Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 4fx. JONINGVI KRIS TINSSON + Jón Ingvi Krist- insson var fædd- ur 24. febrúar 1933. Hann lést 30. októ- ber á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Jóns fór fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. nóv- ember sl. Þegar ég var lítil man ég hvað við syst- urnar hlökkuðum allt- af mikið til sumarsins, því þá komu svp margii- gestir. Á hverju sumri kom fjöldi manns heim í Höfða, flestir að heimsækja tæki til að tjá sorg og samúð, þau ná ekki að gefa tilfinningunum og söknuðinum merk- ingu. Hugur okkar all- ra hefur verið hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og ekki síst hjá börnunum sem sakna afa síns sárt. Hérvið skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinumhkn, erlifa. ((Ur sólarljóðum.) Ásta í Höfða. Honum var tíðrætt um börnin sín, Irisi, Tryggva og Eyjólf sem hann var afar stoltur af, svo og tengda- börnin, síðan komu barnabörnin eitt af öðru og þá var nú afi glaður. Eiríkur var elstur í stórum systk- inahópi og bar hann hag móður sinnar mjög fyrir brjósti. Eiríkur var einstaklega glæsileg- ur maður, traustur og hjartahlýr. Hann var afbragðs fagmaður og áhugasamur um starf sitt, enda vel metinn af þeim sem til þekktu. Hann hafði fallega bassarödd, sem karlakórinn Fóstbræður fékk að njóta í áratugi. Hafði hann mikla ánægju af því að að syngja og starfa með þeim, það má segja að hann hafi kennt mér að meta fallegan karlakórssöng og bauð hann mér að gerast styrktarfélagi Fóstbræðra, ■sem ég og þáði. Ég hitti Eirík rétt eftir að sjúk- dómur hans hafði verið greindur. Hann var allhress að sjá og sagðist verða að taka þessu eins og hverju öðru verkefni, reyna að leysa það eins vel og hann gæti. Þegar við kvöddumst var ég nokkuð bjartsýn og vonaði svo innilega að honum yrði að ósk sinni. Svo varð því mið- ur ekki. Við töluðum alloft saman í síma á meðan hann var á sjúkra- húsinu og var aðdáunarvert hversu mikinn styrk hann sýndi. Börnin voru hans stoð og stytta í veikind- um hans. Við ræddum stundum dauðann, því bæði höfðum við misst maka okkar og vorum sammála um að dauðinn sem slíkur væri ekki það versta sem fyrir gæti komið. Verra væri að hverfa frá þeim _sem mest þyrftu á manni að halda. Ég vil trúa því að Eiríkur hafi dáið þegar dauð- inn var honum ábati og lausn. Ég bið Guð að gefa Eiríki frið og börnum hans, móður og öðrum aðstandendum styrk til handa. Sigríður Sigurjónsdóttir. Allt er í heiminum hverfult. Nú hljómar ekki lengur hérna megin ómþýð bassarödd Eiríks Tryggva- sonar i „Bára blá að bjai-gi stígur“. Stundum gefur svo á að jafnvel klettar mega sín lítils gegn váleg- um ólgusjó. Eiríkur var klettur, hann var hreinn og beinn og afstaða hans til manna og málefna var ávallt skýr °g byggð á traustum grandvallar- reglum og kristnum viðhorfum. Eiríkur tileinkaði sér hina göfugu lífsreglu Krists: það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra. Hann sá aumur á lítil- magnanum og tók afstöðu með hon- um. Kreddur og hégómi féllu hon- um illa og hvers kyns óréttlæti var eitur í hans beinum. Maður fann til öryggis í nálægð Eiríks, maður vissi fyrir hvað hann stóð og gat treyst honum í hvívetna, skilyrðis- laust. Þess vegna var gott að eiga Eirík að sem vin og fóstbróður og fyrir það er ég þakklátur. Fóstbræður sjá nú að baki traustum félaga og einum af sínum betri söngmönnum fyrr og síðar. Fóstbræður verða ekki samir fyrir vikið. Það var erfitt að ímynda sér Erík og Birnu hvort án hins. Eiríkur og Birna, sem gædd var einstökum persónutöfrum og glæsileg svo eft- ir var tekið, voru sem eitt. Það var eftirtektarvert hversu eðlilegt þeim reyndist að vera leiðtogar í starfi og í leik og hrókar alls fagnaðar án nokkurs tildurs, tilgerðar eða fá- fengis. Mér er einnig minnisstætt hve vel þau tóku á móti og hlúðu að nýjum kórmeðlimum og konum þeirra. Hilda kona mín og ég fórum ekki varhluta af þessu og fyrir það erum við þakklát. Við varðveitum með. okkur kærai' minningar um Eirík og Bimu. Líklegt er að sorfið hafi í undirstöður Eiríks meir en mann grunar við fráfail Birnu, langt fyrir aldur fram. „Bára blá að bjargi stígur“ verð- ur sungið áfram þótt við fáum ekki notið hljómfagrar bassaraddar Eir- íks framar. Þó allt sé breytingum háð er víst að minning um góðan dreng lifir. Við Hilda vottum öllum aðstan- dendum samúð okkar. Þorsteinn Guðnason. ömmu Sigrúnu, vinir og kunning- ar, börnin hennar og fjölskyldur þeirra. Sum sumur voru líka af- mælisveislur og ættarmót og þá fylltist allt af fólki heima, okkur la'ökkunum til mikillar ánægju. Þetta varð til þess að ég kynntist ættingjunum vel og þá sérstaklega systkinum pabba sem voru flest árvissir gestir. Það var alltaf gam- an þegar eitthvað af systkinunum kom í heimsókn, ég minnist sér- staklega fjörugra samræðna við eldhúsborðið heima um allt milli himins og jarðar, frá kvótamálum til kvennamála og svo var að sjálf- sögðu rætt um pólitík. Sem barn naut ég þessara rökræðna og vildi ekki fyrir nokkra muni missa af þeim, en stundum kom það fyrir að ég skildi ekki alveg um hvað ágreiningurinn snerist. Eftir eina eldhússennuna spurði ég Jón hvort þau systkinin væru aldrei sammála um neitt. „Blessuð vertu, við erum alveg sammála, bara missam- mála.“ Þetta var sagt með gáska- bliki í augum og þeirri glettni sem einkenndi Jón öðrum fremur. Jón var léttur í skapi og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum, hann var drífandi, rösk- ur og duglegur við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Það var aldrei lognmolla í kringum Jón og vandfundið fólk sem gleðin og kát- ínan geislar eins af. Þegar ættarmót eru haldin rís tjaldborg á túninu heima. Eitt tjaldanna sker sig svolítið úr, blátt og bleikt og öðruvísi en önnur tjöld í laginu. Þegar búið var að reisa þetta tjald vissum við krakkamir að Jón og Elsa vom komin og þá var hlaupið til að heilsa þeim. Böm löðuðust að Jóni, hann var skemmtilegur og hafði nógan tíma fyrir forvitna huga. Næsta sumar stendur til að halda ættarmót og vonandi verður litla skrítna tjaldið meðal hinna, en það verður ekki Jón sem reisir það. Hann verður heldur ekki með í brennusöngnum en kannski við syngjum „nú blika við sólarlag sædjúpin köld“ sér- staklega fyrir hann. Það er erfitt að trúa því að Jón sé farinn, kallið kom skyndilega og óvænt. Jón og Elsa komu við heima seint í sumar en stoppuðu stutt því þau höfðu marga að heim- sækja. Ekki datt mér í hug að þetta yrðu síðustu kveðjurnar hans Jóns, en þegar þau voru farin fann ég fyrir tega, mér fannst hann frændi minn hafa elst. Það rann upp fyrir mér að þau systkin- in eru að komast á efri ár. Mörg skörð hafa verið höggvin í þennan stóra og glaðlynda hóp, tíminn er einhvern veginn orðin dýrmætari en áður. Næstu fréttir af Jóni voru slæmar, hann lá þá fárveikur á sjúkrahúsi og tvísýnt um bata. Það var ekki annað til í mínum huga en að Jón myndi jafna sig, en hér var við ofurefli að etja og hann frændi minn mátti láta í minni pokann í þetta sinn. Það var fallegt veður á föstudaginn var, þegar ættingjar og vinir fylgdu Jóni síðasta spöl- inn, veturinn skartaði sínu feg- ursta honum til heiðurs, snjórinn glitraði í sólinni og birtan var nærri himnesk. Elsku Elsa, Hilmar, Rúnar, Dísa og Gunni. Orð eru svo fátæklegt Góður drengur er genginn. Jón Ingvi Kristinsson, fyrrum vinnufé- lagi og meðeigandi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. októ- ber sl. eftir stutta sjúkdómslegu og var jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju 5. nóvember. Við Jón unnum saman í mörg ár á 6. og 7. áratugnum, fyrstu árin hjá móðurbróður mínum, Sigurði Péturssyni á v/b Hugin og síðar á v/b Pétri Sigurðssyni. Vetrarver- tíðina 1960 vorum við hjá Einari Sigurðssyni á v/b Báru. Arið 1961 stofnuðum við Jón til eigin útgerð- ar og keyptum v/b Vilborgu, síðan eignuðumst við v/s Steingrím trölla og síðast v/s Brimi. Hlutverkaskipan okkar var með þeim hætti að Jón var vélstjóri og ég skipstjóri. Samstarf okkar var mjög gott og átti hann sinn stóra þátt í því. Jón vildi alltaf gera gott úr öllum vandamálum sem upp komu á hverjum tíma. Hann vildi öllum vel, talaði aldrei styggðar- yrði til nokkurs manns og var í orðsins fyllstu merkingu öðlings- maður enda vinamargur. Hann var sérlega geðgóður. Það var eitthvað mikið að, ef hann var ekki brosandi eða blístrandi. Hann hafði næmt eyra fyrir tónlist enda spilaði hann á hljóðfæri fyrir sig og fuglana eins og hann orðaði það einu sinni. Jón var mjög vinnusam- ur, féll sjaldan verk úr hendi, sér í lagi handlaginn, nánast þúsund- þjalasmiðjur enda þurftum við ekki að kalla til verkstæðismenn nema eitthvað mikið væri að. Auk þess að vera samstarfs- menn áttum við á þessum árum heima rétt hjá hvor öðrum og var því mikill samgangur milli heimil- anna. Börnin okkar léku sér sam- an, konan hans , Elísa, og konan mín, Ragnheiður, pössuðu þau stundum til skiptis ef þær þurftu að bregða sér af bæ, því við vorum stundum langtímum saman í burtu. Þau hjónin kynntust allri minni stórfjölskyldu svo sem for- eldrum og systkinum, sérstök vin- átta myndaðist milli þeirra og Benedikts, bróður míns, og konu hans, Fjólu, sem hélst til hinstu stundar. Ég á margar hugljúfar minning- ar frá samstarfsárum okkar Jóns. Á gleðinnar stund var hann hrókur alls fagnaðar, það bókstaflega geislaði af honum góðmennskan og gleðin, á þeim stundum var logn- mojla ekki til í hans orðasafni. Á stund alvörunnar var hann traustur, yfirvegaður og úrræða- góður. í því sambandi er mér sér- staklega minnisstæður eftirfarandi atburður. Það var í janúarmánuði 1961 að við vorum fengnir til að fara með 40 rúmlesta fiskibát frá Keflavík til Akureyrar. Fimm menn voru í áhöfn og var Jón vél- stjóri. Það var þrútið loft og þung- ur sjói' þegar við sigldum fyrir Vestfirðina þennan janúardag fyr- ir nær 39 árum en veðurspá var viðunandi. Þegar við áttum skammt ófarið að Horni brast á okkur án fyrirvara NA-stormur með tilheyrandi frosti og snjó- komu. Ofan á þetta bættist nátt- myrkrið því þetta var laust eftir miðnættið. Skyggni var því ekkert. Það var því ekki um annað að ræða en slá bátunum undan veðrinu og reyna að ná inn í Isafjarðardjúp. Á þessum tíma voru ófullkomin sigl- ingatæki í bátum af þessari stærð; aðeins dýptaiTnælir og áttaviti. I vondum veðrum voru dýptarmæl- arnir oft óvirkir og svo var að þessu sinni. Var því lítið að styðj- ast við annað en áttavita og klukku. Það var því ekki sjálfgefið að komast klakklaust út úr að- stæðum sem þessum. Eitt er víst að hefði vélin bilað hefði tæpast þurft að spyrja að leikslokum. Þegar hér var komið sögu hvarf Jón niður í vélarhús. Sigling þessi stóð klukkustundum saman, en aldrei kom Jón upp úr vélarhúsinu. Einu sinni leit ég niður til hans og þá stóð hann með smurkönnuna í annarri hendinni en hélt sér í kæli- vatnsrörið frá vélinni með hinni hendinni og blístraði. Vegna veð- urofsans heyrði ég ekki hvaða lag hann var að blístra og þótti mér það miður. Á endapum komumst við inn fyrir Rit í ísafjai'ðardjúpi og vorum þá komnir á sléttari sjó, þá fyrst kom Jón upp úr vélarhús- inu. Síðar fréttum við að mannsk- aðar hefðu orðið aðeins í nokkurra mílna fjarlægð frá okkur. Mér finnst það nokkuð merkilegt að núna, nærri fjórum áratugum síð- ar, man ég vel hvað ég var þakklát- ur forsjóninni að Jón var með í þessari ferð. Jón var mikill fjölskyldumaður og greinilegt var að honum líkaði ekki þær miklu fjarvistir sem fylgdu sjómennskunni á þessum árum. Eftir langar og strangar vetrarvertíðir sem stóðu frá ára- mótum og fram í miðjan maí, var farið í byrjun júní á síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi sem stóðu fram á haust. Þá tíðkaðist ekki að menn væru leystir af til að taka sér frí. Því kom að því að hann óskaði eftir að hætta í útgerðinni og fara í land. Það varð því úr að ég keypti hans hluta. Ég sá eftir Jóni enda var samstarf okkar gott. Við vor- um báðir sprottnir úr svipuðum jarðvegi, á sama aldri og höfðum svipað viðhorf til hlutanna. Eftir þetta fór Jón að vinna í Vélsmiðju Olsens í Njarðvík og var þar í mörg ár, síðan vélstjóri í hrað- frystihúsi Sjöstjörnunnar í Njarð- vík og síðan vann hann hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Árið 1968 varð Jón fyrir miklu slysi. Þá féll tréplanki úr mikilj^, hæð í höfuð hans. Á þeim tíröa*' voru menn almennt ekki með hjálma eins og nú tíðkast. Hann varð mikið veikur og átti í þessu mjög lengi, fór meðal annars til Danmerkur þar sem gerð var á honum höfuðaðgerð en að því kom að hann náði heilsu en mig grunar að hann hafi kannski aldrei náð sér að fullu eftir þetta slys. I ágústmánuði 1975 urðu Jón og fjölskylda hans fyrir miklu áfalli en þá dó sonur þeirra, Ingvi Stein- ar, í bílslysi, aðeins 17 ára gamall. Þessi atburður var þyngri en tár^_ um tekur. Á þessum tímum var áí- allahjálp eins og nú tíðkast óþekkt, það má segja að sóknarpresturinn okkar, sr. Olafur Oddur Jónsson, sem þá var að hefja sinn starfsferil hafi komið í þess stað og gert sitt besta eins og honum er lagið. Þetta voru erfiðir tímar hjá Jóni og hans fjölskyldu en hægt og markvisst tókst þeim að vinna sig út úr sorginni og taka gleði sína á ný. Fyrir allmörgum árum keypti Jón ásamt Haraldi bróður sinum jörðina Hvalsá í Steingrímsfirði. Þarna dvaldi hann oft með fjöl- skyldu sinni. Þar stundaði hann hrognkelsaveiðar og aðrar veiðar á trillunni sinni, fyrst og fremst séf61" til ánægju og lífsfyllingar. Ég held að þarna hafi hann verið á heima- velli og notið lífsins í meira lagi. Á þessum stað var hann staddur nú í október þegar hann veiktist snögg- lega. Fengin var sjúkraflugvél sem flutti hann til Reykjavíkur og var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem hann dó nokkrum dögum síð- ar, 66 ára gamall. Jón Ingvi Kristinsson hefur nú tekið sína lokastefnu, ég efa það ekki eitt augnablik að hann stýrif*. nú á Drottins fund. Ég vil trúa því að við lendinguna hinum megin grafar verði þessum góða dreng vel tekið. Jafnfram því sem ég kveð þenn- an gamla vinnufélaga og þakka honum árin sem við störfuðum saman bið ég honum og fjölskyldu hans Guðs blessunar. Jón Sæmundsson. TRYGGVI TÓMASSON + Tryggvi Tómas- son fæddist 14. apríl 1928 á Syðri- Neslöndum í Mýva- tnssveit. Hann lést á Ljósheimum, Sel- fossi,_ 5. nóvember sl. Útför Tryggva fór fram frá Selfos- skirkju laugardag- inn 13. nóvember sl. ----1------ Elsku afi, við mun- um vel eftir því hvað okkur fannst alltaf gaman að koma til þín og ömmu í sveitina. Þú varst svo duglegur að kenna okkur á spil og spila við okk- ur Olsen og Svartapétur. Einnig fannst okkur mjög gaman þegar þú sagðir okkur sögur frá því þeg- ar þú varst lítill í Mývatnssveitinni. Það var gaman að fara með þér í fjárhúsin, fá að gefa kindunum og hugsa um lömbin. Svo fengum við að fara á hestbak á Væng. Að ógleymdum öllum ferðunum að Syðri-Neslöndum. Sérstaklega var skemmtilegt þegar öll fjölskyldan kom saman þar suma- rið 1996. Þú hafðir svo gaman að því að segja frá öllu sem gerðist í gamla daga og lýsa sveitinni eins og hún var þá. Okkur fannst líka mjög gaman ]ieg- ar við fengum að lesa sögur úr skólanum fyrir þig og þegar þú tókst okkur í bónda- beygju. Og alltaf skemmtum við okkur jafn vel saman. Nú ertu dáinn, elsku afi minn, ástúð þín ei gleymist nokkurt sinn. Það var svo ljúft að halla höfði á kinn og hjúfra sig í milda faðminn þinn. Við skulum vera ömmu ósköp góð, hún á svo bágt og er svo mild og hljóð, og góðvildin og gæskuhugur þinn, gleymist aldrei, hjartans afi minn. (Þ.G.) Guð geymi þig elsku afi, þín barnabörn, Inga Birna, Tryggvi og Guðbjörg Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ^ ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög. i* l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.