Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Matthías Johannessen hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu
skýra frá því í lögunum." Það eitt
nægir að þeir vita hvað þeir vilja
vera. Þegar sú niðurstaða liggur
fyrir, segir Jónas: „Orðið íslend-
ingur þýðir allt fyrir okkur.“
Þetta á ekkert skylt við þjóðern-
isrembing, en fjallar áreynslulaust
um það ómengaða umhverfi sem
skiptir öllu máli í umróti samtíma-
alþjóðahyggju sem við þurfum að
glíma við, nýta og nærast á, án
þess glata sjálfum okkur. Undir
því er gæfa okkar komin að arf-
leifðin fari ekki forgörðum, að
tungan glatist ekki; að við getum
áfram átt mikilvæg samtöl við
gengnar kynslóðir. Mundi ekki
þetta allt sem Jónas nefndi eiga
einnig við þessi þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi
hljóðu, eins og Jakob Smári kemst
að orði í sinni fallegu þingvalla-
sonnettu, þegar hugur hans nemur
staðar við þann helga reit sem
Fjölnismenn boðuðu öðru fremur.
Þar blast við Jónasi sú hugarver-
öld himna drottins sem stóð hjarta
hans næst.“
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, sagði í ávarpi sínu að
skólinn og tungan væru inntak
dags íslenskrar tungu og væri
hvatt til umræðu um efnið á öllum
skólastigum. Hann sagði að Jónas-
ai’ Hallgrímssonar væri minnst af
því að rödd hans og boðskapur
höfðaði til okkar enn í dag. Jónas
væri eina íslenska skáldið sem ætti
alþjóðlega vefsíðu sem vistuð væri
í háskóla í Madison í Wiscounsin í
Bandaríkjunum og þar væri fleir-
um en íslendingum kleift að kynn-
ast Jónasi.
Tveir aðilar fengu
einnig viðurkenningu
Sérstaka viðurkenningu fengu
Mjólkursamsalan fyrir fordæmi
sitt við varðveislu íslensks máls
með því að prenta málfarsleiðbein-
ingar, valda bókmenntatexta og
fleira á mjólkurfernur og Félag
aldraðra í Borgarfjarðardölum sem
hefur staðið fyrir varðveislu ör-
nefna í Borgarfirði með því að taka
örnefnaskrár til endurskoðunar.
Fengu fulltrúar þeiira viðurkenn-
ingarskjöl og listaverk eftir Guðjón
Ketilsson.
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, sagði
að ákveðið hefði verið að Mjólkur-
samsalan myndi framvegis veita
námsmanni á háskólastigi árlega
styrk til rannsókna á íslensku máli.
Verður slíkur styrkur afhentur í
fyrsta sinn á næsta ári.
Jón Þórisson, fulltrúi Félags
aldraðra í Borgarfjarðardölum,
sagði nauðsynlegt að vekja áhuga
æskufólks á örnefnum, þau væru
eitt af því sem ekki mætti glatast
úr íslenskri tungu. Tilfærði hann
dæmi um ranga notkun og stað-
setningu örnefna í fjölmiðlum og
sagði brýnt að staðir væru nefndir
réttum nöfnum og staðsettir þar
sem þeir ættu að vera.
Af öðram dagskráratriðum í gær
má nefna söng Kórs Fjölbrauta-
skóla Suðurlands og ljóðalestur
sigui’vegara í upplestrarkeppni
grunnskólanna, þeirra Gísla Guð-
mundssonar og Rannveigar Eirar
Erlingsdóttur. Einnig afhenti Páll
Valsson, höfundur nýrrar bókar
um ævi Jónasar Hallgrímssonal’,
menntamálaráðherra fyrsta eintak
bókarinnar sem kom út í gær.
í gær völdu í'ramhaldsskólanem-
ar bestu dagskrárgerðarmennina
og vora hlutskarpastir þeir Jón
Gnarr og Sigurjón Kjartansson,
sem einnig eru nefndir Tvíhöfði, í
öðra sæti varð Ólafur Páll Gunn-
arsson á Rás 2 og í þriðja Bragi
Guðmundsson á FM957.
I gær var haldið málþing um
menningararfinn, varðveislu og að-
gengi í ljósi nýrrar tækni. Á laug-
ardag stendur Islensk málnefnd
fyrir málþingi í hátíðasal Háskóla
Islands þar sem viðfangsefnið er
meðal annars íslenskukennsla á öll-
um skólastigum.
bókablað Vöku-Helgafells
sem fylgir Morgunblaðinu
Hefur þú séð
Jón Þórisson tekur hór við viðurkenningu fyrir hönd Félags aldraðra
í Borgarfjarðardölum frá Birni Bjamasyni, menntamálaráðherra.
sefur ekki, og skriðnar ekki fótur í
þeim ásetningi að færa lesendum
daglega lesningu sína á góðu máli.“
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, afhenti Matthíasi verð-
launin sem eru 500 þúsund krónur
og heildarútgáfa Máls og menning-
ar á ritverkum Jónasar en Islands-
banki kostar verðlaunin.
Matthías Johannessen flutti síð-
an ræðu og sagði undir lok hennar:
„Á einum funda Fjölnismanna
ræddu þeir um það sín á milli, að
ekki kæmi nógu berlega í ljós í
skilgreiningu þeirra, hvað væri að
vera Islendingur, eða hvað ein-
kenndi Islending. I umræðunum
miðjum virðist Jónasi nóg boðið og
hann segir: „Við félagsmenn þekkj-
um sjálfir þetta orð, en öðrum
kemur það ekki við hvað við viljum
það merki; þess vegna þarf ekki að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matthias Johannessen ávarpar hátíðarsamkomu á degi íslenskrar tungu í gær. Fremst sitja Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ólafur Oddsson og Kristján Árnason, sem sitja í framkvæmda-
stjórn dags íslenskrar tungu.
/
„Orðið Islendingur
þýðir allt fyrir okkura
Fæðingardagur Jónas-
ar Hallgrímssonar,
16. nóvember, er dagur
íslenskrar tungu. Hann
er helgaður sérstöku
átaki í þágu móður-
málsins og boðið er upp
á ýmsa viðburði í
því sambandi.
form, sem að sínu leyti tengdist að-
alstarfi hans sem blaðamanns og
færði blaðamennskuna á hærra
plan, ef svo má til orða taka. I
þriðja lagi er með verðlaunum
Jónasar Hallgrímssonar verið að
heiðra Matthías Johannessen fyrir
störf hans sem ritstjóra stærsta og
áhrifamesta dagblaðs á Islandi og
væntanlega þess miðils sem mest
áhrif hefur á daglegt mál okkar.
Þar hefur Matthías verið vörður ís-
lensks máls, sem blundar ekki og
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, tekur við við-
urkenningu frá Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, og Þorgeiri
Ólafssyni, formanni framkvæmdastjórnar dags íslenskrar tungu.
DAGUR íslenskrar tungu
var í gær haldinn hátíð-
legur í fjórða sinn, á
fæðingardegi Jónasar
Hallgrímssonar, 16. nóvember.
Framkvæmdastjórn dags íslenskr-
ar tungu veitti Matthíasi Johannes-
sen, skáldi og ritstjóra, verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar á hátíðar-
samkomu í Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi. Verðlaunin eru
veitt þeim sem hafa með sérstök-
um hætti unnið íslenskri tungu
gagn. Þá fengu Mjólkursamsalan
og Félag aldraðra í Borgarfjarðai--
dölum riðurkenningar fyrir fram-
lag þeirra til viðgangs íslenskrar
tungu.
Þorgeir Ólafsson, formaður
framkvæmdastjómar dags ís-
lenskrar tungu, kynnti ákvarðanir
um verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar og rökstuðning. I fram-
kvæmdastjórninni sitja auk hans
Kristján Árnason, prófessor, Vil-
borg Dagbjartsdóttir, skáld og
kennari, Ölafur Oddsson, mennta-
skólakennari, og Sigmundur Emir
Rúnarsson, skáld og fréttamaður.
I reglum um verðlaun og viður-
kenningar sem veittar eru á degi
íslenskrar tungu segir meðal ann-
ars að verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar skuli veita einstaklingum
sem hafa „með sérstökum hætti
unnið íslenskri tungu gagn í ræðu
og riti, með skáldskap, fræðistörf-
um eða kennslu og stuðlað að efl-
ingu hennar, framgangi eða miðlun
til nýrrar kynslóðar".
_ í ræðu sinni í gær sagði Þorgeir
Ólafsson meðal annars um rök-
stuðning nefndarinnai’ fyrir því að
veita Matthíasi Johannessen verð-
laun Jónasar Hallgrímssonar:
„Matthías hefur iðkað íslenskt
mál á öllum sviðum og hann hefur
auðgað það, ekki síst með ljóðum
sínum. Þar birtist okkur í bestu
mynd fegurð málsins, blæbrigði,
sveigjanleiki og þanþol. Matthíasi
lætur vel sá galdur ljóðsins að birta
lesandanum nýja sýn, opna luktar
dyi- og auka tilfinninga- og þekk-
ingarforða lesandans.“
Merki frjálsræðis
Þá sagði Þorgeir að tungumálið
væri stundum sagt vera efniviður
skáldsins og því líkt við leir en hon-
um íyndist nær að líkja því við
stein og tré sem meitla þurfi og
skera til að laða fram mýkt og
hörku. „Og ef við lítum á skáldskap
í þessu ljósi er verðlaunahafmn
smiður góður.“
Hann vitnaði til orða Kristjáns
Karlssonar þess efnis að Matthías
hefði haldið uppi merki frjálsræðis
í stíl skáldskapar og sagði Þorgeir
þetta frjálsræði ekki síður koma
fram í samtalsbókum Matthíasar.
„Framkvæmdastjórnin telur að
með þeim hafi Matthías átt stóran
hlut í að kynna nýtt bókmennta-