Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 15 FRETTIR Ferðaþjónustuaðili um skýrslu Landsvirkjunar Ahrifín á ferðamennsku á hálendinu ekki skýr ÁHRIF Fljótsdalsvirkjunar á ferðamennsku eru metin í of þröngu samhengi í skýrslu Lands- virkjunar um mat á umhverfisá- hrifum Fljótsdalsvirkjunar. Þetta er mat Einars Torfa Finnssonar, framkvæmdastjóra Islenskra fj allaleiðsögumanna. Einar Torfi segir þegar hann er spurður álits um kafla skýrslunnar um áhrif virkjunarinnar á ferða- mennsku að í skýrslunni sjálfri, niðurstöðu hennar og sérstakri greinargerð sem fylgir henni sé einblínt um of á áhrif framkvæmd- arinnar á ferðamennsku á Eyja- bakkasvæðinu en áhrifum á ferða- mennsku á hálendinu í heild sé lít- ill gaumur gefinn. „Eg tel nauðsynlegt að líta á áhrif virkjunarinnar í mun stærra samhengi. Það má alls ekki van- meta hvað jafn stór framkvæmd og Fljótsdalsvirkjun, sem reist er á jafn viðkvæmu og einstöku svæði hefur á ferðamennsku víðar á há- lendinu. Við verðum að skoða áhrifin á ímynd Islands. Þó svo að Eyjabakkar séu ekki og verði aldrei ferðamannastaður sem dregur að sér milljónir ferða- manna einn og sér, þar sem svæðið er alltof viðkvæmt til þess, þá hef- ur það mikið vægi þegar litið er á málið í stærra samhengi,“ segir Einar Torfi. Ósnortin ímynd laðar að ferðamennina Hann bendir til dæmis á að í skýrslunni segi að allt bendi til þess að ferðamaður framtíðarinnar muni fara fram á góðar samgöngur, fjöl- breytta gistiaðstöðu og ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Einar segir að þrátt fyrir þessa framtíðar- sýn sé líklegt að ferðamenn haldi áfram að vera jafn fjölbreyttur hóp- ur og hann er í dag. Því megi ekki draga úr nauðsyn þess að hérlendis séu til svæði fyrir allar tegundir ferðamanna og þörfin fyrir ósnortin svæði sé og hafi verið að aukast verulega. „Ósnortin svæði skapa ímynd okkar og það er sú ímynd sem laðar ferðafólk til landsins." Einar Torfi segir að sú niður- staða skýrslunnar að ferðamennska muni aukast í kjölfar virkjunar geti ekki staðist í ljósi þeirrar reynslu sem vai’ð við uppbyggingu virkjana á Þjórsársvæðinu. Virkjanirnar sjálfar hafí ekki aðdráttarafl, en hins vegar hafi bættar samgöngur af völdum þehra haft þau áhrif að aðgengi ferðamanna að nátt- úruperlum á borð við Landmanna- laugar, Torfajökulsvæðið og Eiríkur Jónsson kjörinn formaður nýrra heildarsamtaka kennara Sameining við leikskólakennara undirbúin EIRlKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, var kjörinn formaður nýrra heildar- samtaka kennara undir nafni Kenn- arasambandsins á stofnfundi sam- takanna á laugardag og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, var kjörin varafonnaður. Þá samþykkti fund- urinn að hefja undirbúning þess að Félag leikskólakennara gæti sam- einast Kennarasambandinu, en nið- urstaða í þeim efnum mun þó ekki liggja fyiT fyrr en á árinu 2001. I nýja félaginu, sem formlega tekur til starfa um áramót, samein- ast kennarar sem kenna í grunn- skólum, framhaldsskólum og tón- listarskólum. Samanlagður félaga- fjöldi í nýju samtökunum er hátt á sjöunda þúsundið. Mikil samstaða á þinginu Eiríkur Jónsson sagði að mikil samstaða hefði ríkt á stofnfundin- um, enda hefði málið lengi verið til umræðu og búið að afgreiða það með verulegum meirihluta at- kvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu í báðum félögunum. Hann sagði að á stofnfundinum hefði verið rætt um stefnuskrá félagsins, starfsemi þess, skólamál, kjaramál og ýmis- legt annað sem hefðbundið væri á þingum og aðalfundum. Samstaðan hefði yfh'leitt verið mjög góð um þau má sem þarna hefðu verið til umræðu. Hann segist alveg sannfærður um að sameining félaganna verði til að styrkja kennarastéttina. Það sé mun einfaldara að vinna að mál- efnum skóla, kennara og stjórn- enda þegar allir séu komnir saman í ein samtök. Þrátt fyrir að sam- staða og samstarf félaganna hafi verið mjög gott í gegnum tíðina verði mun einfaldara að vinna að framgangi mála í einum samtök- Kjarnaúrgangi mótmælt NORRÆNA umhverfisráðherra- nefndin sendi umhverfisráðherra Bretlands, Michael Meacher, bréf í síðustu viku þar sem-hvatt er til að Bretar láti af losun kjarnaúrgangs. Að sögn umhverfisráðherra Is- lands, Sivjar Friðleifsdóttur sem einnig er formaður Norrænu um- hverfisráðheiTanefndarinnar, vinna Bretar þessa stundina að þróun að- ferðar sem stórlega dregur úr magni teknetíums, eins þeirra efna sem finna má í geislavirkum úr- gangi. Fimm til sex ár eru þó í að aðferðin verði að fullu þróuð og sagði umhverfisráðherra að þess hefði verið óskað að Bretar geymdu þann kjarnaúrgang sem kemur frá Sellafield þangað til. Ráðherra segh' einhug hafa verið meðal nefndarinnar um bréfið, enda sé kjamorkuúrgangur frá Sellafield áhyggjuefni íyrir Norðurlönd þó hann sé enn langt undir hættumörkum. í bréfi sínu fagnaði Norræna um- hverfisráðherranefndin þeim ski'ef- um sem tekin voru gagnvart geisla- virkum efnum á ráðherrafundi OSPAR-nefndarinnar fyrr á þessu ári. Þá hvöttu umhverfisráðherrarn- ir ríkistjórn Bretlands til að leggja kapp á að ná þeim markmiðum sem sett voru um meðferð geislavirks úr- gangs í ár og í fyrra. Sprengisand hafi aukist til muna. „Mín reynsla er sú að ferðamenn forðast virkjanasvæðið við Þjórsá. Skipulagðar hópferðir bruna þar framhjá til þess að komast á önnur nærliggjandi svæði. Þar sem allt í kringum Eyjabakkasvæðið eru ósnortin svæði tel ég að ferðahópar muni forðast það sem búið er að umbreyta. Virkjunin mun til dæmis hafa mikil áhrif á ferð sem ég fer á sumrin með hópa frá Öskju, að Dimmugljúfrum og að Snæfelli. Mín reynsla af Þjórsársvæðinu getur ekki leitt til annarra ályktana og því tel ég hæpið að ferðamennska muni eflast og aukast á svæðinu í kjölfar virkjunar, eins og kemur fram í skýrslunni," segir Einar Torfi. Vefsíður og tölvu póstur á GSM SIMINN GSM hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu í samstarfi við Vísi.is og Flugleið- h'-Icelandair. Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landsím- anum, segir að nýja þjónustan, sem er kölluð VIT, valdi í senn byltingu í notagildi GSM-síma og opni nýjar viddir í fjölmiðlun og ferðaþjónustu. Þjónustan verður ókeypis til áramóta og hún er opin þeim sem eiga nýj- ustu gerðir GSM-síma. Frá og með áramótum kostar hver beiðni um upplýsingar 14 krón- ur. Með VIT-þjónustunni geta viðskiptavinir Símans GSM leit- að upplýsinga um rétthafa síma- númera, stöðu á GSM-reikningi og fylgst með tölvupóstinum sínum, lesið hann og sent tölvu- póst. Vísir.is sér um fréttaþjón- ustu. Flugleiðir veita upplýsing- ar um komu- og brottfarartíma í millilandaflugi, breytingar á áætlun og nýjustu ferðatilboðin á netinu. VIT byggist á svokallaðri SIM Toolkit-tækni sem felst í því að í stað venjulegs SIM- korts, sem stungið er í GSM- símann, kemur sérstakt gagna- kort. Á kortið eru forritaðar val- myndir, sem notaðar eru til að sækja fréttir og upplýsingar inn á vefsíður ýmissa þjónustufyrir- tækja. Notandinn velur þær upplýsingar sem hann vantar og fær samstundis skilaboð til baka. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Frá mótmælafundi fyrir utan Háskóla íslands í fyrsta verkfalli opinberra starfsmanna í oktdber 1977. Starfsmannafélag ríMsstofnana 60 ára í DAG eru liðin 60 ár frá stofnun Starfsmannafélags ríkisstofnana. I félaginu eru nú um 4.700 manns. Jens Andrésson, formaður FSR, segir að byrjað hafi verið að fagna afmælisárinu í júní sl. þegar SFR stóð fyrir skemmtun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. í tilefni af af- mælisárinu var ákveðið að rita sögu félagsins og hóf Þorleifur Óskars- son sagnfræðingur störf hjá SFR 1. október sl. Á laugardaginn er síðan ætlunin að halda afmælisveislu og þá verður opnuð ljósmyndasýning sem á að spanna sögu Starfsmanna- félags ríkisstofnana og hvernig fé- lagið hefur tengst BSRB í gegnum tíðina. Jens segist sjá ákveðnar blikur á lofti hvað fjölda starfsmannafélaga varðar. Þau séu of mörg og dreifð sem veiki þann slagkraft sem stétt- arfélög eiga og þurfa að hafa. Hann telur nauðsynlegt að sameina félög eða koma á öflugra samstarfi í kom- andi kjarabaráttu. „Eg held að við þurfum að skoða slíkt með miklu opnari huga en gert hefur verið fram að þessu,“ segir Jens. Starfsmannafélag ríkisstofnana var stofnað í Reykjavík 17. nóvem- ber 1939. Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnunar, var helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Skráðir stofnendur voru 42 og störfuðu á um 20 ríkisstofnunum í Reykjavík. Árið 1942 var Bandalag starfs- manna ríkis og bæja stofnað og tók Starfs- mannafélagið virkan þátt í myndun þess. Með tilkomu banda- lagsins fjölgaði félags- mönnum talsvert og var Félagstíðindum ýtt úr vör árið 1943. I árs- byrjun 1942 voru fé- lagsmenn 166 en voru liðlega 300 árið 1945. Skráðum félögum fjölgaði ekki milli ár- anna 1950 og 1958 og voru rétt rúmlega 500. Utgáfa Félagstíðinda lá niðri um árabil, fund- arsókn fór minnkandi, fundum fækkaði og til- raunir til skemmtana- halds lögðust nánast af. Engu að síður náðust merkir áfang- ar eins og lög um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna árið 1954. Skin og skúrir hjá samtökum opinberra starfsmanna Sjöundi áratugurinn var hins veg- ai' gróskuskeið í sögu samtaka opin- berra starfsmanna. Árið 1962 fékk BSRB samningsrétt fyrir aðildarfé- lög sín. Síðla árs 1969 voru meðlimir SFR um 1.450 og bjó þorri þeirra á höfuðborgarsvæðinu, eða um 87%. Upp úr 1970 fór í hönd blóma- skeið í sögu félagsins með vaxandi fjölda starfsfólks í opinberri þjón- ustu, nýjum lögum um kjarasamn- Jens Andrésson, for- maður Starfs- mannafélags ríkis- stofnana. inga frá 1973 og verk- fallsrétti sem fékkst árið 1976. Fyrsti fasti skrifstofumaðurinn við hlið framkvæmda- stjóra tók til starfa 1974 og 1976 hófst samfelld útgáfa Fé- lagstíðinda. Tímamót urðu í orlofsmálum þegar fyrstu húsin í Munaðamesi voru tek- in í notkun árið 1971. Félagar í SFR voru orðnir um 3.800 árið 1979, þar af voru konur rúmlega 54% og vinnu- staðir 232. Árið 1989 voru félag- ar í SFR orðnir um 5.000 og voru konur orðnar 70% félags- manna. Einn afrakstur aðalkjara- samnings BSRB árið 1980 var starfsmenntunarsjóður sem tók til starfa árið 1982, og vai' hann einnig vitnisburður um nýjar þarfir á tím- um örra samfélags- og tæknibreyt- inga. Fjöldi félagsmanna í SFR er svipaður í dag og hann var árið 1990. Ástæðan er einkum sú að ýmsar heilbrigðisstéttir hafa sagt skilið við SFR. Hlutur kvenna er ennþá um 70% og hlutfall félags- manna utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness hefur vaxið talsvert og eru þeir nú um 25% félags- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.