Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Ásgarðsskóli í Kjós er miðstöð sveitarinnar og sumir ganga svo langt að segja að rekstur skólans sé forsenda
sjálfstæðis sveitarfélagsins. Svo mikið hefur fækkað í sveitinni að einungis 15 börn eru í skólanum í vetur og líkur
á frekari fækkun á næstu árum. Skólastarfíð gengur vel þrátt fyrir fámennið en skólastjóri og formaður skólan-
efndar segja Helga Bjarnasyni að það gæti leitt til lokunar skólans ef félagslega hliðin héldist ekki góð.
Kennarinn hefur meiri tima fyrir hvern og einn nemanda í minni skólum. Hér sést
Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri að störfum.
Það getur verið líflegt í kennslustundum í fámennum skólum, ekki síður en þeim fjöl-
mennu. Hér er nærri helmingur nemenda Ásgarðsskóla saman í kennslustund.
Skólinn er
hjarta sveit-
arinnar
• Fimtán börn eru í skólanum í vetur
• Börnin standa sig vel í öðrum skólum
Skólabjalla er enn uppi í Ásgarðsskóla. Skólastarfi er hins vegar að ljúka
þennan daginn og börnin farin að biða eftir skólabilnum.
Morgunblaðið/Kristinn
KJÓSARHREPPUR rek-
ur eigin grunnskóla fyrir
fyrsta til sjöunda bekk,
Asgarðsskóla. í skólan-
um eru 15 börn í vetur, fæn-i en
nokkru sinni áður, og ekki eru líkur
á fjölgun á næstu árum því í leik-
skóla sem rekinn er í tengslum við
gi'unnskólann eru nú aðeins fjögur
böm. Þrátt fyrir fámennið er vel
búið að skólanum og samstaða
meðal íbúanna um hann, enda
rekstur skólans meginverkefni
þessa litla sveitarfélags. Skólinn er
jafnframt að margra mati forsenda
sjálfstæðs sveitarfélags í Kjós.
Áframhaldandi fækkun
Kjósarhreppur hefur rekið
barnaskóla í Asgarði í 50 ár, áður
var farskóli í hreppnum. Skólinn
var heimavistarskóli fram um 1980.
Mikil breyting hefur orðið á síðustu
áratugum, fækkað hefur í Kjósinni
og sérstaklega hefur bömum fækk-
að. Gunnar Leó Helgason, formað-
ur skólanefndar Asgarðsskóla, seg-
ir að fyrir um tveimur áratugum
hafí verið milli 30 og 40 nemendur í
skólanum, flestir í heimavist. „Þá
voru fjölskyldurnar bamfleiri og
búið á fleiri jörðum,“ segir Gunnar
Leó. Nemendum hefur fækkað með
hverju ári og em 15 í vetur.
Hann segir að ef ekkert nýtt
komi til muni þróunin halda áfram.
I leikskóla sem rekinn er í tengsl-
um við grunnskólann era nú aðeins
fjögur börn sem er þriðjungur af
því sem var þegar börnin vora flest
í leikskólanum. Miðað við það má
búast við að börnum fækki áfram í
grannskólanum á næstu áram, en
Gunnar er bjartsýnn á framtíðina:
„Mér fínnst vera að aukast áhugi
fólks á að búa héma, án þess að
vera með búskap. Við það getur
fjölgað í sveitarfélaginu á nýjan
leik. Hins vegar er ekki víst að böm
fýlgi nýjum íbúum sveitarinnar.“
Síðasta vígið
Erfitt er fyrir 140 manna sveitar-
félag að reka grannskóla. „Það er
mikil barátta að halda þessu uppi,
dýrt á hvem nemanda, en við þurf-
um að hafa þessa þjónustu," segir
Gunnar Leó. Hann segir að mikill
áhugi sé meðal íbúanna á að reka
eigin skóla eins lengi og það er talið
fært, ekki síst til að viðhalda þeim
sérstöku tengslum sem hann segir
að séu milli íbúanna og skólans.
Ibúar Kjósarhrepps hafa tölu-
verða samvinnu við Kjalnesinga um
skólamál. Þannig ganga elstu börn-
in í 8. til 10. bekk í Klébergsskóla á
Kjalamesi. Kjalarneshreppur hef-
ur eins og kunnugt er sameinast
Reykjavíkurborg. Gunnar segir að
sífellt þurfi að huga að skólamálum
í litlu samfélagi, sérstaklega þegar
nemendur era orðnir jafn fáir og
raun ber vitni í Ásgarðsskóla.
Vissulega komi til greina að athuga
með sameiningu við Klébergsskóla.
En fólk setji fyrir sig aukinn skóla-
akstur, sérstaklega þeir sem lengst
muni eiga í Kléberg. Þá muni það
minnka möguleika til endurreisnar
í Kjós ef skólinn verður lagður nið-
ur, fólk flytji síður í sveitina. „Það
er spurning hvort okkur tekst að
halda skólanum þangað til aftur fer
að fjölga, því ekki verður aftur
snúið ef hann verður lagður niður.
Líflð snýst töluvert um skólann.
Eg tel að ef hann verður lagður nið-
ur finnist fólki sem grandvöllur
sveitarfélagsins sé brostinn. Skól-
inn er að því leytinu síðasta vígi
Kjósarhrepps. Mér finnst fólk þó
ekki enn reiðubúið að gefast upp en
flestir gera sér grein fyrir því að
það kemur að því að við þurfum að
sameina skólann og sveitarfélagið.
Við verðum að sætta okkur við það
ef ekki fjölgar aftur,“ segir formað-
ur skólanefndar.
Börnunum gengur vel
„Við höfum verið heppin með
kennara og annað starfslið. Skóla-
starfið hefur gengið vel. Foreldr-
arnir taka virkan þátt í starfinu og
vita alltaf hvað þar er að gerast.
Flestir íbúar sveitarfélagsins taka
þátt í samkomum skólans. Félagslíf
er gott og bömin læra að vinna
saman. Það nýtist þeim í lífinu,"
segir Gunnar Leó Helgason.
Við Ásgarðsskóla er skólastjóri
sem jafnframt er aðalkennari skól-
ans. Venjulega hafa verið tveir að-
alkennarar en ekki tókst að fá ann-
an kennara í haust og hefur það
verið leyst með aukinni vinnu skól-
astjórans og stundakennurum. Auk
skólastjórans era sex stundakenn-
arar sem kenna allt frá einum tíma
á viku, ráðskona, kona sem sér um
ræstingar, tveir skólabflstjórar og
leikskólastjóri. Starfsfólkið er ílest
úr sveitinni þannig að nokkrar fjöl-
skyldur byggja afkomu sína á starfi
hans.
Skiptar skoðanir hafa verið með-
al skólamanna um gæði starfsins í
fámennum skólum, jafnt faglega
sem félagslega. Sigrún Bjarnadótt-
ir, skólastjóri Ásgarðsskóla, segir
að nemendur skólans hafi komið vel
út á samræmdum prófum og standi
sig vel þegar þeir komi í aðra skóla.
Kennt er í tveimur deildum og eru
þrír árgangar í hvorri. Kennarinn
er því með sjö til átta nemendur í
senn. „Hver nemandi fær mun
meiri tíma og athygli en nemendur
í fjölmennari skólum. Kennarinn
nær að kynnast nemendunum náið
og bakgrunni þeirra. Hann á betra
með að koma til móts við þarfir
hvers og eins. Við höfum einnig ná-
ið samband við heimili nemendanna
og foreldrarnir taka virkan þátt í
starfinu," segir Sigrún. Hún segir
að reynt sé að veita bömunum sem
besta þjónustu, þar sé til dæmis
tónlistarkennsla, dans og fleira. Þá
sé töluverð samvinna við Klébergs-
skóla.
Félagslega hliðin viðkvæm
Erfiðara er að meta félagsleg
áhrif þess á börn að vera í fámenn-
um skóla, en ljóst að það hefur bæði
kosti og galla. Sigrún segir að fél-
agslíf sé gott í skólanum og börnin
þurfi sjálf að taka þátt í því, geti
ekki skotið sér á bak við aðra. „Mér
hefur fundist þau verða sjálfstæð-
ari en börn í öðrum skólum og
reynslan sýnir að börn héðan era
virk í félagslífi,“ segir hún. Og hún
segir að agavandamál séu ekki telj-
andi.
Sigrún viðurkennir að það skapi
ákveðin vandræði þegar mikið
vanti inn í aldur. Að meðaltali eru
tveir nemendur í árgangi en þeir
dreifast ekki jafnt, hvorki eftir
kynjum né aldri. Þannig eru sjö
telpur og einn drengur í efri deild.
Drengurinn verður því að leika við
stelpurnar eða yngri strákana.
„Maður þarf að vera vakandi yfir
þessu og fá alla til að leika sér sam-
an,“ segir skólastjórinn.
Leikskóli hefur verið starfrækt-
ur í húsnæði Ásgarðsskóla í tólf ár.
Börnin vora þrettán þegar þau
voru flest, að sögn Hildar Axels-
dóttur leikskólastjóra. Þau eru nú
fjögur og segir Hildur að það sé á
mörkum þess mögulega félagslega.
Hún segist vera ein með börnin en
njóta stuðnings starfsmanna skól-
ans og ekki sé hægt að veita börn-
unum það sama og í stærri leikskól-
um. „En börnin era ósköp ánægð,“
segir Hildur.
Elstu börnin í leikskólanum
sækja tíma með yngri deildinni og
þegar eitthvað sérstakt er um að
vera koma öll börnin saman.
Viljum börnum okkar það besta
Gunnar Leó og Sigrún eru sam-
mála um að félagslegi þátturinn sé
viðkvæmur og gæti orðið skólanum
að falli. „Á meðan börnunum líður
vel, foreldrarnir era sáttir, skóla-
starfið gengur vel og félagslega
hliðin er í lagi er engin ástæða til að
hætta að því gefnu að sveitarfélagið
ráði við það. Skólinn er hjarta sveit-
arinnar, heldur henni í raun saman
og það myndi tapast mikið ef hann
hætti,“ segir Sigrún. Og Gunnar
Leó bætir við: „Á meðan þetta
gengur svona vel teljum við okkur
vera að gera rétt með því að reka
skólann. Við viljum börnum okkar
allt það besta.“