Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 31

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 31 LISTIR Omþýð Aldubáran TOJVLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Færeyski kammerhópurinn Aldu- báran flutti tónlist eftir Sunleif Rasmussen. Sunnudagkl. 16.00. ALDUBÁRAN er ungur fær- eyskur kammerhópur sem kemur nú enn til Islands til að kynna okk- ur færeyska tónlist. Að þessu sinni léku fjórir félagar hópsins, - Andrea Heindriksdóttir á flautu, Anna Klett á kiarinettu, 0ssur Bæk á fiðlu og Jóhann Andreassen á píanó. Tónlistin var öll eftir Sunleif Rasmussen: Hoyrdu tit havsins andalag frá 1984, Dansandi regndropar frá 1996, Sum hin gylta sól frá 1993, Echoes of the Past frá 1992 og Mozaik / Miniature sem verið var að frumflytja á tónleik- unum. Sunleif Rasmussen hefur komið víða við í tónlistinni. Hann byrjaði í rokkinu heima í Færeyjum, fór seinna að læra á píanó og tónfræði í Ósló, - starfaði þá um tíma sem djasspíanisti og kórstjóri í Þórs- höfn, en fór ekki að huga að tón- smíðanámi fyrr en nálægt þrítugu og þá í Konunglega danska tónlist- arháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan útskrifaðist hann 1995, og starfar nú í Danmörku. Fyrsta verkið á efnisskránni: Hoyrdu tit havsins andalag, var samið áður en tónskáldið hóf form- legt tónmsíðanám. Þetta er lítið dúó fyrir flautu og klarinettu; - tvær raddir sem anda úr sömu átt yfir hafsins öldu, ef notuð er sam- líking í anda nafns verksins, en greinast að með smávægilegum til- brigðum eða mótbárum, en leita stöðugt nærveru hvor annarrar að nýju. Þetta var ómþýð og falleg tónlist og frábærlega leikin af Andreu Heindriksdóttur og Önnu Klett, sem önduðu lífi í þessa afar myndrænu stemmningu. Myndlík- ingarnar voru enn ljóslifandi í öðru verki tónleikanna, Dansandi regndropum, fyrir fiðlu, klarinettu og píanó. Þrír þættir verksins eru hugleiðingar um mismunandi fonn regndropa. Tónskáldið lýsir verk- inu þannig í efnisskrá tónleikanna: „I fyrsta þættinum er tónlistin hoppandi, eins og dropar sem falla á fastan flöt; í öðrum þætti flæðir tónlistin eins og regn sem safnast saman í lítilli tjörn. Þriðji kaflinn hefst með dropum sem falla mjúk- lega, en endar eins og hagl lemjist í andlitið í snjóbyl.“ Osköp er þetta nú annars kunnugleg veðurlýsing og vinalegt að einhverjum skuli loks hafa dottið í hug að gefa henni líf í tónum. Tónlistin féll að lýsingu tónskáldsins, - ^ myndmálið var skýrt og einfalt. I fyrsta þætti var staccato hinn ráðandi leikblær og jafnvel hocket-tækni, sótt alla leið til miðalda, til að auka áhrifamátt regnsins. Miðþátturinn var ljóð- rænn og droparnir mjúkir og stór- ir. I upphafi þriðja þáttar voru droparnir auðheyrilega orðnir þykkir og lengi að falla. Slydda, eða hundslappadrífa, sem smám saman þykknaði og harðnaði þar til brast á með grimmu og köldu éli. Samleik- ur tríósins var sérstaklega góður og samleikur fiðlu og klarinettu undir lok þriðja þáttar hrein unun á að hlýða. Þriðja verk efnisskrárinnar, Sum hin gylta sól, fyrir píanó og raf- effekta, var músíklega ólíkt fýrri verkum á tónleikunum, en átti þó sammerkt með þeim myndræna yf- irskrift sem ljær því mjög ljóðræn- an blæ. Titill verksins og heiti þátta eru fengin úr ljóði Williams Hein- esens „Vinteren tænder sine blus pá vore bjerge". Osjálfrátt leitar hugurinn til þeirra verka Jóns Nor- dals sem bera ljóðanöfn. I verki Rasmussens eni þáttanöfnin þó mun meira lýsandi fyrir innihaldið, þar sem ljóðlínurnar beinlínis prógrammera tónlistina og tónlist- in kallar fram mynd af viðfangsefn- inu. Þannig er til dæmis þátturinn: „Nu vender de legelystne nordlys tilbage" bjartir brotnir hljómar á efsta raddsviði.píanósins rétt eins og blaktandi norðurljósaslæðan í ljóðinu. Hlutur rafeffektanna varð meiri eftir því sem leið á verkið, og mestur í tveimur síðustu þáttunum. Þessar myndrænu stemmningar voru missterkar en heildarsvipur verksins góður. Jóhann Andreas- sen lék verkið prýðilega og laðaði fram áhrifamiklar myndir þegar best lét. Echoes of the Past fyrir einleiks- fiðlu, flutt af 0ssuri Bæk, var mjög áhrifamikið verk og feiknavel leik- ið. Eins og nafnið gefur til kynna, er leitað til fortíðar um ýmislegt í uppbyggingu og aðferðum verks- ins, þótt það sé hreint engin forn- eskja. Það var samið fyrir Auði Hafsteinsdóttur og frumflutt hér á kndi á Myrkum músíkdögum 1993. I efnisskrá tilgreinir tónskáldið að meðal bergmáls hins liðna í verkinu sé bogatæknin sem notuð er - hún sé sótt til Paganinis. En þegar bet- ur er að gáð, er tónmálið sjálft líka endurómur af enn eldri hefðum. Tónskáldið leikur sér með dúr- og moll-hljóma, tónstiga og stef sem jafnan hljóma yfir lausum strengj- um fiðlunnar sem stilltir eru í fimmundum sem hljómar eins og undirtónar harðangursfiðlu eða jafnvel bara langspil. Síðast á efnisskránni var frum- flutningur verksins Mozaik / Mini- ature - en það er byggt á efniviði úr fyrstu sinfóníu tónskáldsins, sem enn er ófrumflutt. Ber og tilgerðar- laus tjáning einkenndi verkið - þetta var skrumlaus tónlist og afar áheyrileg. Aldubáran lék þetta vel sem og annað á þessum ágætu tón- leikum og á skildar þakkir fyrir að leggja leið sína hingað til að kynna okkur heillandi hljóðheim Sunleifs Rasmussens. Bergþóra Jónsdóttir BÆKUR Endurminningar AF FÖNGUM OG FRJÁLS- UM MÖNNUM Endurminningar sérþjónustuprests eftir Jón Bjarman. 322 bls. Bóka- útg. Hólar. Prentun: Oddi hf. Akur- eyri, 1999. ÆVI séra Jóns Bjarman hefur verið í senn hversdagsleg og við- burðarík. Bernskubrek og ærsl leikfélaga á fjórða áratugnum og í upphafi hins fimmta getur ekki kallast stórbrotið frásagnarefni. En saga verður að eiga sér upphaf. Og höfundi er lagið að gera mikið úr litlu. Hann nýtur þess að rifja upp minningarnar frá gömlu góðu dögunum fyrir norðan. Og les- andinn getur vel notið þess með honum. Séra Jón segist ekki hafa verið að skrifa æyisögu, aðeins endur- minningar. Á hann þá við að frá- sögnin sé hvorki svo samfelld né ítarleg að hún megi heita svo. Ævisaga verður seint tæmandi, satt er það. Ennfremur má ætla að höfundur geymi mun fleira í minni sér en sagt verði frá í einni bók. Allt um það eru þessar endur- minningar nógu heilsteyptar til að rísa undir hvaða heiti sem er. Skemmtilegastar eru frásagn- imar af uppvaxtarárunum á Akur- eyri. Bernskuárin liðu við leik og gleði. Fjölskyldan var stór og frændgarðurinn mannmargur. Gestakomur voru tíðar á heimilinu. Faðirinn var ekki margmáll dags- daglega. Þá þótti líka við hæfi að fjölskyldufaðir væri dálítið fjar- lægur; síst mátti hann kippa sér upp við hversdagslega smámuni. Börnin vöndust snemma bóklestri. Og mennt- ir voru í hávegum hafðar. Við gesta- komu brá óðara til glaðværðar. Sam- band sonar og föður virðist hafa verið all- náið. Og hugnæm er frásögnin af þeirra síðustu samfundum. En Jón var aðeins nítján ára þegar fað- ir hans féll frá. Jón var trúhneigður í bernsku og ákvað snemma að verða prest- ur. Trúmálin voru þá harla fjarlæg þorra unglinga. Þegar Jón var um fermingaraldurinn vígðist ungur prestur til Akureyrar. Sá var eng- inn annar er séra Pétur Sigur- geirsson. Hann hóf þegar þrótt- mikið æskulýðsstarf. Með lagni tókst honum að safna fjölda ungl- inga undir merki kirkjunnar. Vafa- laust hefur sá félagsskapur átt þátt í að móta skoðanir Jóns og annarra sem störfuðu í æskulýðsfélagi séra Péturs. En áhugamálin voru fleiri. Ef til vill of mörg og sundurleit þegar til náms í menntaskóla kom. Af þeim sökum vildi námið sitja á hak- anum. Segist Jón hafa heyrt foreldra sína ræða um það eitt sinn að réttast væri að láta hann hætta í mennta- skóla og taka sér eitt- hvað annað fyrir hend- ur þar sem hann hefði svo lítinn áhuga á skólalærdómi. Hefði faðirinn vakið máls á þessu en móðirin mælt á móti. Og hún hafði betur. Hugur Jóns var meðal annars bundinn við skáldskap og listir. Hann las mik- ið, skrifaði smásögur og birti. Að stúdentsprófi loknu tók við háskólanám í Reykjavík, síðan starfsævin. Fyrstu prestskaparár sín þjónaði séra Jón í íslendinga- byggðum vestanhafs. Eftir að hann hvarf þaðan þjónaði hann fá- ein ár Laufásprestakalli, var síðan um skeið æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar en gerðist að því búnu sérþjónustuprestur í Reykjavík sem kalla má að orðið hafi ævistarf hans. Fólst það fremur í sálgæslu en almennum prestsverkum. Þar hlaut sálusorgarinn að kynnast fleiri hliðum mannlífsins. Eða flestum er víst óhætt að segja. Lýsir hann þeim störfum sínum í sérstökum kafla án þess þó yfir- leitt að nefna nöfn, enda trúnaði bundinn. Séra Jón segir frá því að fljót- lega eftir að hann hóf háskólanám hafi hann gert sér ljóst að ritstörf- in yrði hann að leggja á hilluna ef hann ætti að geta sinnt köllun sinni heill og óskiptur. Hefur þetta áhugamál frá unglingsárunum þá komið honum að engu gagni? Um það má vafalaust deila. Víst er þó að fáir þurfa prestinum fremur að geta komið fyrir sig orði, munn- lega og skriflega. Góðar bókmenn- tir, sem lýsa hinum fjölbreytileg- ustu tilbrigðum mannlífsins, geta líka kennt manni á lífið. Það er að segja ef hægt er að læra á það af bók. En mannþekking og lífs- reynsla hlýtur að koma sérþjón- ustupresti í góðar þarfir. Er þá eitt ótalið, það er að segja ritun þess- ara endurminninga. En þær eru bæði vel og kunnáttusamlega í let- ur færðar. Hvort sem séra Jón segir frá einhverju léttvægu og lít- ilfjörlegu eða einhverju minnis- stæðu og dramatísku tekst honum alltént að blása lífsanda í frásögn sína. Löng nafnaskrá staðfestir að mannmai'gt sé í bókinni ekki síður en á æskuheimili höfundar forðum. Erlendur Jónsson Hljóð- klúbbur fyrir börn HLJÓÐKLÚBBUR bamanna er nýr klúbbur fyrir börn sem býður bömum hlustunarefni á geislaplöt- um og hljóðsnældum. Einu sinni í mánði fá félagar að fylgjast með ævintýrum hundanna Trausts og Tryggs og vina þeirra í Rakkavík. Efnið er samið og flutt af Gunnari Helgasyni og Felix Bergssyni. Jón Ólafsson sér um tónlist og upptök- ur á efninu. Hundana hefur Búi Kristjánsson skapað. Útgefandi er Útgáfufélagið Heimsljós. ----^4-4---- Landslags- myndir í Pakkhúsinu MYNDLISTARMAÐURINN Sæ- mundur Gunnarsson opnar mál- verkasýningu í sal Myndlistarfé- lagsins, Svai'ta Pakkhúsinu við Hafnargötu 2, Keflavík á laugar- dag. Sýningin hefur að geyma landslagsmyndir í olíu og verður opin um helgar frá klukkan 14-18 og um virka daga frá klukkan 20- 22. Sýningin stendur fram að mán- aðamótum. Svipmót fortíðar og samtíðar Jón Bjarman Eðli guðdómsins BÆKUR Trúarbragðasaga TRÚARBRÖGÐ HEIMS Ritstjóri: Michael D. Coogan. Höf- undur: Ýmsir. Þýðandi: Ingunn Ás- dísardóttir. Utgefandi: Mál og menning. Stærð: 288 blaðsíður. Verð: 5.980 kr. ÍSLENDINGAR ferðast í aukn- um mæli til fjarlægra landa og kynnast margs konar framandi menningu og trúarbrögðum. Nýbú- um fjölgar einnig stöðugt hér á landi og þeir flytja með sér sína menningu og mismunandi trúar- brögð. Kristni er ekki lengur eini átrúnaður íbúa þessa lands. Þetta kom berlega kom í ljós fyrir skömmu er auglýstur var fræðsluf- undur á vegum miðstöðvar nýbúa um ýmis trúarbrögð á íslandi þar sem fulltrúar tráarbragðanna héldu fyrirlestra. Það er því mikilvægt að almenningur geti aflað sér þekking- ar á þeim tníarbrögðum sem hann umgengst í þjóðfélaginu svo að landsmenn geti skilið lífsskoðanir hvers annars. Umfjöllunarefni Trúai’bragða heimsins eru sjö helstu trúarbrögð mannkyns, gyðingdómur, kristin- dómur, islam, hindúasiður, búdda- siðm-, kinversk og japönsk trúar- brögð. I upphafi hvers kafla er inngangur sem er heildaryfirlit yfir undirstöðuatriði þeirrar trúarhefð- ar sem fjallað er um, gildi hennar og útbreiðslu. T0 að lesandinn geti borið trúarbrögðin saman er hverj- um kafla skipt niður í tíu undirkafla: Uppruni og söguleg þróun, eðli guð- dómsins, helgú’ textar, helgir menn, siðai'eglur, heilagt íými, helgitíð, dauðinn og lífíð eftir dauðann og samfélag og trú. Þetta er mjög gagnlegt, en það gefur auga leið að erfitt er að gera stórum trúarbrögð- um, sem mörg hundruð milljónir manna aðhyllast og skiptist í ótal undirdeildir og stefnur, viðhlítandi skil á nokkrum blaðsíðum. Höfund- ar þræða stundum hárfínt einstigi á milli undirhópa í almennri lýsingu sinni á ákveðnum trúarbrögðum, eins og t.d. kristni. Hættan er að stundum sé umræðan of almenn. Auk meginmálsins eru margir rammar og greinai- á spássíum sem fjalla um ákveðin afmörkuð efni. Á þann hátt er miklu viðbótarefni komið fyrir. Þetta lífgar einnig mjög upp bókina og gerir lesandan- um betur kleift að nota hana sem hand- bók. 250 góðar litmyndir prýða þetta rit, sumar með ýtarlegum skýr- ingum. Auk þess eru landakort í upphafi hvers kafla sem sýna útbreiðslu þehrar trúar sem fjallað er um. I bókarlok em skýringar á nokkrum lykilhugtökum, skrá yfir ítarefni og góð atriðisorðaskrá. Állt gefur þetta bókinni aukið gildi. Á bókarkápu segir að aðalritstjóri bókarinnar, Michael D. Coogan, sé prófessor í trúar- bragðafræðum við Stonehill College í Easton, Massachusetts og njóti mikillar virðingar um allan heim fyrir rannsóknir sínar í trúfræðum. Honum til aðstoðar era sjö aðrir prófessorar, sem allir era sérfræðingar í því efni sem þeir rita um. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera öllum trúarbrögðum mann- kyns skil í einni bók, nokkuð vantar þegar engin umfjöllun er um afrísk trúarbrögð, sem mörg eiga margt sam- eiginlegt. Trúarbrögð heims- ins er mjög vönduð bók á allan hátt og þýðingin einnig. Útgáfa hennar er löngu tímabær og hún uppíyllir mikla þörf á sviði bókmennta um trúarbrögð þar sem sambæri- legar bækur á íslensku hafa flestar verið uppseldar í nokkur ár. Hún gagnast einstaklingum jafht sem skólanemendum og er tilvalin sem handbók við ritgerðasmíð. Kjartan Jónsson Ingunn Ásdísardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.