Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 21 Vodafone mun gera nýtt tilboð í Mannesmann Morgunblaðið/Sverrir Skúli Valberg Ólafsson, framkvæmdastjóri Oz.com, Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri tal- og gagna- flutningasviðs Landssímans, Conni Simonsen, framkvæmdastjóri Ericsson í Danmörku, og Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssfmans, við undirskrift samningsins. Samskiptin auðvelduð með iPulse búnaðinum SÍMINN Internet mun á næstunni bjóða í tilraunaskyni samskipta- gáttina iPulse sem fyiirtækin Er- icsson og Oz.com hafa þróað. Bún- aðinum er ætlað að auðvelda samskipti netnotenda. Landssím- inn er í hópi þeirra fjarskiptafyrir- tækja heims sem prófa iPulse fyrst á markaði. Búnaðurinn verður boð- inn notendum á næstu dögum til frírra afnota um fjögurra mánaða skeið en síðan er ráðgert að bjóða hann í áskrift. iPulse býður upp á auðvelda og tafarlausa tengingu við aðra not- endur um farsíma, símboða, lófa- tölvu, heimasíma eða tölvu. Þetta er gert með því að smella á val- mynd þar sem notandi tilgreinir hverjir geti náð í hann, hvernig og hvenær. Með valmyndinni býr not- andi sér til einkaskrá með nöfnum, heimasímanúmerum, farsímanúm- erum, númerum í símboða og póst- föngum þeirra sem hann á sam- skipti við. Hann getur skilgreint aðgang þessara aðila að sínum sím- um eða tölvu og beint innhringing- um úr tölvu í síma eða öfugt. Enn sem komið er er iPulse bún- aðurinn á ensku en á blaðamanna- fundi, þar sem búnaðurinn var kynntur, kom fram að Oz.com sér Landssímanum fyrir séríslenskri útgáfu af iPulse í desember. Conni Simonsen, forstjóri Erics- son í Danmörku, sagði á fundinum að Islendingar stæðu þjóða fremst í notkun á netinu og GSM-símum. Hér væru um 80% þjóðarinnar nettengd og með farsíma. Hún sagði ánægjulegt að Landssíminn, sem væri leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta, væri í hópi fyrstu fjarsk- iptafyrirtækja til að taka iPulse í notkun. Hún kvaðst hafa orðið vör við mikinn áhuga fjarskiptafyrir- tækja um allan heim á búnaðinum. Guðmann Bragi Birgisson, for- stöðumaður Símans Intemet, segir það hluta af starfi Símans Internet að fylgjast með þeim nýjungum sem þróaðar eru um allan heim og velja úr þeim það sem best hentar íslensku netsamfélagi. Akveðið hefði verið að reyna iPulse fyrir viðskiptavini fyrirtækisins vegna þeirra áherslna fyrirtækisins að auka og bæta möguleika þeirra til samskipta sín á milli. London. Reuters. VERÐ bréfa í brezka fjarskiptaris- anum Vodafone AirTouch Plc hef- ur lækkað um rúmlega sex pens og fyrirtækið hefur heitið því að gera annað tilboð í Mannesmann AG í Þýzkalandi. Fjárfestar óttast að stærsta farsímafélag hans verði að greiða hátt verð til að ná því marki að koma á fót ráðandi afli á blómleg- um markaði Evrópu. Verð bréfa í fyrirtækinu lækkaði um 6,4% og svigrúm þess hefur skerzt. Upphaflegu 103 milljarða evra boði Vodafone var hafnað 14. nóv- ember. Síðan hefur félagið sagt að sterk rök mæli með sameiningu og skýi-t frá því að það hafi skilað 1,2 milljarða punda hagnaði á síðustu sex mánuðum, sem er meira en spáð var. Blair stydur Vondafone Vodafone hefur tryggt sér stuðning Tony Blair forsætisráð- herra og sérfræðingar telja að fjandsamlegt tilboð Vodafone í Mannesmann AG geti numið allt að 127 milljörðum evra. Helztu hluthafar Vodafone vilja að reynt verði að ná samkomulagi við Mannesmann um tilboð. Chris Gent forstjóri sagði að mikilvægt væri að ná yfirráðum yf- ir þýzka risanum, þótt það „væri ekki spurning um líf og dauða.“ Fjármálastjóri hans sagði: „Við munum ekki borga of mikið.“ S AAB kaupir keppinaut Stokkhólmi. Reuters. SAAB landvamatæknifyrirtækið í Svíþjóð ætlar að kaupa keppi- nautinn Celsius fyrir fimm millj- arða sænskra króna eða 179 krón- ur á hlutabréf. Tilboðið nýtur stuðnings tveggja helztu eigenda hlutabréfa í SAAB, Investors og British Aerospace, sem á 35% hlut. Velta nýja fyrirtækisins mun nema 22,5 milljörðum sænskra króna og starfsmenn verða 18.300. „Samruninn þjónar hagsmun- um fyrirtækisins og starfsmanna þess,“ sagði Lars G. Josefsson forstjóri, „og er mikilvægur liður í áframhaldandi samþjöppun í landvamaiðnaðinum." „Endurskipulagning í greininni er nauðsynleg til að hún geti mætt alþjóðlegri samkeppni,“ sagði talsmaður heraflans. Meðal eigenda Celsius er hergagnaframleiðandinn Bofors. - rinb>L.i Fvrstu 50 sem KaupavSruriMogga- búöinm á mbl.is OPNUNARTILBO® 46KeVP^WartteKu°e bíómiöa tym ~ B^Sinírumsýnai desember. MOGGABÚÐIN fslandspóstur hf er ný verslun á mbl.is. Þar getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og íslandspóstur sendir þær heim til þín eða á vinnustað. EINFALT 0 G ÞÆGILEGT! " ^mbl.is Vg'/ Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og keypt vörurnar þar. -~ALLTA/= eiTTHVAO HÝTT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.