Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Matthías Johannessen hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu skýra frá því í lögunum." Það eitt nægir að þeir vita hvað þeir vilja vera. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, segir Jónas: „Orðið íslend- ingur þýðir allt fyrir okkur.“ Þetta á ekkert skylt við þjóðern- isrembing, en fjallar áreynslulaust um það ómengaða umhverfi sem skiptir öllu máli í umróti samtíma- alþjóðahyggju sem við þurfum að glíma við, nýta og nærast á, án þess glata sjálfum okkur. Undir því er gæfa okkar komin að arf- leifðin fari ekki forgörðum, að tungan glatist ekki; að við getum áfram átt mikilvæg samtöl við gengnar kynslóðir. Mundi ekki þetta allt sem Jónas nefndi eiga einnig við þessi þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu, eins og Jakob Smári kemst að orði í sinni fallegu þingvalla- sonnettu, þegar hugur hans nemur staðar við þann helga reit sem Fjölnismenn boðuðu öðru fremur. Þar blast við Jónasi sú hugarver- öld himna drottins sem stóð hjarta hans næst.“ Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, sagði í ávarpi sínu að skólinn og tungan væru inntak dags íslenskrar tungu og væri hvatt til umræðu um efnið á öllum skólastigum. Hann sagði að Jónas- ai’ Hallgrímssonar væri minnst af því að rödd hans og boðskapur höfðaði til okkar enn í dag. Jónas væri eina íslenska skáldið sem ætti alþjóðlega vefsíðu sem vistuð væri í háskóla í Madison í Wiscounsin í Bandaríkjunum og þar væri fleir- um en íslendingum kleift að kynn- ast Jónasi. Tveir aðilar fengu einnig viðurkenningu Sérstaka viðurkenningu fengu Mjólkursamsalan fyrir fordæmi sitt við varðveislu íslensks máls með því að prenta málfarsleiðbein- ingar, valda bókmenntatexta og fleira á mjólkurfernur og Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum sem hefur staðið fyrir varðveislu ör- nefna í Borgarfirði með því að taka örnefnaskrár til endurskoðunar. Fengu fulltrúar þeiira viðurkenn- ingarskjöl og listaverk eftir Guðjón Ketilsson. Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar, sagði að ákveðið hefði verið að Mjólkur- samsalan myndi framvegis veita námsmanni á háskólastigi árlega styrk til rannsókna á íslensku máli. Verður slíkur styrkur afhentur í fyrsta sinn á næsta ári. Jón Þórisson, fulltrúi Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, sagði nauðsynlegt að vekja áhuga æskufólks á örnefnum, þau væru eitt af því sem ekki mætti glatast úr íslenskri tungu. Tilfærði hann dæmi um ranga notkun og stað- setningu örnefna í fjölmiðlum og sagði brýnt að staðir væru nefndir réttum nöfnum og staðsettir þar sem þeir ættu að vera. Af öðram dagskráratriðum í gær má nefna söng Kórs Fjölbrauta- skóla Suðurlands og ljóðalestur sigui’vegara í upplestrarkeppni grunnskólanna, þeirra Gísla Guð- mundssonar og Rannveigar Eirar Erlingsdóttur. Einnig afhenti Páll Valsson, höfundur nýrrar bókar um ævi Jónasar Hallgrímssonal’, menntamálaráðherra fyrsta eintak bókarinnar sem kom út í gær. í gær völdu í'ramhaldsskólanem- ar bestu dagskrárgerðarmennina og vora hlutskarpastir þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, sem einnig eru nefndir Tvíhöfði, í öðra sæti varð Ólafur Páll Gunn- arsson á Rás 2 og í þriðja Bragi Guðmundsson á FM957. I gær var haldið málþing um menningararfinn, varðveislu og að- gengi í ljósi nýrrar tækni. Á laug- ardag stendur Islensk málnefnd fyrir málþingi í hátíðasal Háskóla Islands þar sem viðfangsefnið er meðal annars íslenskukennsla á öll- um skólastigum. bókablað Vöku-Helgafells sem fylgir Morgunblaðinu Hefur þú séð Jón Þórisson tekur hór við viðurkenningu fyrir hönd Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum frá Birni Bjamasyni, menntamálaráðherra. sefur ekki, og skriðnar ekki fótur í þeim ásetningi að færa lesendum daglega lesningu sína á góðu máli.“ Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, afhenti Matthíasi verð- launin sem eru 500 þúsund krónur og heildarútgáfa Máls og menning- ar á ritverkum Jónasar en Islands- banki kostar verðlaunin. Matthías Johannessen flutti síð- an ræðu og sagði undir lok hennar: „Á einum funda Fjölnismanna ræddu þeir um það sín á milli, að ekki kæmi nógu berlega í ljós í skilgreiningu þeirra, hvað væri að vera Islendingur, eða hvað ein- kenndi Islending. I umræðunum miðjum virðist Jónasi nóg boðið og hann segir: „Við félagsmenn þekkj- um sjálfir þetta orð, en öðrum kemur það ekki við hvað við viljum það merki; þess vegna þarf ekki að Morgunblaðið/Árni Sæberg Matthias Johannessen ávarpar hátíðarsamkomu á degi íslenskrar tungu í gær. Fremst sitja Vilborg Dag- bjartsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ólafur Oddsson og Kristján Árnason, sem sitja í framkvæmda- stjórn dags íslenskrar tungu. / „Orðið Islendingur þýðir allt fyrir okkura Fæðingardagur Jónas- ar Hallgrímssonar, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Hann er helgaður sérstöku átaki í þágu móður- málsins og boðið er upp á ýmsa viðburði í því sambandi. form, sem að sínu leyti tengdist að- alstarfi hans sem blaðamanns og færði blaðamennskuna á hærra plan, ef svo má til orða taka. I þriðja lagi er með verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar verið að heiðra Matthías Johannessen fyrir störf hans sem ritstjóra stærsta og áhrifamesta dagblaðs á Islandi og væntanlega þess miðils sem mest áhrif hefur á daglegt mál okkar. Þar hefur Matthías verið vörður ís- lensks máls, sem blundar ekki og Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, tekur við við- urkenningu frá Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, og Þorgeiri Ólafssyni, formanni framkvæmdastjórnar dags íslenskrar tungu. DAGUR íslenskrar tungu var í gær haldinn hátíð- legur í fjórða sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Framkvæmdastjórn dags íslenskr- ar tungu veitti Matthíasi Johannes- sen, skáldi og ritstjóra, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á hátíðar- samkomu í Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með sérstök- um hætti unnið íslenskri tungu gagn. Þá fengu Mjólkursamsalan og Félag aldraðra í Borgarfjarðai-- dölum riðurkenningar fyrir fram- lag þeirra til viðgangs íslenskrar tungu. Þorgeir Ólafsson, formaður framkvæmdastjómar dags ís- lenskrar tungu, kynnti ákvarðanir um verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar og rökstuðning. I fram- kvæmdastjórninni sitja auk hans Kristján Árnason, prófessor, Vil- borg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, Ölafur Oddsson, mennta- skólakennari, og Sigmundur Emir Rúnarsson, skáld og fréttamaður. I reglum um verðlaun og viður- kenningar sem veittar eru á degi íslenskrar tungu segir meðal ann- ars að verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar skuli veita einstaklingum sem hafa „með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörf- um eða kennslu og stuðlað að efl- ingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar". _ í ræðu sinni í gær sagði Þorgeir Ólafsson meðal annars um rök- stuðning nefndarinnai’ fyrir því að veita Matthíasi Johannessen verð- laun Jónasar Hallgrímssonar: „Matthías hefur iðkað íslenskt mál á öllum sviðum og hann hefur auðgað það, ekki síst með ljóðum sínum. Þar birtist okkur í bestu mynd fegurð málsins, blæbrigði, sveigjanleiki og þanþol. Matthíasi lætur vel sá galdur ljóðsins að birta lesandanum nýja sýn, opna luktar dyi- og auka tilfinninga- og þekk- ingarforða lesandans.“ Merki frjálsræðis Þá sagði Þorgeir að tungumálið væri stundum sagt vera efniviður skáldsins og því líkt við leir en hon- um íyndist nær að líkja því við stein og tré sem meitla þurfi og skera til að laða fram mýkt og hörku. „Og ef við lítum á skáldskap í þessu ljósi er verðlaunahafmn smiður góður.“ Hann vitnaði til orða Kristjáns Karlssonar þess efnis að Matthías hefði haldið uppi merki frjálsræðis í stíl skáldskapar og sagði Þorgeir þetta frjálsræði ekki síður koma fram í samtalsbókum Matthíasar. „Framkvæmdastjórnin telur að með þeim hafi Matthías átt stóran hlut í að kynna nýtt bókmennta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.