sviphreinn. And- litsdrættir hans voru fastmótaðir og skarpir og oft var hann mjög ákveðinn en einnig bar hann með sér mikla nærgætni og hlýju. Hann var alla tíð mjög heilsuhraustur og farsæll maður. Hann giftist yndis- legn konu, Ingunni Hoffmann, og eignuðust þau sex böm, eina dóttur og fimm syni. Barnalán þeirra Indriða og Ingu var mikið að und- anskildu því að yngsti sonur þeirra Hallgrímur lést af slysförum ungur að árum og var það allri fjölskyld- unni þungbært áfall. Þess utan voru þau hjón mikið gæfufólk sem kunnu að njóta lífsins á farsælan og hófsaman hátt. Vorið 1945 fluttu foreldrar okk- ar, Stefán Pálsson tannlæknir og Guðný Kristrún Níelsdóttir, heim frá Danmörku með fyrstu ferð Esj- unnar eftir heimsstyrjöldina. Indr- iði og Inga bjuggu þá í nýbyggðu húsi sínu að Flókagötu 43 og skutu þau skjólshúsi yfir okkur og bjugg- um við hjá þeim til haustsins 1947. Þann tíma sem fjölskyldur okkar bjuggu undir sama þaki urðu til þau frænda- og vináttubönd sem aldrei munu bresta. Við minnumst margra ánægju-' stunda, bæði á Flóka- götunni og frá Stýri- mannastígnum, s.s. sameiginlegrar skírn- arathafnar þeirra Soffíu og Níelsar, allra jólaboðanna, af- mæhsveislnanna og margra ferðalaga. Foreldrar okkar höfðu mikið yndi af tónlist og það sama átti við um Indriða og Ingu. Hún spilaði mjög vel á píanó og hann var miidll söng- maður. I þá daga stóðu jólatré ekki úti í horni heldur á miðju gólfi og var gengið í kringum þau og sungið og spilað undir, ekki bara eitt er- indi heldur heilu kvæðin hvert á fætur öðru. Það var stundum með ólíkindum hvað þau systkinin Indr- iði og Dúna kunnu mikið af ljóðum. Og ekki má gleyma öllum jólaleikj- unum, þar tóku allir þátt og skemmtu sér hið besta. Indriði eignaðist snemma bíl og við munum að það var svartur Austin 10 og bauð hann okkur oft með í bfltúr og þá jafnvel alla leið upp í Borgarnes í heimsókn til afa og ömmu. I þann tíma voru vegir öðruvísi en nú gerist og slíkt ferða- lag gat oft tekið þrjá til fjóra tíma, en Indriði dreifði tímanum hjá ungum og óþreyjufullum ferða- löngum með söng og alls konar leikjum, sem styttu biðina eftir að komast í langþráða heimsókn í Nesið. Indriði var trésmíðameistari og aðsópsmikill framkvæmdamaður. Hann rak trésmiðju og byggði hverja stórbygginguna af annarri. Hann var mjög laginn og útsjónar- samur, enda af frábærum smiðum kominn. Hann gerði upp húsið á Stýrimannastígnum áður en við fluttum af Flókagötunni og breytti þar kjallai-anum í tannlæknastofu sem pabbi starfrækti síðustu fimm- tán árin af sínum starfsferli. Það var oft leitað til Indriða þegar eitt- hvað þurfti að laga því hann kunni ráð við mörgu og náði sú kunnátta hans langt út fyrir hans fag. Einna jóla minnumst við sér- staklega, en þá var bannað að flytja inn jólatré vegna hættu á smiti af gin-og klaufaveiki. Indriði kunni ráð við því og á Þorláksmessu kom hann og gaf okkur stórt, grænt tré sem hann hafði smíðað og ekki lét hann þar við sitja heldur afhenti mömmu líka rafmagnsjólaseríu og lét þau orð falla að hún væri örugg- ari fyrir bamafjölskyldu í timbur- húsi, þá væri hægt að halda gleði- legjól. Indriði var mjög ljóðelskur og kunni einnig vel að meta góðar bækur. Einn veturinn mynduðu þau Indriði, mamma, Sigga og fjöl- skyldur þeirra bókaklúbb, sem hittist reglulega á heimili einhvers þeirra og var þá lesið upp úr góð- um bókum, en þetta var fyrir tíma sjónvarps og því meiri tími fyrir slíka iðju. Okkur systkinin langar að færa Indriða frænda okkar alúðar þakk- ir fyrir langa og gefandi samfylgd, en við minnumst hans og reyndar allrar fjölskyldunnar á Flókagöt- unni með aðdáun, virðingu og þökk. Við ljúkum orðum okkar á vísu sem mamma okkar dró upp úr pússi sínu, þessi vísa er ort tU Ingu og Indriða á brúðkaupsdegi þeirra 9. nóvember 1937 og hefur sannar- lega orðið að áhrínsorðum. Höf- undar eru Guðmundur Sigurðsson og fleiri vinir þeirra, sem sendu þeim hamingjuóskir á þeim degi með þessari vísu sinni: Stundin er voldug og stæðileg stálinu þykkari. Ingunn þér fylgi um ævinnar veg, Indriði snikkari. Páll, Soffía og Hildur. INDRIÐI NÍELSSON + Arnheiður Inga Elíasdóttir var fædd 28. júní 1924 á Oddhóli, Rangár- völlum. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. nóvember sl. títför Amheiðar fór fram frá Bú- staðakirkju föstu- daginn 12. nóvem- ber sl. Látin er sómakonan Arnheiður Elíasdóttir frá Oddhól á Rangár- völlum. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Elsku Adda mín. Ég læt hugann reika aftur til bernsku minnar í Varmadal. Það var mikil tilhlökkun þegar von var á þér í heimsókn, það fylgdi þér alltaf sérstakur blær, því þú varst ein af þeim persónum sem laðaðir að þér fólk með þínu sér- staka viðmóti. Maður á svo sannarlega eftir að muna „sjarmann", fallega brosið þitt og smitandi hláturinn sem bræddi alla sem í kringum þig voru. Þú varst sérlega hrein- skilin og sagðir alltaf þína meiningu og var oft gaman að hlusta á ykkur vinkonumar þrjár, þig, Helgu og mömmu spjalla sam- an, því það voru oft létt skot sem flugu á milli, en alltaf í góðu gríni. Ég gleymi heldur ekki góða matnum hjá þér, þegar maður kom í bæinn í heimsókn. Það voru frá- bærar mótttökur sem allir fengu á þínu hlýlega heimili alla tíð. Það var erfitt að þurfa að sjá þig þjást svona mikið þetta síðasta ár, þá kom best í ljós hvflíkt hörkutól þú hafðir að geyma og hugarró hvað sem á gekk. Nú er baráttunni lokið og komið að kveðjustundinni, það var guðsgjöf að hafa fengið að vera samferða þér, elsku Adda mín, í gegnum lífið. Við Sigþór, systkini mín og fjöl- skyldan öll vottum börnum þínum og fjölskyldum innilega samúð. Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig- Gerður Oskarsdóttir. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmivefmigþínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (St.Th.) Guð blessi þig þú blóm fékkst grætt ogbjartumnafnþitter ogvertu nú um eilífð sæl, vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Ég kveð þig, Adda mín, með virð- ingu og þökk fyrir góðu kynnin. Og ég bið Guð að geyma þig á eilífðar- braut. Þín vinkona, Kristín Hermundsdóttir. ARNHEIÐURINGA ELÍASDÓTTIR Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upp- lýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. STEINDÓR BERG GUNNARSSON + Steindór Berg Gunnarsson var fæddur 12. október 1935. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- hcimilinu Grund 30. október síðastlið- inn. títför Steindórs fór fram frá Kópa- vogskirkju föstu- daginn 5. nóvember sl. Mig langar að kveðja góðan vin minn, hann Steindór. Eg kynntist honum þegar ég vann hjá Ör- yrkjabandalagi ís- lands fyrir nokkrum árum og síðar vai-ð hann tengdafaðir bestu vinkonu minnar, og öðru eins ljúfmenni hef ég ekki kynnst. Ég bið góðan guð að styrkja fjölskyldu hans. Guð geymi þig Steindór minn. Þín vinkona, Elín Inga. EGILL ÓLAFSSON + EgilI Ólafsson var fæddur 14. október 1925. Hann lést 25. október síð- astliðinn. títför Eg- ils fór fram frá Sauðlauksdals- kirkju laugardaginn 6. nóvember sl. Einn morguninn opnaði ég Morgun- blaðið og sá þar til- kynningu um að Egill Ólafsson frá _ Hnjóti væri látinn. Ég varð sem lamaður, minn- ingarnar helltust yfir mig. Eigin- kona mín var að koma sonum okk- ar 6 og 8 ára af stað í skólann. Hún kom til mín og reyndi að tala við mig en varð fljótt ljóst að eitt- hvað er að. Mér tókst með erfiðis- munum að tjá henni að Egill á Hnjóti væri dáinn. Síðan grét ég. Ég var jafn gamall yngri syni mínum, þ.e. 6 ára, þegar ég fór fyrst í sveit að Hnjóti. Ég fór þangað ásamt tveimur eldri bræðrum mínum þegar foreldrar okkar fóru í ferðalag til Banda- ríkjanna árið 1966. Eg heillaðist gjörsamlega af sveitinni og því góða fólki sem þar bjó. Hnjótur varð eftir þetta mitt annað heimili og dvaldist ég þar sumarlangt allt til unglingsára. Egill og Ragnheið- ur komu fram við mig sem væri ég einn af börnum þeirra og dvöl mín í æsku hjá þeim hefur mótað mig mikið og reynst mér dýrmætt veganesti í lífinu. Astríki þeirra var ómælt og stend ég í þakkar- skuld við Egil og Rögnu íyrir að hafa opnað heimili sitt fyrir mér og leyft mér að njóta alls- þess besta sem líf í sveit hefur upp á að bjóða. Það er reynsla sem ég vildi að sem flest börn nytu. Fátt eða ekkert getur jafnast á við að vera í sveit sem bam, á góðu heimili hjá góðu fólki og alast upp innan um dýrin og óspillta náttúru. Á Hnjóti kynntist ég jafnframt göfgi vinnunar og gleðinni sem það veit- ir að fá hrós fyrir að vinna og koma að raunverulegu gagni. Fyrsta verkefnið hefur sennilega verið að reka kýrnar út í haga eft- ir mjaltir eða sækja þær. Smám saman var bætt við verkefnum eftir aldri og getu en ætíð var þess gætt að við krakkarnir fengj- um einnig nægan tíma til að leika okkur og vera börn. Þegar verk- efni lá fyrir sem þurfti að leysa sagði Egill gjarnan: „Kalli, getur þú ekki hjálpað mér við ...“ Fyrst hélt ég kannski að ég ætti að hjálpa honum við verkið en svo skildist mér að mér væri ætlað að framkvæma verkið á eigin spýtur. Þannig kenndi hann mér að axla ábyrgð, hann sýndi í verki að hann treysti mér fullkomlega til verksins og að verki loknu þakk- aði hann mér fyrir og hrósaði mér. Þannig lærði ég einnig að vinna væri skemmtileg og skapaði virð- ingu og þakklæti hinna fullorðnu. Egill bjó ekki aðeins Ragnheiði eiginkonu sinni og sonum þeirra gott heimili, heldur einnig foreldr- um sínum, Olafi og Olafíu, sem náðu háum aldri, blessuð sé minn- ing þeirra. Ekki má gleyma okkur börnunum sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að koma í sveitina að Hnjóti og verða börn Egils og Rögnu. Ekki hef ég tölu yfir hversu mörg við urðum í allt, en á þeim tíma sem ég var í sveit að Hnjóti vorum við oft mörg og ætíð var glatt á hjalla. Bærinn stóð við þjóðveginn og þar stopp- uðu nánast allir sem leið áttu hjá. Gestrisni Egils og Rögnu var ómæld. Að Hnjóti voru allir vel- komnir, ekki bara sveitungar, pósturinn, mjólkurbflstjórinn og vegagerðamenn, heldur allir. Heimilið stóð einnig opið hinum fjölmörgu ferðalöngum sem voru m.a. á leið út á Látrabjarg á sumrin. Oft bönkuðu þeir hálf skömmustulegir og sögðust hafa frétt að á Hnjóti væri minjasafn. Þá var safnið hýst á heimil- inu og var gestum æt- íð boðið inn. Egill og Ólafur faðir hans sýndu þá gestum safnið til skiptis og voru óþreytandi við að miðla upplýsingum til gesta um atvinnu- hætti og líf fólks fyrr á tímum. Oft gengum við krakkarnir með,. gestunum og hlýdd- um á Egil eða Ólaf segja frá. Þannig öðl- uðumst við dýrmæta þekkingu um lífið og tilveruna fyrr á tímum. Á meðan gestirnir skoðuðu safnið voru Ragnheiður og/eða Ólafía móðir Egils að taka til bakkelsi og kaffi sem gestum var boðið að sýningu lokinni. Gestum í þús- undatali hefur því verið boðið í kaffi, heimabakað brauð og kökur að Hnjóti. Egill var stórmenni og stórhuga maður. Hann fékk hugmyndir og framkvæmdi þær. Hann byggði upp öflugan og tæknivæddan landbúnað á jörð sinni, studdur dyggilega af atorku og óshérhlífni- eiginkonu sinnar sem sinnti bú- störfum hvern dag jafnframt því að hugsa um heimilið, fjölda barna auk gesta. Minjasafn Egils er góð- ur vitnisburður um elju og fram- sýni hans og mun halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Áð hann skuli hafa haft framsýni til þess rétt um tvítugt að hefja markvissa varðveislu á menning- arsögulegum verðmætum er í raun ótrúlegt einstaklingsfram- tak. Ég mun geyma minninguna um Egil í hjarta mér. Ég minnist gælunafnsins sem hann gaf mér, nafn sem hann einn notaði. Ég minnist ferðanna sem við fórum saman í Land Rovernum t.d. út á flugvöll þar sem hann var flugum- ferðarstjóri og sá einnig um land- græslu. Það voru skemmtilegar ferðir. Ég þakka þér Guð fyrir að hafa fengið að njóta alls þess sem Egill gaf mér í lífsins veganesti og bið þig að veita honum heiðurs- stað í himnaríki. Ég bið Guð að styrkja þig elsku Ragna og syni ykkar í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Karl Eggertsson. Okkur barst sú harmafregn hingað til Svíþjóðar að Egill Ólafs- son vinur okkar væri látinn. Við hjónin kynntumst Agli og konu hans, Ragnheiði, fljótlega eftir að við fluttumst á Patreks- fjörð 1993. Voru þau okkur frá fyrstu tíð ákaflega vinveitt og góð heim að sækja. Egill skilur eftir sig stór- merkt ævistarf sem eru söfnin að Hnjóti og munu þau halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það var ákaflega fróðlegt að fá leið- sögn Egils sjálfs um söfnin, þar sem hann var hafsjór af fróðleik um þá muni sem í söfnunum eru. : Eins og títt er um brautryðj- endur lenti hann á stundum í mót- byr varðandi uppbyggingu safn- anna. Hann hélt þó ætíð ótrauður áfram sem sýndi styrk hans og þol þegar söfnin voru annars vegar. Ibúar Vestur-Barðastrandar- sýslu og raunar landsins alls standa í mikilli þakkarskuld við Egil vegna björgunar hans á ómetanlegum menningarverð- mætum. Það er skylda okkar allra að sjá til þess að söfnin á Hnjóti haldi áfram að vaxa og dafna eins og^ þau hefðu gert ef Egils hefði notið við lengur. Við sendum þér, Ragnheiður, og sonum ykkar innilegar samúð- arkveðjur. Jón B.G. Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, Svíþjóð. *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.